Húsey, Seyluhrepp

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Húsey, Seyluhrepp

Equivalent terms

Húsey, Seyluhrepp

Associated terms

Húsey, Seyluhrepp

4 Authority record results for Húsey, Seyluhrepp

4 results directly related Exclude narrower terms

Anna Jósafatsdóttir (1910-1984)

  • S03407
  • Person
  • 11.04.1910-01.01.1984

Anna Jósafatsdóttir, f. í Húsey í Hólmi í Skagafirði 11.04.1910, d. 01.01.1984. Foreldrar: Jósafat Guðmundsson (1853-1934) bóndi í Húsey, og Ingibjörg Jóhannsdóttir vinnukona hans. Anna fóru í fóstur á fyrsta ári en fluttist með föður síðun að Ytri-Hofdölum 1914 og Hlíð í Hjaltadal. Hún fór í unglingaskóla á Hólum. Hún og Jónas hófu búskap á Hranastöðum í Eyjafirði. Vorið 1947 fóru þá að Hafursá á Fljótdalshéraði. Þaðan fóru að Skriðuklaustri tveimur árum síðar. Fyrstu árin var Anna á Akureyri á vetrum og hélt heimili fyrir eldri börnin sem voru í skóla. Frá 1962 bjuggu þau í Lagarfelli og í Reykjavík yfir þingtímann.
Heimili: Axlarhagi, Akrahr. Húsfreyja á Hranastöðum í Hrafnagilshreppi, Eyj. Síðast bús. í Fellahreppi.
Maki: Jónas Pétursson. Þau eignuðust þrjú börn.

Árni Hólm Gottskálksson (1898-1932)

  • S03616
  • Person
  • 10.03.1898-14.02.1932

Árni Hólm Gottskálksson, f. á Bakka í Vallhólmi 10.03.1898, d. 14.02.1932 í Húsey í Vallhólmi. Foreldrar: Gottskálk Egilsson bóndi á Bakka og kona hans Guðlaug Árnadóttir húsmnóðir. Árni ólst upp hjá foreldrum sínum á Bakka til fullorðins ára. Hann naut ekki skólagöngu og vann ekki utan heimilis að ráði. Hann hóf sjálfstæðan búskap á Bakka 1926 og var Helga systir hans bústýra hjá honum. Tóku þau í fóstur bróðurdóttur sína, Guðlaugu Egilsdóttur. Árni kvæntist ekki.
Eftir fjögurra ára búskap á Bakka keypti Árni nágrannajörðina Húsey, en bjó þar aðeins rúm tvö ár, því hann andaðist úr lugnabólgu aðeins 34 ára að aldri.

Gísli Felixson (1930-2015)

  • S01873
  • Person
  • 12.06.1930-30.09.2015

Gísli Felixson fæddist á Halldórsstöðum í Skagafirði 12. júní 1930. Foreldrar hans voru Felix Jósafatsson og Efemía Gísladóttir. ,,Gísli ólst upp í Húsey í Vallhólmi, Skagafirði. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og síðan við Kennaraskólann í Reykjavík og útskrifaðist með kennarapróf 1952. Gísli kvæntist Erlu Einarsdóttur frá Vík í Mýrdal. Erla og Gísli bjuggu tvö fyrstu hjúskaparárin á Dalvík og fluttu þaðan til Sauðárkróks árið 1954 þar sem þau áttu heima til æviloka. Gísli kenndi fyrstu árin á Króknum við Barnaskólann á Sauðárkróki auk þess sem hann vann sumarvinnu sem flokksstjóri í vegavinnu frá 1956 til 1959. Árið 1960 fór hann í fullt starf hjá Vegagerðinni fyrst sem yfirverkstjóri og síðan rekstrarstjóri frá 1963 þar til hann hætti störfum vegna aldurs 1998." Erla og Gísli eignuðust þrjú börn.

Sigurjón Gíslason (1878-1956)

  • S03025
  • Person
  • 21. jan. 1878 - 12. júní 1956

Fæddur á Krithóli á Neðribyggð. Foreldrar: Gísli Guðmundsson og Herdís Ólafsdóttir, þau voru ekki kvænt. Herdís varð síðar ráðskona Sigurðar Gunnarssonar b. í Syðra-Vallholti. Sigurjón var gagnfræðingur frá Möðruvallaskóla og stundaði barnakennslu í Akrahreppi um alllangt skeið meðfram búskapnum. Sigurjón ólst upp á ýmsum stöðum í Skagafirði, fyrst með föður sínum en síðan um hríð með móður sinni eftir lát föður hans. Var bóndi á Syðstu-Grund 1900-1930, er hann brá búi. Reisti aftur bú í Húsey árið 1934 með seinni konu sinni og bjó þar til 1944. Hóf svo búskap að nýju í Torfgarði árið 1946. Keypti þá jörð og bjó þar til dánardags. Maki 1: Efemía Halldórsdóttir (1869-1929). Þau eignuðust einn son er lést á öðru ári. Einnig fóstruðu þau systurson Efemíu, Garðar Jónsson hreppstjóra og skólastjóra á Hofsósi. Fyrir átti Efemía einn son.
Maki 2: Sigríður Jóhannsdóttir (1906-1970) ljósmóðir, frá Torfustöðum í Svartárdal. Þau eignuðust ekki börn.