Print preview Close

Showing 102 results

Archival descriptions
Skagafjörður File
Print preview Hierarchy View:

Fjárbók Fjárræktarfélags Fellshrepps

Þykk innbundin bók sem er merkt á kili; Fjárbók. Bókin er með forprentuðum blaðsíðum og handskrifuðum upplýsingum um ær og hrúta í Fellshreppi frá 1950-1964. Bókin hefur varðveist vel og er ekki handskrifað í hana nema að hluta til, eða um helming blaða.

Fjárræktarfélag Fellshrepps

Félagsheimili í Skagafirði 1980-1990

Tölvuútprentuð pappírsgögn með upplýsingum um eignahlut kvenfélaganna og aðkomu félaganna að félagsheimilum í Skagafirði, s.s. skemmtanir, fundir, ofl. Skjöl eru ódagsett og án ártals og eru frá Félagsheimilinu Ketilási - Fljótum, Félagsheimilinu Höfðaborg - Hofsósi, Félagsheimilinu Árgarði - Lýtingsstaðahreppi, Félagsheimilinu Melsgil - Staðarhreppi, Félagsheimili Rípurhrepps, Félagsheimilinu Skagaseli - Skefilstaðahreppi, Félagsheimilinu Ljósheimum- Skarðshreppi. Skjölin hafa varðveist mjög vel.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

Bréfritari: Svava

9 bréf skrifuð á íslensku og 2 umslög frá Svövu í Riverton Manitoba til Guðlaugar og Þóris bróður hennar.
Bréf 1: 19. apríl, 1967. Tvær tölusettar blaðsíður.
Bréf 2: 15. desember, 1968. Samanbrotið bréf, skrifað á allar hliðar.
Bréf 3: 16. júlí, 1977. Samanbrotið bréf, skrifað á allar hliðar.
Bréf 4: 1.apríl, 1978. Ein blaðsíða, skrifað á báðar hliðar.
Bréf 5: 31. desember, 1978. Samanbrotið bréf, skrifað á allar hliðar.
Bréf 6: 17. júlí, 1979. Ein blaðsíða, skrifað á báðar hliðar.
Bréf 7. 8 desember, 1981. Ein blaðsíða, skrifað á báðar hliðar.
Bréf 8. 2. maí, 1981. Ein blaðsíða, skrifað á báðar hliðar
Bréf 9. Dagsetning ekki skýr en það stendur febrúar 198. Líklegt að það sé 1981 þar sem þetta er sama bréfsefni og er á bréfinu frá 2. maí 1981
2 umslög með kanadískum frímerkjum.

Bréfritari: Gloria

1 umslag og 4 Bréf skrifuð á íslensku frá Gloriu í Winnipeg, Manitoba: 1981-1986.
Fyrsta bréf er dagsett 03.03.1981
Annað bréf er dagsett 20.11.1985
Þriðja bréf er dagsett 21.02.1986
Fjórða bréf er skrifað 1998
Umslag er stimplað 1986 í Winnipeg, Canada

Bókhaldsgögn 1933-1965

Forprentaðar, vélritaðar og handskrifaðar kvittanir og önnur bókhaldsgögn, Gögnin eru í sæmilegu ásigkomulagi, þau eru röðuð upp í ártalsröð, blöðin hafa gulnað og eru orðin snjáð, sum blöðin eru rifin.

Búnaðarfélag Hofshrepps

Bókhaldsgögn 1929-1949

Handskrifaðir og vélritaðir efnahagsreikningar, Gögnin eru í ágætu ásigkomulagi, sum blöðin eru aðeins rifin.

Búnaðarfélag Hofshrepps

Básafjós

Teikningar af básafjósi. Höfundur og dagsetning óskráð en teikningin merkt Agli Bjarnasyni á bakhlið.

Ársreikningabók Ungmennafélags Holtshrepps 1935-1948

Innbundin og handskrifðuð bók með línustrikuðum síðum, í bókinni eru bókhaldsfærslur frá 1935-1948, ekki nema hluti af bókinni er nýttur fyrir reikningshalds, mikið er af auðum blaðsíðum. Bókin er með límborða á kjölnum og er ágætlega varðveitt.

Ungmennafélag Holtshrepps

Árgeislinn 1908-1952

"Ungmennafélagið Tindastóll á Sauðárkróki hóf útgáfu handskrifaðs blaðs er nefndist Árgeislinn árið 1907. Blaðið varð þegar í upphafi vettvangur deilna milli félagsmanna þar sem tókust á sjónarmið íhaldsstefnu og frjálslyndis á ýmsum sviðum. Einkum voru átökin um bindindisheit félagsmanna og um hvort félagið ætti að hafa kristileg gildi í hávegum. Helstu baráttumenn hvors hóps voru annars vegar Jón Þ. Björnsson og Brynleifur Tobíasson kennari, sem fulltrúar kristinna gilda og bindindis, og hins vegar Jón Pálmi Jónsson ljósmyndari og Árni Daníelsson kaupmaður."

Ágrip úr sögu kvenfélaga í Skagafirði

Á meðal gagna eru handskrifuð og vélrituð blöð með sögu kvenfélaganna í Skagafirði, stofnár þeirra og starfsemi og fjölritað hefti með forsíðu þar sem stendur "Samtök Skagfirzkra Kvenna 100 ára, 7.júlí 1869-7.júlí 1969. Í safninu er einnig vélritað bréf, dagsett 17.11.1968 frá Kristmundi Bjarnasyni til Pálu Pálsdóttur um kvennaskólamál í Skagafirði. Einnig eru handskrifaðar athugasemdir, líklega Kristmundar og listi með heimildum. Vélrituð skjöl með ágrip sögu hins Skagfirzka Kvenfélags (ódagsett og án ártals). Vélritað ágrip af sögu Kvenfélags Sauðárkróks, dags.9.5.1969. Öll skjölin hafa varðveist mjög vel.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

Ágrip af sögu Sambands Skagfirskra Kvenna

Pappírshefti, heftað saman á langhlið með ágripi af sögu Sambands Skagfirskra Kvenna frá stofun sambandsins í tilefni 40 ára afmælis sambandsins sem var 1983. Forsíðan og bakhlið heftsins er í gulum lit, hvít blöð þar á milli. Forsíðan er myndskreytt með merki S.S.K og ártalinu 1943 en ekki dagsett, bakhliðin er án skreytingar og texta. Ágripið um sögu S.S.K. er eftir Pálu Pálsdóttur einnig er í heftinu afmælisljóð og vísur eftir Emmu Hansen, Guðfinnu Gísladóttur og Hólmfríði Jónasdóttur, einnig er texti eftir Kristbjörgu S. Bjarnadóttur frá Litlu-Brekku sem heitir "Minningabókin" og er um starfsemi S.S.K.
Heftið í góðu ásigkomulagi .

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

Aðalfundir 1947-1975

Þunn innbundin handskrifuð bók með línustrikuðum blöðum. Bókin er 300 blaðsíðna og í hana eru skrifaðar fundagerðir aðalfunda S.S.K. Bókin er vel læsileg og hefur varðveist mjög vel. Límborði er á kili bókarinnar.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

Results 86 to 102 of 102