Framnes í Akrahreppi - Skagafjörður

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Framnes í Akrahreppi - Skagafjörður

Equivalent terms

Framnes í Akrahreppi - Skagafjörður

Associated terms

Framnes í Akrahreppi - Skagafjörður

12 Authority record results for Framnes í Akrahreppi - Skagafjörður

12 results directly related Exclude narrower terms

Gísli Gíslason (1876-1960)

  • S02126
  • Person
  • 18. ágúst 1876 - 10. ágúst 1960

Foreldrar: Gísli Þorláksson vinnumaður í Glaumbæ o.v. og s.k.h. María Jónsdóttir. Gísli ólst upp hjá móður sinni fyrstu tíu árin, en hún var á þessum árum ýmist húskona eða vinnukona á ýmsum bæjum í Blönduhlíð og Vallhólmi til 1882, en á Hraunum í Fljótum 1882-1885 og Lambanesi í Fljótum 1885-1886. Árið 1886 fór Gísli í fóstur að Réttarholti í Blönduhlíð til Rögnvalds Björnssonar og k.h. Freyju Jónsdóttur. Fermdist hann frá þeim árið 1891 og vann síðan búi þeirra allt til ársins 1902, er hann fór sem vinnumaður að Þverá í Blönduhlíð til Stefáns Sigurðssonar bónda þar. Á Þverá var Gísli vinnumaður þar til hann kvæntist 1912 Helgu Guðmundsdóttur frá Skuggabjörgum, eftir það í húsmennsku á s.st til 1915 og Framnesi í sömu sveit 1915-1918, að þau hófu búskap á Skúfsstöðum í Hjaltadal. Bóndi á Skúfsstöðum í Hjaltadal 1918-1921, á Bjarnastöðum í Blönduhlíð 1921-1924 og í Hjaltastaðahvammi 1924-1950. Eftir það í húsmennsku, fyrst að Minni Ökrum og síðast á Höskuldsstöðum. Árið 1956 fluttu þau til Reykjavíkur. Gísli og Helga eignuðust tvær dætur.

Gísli Víðir Björnsson (1947-

  • S01386
  • Person
  • 16.04.1947-

Foreldrar: Björn Sigtryggsson og Þuríður Jónsdóttir á Framnesi. Húsasmíðameistari á Akureyri.

Hallur Pálsson (1898-1979)

  • S01781
  • Person
  • 18. mars 1898 - 23. ágúst 1979

Foreldrar: Páll Pálsson lengst af b. í Garði í Hegranesi og k.h. Steinunn Hallsdóttir. Hallur fluttist með foreldrum sínum í Framnes vorið 1920 þar sem hann kynntist konuefni sínu, Kristínu Sigtryggsdóttur. Þau hófu búskap á hluta Framness 1922 og bjuggu þar í tvö ár. Þaðan fóru þau í Brimnes þar sem þau virðast hafa dvalið í tvö ár. Árið 1926 festu þau kaup á hluta Garðs í Hegranesi þar sem þau bjuggu til 1937 er þau fluttu til Akureyrar. Á Akureyri starfaði Hallur í Skinnaverksmiðjunni. Vorið 1946 fluttu þau suður til Reykjavíkur þar sem Hallur fékk starf sem fangavörður í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Árið 1955 hóf hann störf sem verkstjóri hjá Trésmiðjunni Víði og starfaði þar í tíu ár. Hallur og Kristín eignuðust ekki börn en tóku tvö fósturbörn.

Helga Sigtryggsdóttir (1887-1978)

  • S00357
  • Person
  • 02.10.1887-01.03.1978

Helga Sigtryggsdóttir fæddist á Syðri-Brekkum í Akrahreppi þann 2. október 1887. Húsfreyja á Víðivöllum. Maður hennar var Gísli Sigurðsson (1884-1948).

,,Helga ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Syðri Brekkum og síðan á Framnesi. Hún sigldi til Danmerkur til mennta og settist í kvennaskóla á Jótlandi. Hún útskrifaðist þaðan árið 1919 og kom heim um vorið. Helga átti heimili á Framnesi þar til hún gifti sig. Frá árinu 1924 bjó hún með bróður sínum honum Birni. Saman tóku þau að sér og ólu upp Brodda Jóhannesson síðar rektor Kennaraskólans. Hann kom þangað 8 ára gamall og átti þar heimili þar til hann fór utan til náms árið 1938. Helga giftist Gísla á Víðivöllum árið 1935 og tók þá við húsmóðurhlutverkinu á bænum. Helga og Gísli voru barnlaus en eftir lát Gísla 1950 bauðst Helga til að gefa jörðina Elliheimilissjóði Skagfirðinga. Hennar helstu skilyrði voru m.a. þau að reist yrði á allra næstu árum fyrsta elliheimili sýslunnar á Víðivöllum. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en dagaði að lokum uppi hjá sýslunefnd."
Helga og Gísli áttu tvær fósturdætur.

