Guðrún Ólafía Jónsdóttir (1935-2016)

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Guðrún Ólafía Jónsdóttir (1935-2016)

Hliðstæð nafnaform

  • Gunna

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

  • Gurún Jónsdóttir

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

  1. mars 1935 - 2. sept. 2016

Saga

Guðrún fæddist á Blönduósi 20. mars 1935. Dóttir hjónanna Huldu Á. Stefánsdóttur skólastjóra og Jóns S. Pálmasonar bónda á Þingeyrum. ,,Guðrún ólst upp á Þingeyrum í Húnaþingi til sjö ára aldurs er hún flutti til Reykjavíkur. Hún útskrifaðist frá MR 1955 og hélt til náms til Kaupmannahafnar. Hún lauk prófi í arkitektúr frá Konunglegu akademíunni 1963 og vann eftir útskrift á teiknistofu prófessors Viggo Möller Jensen og Tyge Arnfred til 1966. Eftir búferlaflutninga til Íslands rak hún teiknistofuna Höfða ásamt Stefáni Jónssyni og Knúti Jeppesen til 1979. Hún var forstöðumaður Þróunarstofnunar Reykjavíkur, síðar Borgarskipulags Reykjavíkur 1979-1984. Frá 1984 rak hún TGJ Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur allt til dauðadags. Á sínum ferli lét Guðrún til sín taka á sviði skipulagsmála og vann að mörgum verkefnum í Reykjavík og á landsbyggðinni. Hún hannaði fjölmargar byggingar víða um land, t.a.m. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi, Vörðuna – ráðhús Sandgerðisbæjar og Klausturstofuna við Þingeyrakirkju. Guðrún var ákafur talsmaður verndunar byggingararfsins og kom að uppteikningu og endurgerð eldri húsa, auk gerðar byggða- og húsakannana. Guðrún kom víða við á ferlinum, hún sat í stjórn Arkitektafélags Íslands 1969-1973 og var formaður 1970-1972. Hún var formaður Torfusamtakanna 1972-1979, sat í ráðgjafanefnd um menningarmál á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar 1972-1984, í framkvæmdastjórn Listahátíðar 1974-1976, í Skipulagsstjórn ríkisins 1985-1990, í Náttúruverndarráði 1993-1996 og í faghópi vegna Rammaáætlunar 1999-2003. Hún var varaborgarfulltrúi Nýs vettvangs 1990-1994 og Reykjavíkurlista 1994-2002, sat í Skipulagsnefnd Reykjavíkur 1990-1998, var formaður Menningarmálanefndar Reykjavíkur 1994-2002, formaður byggingarnefndar Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi og formaður stjórnar Búmanna hsf. frá 1998-2015. Þá var hún virkur félagi í Zonta-klúbbi Reykjavíkur frá 1971 til dauðadags. Guðrún var kjörin heiðursfélagi Arkitektafélags Íslands 2015."
Guðrún var þrígift, fyrst Ómari Árnasyni tryggingastærðfræðingi, þá Knúti Jeppesen arkitekt og síðast Páli Líndal, fv. borgarlögmanni og ráðuneytisstjóra, Guðrún eignaðist fjögur börn.

Staðir

Blönduós, Reykjavík.

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

S02411

Kennimark stofnunar

IS-HSk

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Hlutaskráning

Skráningardagsetning

Frumskráning í Atóm í mars 2019.

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects