Hlíð í Hjaltadal

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Hlíð í Hjaltadal

Equivalent terms

Hlíð í Hjaltadal

Associated terms

Hlíð í Hjaltadal

5 Authority record results for Hlíð í Hjaltadal

5 results directly related Exclude narrower terms

Ástríður Magnúsdóttir (1904-1990)

  • S02190
  • Person
  • 18. sept. 1904 - 3. apríl 1990

Fædd og uppalinn í Laxnesi í Mosfellsdal, dóttir Magnúsar Þorsteinssonar prests og k.h. Valgerðar Gísladóttur. Ung að árum fór hún til starfa á Hvanneyri og kynntist þar mannsefni sínu, Tómasi Jóhannssyni frá Möðruvöllum í Eyjafirði. Þau kvæntust árið 1924 og höfðu á árunum 1924-1927 jörðina Hlíð í Hjaltadal á leigu, en bjuggu þó ekki þar nema eitt sumar en höfðu húsfólk á jörðinni. Þau voru búsett á Hólum til 1929 er Tómas lést. Árið 1930 flutti Ásta með dætur sínar til móður sinnar að Svanastöðum við Mosfellsheiði, fóru síðan að Brúarlandi í Mosfellssveit. Þar starfaði Ásta við símavörslu á landssímastöðinni. Árið 1939 flutti hún til Reykjavíkur og bjó þar síðan. Í Reykjavík starfaði Ásta m.a. á Vöggustofunni að Hlíðarenda og á Hrafnistu. Ásta og Tómas eignuðust tvær dætur.
Maki 2: Páll Guðjónsson sérleyfishafi frá Stokkseyri. Þau skildu.
Maki 3: Júlíus Ágúst Jónsson bifreiðastjóri og sérleyfishafi úr Kjós.

Friðfríður Jóhannsdóttir (1923-1992)

  • S00393
  • Person
  • 20. mars 1923 - 15. júlí 1992

Friðfríður Jóhannsdóttir fæddist í Brekkukoti í Hjaltadal 20. mars 1923 (21. mars, skv. kirkjubók, skagfirskar æviskrár).
Hún var húsfreyja í Hlíð í Hjaltadal og á Sauðárkróki. Síðast búsett þar og starfaði við ræstingar á sjúkrahúsinu.
Maður hennar var Guðmundur Ásgrímsson (1913-1999).

Jóhann Guðmundsson (1876-1940)

  • S02763
  • Person
  • 24. okt. 1876 - 31. júlí 1940

Jóhann Guðmundsson, f. 24.10.1876 á Hagakoti í Hjaltadal. Foreldrar: Guðmundur Þorleifsson bóndi á Hrafnhóli í Hjaltadal og kona hans Guðrún Júlíana Þorleifsdóttir. Jóhann ólst upp í foreldrahúsum og dvaldi þar fram yfir tvítugt. Árið 1902 fór hann í vinnumennsku í Brimnesi og var þar að mestu næstu sjö árin. Þaðan kom hann að Hofi í Hjaltadal árið 1909. Kynntist konu sinni þar og þau byrjuðu búskap á hluta Hofs en fluttust vorið 1913 að Brekkukoti (nú Laufskálar) og bjuggu þar í 25 ár. Tvö síðustu búskaparárin voru þau í Hlíð. Jóhann sat eitt kjörtímabil í hreppsnefnd Hólahrepps. Maki: Birgitta Guðmundsdóttir, f. 28.04.1915. Hún átti tvö börn fyrir hjónaband og saman eignuðust þau 6 börn, 5 þeirra komumst til fullorðinsára.

Jón Björnsson (1891-1982)

  • S01011
  • Person
  • 17. nóvember 1891 - 17. september 1982

Foreldrar: Björn Björnsson og Guðbjörg Guðjónsdóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum, sem komu úr Svarfaðardal til Skagafjarðar árið 1903 og settust að á Hrappstöðum (nú Hlíð) í Hjaltadal. Árið 1908 fluttu þau búferlum að Unastöðum í Kolbeinsdal og bjuggu þar til 1915. Vorið 1910 réðst Jón til vinnu á Hólum við fjós- og hlöðubyggingu og komst um haustið í skólann, þar sem hann lauk búfræðiprófi vorið 1912. Sumarið milli námsvetranna vann hann í gróðrastöðinni á Hólum. Árið 1915 hóf Jón störf hjá Kristni Briem kaupmanni á Sauðárkróki og starfaði þar í 23 ár eða til 1938. Eftir það tók hann að sér deildarstjórastöðu í Ytribúðinni / Gránu þar sem hann starfaði samfleytt í 32 ár eða til ársins 1970.
Jón kvæntist Unni Magnúsdóttur, þau eignuðust fimm börn.

Tómas Jóhannsson (1894-1929)

  • S02191
  • Person
  • 3. mars 1894 - 4. sept. 1929

Fæddur og uppalinn á Möðruvöllum í Eyjafirði, sonur Jóhanns Jóhannssonar b. og smiðs þar og k.h. Guðrúnar Skúladóttur. Lauk prófi frá bændaskólanum á Hvanneyri vorið 1915 og var áfram á Hvanneyri fjósamaður 1917-1919. Á árunum 1920-1922 dvaldist hann við nám í Danmörku, lauk leikfimiprófi við íþróttaskólann í Ollerup og tók einnig próf í smíðum og járningum frá búnaðarskólanum í Kaupmannahöfn. Eftir það fór hann til Svíþjóðar og kynnti sér þar leikfimikennslu og járnsmíðar. Kom heim að Hólum árið 1922 og tók við leikfimi- og smíðakennslu við bændaskólann. Tómas vann einnig að verkstjórn fyrir búið og byggingum. Árið 1924 kvæntist Tómas Ástríði G. Magnúsdóttur frá Laxnesi í Mosfellsdal, en þau höfðu kynnst á Hvanneyri, þau eignuðust tvær dætur. Á árunum 1924-1927 hafði Tómas á leigu jörðina Hlíð í Hjaltadal en bjó þó ekki þar nema eitt sumar en hafði húsfólk á jörðinni. Þá var hann ráðsmaður á Hólabúinu hjá Steingrími Steinþórssyni 1928-1929. Tómas lést aðeins 35 ára gamall.