Hörgárdalur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Hörgárdalur

Equivalent terms

Hörgárdalur

Associated terms

Hörgárdalur

10 Authority record results for Hörgárdalur

10 results directly related Exclude narrower terms

Einar Gísli Jónasson (1885-1977)

  • S02783
  • Person
  • 23. apríl 1885 - 10. des. 1977

Einar Gísli Jónasson, f. 23.04.1885 í Stóragerði í Skriðuhreppi í Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar: Guðrún Jóhannesdóttir og Jónas Jónsson. Einar nam búfræði á Hólum í Hjaltadal og brautskráðist þaðan árið 1909. Gerðist kennari í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði og sinnti því starfi í þrjá áratugi. Hóf búskap í Grjótgarði á Þelamörk 1922 en árið 1925 fluttist hann að Laugalandi í sömu sveit og bjó þar síðan. Var kosinn í hreppsnefnd 1916 og litlu síðar oddviti en hreppstjóri og sýslunefndarmaður 1938. Var einnig um langa hríð formaður Sparisjóðs og sjúkrasamlags Glæsibæjarhrepps og í skattanenfnd. Sat einnig á milli 40-50 aðalfundi KEA.

Guðmundur Davíðsson (1866-1942)

  • S02671
  • Person
  • 22. jan. 1866 - 23. sept. 1942

Foreldrar: Davíð Guðmundsson, prestur og alþingismaður á Felli og síðar prófastur á Hofi í Hörgárdal og kona hans Sigríður Ólafsdóttir, f. 1839. Guðmundur ólst upp með foreldrum sínum og fékk hjá þeim uppfræðslu. Varð gagnfræðingur frá Möðruvallaskóla 1883. Vann að búi foreldra sinna næstu árin en reisti síðan bú með konu sinni að Hofi í Hörgárdal og bjó þar móti föður sínum 1892-1896. Bóndi á Hraunum í Fljótum 1896-1918, er Einar sonur hans tók við búsforráðum. Hafði ýmis trúnaðarstörf á hendi, m.a. hreppstjóri Holtshrepps 1889-1938, sýslunefndarmaður Holtshrepps 1898-1904 og 1906-1919. Var ritari sýslunefndar um áratuga skeið. Sat í Fasteignamatsnefnd Skagafjarðar. Formaður Kaupfélags Fljótamanna í 10 ár og Sparisjóðs Fljótamanna í 22 ár. Átti sæti í hreppsnefnd og var forgöngu- og stuðningsmaður allra helstu félags- og menningarmála í sveitinni. Guðmundur lagði mikla stund á að efla æðarvarpið á Hraunum og fann upp dúnhreinsunarvél sem hann notaði til þæginda og vinnusparnaðar. Safnaði þjóðlegum fróðleik og ýmsu er tengdist sögu Skagafjarðar.
Maki: Ólöf Einarsdóttir frá Hraunum í Fljótum. Ólöf var bústýra Einars sonar síns fram á gamals aldur, er hún flutti til Reykjavíkur. Einar var eina barn þeirra hjóna sem náði fullorðinsaldri.

Gunnlaugur Guðmundsson (1876-1938)

  • S02827
  • Person
  • 25. mars 1877 - 17. maí 1938

Gunnlaugur Guðmundsson, f. 25.03.1876 að Bási í Hörgárdal. Foreldrar: Guðmundur Jónsson, bóndi á Bási og víðar og kona hans Lilja Gunnlaugsdóttir. Gunnlaugur ólst upp í foreldrahúsum til fermingaraldurs. Fór þá í vinnumennsku í nokkur ár, keypti sér lausamennskubréf og stundaði vinnu hér og þar. Maki: Friðbjörg Jóhanna Halldórsdóttir, f. 20.05.1882. Þau eignuðust fimm börn. Þau hófu búskap í Djúpadal 1909. Á Ytri-Kotum 1910-1924, Uppsölum 1924-1925, Sólheimagerði 1925-1926, Grófargili 1926-1928, Íbishóli 1928-1933 og loks á Bakka í Vallhólmi 1933 til æviloka.

