Aðallega gögn Útgerðarfélagsins Nafar h.f., en einnig skjöl varðandi Sparisjóð Hofshrepps, Hraðfrystihússins Hofsósi og Útgerðarfélag Skagfirðinga h.f.
Jólakort úr fórum Magnúsar Árnasonar. Magnús var vinnumaður, og síðar ráðsmaður í Utanverðunesi, frændi Magnúsar Gunnarssonar og Sigurbjargar Gunnarsdóttur.
Gjafabréf Eyþórs Stefánssonar til Tónlistarskóla Sauðárkróks. Eyþór gefur 1.000.000 króna til sjóðsstofnunar sem átti að "þjóna því markmiði að styrkja þá nemendur skólans, er hyggja á framhaldsnám í hljóðfæraleik eða söng, eftir að hafa lokið tilskyldum prófum við skólann."
Um er að ræða reglugerð, eða drög að reglugerð fyrir Málfundarfélagið í Haganesvík. Fyrsta grein hljóðar svo "Fjélagið heitir "Málfundafjelag Unglingaskólans í Haganesvík" en engar aðrar heimildir hafa fundist um þetta félag.
Málfundarfélag unglingaskólans í Haganesvík (1932-1933)
Fundargerðabók prófasta í firðinum. Fjallað um störf presta. Fagraneskirkju og Sjávarborgarkirkju var verið að leggja niður á þessum tíma. Bygging Sauðárkrókskirkju í bígerð. Prestar að koma bólusetningu yfir í læknastarfið. Margar góðar heimildir.
Þrjú vélrituð blöð með Hellulandsbrag eftir Ólaf Áka Vigfússon. Ólafur lést árið 1961 en þetta skjal hefur mjög líklega verið vélritað og ljósritað nokkuð eftir lát hans. 5 vélirtuð blöð með Útreiða - Túrinn, 38 vísur á 5. bls sem hafa verið vélritaðar og ljósritaðar. 01.02.2024. LVJ
Lýsing á "Hestinum í Mælifellshnjúknum" Ljósmynd, texti og mynd til útskýringar fylgir þar sem lýst er viðmiðum gamalla manna í Skagafirði um hvenær væri óhætt að leggja af stað yfir öræfin á sumrin. En það fundu þeir út, út frá snjóalögum í Mælifellshnjúk.
Ýmis útgefin gögn, sem flest tengjast Skagafirði. Líklega er um þrjár mismunandi afhendingar að ræða, en þær voru allar í geymslum safnsins. Vitað er að ein þeirra er frá 1985. Lista yfir þá afhendingu er að finna í gögnunum.
Gögn sem varða ráðningu Karlottu Jóhannsdóttur sem kennara við Húsmæðraskólann á Blönduósi. Um er að ræða bréf varðandi námsárangur hennar og frammistöðu við tvo handavinnuskóla í Damörku og einni vinnustofu. Einnig fylgir umsögn Kristínar Símonardóttur á Kolkuósi um störf Karlottu og hæfileika sem sent var til Þórarins Jónssonar á Hjaltabakka í Húnavatnssýslu en hann var skólaráðsformaður við Húsmæðraskólann á Blönduósi og tók við umsóknum varðandi ráðningu í kennslustöður við skólann.
Uppdráttur teiknaður af Pétri Sighvatssyni af vatnsveitukerfi fyrir Sauðárkrók 1912. Á kortinu má sjá hvernig vatnsveitan var í upphafi lögð í norðurenda bæjarins. Pétur Sighvatsson var skipaður í nefnd um framkvæmd vatnvsveitu á Sauðárkróki og hefur hann því líklega gert uppdráttinn í tengslum við þá vinnu.
Safnið samanstendur fyrst og fremst af ársskýrslum og fréttabréfum UMSS, Ungmennafélagsins Tindastóls og undirdeilda þess. Flokkað niður í eftirfarandi flokka: A: Ársskýrslur og ársfundargögn UMSS B: Önnur gögn UMSS C: Ársskýrslur UMF Tindastóll D: Ársskýrslur og ársreikningar undirdeilda UMF Tindastóls E: Önnur gögn Páll Ragnarsson var formaður U.M.F. Tindastóls um árabil.
Skjalasafn Jóns Sigurðssonar frá Reynistað. Safnið innheldur bæði hans eigin einkaskjöl og einnig nokkur opinber skjöl frá tíð hans sem hreppstjóri í Staðarhreppi í Skagafjarðarsýslu.
Hreppsgögn tengd Sauðárhreppi hinum forna og Sauðárkrókshrepp. Líklega eru gögnin komin úr fórum Jóns Þ. Björnssonar þó sum þeirra séu mynduð áður en hann tekur við starfi oddvita hreppsins.
Viðskiptamannabækur Kolkuós verslunar frá árinu 1913. Halldór Gunnlaugsson skrifar bækurnar en hann vann hjá Hartmanni Ásgrímssyni við ýmis verslunarstörf í Kolkuós frá árinu 1901 til 1916.
Ýmsar námsbækur og stílabækur úr fórum Jóns Þ. Björnssonar ásamt bæklingum gögnum um Rótarý á Íslandi. Í sumum bókunum voru laus blöð, minnisblöð, auglýsingar og úrklippur úr dagblöðum. Óvíst hver afhenti gögnin.
Gögnin skiptast annars vegar í persónuleg gögn og hins vegar í gögn Fiskifélagsdeildar Hofshrepps, Hofsósi. Gögn fiskifélagsdeildar Hofshrepss innihalda fundargerðir (bók og á lausum síðum) og uppkast að lögum. Persónulegu gögnin innihalda ljósmyndir, sígarettumyndir, samúðarskeyti, sendibréf, hjónavígslubréf og vitnisburður um einkunnir í skóla.