Ellert Símon Jóhannsson, f. í Þorsteinsstaðakoti í Lýtingsstaðahreppi 14.10.1890, d. 19.02.1977. Foreldrar: Jóhann Jóhannsson bóndi í Þorsteinsstaðakoti og kona hans Þuríður Símonarsdóttir. Árið 1899 fluttust þau að Saurbæ í Lýtingsstaðahreppi og þar ólst Ellert upp til fullorðinsára, ásamt níu systkinum. Ungur fór hann í Hvítárbakkaskóla.
Maki (giftust árið 1910): Ingibjörg Sveinsdóttir frá Hóli í Sæmundarhlíð. Þau hófu búskap á Hóli í Sæmundarhlíð og síðar í Holtsmúla. Þau eignuðust sex börn og ólu upp eina kjördóttur, Hafdísi Ellertsdóttur, f. 1944.
Ellert var einn af stofnfélögum Ungmennafélagsins í Lýtingsstaðahreppi. Tók þátt í ýmsum félagsmálum og átti m.a. sæti í hreppsnefnd í mörg ár. Stóð um árabil í fjárkaupum fyrir Sláturfélag Skagfirðinga. Rak stórgripaslátrun og kjötsólu og á seinni
árum sveitaverslun i dálitlum stíl.
Holtsmúli
8 Authority record results for Holtsmúli
Gunnur Pálsdóttir, f. 04.01.1930 - 16.09.2023.
Móðir: Sigríður Guðjónsdóttir (1900-1988).
Gunnur var fædd á Stóru-Völlum í Landsveit í Rangavallarsýslu þann 4. janúar árið 1930. Foreldrar hennar voru Sigríður Guðjónsdóttir húsfreyja og Páll Jónsson, bóndi og listamaður og bjuggu þau á Stóru-Völlum.
Sigríður og Páll eignuðust tólf börn og voru systkini Gunnar þau: Jens Ríkharður, Jón, Sigríður, Þór, Óðinn, Vallaður, Þýðrún, Atli, Ragnheiður, Ása og Guðrún.
Gunnur ólst upp hjá foreldrum sínum og systkinum á Störu-Völlum og fór snemma að vinna hin ýmsu störf og hjálpa til við heimilið og búskapinn.
Páll faðir hennar dó árið 1943, þegar Gunnur var 13 ára að aldri og hafði fráfall hans í för með sér miklar breytingar á högum fjölskyldunnar.
Gunnur kom í Skagafjörð vorið 1952 ráðin sem vinnukona í Stóru-Gröf ytri. Þá bjuggu þar hjónin Snorri Stefánsson og Jórunn Sigurðardóttir.
Fljótlega eftir að Gunnur kom norður kynntist hún bóndasyni í nágrenninu. Var það Sigurður Ellertsson frá Holtsmúla. Foreldrar hans, Ellert Jóhannsson og Ingibjörg Sveinsdóttir, bjuggu þá í Holtsmúla og þangað flutti Gunnur árið 1953 og bjó þar í rúma þrjá áratugi.
Gunnur og Sigurður giftu sig í Sauðárkróks kirkju þann 30. desember árið 1956.
Gunnur og Sigurður eignuðust fjögur börn. Elst þeirra var Ingibjörg, en hún lést þann 17. júlí árið 2018. Hún var gift Ragnari Eyfjörð Árnasyni og bjuggu þau í Holtsmúla. Þá er Hallfríður Jóhanna og er maður hennar Kristinn Kristinsson og eru þau búsett í Reykjavík. Þriðji í röðinni er Ellert Csillag. Hann er einnig búsettur í Reykjavík ásamt konu sinni Annabellu Jósefsdóttur Csillag. Yngstur er Ari Jóhann og er kona hans Hanna Fanney Proppé Steinarsdóttir. Þau eiga heima í Kópavogi. Ömmubörn Gunnar eru ellefu að tölu og langömmu-börnin eru orðin 21.
Í ársbyrjun 1981 varð Gunnur fyrir þeim harmi að missa eiginmann sinn, en Sigurður Ellertsson lést þann 15. janúar.
Eftir andlát eiginmanns síns bjó hún áfram í Holtsmúla og hafði mikla hjálp af Sigurði Laxdal sem lengi var vinnumaður þar. Um vorið sama ár fluttu þau Ingibjörg og Ragnar svo í Holtsmúla og hófu þar búskap í félagi við Gunni sem stóð til ársins 1986, en þá tóku þau alfarið við búinu og Gunnur flutti til Sauðárkróks.
