A. Skjöl frá tímabilinu 1880-2012. Hér kennir ýmsa grasa, bæði gögn frá starfi hans sem framkvæmdastjóri prjónastofunnar Vöku, frá þátttöku hans í bæjarpólitík á Sauðárkróki, kveðskapur og tónlist. Þá sankaði hann að sér ýmsum fróðleik um ýmsa söguþætti, svo sem um Miklabæjar-Skottu og loðdýrarækt á Íslandi. B. Ljósmyndir frá tímabilinu 1850-2012. Elstu myndirnar koma líklega frá ættingjum Erlendar en ekki er unnt að greina hvað kemur frá t.d. foreldrum hans og hvað kemur frá Erlendi. Fyrir vikið var allt ljósmyndasafnið fært í hans skjalasafn.
Bréfasafn Sigurðar, ásamt nokkrum bréfum til eiginkonu hans og foreldra. Einnig ýmis persónuleg gögn og gögn sem varða opinber störf Sigurðar á Sauðárkróki.
Ýmislegt úr fórum hjónanna Kristjáns Friðrikssonar Hansen og Maríu Björnsdóttur, Sauðárkróki. Heimilisbókhald, minningarbækur, bréf, ljósmyndir, ýmis skjöl og skírteini, útgefnar bækur og fleira.
Gögn er varðar Barnaskólann á Sauðárkróki frá 1914 til 1951, flest með hendi Jóns Þ. Björnssonar skólastjóra. Einnig gögn er varðar "Ungmennaskóla Sauðárkróks".
Uppdráttur teiknaður af Pétri Sighvatssyni af vatnsveitukerfi fyrir Sauðárkrók 1912. Á kortinu má sjá hvernig vatnsveitan var í upphafi lögð í norðurenda bæjarins. Pétur Sighvatsson var skipaður í nefnd um framkvæmd vatnvsveitu á Sauðárkróki og hefur hann því líklega gert uppdráttinn í tengslum við þá vinnu.
Fremsta röð talið frá vinstri: Lárus Blöndal, Haraldur Sigurðsson, Jóhannes Hallgrímsson. Miðröð, talið frá vinstri: Haraldur Júlíusson, Guðmundur Björnsson, Hermann Jónsson. Aftasta röð: Gunnar Sigurðsson, Árni Magnússon, Gísli Guðmundsson.
Skólablaðið 3. árgangur 1. tölublað. 2 eintök. 1 blað er ein örk. Myndskreytingu blaðsins sá Jóhannes Geir Jónsson um þá 11 ára. Þeir sem skrifa í blaðið eru: Guðlaug Þorsteinsdóttir, Gunnhildur Magnúsdóttir, Sigurjón Friðbjörn Björnsson, Þóra Jónsdóttir, Hulda Ívarsdóttir, Áslaug Sigfúsdóttir.
Úrklippubókin er samanteknar upplýsingar um Danslagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks. Ýmis efni á hljóðböndunum, m.a. upptökur af útvarpsefni ruv og æfing hjá kirkjukór.
Persónuleg gögn Björns Jónssonar, Sauðárkróki. Ljósmyndir, ljósritaðar vísur eftir ýmsa höfunda og heillaóskaskeyti. Í safninu eru einnig skjöl foreldra hans, Jóns Björnssonar og Unnar Magnúsdóttur.
Raddir heiðursfélaga Kvenfélags Sauðárkróks, upptaka gerð 2. febrúar að Ásvallagötu 9, Rvk. af Hannesi Péturssyni. Heiðursfélagar kvenfélagsins eru: Elínborg Jónsdóttir, Jórunn Hannesdóttir og Sigríður Sigtryggsdóttir
9 eintök af fréttabréfum sem voru gefin út á Sauðárkróki á árunum 1970-1984. Blöðin eru Krókstíðindi, Krókur á móti bragði og Bæjarfréttir. Blöðin eiga öll sameiginlegt að fjalla um málefni líðandi stundar í bæjarfélaginu.
Skjalasafnið inniheldur: Ljósmyndir, bréf, greinargerð, fréttabréf, ferðaþjónustu bækling og umslög. Myndirnar eru teknar í tíð Friðriks sem Félagsmálastjóri Sauðárkróksbæjar á árunum 1979-1982.
Gjafabréf Eyþórs Stefánssonar til Tónlistarskóla Sauðárkróks. Eyþór gefur 1.000.000 króna til sjóðsstofnunar sem átti að "þjóna því markmiði að styrkja þá nemendur skólans, er hyggja á framhaldsnám í hljóðfæraleik eða söng, eftir að hafa lokið tilskyldum prófum við skólann."
Ljósrit af bréfi frá Rúnari Kristjánssyni til Harðar Ingimarssonar, inniheldur mynd Stefáni Kemp í forgrunni þar sem horft er í norðaustur til Illugastaða. Orð út frá meðfylgjandi mynd eru svo aftan við þar sem ort hefur verið vísur um myndina.