Undirskjalaflokkar B - Ungmennafélagið Tindastóll

Auðkenni

Tilvísunarkóði

IS HSk N00279-C-B

Titill

Ungmennafélagið Tindastóll

Dagsetning(ar)

  • 1942-1991 (Creation)

Þrep lýsingar

Undirskjalaflokkar

Umfang og efnisform

4 arkir sem innihalda innri arkir.

Samhengi

Nafn skjalamyndara

(12. janúar 1915 - 15. mars 2004)

Lífshlaup og æviatriði

Guðjón Ingimundarson kennari fæddist á Svanshóli í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu 12. janúar 1915. Foreldrar Guðjóns voru Ingimundur Jónsson og Ólöf Ingimundardóttir bændur á Svanshóli. Guðjón kvæntist 27.5. 1944 Ingibjörgu Kristjánsdóttur frá Nautabúi, f. 11.9. 1922, þau eignuðust sjö börn
,,Guðjón lauk prófi frá Héraðsskólanum í Reykholti 1934, íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni 1937 og smíðakennaraprófi frá Handíðaskólanum í Reykjavík 1944. Hann stundaði nám í teiknikennaradeild seinni hluta vetrar 1948 og sótti ýmis endurmenntunarnámskeið varðandi sund-, handavinnu- og íþróttakennslu. Guðjón var kennari við Héraðsskólann á Laugarvatni 1937-1941. Hann flutti til Sauðárkróks 1941 og bjó þar til dauðadags. Guðjón var kennari við skólana á Sauðárkróki 1941-1974 og sundkennari á vornámskeiðum í Varmahlíð 1940-1956. Guðjón var forstjóri Sundlaugar Sauðárkróks og sundkennari 1957-1986. Hann hafði umsjón með Námsflokkum Sauðárkróks 1974-1979 og kenndi á ýmsum námskeiðum. Alla sína ævi tók Guðjón mikinn þátt í félagsmálum, m.a. var hann bæjarfulltrúi á Sauðárkróki fyrir Framsóknarflokkinn 1950-1974 og forseti bæjarstjórnar 1966-1970. Hann var formaður íþróttanefndar Sauðárkróks 1946-1978, í skólanefnd um árabil og formaður hennar 1974-1978, í fræðsluráði Norðurlands vestra 1974-1978, í stjórn Fiskivers Sauðárkróks hf. frá stofnun 1957 og Skagfirðings hf. frá 1959 þar til þau félög hættu störfum. Guðjón sat í stjórn Framsóknarfélags Sauðárkróks um langt árabil, var endurskoðandi Kaupfélags Skagfirðinga til fjölda ára, í stjórn Menningarsjóðs KS í mörg ár og formaður fræðuslunefndar þess um skeið. Íþrótta- og ungmennafélagsmál áttu hug hans allan og beitti hann sér mjög fyrir uppbyggingu íþróttamannvirkja og skóla á Sauðárkróki. Hann var í stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar 1942-1973 og þar af formaður í 29 ár. Formaður Ungmennafélagsins Tindastóls í fimm ár og í stjórn alls níu ár. Hann var varaformaður Ungmennafélags Íslands 1965-1983 og í sambandsráði Íþróttasambands Íslands um árabil. Guðjón hlaut riddarakross fálkaorðunnar fyrir störf að félagsmálum 1984. Hann var heiðursfélagi Sundfélagsins Grettis á Ströndum, Ungmennasambands Skagafjarðar, Ungmennafélagsins Tindastóls, Íþróttasambands Íslands, Ungmennafélags Íslands og Rotaryklúbbs Sauðárkróks."

Varðveislusaga

Afhent safninu 2010.

Um aðföng eða flutning á safn

Innihald og uppbygging

Umfang og innihald

Ýmis gögn tengt Ungmennafélaginu Tindastóli sem komu úr fórum Guðjóns Ingimundarsonar en hann var formaður Ungmennafélagsins Tindastóls í fimm ár og í stjórn í alls níu ár.

Grisjun, eyðing og áætlun

Viðbætur

Skipulag röðunar

Skilyrði um aðgengi og not

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Tungumál efnis

  • íslenska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Tengd gögn

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Tengd skjalasöfn

Athugasemdir

Annað auðkenni

Efnisorð

Efnisorð

Staðir

Genre access points

Um lýsinguna

Lýsinganúmer

R.H.

Kennimark stofnunar

IS-Hsk

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Hlutaskráning

Dates of creation revision deletion

Frumskráning í Atóm 16.03.2020. R.H.

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Related genres

Tengdir staðir