Jóhann Jónsson (1835-1903)

  • S02335
  • Person
  • 18.12.1835-13.03.1903

Foreldrar: Margrét Bjarnadóttir, ógift vinnukona á Hofi og Jón Guðmundsson, ókvæntur vinnumaður, þá í Krókárgerði í Norðurárdal. Margrét kom að Hofi frá Melrakkadal í Víðidal vorið 1832, þá 21 árs. Hún giftist síðar Sveini Guðmundssyni frá Hrafnhóli. Jón, faðir Jóhanns, varð úti þegar Jóhann var tveggja ára gamall. Jóhann var fóstraður upp á Jóni hreppstjóra Gíslasyni á Hofi og konu hans, Kristínu Kjartansdóttur. Þaðan fermdist hann vorið 1850. Skömmu síðar gerðist hann vinnumaður en fór vorið 1857 að Setbergi í Mýlasýslu. Þar veiktist hann og lá lengi. Eftir það var hann nánast örkumla ævilangt. Fór hann um tíma suður í Rangárvallarsýslu en kom aftur til Skagafjarðar og stundaði m.a. hrossasöluferðir austur í Múlasýslur. Var í húsmennsku en gerðist bóndi í Framnesi 1878-1879, húsmaður þar 1879-1885, bóndi í Vaglagerði 1885-1896. Var þá í húsmennsku, en byggði jörðina og var bóndi aftur í Vaglagerði 1897-1903. Fékk slag síðla vetrar 1903 og var þá fluttur að Þorleifsstöðum, þar sem hann lést.
Jóhann var ókvæntur og barnlaus. Hann arfleiddi sýsluna að eignum sínum, til sjúkrahúsbyggingar á Sauðárkróki.

Nautgriparæktarfélagið í Akrahreppi (úthluta)

  • S03673
  • Organization
  • 1929 - 1933

Hvenær félagið var stofnað eða aflagt kemur ekki fram í þessum gögnum. Gögnin innihalda hin ýmsu gögn er varða starfsemi félagsins. Reikningur um rekstur nautahaldsins, ( keypt naut á árinu, vetrarfóðrun sumarhirðing, lán og styrkir og kaup á eftirlitsmanni ). Fylgigögn frá 1929 - 1932.
Lög um kynbætur nautgripa, 1.júní 1928.
Sendibréf til formanns Nautgriparæktarfélags Akrahrepps ( úthluta ) Hr. Björn Sigtryggsson, Framnesi. Styrkur fyrir fullmjólkandi kýr. Tveir reikningar frá Dansk Mælketeknisk Laboratorium A- S Köbenhavn 16.03.1929 og 06.08.1929.og sendibréf því tengt til Herr Björn Sigtryggsson.
Fundargerð 16.03 1930 en þau gögn eru tvö blöð illa farin og nokkuð lesanleg, þar kemur fram að Stefán Vagnsson skýrir frá starfsemi félagsinsá næst liðnu ári ,var aðalkjarni þess fóðrun og hirðing þarfanauts félagsins, (Páls ).

Páll Pálsson (1876-1935)

  • S01783
  • Person
  • 27. mars 1876 - 22. apríl 1935

Foreldrar: Páll Pálsson b. að Syðri-Brekkum og síðast á Frostastöðum og k.h. Dýrleif Gísladóttir. Páll nam skósmíðar, óvíst hvar. Hóf búskap í Garði í Hegranesi á móti tengdaföður sínum árið 1897 og bjó þar til 1908, en flutti þá til Sauðárkróks og svo að Sjávarborg. Fór aftur að Garði 1910 og bjó þar á hluta af jörðinni en stundaði einnig aukapóstferðir á milli Sauðárkróks og Hóla í Hjaltadal. Bjó í Garði til 1920 er hann fór með syni sínum að Framnesi og Blönduhlíð, þar sem hann dvaldi til 1924. Var á Brimnesi 1924-1926 en fór þá aftur að Garði þar sem sonur hans tók við búi. Síðast búsettur á Sauðárkróki. Kvæntist Steinunni Hallsdóttur frá Garði, þau eignuðust einn son.

