Gunnur Pálsdóttir (1930 - 2023)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Gunnur Pálsdóttir (1930 - 2023)

Parallel form(s) of name

  • Gunnur Pálsdóttir

Standardized form(s) of name according to other rules

    Other form(s) of name

      Identifiers for corporate bodies

      Description area

      Dates of existence

      04.01.1930 - 16.09.2023

      History

      Gunnur Pálsdóttir, f. 04.01.1930 - 16.09.2023.
      Móðir: Sigríður Guðjónsdóttir (1900-1988).

      Gunnur var fædd á Stóru-Völlum í Landsveit í Rangavallarsýslu þann 4. janúar árið 1930. Foreldrar hennar voru Sigríður Guðjónsdóttir húsfreyja og Páll Jónsson, bóndi og listamaður og bjuggu þau á Stóru-Völlum.
      Sigríður og Páll eignuðust tólf börn og voru systkini Gunnar þau: Jens Ríkharður, Jón, Sigríður, Þór, Óðinn, Vallaður, Þýðrún, Atli, Ragnheiður, Ása og Guðrún.
      Gunnur ólst upp hjá foreldrum sínum og systkinum á Störu-Völlum og fór snemma að vinna hin ýmsu störf og hjálpa til við heimilið og búskapinn.
      Páll faðir hennar dó árið 1943, þegar Gunnur var 13 ára að aldri og hafði fráfall hans í för með sér miklar breytingar á högum fjölskyldunnar.
      Gunnur kom í Skagafjörð vorið 1952 ráðin sem vinnukona í Stóru-Gröf ytri. Þá bjuggu þar hjónin Snorri Stefánsson og Jórunn Sigurðardóttir.
      Fljótlega eftir að Gunnur kom norður kynntist hún bóndasyni í nágrenninu. Var það Sigurður Ellertsson frá Holtsmúla. Foreldrar hans, Ellert Jóhannsson og Ingibjörg Sveinsdóttir, bjuggu þá í Holtsmúla og þangað flutti Gunnur árið 1953 og bjó þar í rúma þrjá áratugi.
      Gunnur og Sigurður giftu sig í Sauðárkróks kirkju þann 30. desember árið 1956.
      Gunnur og Sigurður eignuðust fjögur börn. Elst þeirra var Ingibjörg, en hún lést þann 17. júlí árið 2018. Hún var gift Ragnari Eyfjörð Árnasyni og bjuggu þau í Holtsmúla. Þá er Hallfríður Jóhanna og er maður hennar Kristinn Kristinsson og eru þau búsett í Reykjavík. Þriðji í röðinni er Ellert Csillag. Hann er einnig búsettur í Reykjavík ásamt konu sinni Annabellu Jósefsdóttur Csillag. Yngstur er Ari Jóhann og er kona hans Hanna Fanney Proppé Steinarsdóttir. Þau eiga heima í Kópavogi. Ömmubörn Gunnar eru ellefu að tölu og langömmu-börnin eru orðin 21.
      Í ársbyrjun 1981 varð Gunnur fyrir þeim harmi að missa eiginmann sinn, en Sigurður Ellertsson lést þann 15. janúar.
      Eftir andlát eiginmanns síns bjó hún áfram í Holtsmúla og hafði mikla hjálp af Sigurði Laxdal sem lengi var vinnumaður þar. Um vorið sama ár fluttu þau Ingibjörg og Ragnar svo í Holtsmúla og hófu þar búskap í félagi við Gunni sem stóð til ársins 1986, en þá tóku þau alfarið við búinu og Gunnur flutti til Sauðárkróks.
      Eftir að Gunnur hætti störfum á Sauðárkróki ákvað hún að flytja aftur í sveitina. Taugin þangað hafði aldrei slitnað og árið 1993 lét hún byggja fyrir sig timburhús sem sett var niður á landspildu úr Holtsmúlalandi og flutti hún þangað.
      Árið 2015 flutti Gunnur svo aftur á Krókinn og fór þá í blokkina á Sauðármýri og var þar heimili hennar til ársins 2022, en þá fór hún snemma árs á Dvalarheimilið á Sauðárkróki.
      Þar dvaldi hún á ævikvöldi og þar lést Gunnur aðfararnótt 16. september á nítugasta og fjórða aldursári.

      Places

      Legal status

      Functions, occupations and activities

      Mandates/sources of authority

      Internal structures/genealogy

      General context

      Relationships area

      Related entity

      Sigurður Ellertsson (1919-1981) (13.07.1919 - 15.01.1981)

      Identifier of related entity

      S03927

      Category of relationship

      family

      Dates of relationship

      30.12.1956

      Description of relationship

      Access points area

      Subject access points

      Occupations

      Control area

      Authority record identifier

      S03614

      Institution identifier

      IS-HSk

      Rules and/or conventions used

      Status

      Final

      Level of detail

      Partial

      Dates of creation, revision and deletion

      Frumskráning í Atóm 31.03.2023 KSE.
      Uppfært 18.12.2024 - es

      Language(s)

      • Icelandic

      Script(s)

        Maintenance notes