Showing 51901 results

Archival descriptions
Item English
Print preview Hierarchy View:

38627 results with digital objects Show results with digital objects

Sýslufundarboð

Pappírsörk í A4 stærð. Handskrifað á fjölritað eyðublað.
Varðar fundarboð á sýslufund.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Sýslufundarboð

Fundarboðið er handskrifað á fjölritað eyðublað í A4 stærð.
Varðar aðalfund sýslunefndar árið 1930.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Sýningarskrá

Skráin er vélrituð og innbundin.
Á miða sem liggur fremst kemur fram að hún sé afhent af Jóni Sigurðssyni á Reynistað 1964.
Ástand skjalsins er gott.

Byggðasafn Skagfirðinga (1948 -

Sýningarskrá

Skráin er vélrituð og innbundin.
Á miða sem liggur fremst kemur fram að hún sé afhent af Birni Egilssyni árið 1974.
Ástand skjalsins er gott.

Byggðasafn Skagfirðinga (1948 -

Sýningarskrá

Sýningaskráin er ljósrituð á tvær pappirsarkir í A4 stærð, aðra hvíta og hina græna.
Fremst er uppdráttur af torfbænum í Glaumbæ og innan í lýsingar á hverju rými fyrir sig.
Ástand skjalsins er gott.

Byggðasafn Skagfirðinga (1948 -

Syngið syngið / Hjarðmær

Nótur við ljóðið Syngið syngið. Höfundur ljóðs Gunnlaugur P. Sigurbjörnsson. Höfundur lags Jón Björnsson (1976).
Einnig nótur við ljóðið Hjarðmær. Höfundur ljóðs Davíð Stefánsson. Höfundur lags Jón Björnsson (1970).
Hluti upplýsinganna er límdur inn á blaðið með límbandi.
Ástand skjalsins er gott.

Jón Björnsson (1903-1987)

Svör við spurningum 4. bréf

Svörin eru handskrifuð á pappírsörk í A4 stærð.
Farið hefur verið yfir verkefnið og gefin einkunn fyrir það.
Þau varða verkefni bréfaskólans, 1. kennslubréf.
Ástand er gott.

Friðbjörn Finnur Traustason (1889-1974)

Svör við spurningum 3. bréf

Svörin eru handskrifuð á pappírsörk í A4 stærð.
Farið hefur verið yfir verkefnið og gefin einkunn fyrir það.
Þau varða verkefni bréfaskólans, 1. kennslubréf.
Ástand er gott.

Friðbjörn Finnur Traustason (1889-1974)

Svör við spurningum 1. bréf

Svörin eru handskrifuð á pappírsörk í A4 stærð.
Farið hefur verið yfir verkefnið og gefin einkunn fyrir það.
Þau varða verkefni bréfaskólans, 1. kennslubréf.
Ástand er gott.

Friðbjörn Finnur Traustason (1889-1974)

Svín

Jörgen Frak Michelsen var sennilega sá fyrsti sem hért svín á Sauðárkrókur. Svínaeignin er nýmæli og af mörgum óhæfilegur matur. Árið 1943 voru 10 svín talin til heimils á Sauðárkróki.

Sverrir Gunnarsson

Beiðni um að stækka búð þá er hann verslar í til austurs. Nefndin synjar beiðni því þá sé húsið komið of nálægt fyrstabóli (Lindargötu 7).

Bygginganefnd Sauðárkróks

Sveitarsjóðsreikningar hreppanna

Afgreiðsla reikninganefndar er handskrifuð á 4 pappírsarkir í A4 stærð.
Með liggja athugasemdir við reikningana, á 2 pappírsörkum í folio stærð.
Einnig sex pappírsarkir í folio stærð og 1 í A5 stærð með svörum við athugasemdir.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Sveitakeppni UMSS 1975

Ljósritað skjal með upplýsingum um úrslit sveitakeppni UMSS í bridge árið 1997, þar sem keppt var um Gosabikarinn í fyrsta sinn.

Sveitabók 1906-1921

Sveitabók - fjárhagsáætlanir; útsvar; reikningar sveitasjóðs; fátækraframfærsla; aukavegavinna; afréttartollur. 1906-1921. Bókin er í góðu ástandi.