Eftir að Gunnur hætti störfum á Sauðárkróki ákvað hún að flytja aftur í sveitina. Taugin þangað hafði aldrei slitnað og árið 1993 lét hún byggja fyrir sig timburhús sem sett var niður á landspildu úr Holtsmúlalandi og flutti hún þangað.
Árið 2015 flutti Gunnur svo aftur á Krókinn og fór þá í blokkina á Sauðármýri og var þar heimili hennar til ársins 2022, en þá fór hún snemma árs á Dvalarheimilið á Sauðárkróki.
Þar dvaldi hún á ævikvöldi og þar lést Gunnur aðfararnótt 16. september á nítugasta og fjórða aldursári.
Helga Sigríður Sigurðardóttir, f. 03.07.1909 á Sauðárkróki. Foreldrar: Sigurður Lárusson sjómaður og Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir, húsvörður í barnaskólanum á Sauðárkróki. Helga Sigríður ólst upp á Sauðárkróki til sjö ára aldurs en fór þá í fóstur að Fagranesi á Reykjaströnd til hjónanna Björns og Dýrólínu. Maki: Jón Svavar Ellertsson frá Holtsmúla, bóndi og hagyrðingur. Þau eignuðust níu börn. Húsmóðir í Steinholti 1936-1937, á Þröm 1937-1938, í Ármúla 1938-1954 og á Bakka í Viðvíkursveit 1954-1957 en eftir það á Sauðárkróki.
Frá Hóli í Sæmundarhlíð, dóttir Hallfríðar Sigurðardóttur og Sveins Jónssonar oddvita. Kvæntist Ellerti Jóhannessyni, þau bjuggu í Holtsmúla.
Jón Stefánsson (1836-1901) bóndi á Skinþúfu.
Jón fæddist í Tumabrekku 2. febrúar 1836. Foreldrar: Stefán Jónsson (1809-1866) sem var lengst af bóndi á Garðshorni á Höfðabrekku og fyrstu konu hans, Guðríðar Sveinsdóttur (1795-1843). Jón ólst upp hjá foreldrum sínum í Garðshorni en missti móður sína unga að árum. Jón er bóndi á Ingveldarstöðum í Hjaltadal 1865-66, Borgarseli 1866-67, Holtsmúla 1867-76, Völlum 1876-91 og Skinþúfu 1891-1900. Brá búi og flutti til Kanada ásamt nokkru af sínu fólki, þá orðinn ekkjumaður. Er skráður sem bóndi í Gimli, Selkirk, Manitoba árið 1901 og á Fiskilæk í Arborg, Manitoba.
Eiginkona: Kristín Sölvadóttir (1829-1886). Foreldrar hennar voru Sölvi Þorláksson (1797-) bóndi á Þverá í Hrolleifsdal og Halldóra Þórðardóttir. Þau áttu fjögur börn saman sem öll komust á legg.
Jón átti þrjú börn með Ragnheiði Þorfinnsdóttur (1842-1927).
Jón lést í Kanada 26. febrúar 1906.
Búfræðingur og bóndi í Holtsmúla á Langholti, Skag. frá 1952 til dauðadags.
Stofnfundur Skógræktarfélas Staðarhrepps var haldin 17.nóvember 1050 en boðað var til fundarins af stjórn Ungmennafélags Æskunnar. Fundinn setti Sigurður Ellertsson. En kosnir í stjórn voru Sigurður Jónsson, Reynistað. Steinbjörn Jónsson, Hafsteinsstöðum. Sigurður Ellertsson, Holtsmúla og til var Halldór Hafstað, Vík.
Eins og segir í lögum félagsins er tilgangurinn að stuðla að útbreiðslu og eflingu Skógræktarinnar í Staðarhreppi og þá fyrst og fremst að vinna að því að koma upp tjágróðri við bæi og vísi að nytjaskógi á hverri jörð í Staðarhreppi. Ekki er vitað um framvindu félagsins.
Foreldrar: Ellert Símon Jóhannsson frá Saurbæ á Neðribyggð og k.h. Ingibjörg Sveinsdóttir frá Hóli í Sæmundarhlíð, þau bjuggu lengst af í Holtsmúla og ólst Jón þar upp. Bóndi og hagyrðingur í Steinholti 1936-1937, á Þröm 1937-1938, í Ármúla 1938-1954 og á Bakka í Viðvíkursveit 1954-1957 en eftir það á Sauðárkróki. Maki: Helga Sigríður Sigurðardóttir frá Sauðárkróki, þau eignuðust níu börn.