Rannveig Þorkelsdóttir Hansen (1901-1988)

  • S02306
  • Person
  • 10. júní 1901 - 21. sept. 1988

Rannveig Þorkelsdóttir fæddist 10. júní 1901 í Gagnstöð í Hjaltastaðarþinghá. Faðir: Þorkell Stefánsson bóndi í Gagnstöð. Móðir: Guðríður Magnúsdóttir, húsmóðir í Gagnstöð.
,,Rannveig ólst upp á heimili foreldra sinna austur þar. Hún sótti hannyrðanámskeið á Seyðisfirði á ungmeyjarárum sínum og stundaði um langt árabil hannyrðakennslu við barnaskólann á Sauðárkróki, eftir að hún settist að þar. Byrjaði hún hjúkrunarstörf við sjúkrahúsið á Akureyri, en varð frá að hverfa af heilsufarsástæðum. Rannveig réðst í sumarvinnu að Framnesi í Blönduhlíð og síðan að sjúkrahúsinu á Sauðárkróki árið 1930. Rannveig giftist Árna Hansen árið 1931. Þrátt fyrir að Rannveig þjáðist mestan hluta ævinnar af sjúkdómi sínum (nýrnaveiki), stýrði hún um mörg sumur mötuneyti hjá vegavinnuflokki bónda síns." Rannveig og Árni eignuðust ekki börn.

Sigrún Daníelsdóttir (1865-1940)

  • S01281
  • Person
  • 16. apríl 1865 - 17. sept. 1940

Foreldrar: Daníel Ólafsson prestur í Viðvík og k.h. Svanhildur Guðrún Loftsdóttir. Sigrún fluttist ung með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Lauk þar námi úr Kvennaskólanum. Ennfremur naut hún menntunar í söng og fleiru. Hún flutti aftur til Skagafjarðar með foreldrum sínum. Starfaði um tíma við barna- og unglingakennslu. Var um árabil heimiliskennari og annaðist heimilistörf á Syðri-Brekkum hjá þeim hjónum Sigtryggi Jónatanssyni og Sigurlaugu Jóhannesdóttur, er þá bjuggu þar. Kvæntist Benedikti Hannessyni frá Kjarvalsstöðum árið 1892. Þau bjuggu á Framnesi, í Glaumbæ á hluta, Ásgeirsbrekku og í Brekkukoti ytra en fluttu til Vesturheims árið 1900, þau eignuðust þrjú börn.

Sigurður Guðbjartur Helgason (1893-1975)

  • S03482
  • Person
  • 09.11.1893-18.01.1975

Sigurður Guðbjartur Helgason, f. í Garðshorni á Höfðaströnd 09.11.1893, d. 18.01.1975. Foreldrar: Helgi Pétursson bóndi á Kappastöðum í Sléttuhlíð og kona hans Margrét Sigurðardóttir. Sigurður var í fyrstu hjá afa sínum og ömmu á Kappastöðum en fór með foreldrum sínum að Geirmundarhóli í Hrollleifsdal 1902 og var þar í átta ár. Haustið 1911 fór hann vetrarmaður að Framnesi í Blönduhlíð og var þar síðan vinnumaður næsta ár. Um sumarið var hann sendur í vegavinnu á Sauðárkrók þar sem byrjað var að leggja Skagfirðingabrautina. Síðan tók við skepnuhirðing um veturinn og síldarvinna í Siglufirði sumarið 1912. Hann fór þá heimtil foreldra sinna um haustið og var um veturinn 1912-1913 við hirðingu hjá Sveini Árnasyni í Felli. Þar var hann síðan samfleytt til ársins 1919 að hann fór í vinnumennsku að Ási í Hegranesi til eins árs. Þaðan fór hann að Ríp og var þar til 1924, að hann fluttist um tíma að Hellulandi sem lausamaður og tók að sér umsjón með dragferjunni á Vesturósnum fyrir Hróbjart Jónasson mág sinn. Síðan fór hann aftur að Ríp og var þar til 1929 að hann fór að Hamri til Vilhelmínu systur sinnar og var þar til 1935. Þar ko hann sér upp nokkrum bústofni sem hann færði með sér um Utanverðunes þar sem hann var í húsmennsku til 1947 en þáflutti hann með skepnur sínar til Sauðárkróks og átti þar heimili til dauðadags. Bjó hann þá hjá Ármanni bróður sínum og Sigurbjörgu Pétursdóttur konu hans að Ránarstíg 2. Þar rak hann talsverðan fjárbúskap og fékk land á erfðafestu úr Sauðárkrjörð, túnbletti norðan í Sauðárhæðinni og út í Sauðárgilið. Byggði hann fjárhús og hlöðu.
Sigurður var ókvæntur og barnlaus.

Svanhildur Guðrún Loftsdóttir (1844-1930)

  • S00726
  • Person
  • 23.04.1844-02.11.1930

Frá Sauðanesi á Upsaströnd. Var mjög vel að sér í hannyrðum og kenndi mörgum konum að koma sér upp íslenska skautbúningnum. Kvæntist Daníel Ólafssyni (1837-1894) söðlasmiði, þau bjuggu m.a. á Hofsósi, í Viðvík, í Efra-Ási, í Reykjavík, á Oddeyri við Eyjafjörð, í Hofstaðaseli og á Framnesi. Svanhildur og Daníel eignuðust fjögur börn sem upp komust.