Ellert Símon Jóhannsson (1890-1977)
- S03195
- Person
- 14.10.1890-19.02.1977
Ellert Símon Jóhannsson, f. í Þorsteinsstaðakoti í Lýtingsstaðahreppi 14.10.1890, d. 19.02.1977. Foreldrar: Jóhann Jóhannsson bóndi í Þorsteinsstaðakoti og kona hans Þuríður Símonarsdóttir. Árið 1899 fluttust þau að Saurbæ í Lýtingsstaðahreppi og þar ólst Ellert upp til fullorðinsára, ásamt níu systkinum. Ungur fór hann í Hvítárbakkaskóla.
Maki (giftust árið 1910): Ingibjörg Sveinsdóttir frá Hóli í Sæmundarhlíð. Þau hófu búskap á Hóli í Sæmundarhlíð og síðar í Holtsmúla. Þau eignuðust sex börn og ólu upp eina kjördóttur, Hafdísi Ellertsdóttur, f. 1944.
Ellert var einn af stofnfélögum Ungmennafélagsins í Lýtingsstaðahreppi. Tók þátt í ýmsum félagsmálum og átti m.a. sæti í hreppsnefnd í mörg ár. Stóð um árabil í fjárkaupum fyrir Sláturfélag Skagfirðinga. Rak stórgripaslátrun og kjötsólu og á seinni
árum sveitaverslun i dálitlum stíl.