Garðyrkjufélag Seyluhrepps

Identity area

Type of entity

Association

Authorized form of name

Garðyrkjufélag Seyluhrepps

Parallel form(s) of name

  • Garðyrkjufélag Seyluhrepps

Standardized form(s) of name according to other rules

    Other form(s) of name

      Identifiers for corporate bodies

      Description area

      Dates of existence

      1904-

      History

      Garðyrkjufélag Seyluhrepps var stofnað 4. febrúar 1904 að Geldingaholti í Seyluhreppi. Þar var haldinn fundur til að ræða um hvort væri gjörlegt væri að vera með kartöflugarð á svonefndum Reykjarhól í sama hreppi, ætlunin var að stunda þar kartöflurækt í stórum stíl - eins og segir í fundagerðabók garðyrkjufélagsins.
      Stofnfundurinn var vel sóttur og mættu til hans meiri hluti bænda í Seyluhreppi ásamt Christian Popp, sem þá var kaupmaður á Sauðárkróki og var hann auk þess aðalhvatamaður þessa félagsskapar eða fyrirtækis, stofnfundarfélagar voru 20.
      Aðaltilgangur félagsins var að bindast samtökum til að hafa á leigu erfðafestulandi sem nam allt að 12 vallardagsláttum og var neðan við Reykjarhólslaug. Þar átti að koma upp afgirtum sáðreit. Félagið var hlutafélag og áttu stofnfélagar 1 hlut hvor.

      Á fundinn mætti Ólafur Briem umboðsmaður sem þá gengdi starfi umráðamanns landssjóðsjarðarinnar Reykjarhóls. Á fundinum var lögð fram áætlun um kostnað til að koma upp áðurnefndum kartöflugarði en kostnaðaráætlunin hafði verið gerð af Sigurði Sigurðssyni, þá skólastjóra á Hólum. Fyrirspurn vegna kaupa á ofangreindu garðsstæði var lögð fyrir Ólaf sem hvaðst mæla með því við landsstjórnina og var það álit hans að slíkt leyfi fengist auk þess sem núverandi ábúendur Reykjarhóls gáfu kost á landinu um sinn ábúðartíma. Gjaldið fyrir landið var 1% af árlegri uppskeru. Í fyrstu stjórnarnefnd félagsins voru kosnir Christian Popp, kaupmaður, Tobías Magnússon, Geldingarholti og Jóhann Sigurðsson, Grófargili.

      Places

      Seyluhreppur í Skagafirði

      Legal status

      Functions, occupations and activities

      Mandates/sources of authority

      Internal structures/genealogy

      General context

      Relationships area

      Related entity

      Christian Waldemar Carl Popp (1866-1920) (22.10.1866-25.01.1920)

      Identifier of related entity

      S00475

      Category of relationship

      associative

      Type of relationship

      Christian Waldemar Carl Popp (1866-1920) is the provider of Garðyrkjufélag Seyluhrepps

      Dates of relationship

      Description of relationship

      Helsti hvatamaður að stofnun Garðyrkjufélags Seyluhrepps.

      Access points area

      Subject access points

      Place access points

      Occupations

      Control area

      Authority record identifier

      S03704

      Institution identifier

      IS-HSk

      Rules and/or conventions used

      Status

      Final

      Level of detail

      Partial

      Dates of creation, revision and deletion

      Language(s)

      • Icelandic

      Script(s)

        Sources

        Fundagerðabók Garðyrkjufélags Seyluhrepps

        Maintenance notes