Showing 1200 results

Archival descriptions
Series
Print preview Hierarchy View:

2 results with digital objects Show results with digital objects

Skýrslur

Árskýrslur og Yfirlitskýrslur er lágu í safni.

Lestrarfélag Hólahrepps

Bókhald

Kvittanir og reikningar er lágu í safni.

Lestrarfélag Hólahrepps

Fundabók og lög

Harðspjalda handskrifuð bók í góðu ástandi. Fyrsta stofnfundarbók með lögum félagsins og aðalfundum. Handskrifuð lög félagsins á pappír og lítil viktabók

Fóðurbirgðafélag Fellshrepps

Bókhald

Bókhaldsgögn félagsins, reikningar og kvittanir og skrár. Gögnin eru í misgóðu ástandi en voru hreinsuð af bréfaklemmum og heftum, þau eru látin helda sér í ártalaröð.

Fóðurbirgðafélag Fellshrepps

Gjörðabók Sparisjóðs Hólahrepps, II.

Harðspjalda, handskrifuð Gjörðabók í nokkuð góðu ástandi en kjölur nokkuð laus.
Bókin er frá 7. mai. 1927 er er merkt eins ohg hún sé no 2 í röðinni og byrjar á skuldbindingar endurnýjun,
" Vér undirritaðir stofnendur sparisjóðs Hólahrepps tökumst á hendur einn fyrir alla og allir fyrir einn, eitt þúsund króna ábyrgð sem tryggingu fyrir því að sjóðurinn standi í skilum". 12 fundarmenn skrifa undir, dagsett 6. maí.1928.
Lög fyrir Sparisjóð Hólahrepps voru samþykkt á aðalfundi 26. mars. 1918. Þar segir í 2.gr. Frá fyrsta degi janúarmánaðar 1915 er stofnaður Sparisjóður í Hólahreppi í Skagafjarðarsýslu.

Sparisjóður Hólahrepps

Búnaðarfélag Hólahrepps

Færslubók. Fundargerðabók Búnaðarfélagsins. Fylgigögn. Skrár yfir hrúta 1992 - 1993. Markaskrá.
Lítil harðaspjalda bók um Landsmót hesta á Hólum 1966. Rit um landbúnað í framför. Þrjár félagsgjaldabækur 1992 - 2002
Bækur í misjöfnu ástandi en hreinsaðar og kápur heillegar og gögn vel læsileg.
Pappírsgögn í misjöfnu ástandi handskrifuð og prentuð og einstaka ritað á pappa.

Hólahreppur

Móttekin bréf 1912-1981

Mikið safn af hand- og vélrituðum bréfum, formlegum og óformlegum. Í safninu eru einnig forprentaðir bæklingar, auglýsingar, kvittanir og blaðaúrklippur. Safnið var forflokkað og allt mjög skipulagt, vel merkt og auðunnið, því var flokkað eftir sendanda, í stafrófsröð og varðveitt í pappírsörk. Bréfasafnið er í misgóðu ástandi en allt læsilegt og vel varðveitt. Ákveðið var að halda upphaflegri röðun safnsins - með örfáum undantekninum þar sem nokkur bréf voru færð til þar sem það þótti passa betur við vegna samhengi gagna. Nöfn bréfritara og sendenda voru skráð á lista sem var prentaður út og látinn fylgja hverju safni fyrir sig til aðgreiningar.

Meginhluti safnsins byggist á sendibréfum frá vinum og kunningjum Gísla sem hann skrifaðist á í um áratuga skeið - og jafnvel lengur. Safnið inniheldur mikið af kveðskapi, hugleiðingum um stjórnmál, ættfræði, mannalýsingar, búskap, sauðfjárrækt og viðskiptalegs eðlis. Í safninu einnig eru þakkar-og boðskort, fundarboð og fundargerðir.

Í safninu eru fjölmörg erindi sem tengjast stöðu Gísla innan Framsóknarflokksins, hann starfaði líka í Búnaðarfélagi Íslands, í Sýslunefnd Skagafjarðar og var lengi vel í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga. Hann var einnig oddviti hreppsnefndar Rípurhrepps, starfaði í yfirkattanefnd Skagafjarðarsýslu, kenndi í barnaskóla Rípurhrepps og spilaði á orgel í Rípurkirkju.
Skemmtilegt er að sjá hvernig sendibréfin til Gísla byrja, sem dæmi er "Kæri Gísli", "Kæri vinur" og jafnvel "Elskan mín" og má greina að þarna var góður og einlægur vinskapur á milli þessara einstaklinga. Mörg bréfin eru mjög persónuleg, önnur skemmtileg og áhugaverð til lestrar. Það sama má segja um kveðskapinn sem er í safninu sem er fjölbreyttur en áhugaverður. Upplýsingar um hvern bréfritara skráðar á lista og haldið nánast óbreyttu skipulagi. Safnið var einnig hreinsað af heftum og bréfaklemmum.

Gísli Magnússon (1893-1981)

Útfararræður og minningargreinar 1918-1977

Afrit af hinum fjölmörgu handskrifuðu og prentuðu minningagreinum, greínum og ræðum af samferðamönnum og konum Gísla og hann ritaði minningar um. Gögnin eru í misgóðu ástandi en öll þokkalega vel læsileg, Gögnin eru flokkuð eftir ártalaröð eins og þau koma fram í safni og eftir meðfylgjandi skrá sem liggur í safni. Þau eru sett saman eftir áratugum og haldið er eins mikið í uppruna og hægt er, en hreinsun á sér stað á heftum og bréfaklemmum. Elstu gögnin eru handskrifuð. og meðfylgjandi umslög fylgja. En prentuðu gögnin eru oft á tíðum prentuð aftan á öllur gögn í eigu Gísla, nýttur pappír.

Gísli Magnússon (1893-1981)

Skólamál

Gögn er varða skólamál Akrahrepps og fyrirhugaðan héraðsskóla í Varmahlíð.

Akrahreppur (1000-)

Bréf og erindi

Bréf og erindi sem borist hafa hreppsnefnd og oddvita hreppsins. Bréfin eru að stórum hluta til athugasemdir við sveitasjóðsreikninga og erindi vegna fátækrastyrks. Einnig erindi frá sýslumanni Skagafjarðarsýslu vegna mála sem tekin voru fyrir á sýslunefndarfundi og varða hreppinn.

Samningar

Ýmsir samningar á milli hreppsins og ábúenda. M.a. gjafabréf Sigurðar Guðmundssonar á Heiði í Gönguskörðum frá 1864 þar sem hann leggur fé til stofnunar fátækrarsjóðs Sauðárhrepps. Lánaskjöl, kaupsamningar og fleira.

Results 596 to 680 of 1200