Series B - Móttekin bréf 1912-1981

Identity area

Reference code

IS HSk E00024-B

Title

Móttekin bréf 1912-1981

Date(s)

  • 1912-1981 (Creation)

Level of description

Series

Extent and medium

7 öskjur

Context area

Name of creator

(25.03.1893-17.07.1981)

Biographical history

Gísli Magnússon fæddist á Frostastöðum í Blönduhlíð, Skagafirði þann 25. mars 1893. Foreldrar Magnús Gíslason, bóndi og hreppstjóri á Frostastöðum og Kristin Guðmundsdóttir. Hann lauk Gagnfræðaprófi frá Mentaskólanum í Reykjavík 1910. Búfræðiprófi frá Hólaskóla 1911. Búnaðarnámi í Noregi og Skotlandi 1912 - 1914 ( aðllega sauðfjárrækt. Vann á búi foreldra á Frostastöðum til vors 1923, hóf þá búrekstur að Eyhildarholti í Hegranesi.
Hann var bóndi á Frostastöðum í Blönduhlíð og í Eyhildarholti í Hegranesi, Skagafirði. Hann var í pólítík, Varafulltrúi á Búnaðarþingi, kjörin aðalfulltrúi 1962. Formaður Framsóknafelags Skagfirðinga frá stofnun 1928 og í miðstjórn Framsóknarflokksins frá 1937. Starfaði m.a. í hreppsnefnd Rípurhrepps og var oddviti hreppsnefndarinnar 1935 - 1958. Þá var hann í Sýslunefnd Skagafjarðar frá 1942 og í yfir- skattanefnd Skagafjarðarsýslu og Sauðárkrókskaupstað frá 1934. Hann var ritstjóri Glóðafeykis, félagsrits Kaupfélags Skagfirðinga. Hann var í stjórn K.S. 1919 - 1922 og aftur 1939 og síðan varaformaður þar frá 1946 og síðar formaður. Gísli kenndi um skeið og var organisti í Flugumýrarkirkju og síðar í Rípurkirkirkju.
Kona hans var Stefanía Guðrún Sveinsdóttir (1895-1977)
Gísli lést á Sauðárkróki 17. júlí 1981.

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Mikið safn af hand- og vélrituðum bréfum, formlegum og óformlegum. Í safninu eru einnig forprentaðir bæklingar, auglýsingar, kvittanir og blaðaúrklippur. Safnið var forflokkað og allt mjög skipulagt, vel merkt og auðunnið, því var flokkað eftir sendanda, í stafrófsröð og varðveitt í pappírsörk. Bréfasafnið er í misgóðu ástandi en allt læsilegt og vel varðveitt. Ákveðið var að halda upphaflegri röðun safnsins - með örfáum undantekninum þar sem nokkur bréf voru færð til þar sem það þótti passa betur við vegna samhengi gagna. Nöfn bréfritara og sendenda voru skráð á lista sem var prentaður út og látinn fylgja hverju safni fyrir sig til aðgreiningar.

Meginhluti safnsins byggist á sendibréfum frá vinum og kunningjum Gísla sem hann skrifaðist á í um áratuga skeið - og jafnvel lengur. Safnið inniheldur mikið af kveðskapi, hugleiðingum um stjórnmál, ættfræði, mannalýsingar, búskap, sauðfjárrækt og viðskiptalegs eðlis. Í safninu einnig eru þakkar-og boðskort, fundarboð og fundargerðir.

Í safninu eru fjölmörg erindi sem tengjast stöðu Gísla innan Framsóknarflokksins, hann starfaði líka í Búnaðarfélagi Íslands, í Sýslunefnd Skagafjarðar og var lengi vel í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga. Hann var einnig oddviti hreppsnefndar Rípurhrepps, starfaði í yfirkattanefnd Skagafjarðarsýslu, kenndi í barnaskóla Rípurhrepps og spilaði á orgel í Rípurkirkju.
Skemmtilegt er að sjá hvernig sendibréfin til Gísla byrja, sem dæmi er "Kæri Gísli", "Kæri vinur" og jafnvel "Elskan mín" og má greina að þarna var góður og einlægur vinskapur á milli þessara einstaklinga. Mörg bréfin eru mjög persónuleg, önnur skemmtileg og áhugaverð til lestrar. Það sama má segja um kveðskapinn sem er í safninu sem er fjölbreyttur en áhugaverður. Upplýsingar um hvern bréfritara skráðar á lista og haldið nánast óbreyttu skipulagi. Safnið var einnig hreinsað af heftum og bréfaklemmum.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

  • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

IS-HSk

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area

Related subjects

Related people and organizations

Related genres

Related places