Sveitablaðið Stígandi 1890-1891

Sveitablaðið Stígandi sem "nokkrir Hólamenn" gáfu út 1890-1891. Sveitablöðin voru handskrifuð rit sem gengu manna á millum. Fyrsta blað Stíganda er dagsett 20. desember 1890. Á fyrstu síðu er "Ávarp til Hólahreppsmanna". Þar segir:
"Það er orðið svo almennt viðurkennt að eigi þarf að taka það hér fram, hve mikla þýðingu það hefur fyrir andlegt líf mann að sem greiðastur vegur sé á samræur meðal þeirra. En sökum þess hve erfitt er að sækja málfundi, þá hafa bækur, þjóðblöð, sveitablöð og fl. þvl. verið skráð, til að bæta úr þeim erfiðleikum, sem málfundir hafa í för með sér.
Vér Hjaltdælir höfum eigi fengið orð fyrir að vera forkálfar í framfara málum, né neinu því er að félagsskap hefir lotið. En allt fyrir það, þótt mörgum hafi verið eiginlegt að bauka sem mest fyrir sig, þá mönnuðum vér oss þó svo upp í fyrra haust að koma á fót mánaðarsamkomum í Lestrarfélagi voru og að halda úti blaðinu "Hjalta" sem var lesið upp á fundum félagsins. Á aðalfundi lestrarfélagsins á síðastliðnu voru var ákveðið að halda áfram samskonar fundafélagi á næsta vetri og blaðið Hjalti héldi áfram tilveru sinni. Voru því á nefndum fundi, kosnir þrír menn í ritstjórn blaðsins og boðað til fundar fyrsta sunnudag í vetri, og skyldi þá lesið upp blað félagsins. Þó að allt þetta væri samþykkt með nær því öllum atkvæðum, þá lagðist það þegar á fundinum í grun einstakra, að fundar- og blaðfélagi Hjaltdælinga væri stungið það svefnþorn er eigi mundi úr hrökkva á næsta hausti. Ástæðan til þessa var sú, að á fundinum kom það í ljós, að enginn vildi án endurgjalds bera einn þann átroðning er fundirnir hlytu að hafa í för með sér. Fundurinn áleit, að lakara væri að skipta um fundarstaði yfir veturinn og var því samþykkt að verja 10 kr. af fé félagsins til fundarhaldskosnaðar yfir allt árið.
Svo kom sumardagurinn fyrsti í vetri, en enginn kom á fund og ekkert blað kom út og til þessa dags, hefir eigi bólað á neinum framkvæmdum í þessa stefnu.
Til þess nú, að reyna að gjöra hreppsbúum hægara með að talast við á þessum vetri þá höfum vér nokkrir Hólamenn, ásett oss, að halda úti mánaðarblaði fyrir sveit vora. Nafn blaðsins er "Stígandi" og er stefna þess, að fræða, skemmta og benda til þess er betur má fara. Eigi mun Stígandi verða myrkur í máli, en forðast vill hann persónuleg meiðyrði. Vér útgefendur svörum til laga ábyrgðar á nafnlausum ritgjörðum og gefum oss útgefendum kost, að sem flestir af hreppsbúum vildu taka til máls og senda ritgjörðir í Stíganda. Ef þeir vilja halda nafni sínu leyndu, þá geta þeir snúið sér til hvers af kennurum og skólapiltum á Hólum er þeir vilja eða bezt trúa, og verður þá séð um , að ritgjörðin komist til ritstjórnar er ræður úrslitum, hvort hún skuli takast í blaðið eður eigi.
Vér útgefendur treystum því, að hreppsbúar greiði sem bezt fyrir göngu Stiganda og biðjum þá svo vel gjöra og rita á hvert blað komu og farardag hans frá hverju heimili. Ef einhversstaðar er tafið fyrir göngu blaðsins án nauðsynja og að óþörfu, þá hættir það göngu sinni til þeirra bæja.
En ef svo skyldi vera að einhverjir vilja eigi fá blaðið til aflestrar gegn því að flytja það til þess heimilis, sem ákveðið er í boðleið Stíganda, þá eru þeir hinir sömu beðnir að skýra frá því í fyrsta atölublaði hans.
Vér óskum sveitungum vorum góðs vetrar og að Stígandi geti lagt lítinn skerf til þess að agjöra oss gagn og skemmtun á þessum yfirstandandi vetri."

Results 2296 to 2380 of 51901