Halldór Ásgeirsson (1893-1976)

  • S02786
  • Person
  • 5. ágúst 1893 - 17. júní 1976

Halldór Ásgeirsson, f. 05.08.1893 í Dagverðartungu í Hörgárdal. Foreldrar: Kristjana Halldórsdóttir og Ásgeir Bjarnason. Var árum saman í fóstri hjá móðursystur sinni, Önnu Halldórsdóttur og Jóhannesi Guðmundssyni í Miðhúsum í Hrafnagilshreppi. Síðar var hann með móður sinni á Akureyri. Halldór gerðist starfsmaður Kaupfélags Eyfirðinga tæplega tvítugur að aldri en hafði áður stundað verslunarstörf í útibúi Edinborgarverzlunar á Akureyri. Vann lengi í kjötbúð félagsins, stýrði henni síðar og var einnig verkstjóri í sláturhúsinu. Einnig starfaði hann sem opinber kjötmatsmaður og ferðaðist þá á milli sláturhúsa á Norðurlandi í þeim erindum. Árið 1935 gerðist hann sölustjóri Sambandsverksmiðjanna svokölluðu. Einnig fékkst hann við ýmis tilfallandi störf tengd hátíðahöldum og slíku. Hann var virkur í Framsóknarfélagi Akureyrar og var einn af stofnendum Ungmennafélagsins á Akureyri.
Maki: Soffía Thorarensen, f. 07.12.1893. Þau eignuðust fjögur börn.

Hannes Davíðsson (1880-1963)

  • S02549
  • Person
  • 4. nóv. 1880 - 16. apríl 1963

Hann ólst upp á Hofi í Hörgárdal. Foreldrar hans voru Davíð Guðmundsson og Sigríður Ólafsdóttir Briem. Hannes tók við búskap á Hofi eftir foreldra sína. Hannes var ókvæntur og barnlaus.

Hulda Árdís Stefánsdóttir (1897-1989)

  • S00415
  • Person
  • 01.01.1897 - 25.03.1989

Hulda var fædd á Möðruvöllum í Hörgárdal. Foreldrar hennar voru Stefán Stefánsson kennari og Steinunn Frímannsdóttir húsfreyja. Hulda lauk gagnfræðaprófi árðið 1912 á Akureyri; einnig nam hún tungumál og handavinnu þar. Árið 1916 lauk Hulda námi í húsmæðraskólanum í Vordingborg í Danmörku. Á árunum 1916 -1917 stundaði hún nám í píanóleik og tónfræði við Tónlistarskóla Matthisson Hansen í Kaupmannahöfn og var í framhaldsnámi þar 1919-1921. Hulda var organleikari í Þingeyrarkirkju í fimmtán ár. Hún var einn stofnanda kvenfélags Sveinsstaðahrepps árið 1928 og átti sæti í stjórn þess í fimmán ár. Einnig var Hulda í stjórn Sambands norðlenskra kvenna og formaður 1960 - 1964. Hulda var skólastjóri Kvennaskólans á Blönduósi 1932 - 1937 og aftur árabilið 1953 - 1967. Hún var skólastjóri Húsmæðraskólans í Reykjavík frá upphafi, árið 1941 og til ársins 1953. Endurminningar sínar gaf Hulda út í fjórum bindum. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1954 og síðar stórriddarakrossi orðunnar 1969. Eiginmaður Huldu var Jón Sigurðsson bóndi á Þingeyrum. Þau áttu eina dóttur.

Ingibjörg Andrésdóttir (1847-1919)

  • S02615
  • Person
  • 18. júní 1847 - 6. maí 1919

Foreldrar: Andrés Tómasson og Ingibjörg Þórðardóttir bændur á Syðri Bægisá. Bjó á Gilsbakka, Breiðargerði, Skatastöðum, Hellu, Brekkukoti í Efribyggð og Sólheimagerði. Maki: Helgi Árnason frá Úlfá í Eyjafirði. Þau áttu eitt barn, sem dó kornungt en ólu upp fósturbörn.

