Hamar í Rípurhrepp

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Hamar í Rípurhrepp

Equivalent terms

Hamar í Rípurhrepp

Associated terms

Hamar í Rípurhrepp

10 Authority record results for Hamar í Rípurhrepp

10 results directly related Exclude narrower terms

Anna Jónsdóttir (1798-1881)

  • S03053
  • Person
  • 1798 - 5. okt. 1881

Anna Jónsdóttir fæddist að Hamri í Hegranesi árið 1798. Faðir: Jón Þorkelsson (1765-1843), síðast bóndi á Ljótsstöðum. Móðir: Guðrún Bjarnadóttir, húsfreyja.
Kvæntist árið 1830, Birni Þórðarsyni (1801-1890). Húsfreyja á Ysta-Hóli og Skálá. Þau voru barnlaus.

Ármann Rögnvaldur Helgason (1899-1977)

  • S01552
  • Person
  • 1. jan. 1899 - 3. jan. 1977

Foreldrar: Helgi Pétursson og k.h. Margrét Sigurðardóttir. Ármann ólst upp hjá foreldrum sínum á Hofi á Höfðaströnd 1899-1901, á Spáná í Unadal 1901-1902, Geirmundarhóli í Hrolleifsdal 1902-1910 og á Kappastöðum í Sléttuhlíð 1910-1911, en foreldar hans bjuggu þar til 1915. Árið 1913 fór Ármann sem hjú að Ríp í Hegranesi og var þar til vors 1917. Þá fór hann að Eyhildarholti og var þar í eitt ár. Síðan að Ási og var þar til vors 1924, að hann fór í Vatnskots til vorsins 1927. 1927-1930 var hann við vega- og símavinnu í Suður - Þingeyjarsýslu. Árið 1930 var hann talinn til heimilis að Hamri í Hegranesi hjá Hróbjarti Jónassyni mági sínum, þá skráður sem símamaður að atvinnu. Árið 1931 flutti Ármann til Sauðárkróks og hóf störf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Þar vann hann margvísleg störf, s.s. við fiskvinnslu, sláturhússtörf og fl. Hjá KS vann hann samfellt fram á sjötugsaldur.
Kvæntist Sigurbjörgu Stefaníu Pálmadóttur frá Skagaströnd, þau eignuðust þrjú börn.

Búnaðarfélag Rípurhrepps

  • S03700
  • Organization
  • 1912 - 1984

Tilgangur félagsins er að efla áhuga og framkvæmdir í jarðarækt og búnaði. Fram kemur í gögnum að Lög Búnaðarfélags Rípurhrepps samþykkt á aðalfundi er haldin var í Ási 16. mars 1912. Og þennan dag var aðalfundur haldin en það kemur ekki hreint fram hvort hér hafi verið um stofnfund að ræða en gengið er út frá því og kosin er stjórn og hlutu kosningu Ólafur Sigurðsson , formaður. Magnús Gunnarsson og Gísli Jakobsson, meðstjórnendur og endurskoðandi Guðmundur Ólafsson.
Framhald félagins eru í þessum gögnum til 1984 en í Reikningabók D er aftast í bók þetta skráð, Árið 1984, þessari bók er lokað og önnur tekin í notkun 1985. Jón Björnsson , Hellulendi.
Ekki er vitað um framhald félagsins eftir það.

Haraldur Hróbjartsson (1925-1985)

  • S03101
  • Person
  • 11. des. 1925 - 31. mars 1985

Foreldrar: Hróbjartur Jónasson og Vilhelmína Helgadóttir á Hamri í Hegranesi. Múrarameistari á Sauðárkróki. Kvæntist Sigríði Jónsdóttur frá Hóli í Sæmundarhlíð árið 1952 og það sama ár hófu þau búskap á Hamri í félagi við foreldra Haraldar, systur hans og mág. Haraldur og Sigríður eignuðust fjögur börn.

Helgi Pétursson (1865-1946)

  • S02914
  • Person
  • 4. mars 1865 - 21. okt. 1946

Helgi Pétursson fæddist árið 1865 á Fjalli í Sléttuhlíð. Foreldrar: Pétur Sigmundsson b. að Fjalli og k.h. Sigríður Helgadóttir. Helgi stundaði sjómennsku framan af en hóf svo búskap ásamt konu sinni, Margréti Sigurðardóttur frá Garðshorni á Höfðaströnd árið 1897. Bjuggu í Garðshorni 1897-1898, á hluta af Hofi á Höfðaströnd 1898-1901, á Spáná í Unadal 1901-1902, á Geirmundarhóli í Hrollleifsdal 1902-1910 og á Kappastöðum í Sléttuhlíð 1910-1915. Eftir það áttu þau heimili hjá Vilhelmínu dóttur sinni á Hamri í Hegranesi. Helgi og Margrét eignuðust átta börn.

