Grafargerði

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Grafargerði

Equivalent terms

Grafargerði

Associated terms

Grafargerði

4 Authority record results for Grafargerði

4 results directly related Exclude narrower terms

Benedikt Hugmóður Sigmundsson (1865-1930)

  • S02304
  • Person
  • 26. júní 1865 - 5. júní 1930

Benedikt Hugmóður fæddist 26. júní árið 1865 á Ljótsstöðum á Höfðaströnd, Skagafirði. Faðir: Sigmundur Pálsson bóndi og verslunarstjóri á Ljótsstöðum. Móðir: Margrét Þorláksdóttir, húsmóðir á Ljótsstöðum. ,,Benedikt ólst upp hjá foreldrum sínum. Stundaði nám við búnaðarskólann á Eiðum, útskr. 1886. Var við bústörf og verslunarstörf með föður sínum. Kennari í Viðvíkurprestakalli 1891-94 og 1897-98. Reisti bú í Gröf á Höfðaströnd 1895 á móti tengdaforeldrum sínum og bjó þar til 1896. Bóndi Þúfum í Óslandshlíð 1896-98, Grafargerði 1898-99. Missti þá fyrri konu sína og brá búi. Fluttist úr héraðinu árið 1900 og fékkst eftir það við ýmis störf, aðallega verkstjórn og verslunarstörf. Var frá 1914 til æviloka kaupm. og verslunarm. í Hafnarfirði."
Fyrri kona: Ingibjörg Björnsdóttir (1875-1900). Þau áttu saman þrjú börn en einungis eitt þeirra komst á legg.
Seinni kona: Pálína Guðmunda Þórarinsdóttir (1867-1933) frá Grásíðu í Kelduhverfi.

Konkordía Rósmundsdóttir (1930-2014)

  • S00391
  • Person
  • 13.04.1930 - 15.04.2014

Konkordía Rósmundsdóttir fæddist 13. apríl 1930. Fædd á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal. Jafnan kölluð „Día“. Hún var húsfreyja á Nautabúi í Hjaltadal og Grafargerði á Höfðaströnd. Búsett á Sauðárkróki frá 1970.
Maður hennar: Róar Jónsson (1923-).

Stefán Jón Sigurjónsson (1874-1970)

  • S03153
  • Person
  • 04.11.1874 - 06.08.1970

Stefán Jón Sigurjónsson var fæddur 4. nóv. 1874 í Grafargerði, Hofshreppi í Skagafjarðarsýslu. Stefán var bóndi á Teigi og Skuggabjörgum í Hofshreppi og síðar bóndi á Skuggabjörgum. Fyrri kona Stefáns hét Bóthildur Þorleifsdóttir og eignuðust þau tvær stúlkur sem báðar létust skömmu eftir fæðingu. Bóthildur lést árið 1906.
Árið 1908 tók Stefán saman við Arnfríði Guðrúnu Sveinsdóttur og eignaðist með henni 6 börn sem öll urðu mjög langlíf.
Samhliða bústörfum á Skuggabjörgum stundaði Stefán sjóinn og var eftirsóttur háseti. Stefán hætti bústörfum árið 1950 en þá tóku synir hans við búinu, hann bjó þar áfram í húsmennsku allt þar til kona hans deyr, en þá var hann ýmist á Skuggabjörgum á á Gili í Borgarsveit hjá Elísabetu dóttur sinni og tengdasyni , en þar naut hann síðustu æviára sinna.

Stefanía Ólafsdóttir (1878-1974)

  • S02133
  • Person
  • 14. ágúst 1878 - 27. jan. 1974

Foreldrar: Ólafur Stefánsson (1850-1887) og Guðrún Ingibjörg Magnúsdóttir (1834-1907). Foreldrar Stefaníu bjuggu aldrei saman, og var hún í fyrstu með föður sínum í Málmey á Skagafirði, en síðar á fleiri bæjum, þar til hann dó, er hún var níu ára gömul. Fór hún þá í vistir til vandralausra og átti misjafnt atlæti. Fyrst fór hún að Grafargerði á Höfðaströnd til Magnúsar Gíslasonar og Halldóru Skúladóttur, sem voru henni mjög góð, en eftir að Magnús drukknaði í janúar 1889 fór hún að Hofi á Höfðaströnd og síðar að Ártúni. Eftir fermingju, fjórtán ára gömul, fór hún að Brekku hjá Víðimýri til móður sinnar, sem þá var þar ráðskona hjá Birni Bjarnasyni bónda. 21 árs giftist Stefanía Birni. Þau bjuggu í Brekku til 1909, á Reykjarhóli 1909-1915 og í Krossanesi 1915-1919. Voru eftir það í húsmennsku á Hjaltastöðum, síðan að Brenniborg og loks hjá Sigurlínu dóttur sinni á Hofi á Höfðaströnd. Árið 1971 fluttist Stefanía suður til Reykjavíkur eftir 50 ára dvöl á Hofi. Stefanía og Björn eignuðust sjö börn saman. Með fyrri konu sinni, Margréti Andrésdóttur frá Stokkhólma, hafði Björn eignast einn son. Einnig eignaðist hann dóttur með Soffíu Björnsdóttur.