Sigríður Ingimarsdóttir (1923-2008)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Sigríður Ingimarsdóttir (1923-2008)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

  1. okt. 1923 - 28. apríl 2008

History

Sigríður Ingimarsdóttir fæddist í Reykjavík 1. október 1923. Hún ólst upp á Eyrarbakka til 6 ára aldurs. Árið 1928 fluttist hún að Flúðum í Hrunamannahreppi, en þar gegndi faðir hennar skólastjórastarfi barnaskólans til ársins 1938. Það ár fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Þann 17. Júní 1944 lauk Sigríður stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hún tók próf í forspjallsvísindum frá Háskóla Íslands árið 1945. Á námsárunum var hún í ritnefnd Skólablaðs MR, í stjórn Framtíðarinnar, í stjórn Góðtemplarastúkunnar Sóleyjar og Ungmennafélags Reykjavíkur. Sigríður kom að fjölmörgum störfum, var ritstjóri kvennablaðsins Feminu 1946-1948 og í stjórn Kvenstúdentafélags Íslands 1950-1960. Hún var dönsku- og enskukennari við Samvinnuskólann. Árið 1958 var stofnað Styrktarfélag fatlaðra og Sigríður einn af stofnendum þess félags. Hún var ritari í stjórn þess 1958-1975. Á árunum 1961-1986 var hún í stjórn Öryrkjabandalags Íslands og í stjórn dagheimilisins Lyngáss 1961-1971. Hún var stjórnarformaður þjálfunarheimilisins Bjarkaráss 1971-1981. Á árunum 1971-1976 var hún stjórnaformaður Þroskaþjálfaskólans. Hún var í stjórn Nordisk Forbund Psykisk Udviklingshæmning (NFPU) 1963-1983. Hún var fulltrúi Öryrkjabandalags Íslands hjá Alþjóðaendurhæfingarsamtökunum (Rehabilitation International) 1978-1988. Þá var hún í undirbúningsnefnd og framkvæmdarstjóri Árs fatlaðra 1980-1981. Hún var í stjórn og varstjórn Bandalags kvenna í Reykjavík 1971-1981 og varaforseti Kvenfélagasambands Íslands 1987-1991. Þá var hún í ritnefnd tímaritsins Húsfreyjunnar 1977-1991 og ritstjóri 1981-1989. Árið 1971 hlaut Sigríður riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu og var heiðursfélagi í Kvenfélagasambandi Íslands og í Styrktarfélagi fatlaðra og hlaut einnig heiðursmerki Landssamtakanna Þroskahjálpar. Hún var vel ritfær og góður hagyrðingur og orti og þýddi m.a. fyrir barnatíma ríkisútvarpsins á 6. og 7. áratugnum. Nokkrir textar hennar urðu kunnir, t.d. „Við litum og við litum“ og „Dýrin úti í Afríku“. Maður hennar var Vilhjálmur Árnason (1917-2006), hæstaréttarlögmaður, þau eignuðust sjö börn.

Places

Reykjavík, Eyrarbakki, Flúðir, Fossvogur

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

S01851

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

13.10.2016, frumskráning í atom, gþó.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places