Hróbjartur Jónasson (1893-1979)

  • S02916
  • Person
  • 5. maí 1893 - 3. apríl 1979

Hróbjartur var fæddur í Hróarsdal árið 1893, sonur hjónanna Jónasar Jónssonar smáskammtalæknis og Elísabetar Gísladóttur. Hróbjartur var í stórum systkinahóp. Elísabet móðir Hróbjartar lést þegar Hróbjartur var árs gamall, seinni kona föður hans, Lilja Jónsdóttir, gekk honum síðar í móðurstað. Hróbjartur var menntaður múrarameistari og vann við það allt sitt líf, samhliða sveitastörfum. Hann giftist Vilhelmínu Helgadóttur og átti með henni 6 börn. Lengst af bjuggu Hróbjartur og Vilhelmína á Hamri en síðustu æviárunum eyddu þau á Sauðárkróki.

Margrét Sigurðardóttir (1871-1932)

  • S02913
  • Person
  • 23. okt. 1871 - 26. jan. 1932

Margrét Anna Sigurðardóttir fæddist árið 1871. Foreldrar: Sigurður Stefánsson og Guðbjörg Pétursdóttir bændur í Garðshorni á Höfðaströnd. Kvæntist Helga Péturssyni frá Fjalli í Sléttuhlíð, þau eignuðust átta börn. Þau bjuggu á Garðshorni 1897-1898, á hluta af Hofi á Höfðaströnd 1898-1901, á Spáná í Unadal 1901-1902, Geirmundarhóli í Hrollleifsdal 1902-1910 og á Kappastöðum í Sléttuhlíð 1910-1915. Eftir það voru þau meira og minna búsett hjá Vilhelmínu dóttur sinni á Hamri í Hegranesi.

Ragna Hróbjartsdóttir (1928-2014)

  • S02098
  • Person
  • 23. ágúst 1928 - 14. sept. 2014

Frá Hamri. Erla Ragna Hróbjartsdóttir fæddist á Sauðárkróki 23. ágúst 1928. Foreldrar hennar voru Vilhelmína Helgadóttir og Hróbjartur Jónasson múrarameistari og bóndi á Hamri í Hegranesi. ,,Ragna gekk í barnaskóla Rípurhrepps. Eftir fermingu stundaði hún nám í orgelleik hjá Eyþóri Stefánssyni, en hún hafði mikinn áhuga á tónlist og hafði góða söngrödd. Hún fór í Húsmæðraskólann á Löngumýri og vann við bústörf á Hamri. Árið 1955 giftist hún Þórhalli Þórarinssyni rafvirkjameistara og settust þau að á Hvanneyri. Þau eignuðust eina dóttur. Ragna vann lengst af við ræktunartilraunir hjá Bændaskólanum á Hvanneyri og á rannsóknarstofu skólans. Hún var iðin við handverk hvers konar og var virk í starfsemi Ullarselsins á Hvanneyri."

Sigmar Hróbjartsson (1919-2014)

  • S02912
  • Person
  • 24. maí 1919 - 5. nóv. 2014

Sigmar Hróbjartsson var sonur hjónanna Hróbjartar Jónassonar og Vilhelmínu Helgadóttur á Hamri í Hegranesi. Sigmar ólst upp með foreldrum sínum, lengst af á Hamri í Hegranesi. Leiðin lá síðan í Héraðsskólann í Reykholti. Hann útskrifaðist frá Samvinnuskólanum í Reykjavík 1944, lærði síðan múraraiðn, tók sveinspróf á Sauðárkróki 1959 og meistarapróf í Reykjavík 1973. Hann bjó á Efri-Harrastöðum á Skagaströnd 1947-1955, fluttist þá til Skagastrandar og vann við múrverk, sjómennsku og fleira. Var kaupfélagsstjóri á Skagaströnd 1965-1968, fluttist þá til Reykjavíkur og starfaði þar við múrverk til 1981. Var vaktmaður hjá SÍS 1981-1989. Eftir það var hann við blaðburð og starfaði einnig mikið með Silfurlínunni sem aðstoðaði eldra fólk. Sigmar kvæntist Jóhönnu Guðbjörgu Gunnlaugsdóttur. Þau skildu. Þau eignuðust tvö börn. Sigmar kvæntist aftur árið 1978, Ingibjörgu Guðmundsdóttur, hún átti sex börn fyrir.

Vilhelmína Helgadóttir (1894-1986)

  • S02915
  • Person
  • 4. okt. 1894 - 3. okt. 1986

Dóttir Helga Péturssonar og Margrétar Önnu Sigurðardóttur, þau bjuggu m.a. á Geirmundarhóli í Hrollleifsdal og á Kappastöðum í Sléttuhlíð. Giftist Hróbjarti Jónassyni múrarameistara frá Hróarsdal í Hegranesi, þau eignuðust sex börn. Þau bjuggu lengst af á Hamri í Hegranesi. Vilhelmína starfaði um árabil með Kvenfélagi Rípurhrepps. Síðast búsett á Sauðárkróki.