Jón Jónsson (1875-1950)

  • S02789
  • Person
  • 25. feb. 1875 - 29. apríl 1950

Foreldrar: Jón Sigurðsson bóndi, síðast á Miðlandi í Öxnadal og seinni kona hans Guðrún Karítas Jónsdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum og vann búi þeirra fram yfir fermingu en fór þá í vinnumennsku. Hann fór í yngri deild Möðruvallaskóla veturinn 1896-1897 en var næsta vetur í vinnumennsku hjá Sigurði bróður sínum í Sörlatungu í Hörgárdal. Flutti með honum að Sólheimum í Blönduhlíð árið 1898. Hann stundaði barnakennslu og landbúnaðarstörf í Blönduhlíð 1898-1900, 1902-1904 og 1906-1907. Árið 1900 fluttist hann út á Sauðárkrók og sinnti þar verslunarstörfum hjá Kristjáni Gíslasyni kaupmanni og kenndi jafnframt börnum hans. Vorið 1906 kom hann aftur í Blönduhlíðina að vinnumennsku á Hellu þar sem hann var síðan húsmaður 1907-1909. Þá keypti hann jörðina og hóf þar búskap. Dvaldi þar til vors 1918, en þó ekki alltaf bóndi enda seldi hann jörðina 1916. Árið 1918 fluttist hann alfarinn úr Skagafirði til Akureyrar og síðar til Siglufjarðar þar sem hann dvaldi til æviloka. Var þó kennari í Blönduhlíð veturna 1921-1922 og 1927-1928.
Maki: Sigurlaug Ingibjörg Jósefsdóttir frá Starrastöðum í Lýtingsstaðahreppi. Þau skildu eftir að þau fluttu til Akureyrar. Þau eignuðust einn son.

Jón Sigurðsson (1890-1972)

  • S01771
  • Person
  • 30. júní 1890 - 23. maí 1972

Foreldrar: Sigurður Jónsson b. í Sólheimum í Blönduhlíð og k.h. Jóhanna Sæunn Halldórsdóttir. Jón fæddist í Hörgárdal og bjó þar fyrstu æviárin. Þegar hann var átta ára gamall flutti hann með foreldrum sínum að Sólheimum í Blönduhlíð. Jón var bústjóri hjá móður sinni í Sólheimum 1919-1921 en hóf það sama ár búskap í Réttarholti. Jón var hreppsnefndarmaður 1937-1950, gegndi auk þess fleiri innansveitarstörfum. Þegar síminn var lagður um Blönduhlíð um 1930 tók Jón að sér póst- og símavörslu. Jón kvæntist árið 1921 Sigríði Rögnvaldsdóttur frá Réttarholti, þau eignuðust eina dóttur, auk þess eignaðist Jón dóttur með Kristrúnu Helgadóttur.

Valdimar Helgi Guðmundsson (1878-1966)

  • S02779
  • Person
  • 20. mars 1878 - 25. nóv. 1966

Valdimar Helgi Guðmundsson, f. 25.03.1877 á Myrká í Hörgárdal. Foreldrar: Guðmundur Jónsson, bóndi á Bási í Hörgárdal og víðar og kona hans Lilja Gunnlaugsdóttir. Valdimar fór ungur úr foreldrahúsum til móðurbróður síns, Jóhanns í Flöguseli og var þar fram yfir fermingu. Stundaði svo vinnumennsku í nokkur ár. Hóf búskap á Bessahlöðum í Öxnadal. Fluttist að Efra-Rauðalæk á Þelamörk 1905. Á yngri árum fékkst Valdimar við nautgripakaup fyrir Kaupfélag Eyfirðinga og eitt vorið rak hann í einni ferð um 30 naut, mörg fullorðin og mannýg, í einni ferð niður yfir heiði til Akureyrar. Með honum í för var aðeins Guðmundur sonur hans, þá innan við fermingu. Árið 1910 fluttist hann ásamt konu sinni, Arnbjörgu Guðmundsdóttur, að Fremri-Kotum og bjuggu þau þar til 1924. Keyptu þá jörðina Bólu og fluttu þangað og bjó Valdimar þar lengst af síðan, síðast hjá Guðmundi syni sínum. Valdimar og Arnbjörg eignuðust tvo syni og eins fósturdóttur.