Eining 10 - Umsögn nefndar vegna tjóns á Grafarárbrú

Auðkenni

Tilvísunarkóði

IS HSk N00313-B-C-P-10

Titill

Umsögn nefndar vegna tjóns á Grafarárbrú

Dagsetning(ar)

  • 09.03.1910 (Creation)

Þrep lýsingar

Eining

Umfang og efnisform

Pappírsskjöl.

Samhengi

Nafn skjalamyndara

(08.10.1874-1988)

Lífshlaup og æviatriði

"Hinn 4. maí 1872 var gefin út tilskipun um sveitarstjórn á Íslandi. Þá komust amtsráð, sýslunefndir og hreppsnefndir á laggirnar...Sýslunefnd skipuðu að öllum jafnaði 6-10 fulltrúar, kosnir af sveitarfélögum. Ef hreppar voru fleiri en tíu í sýslu, skipuðu nefndarmenn hinna fjölmennari föst sæti í sýslunefnd, en hinir fámennari hreppar skiptust á sýslunefndarmönnum..."
Á "þjóðhátíðinni á Reynistað" sem svo hefur verið nefnd og haldin í Espihólsstofu Eggerts Briem í júlí 1974 voru mörg þjóðþrifamál rædd og hófst í kjölfarið mikil vakningaralda sem hreif með sér unga sem aldna. Samgöngumál voru þar ofarlega á baugi og fór það svo að bættar samgöngur, einkum brúarsmíð, voru efst á málaskrá sýlsunefndar um áratugaskeið.
Eggert Briem kvaddi til fyrsta sýslunefndarfundar Skagfirðinga 8. október 1874 og voru þangað mættir fulltrúar 7 hreppa. Til ársins 1897 voru hreppar sýslunnar 12 . Ákveðið var að þeir fulltrúar þeirra tveggja hreppa sem ekki áttu sæti í nefndinni hverju sinni skyldu mega vera viðstaddir fundi og hafa þar málfrelsi. Var reynt að halda fundina sem næst miðbiki sýslunnar. Sýslunefnd starfaði til ársins 1988.

Nafn skjalamyndara

(02.02.1879-10.03.1961)

Lífshlaup og æviatriði

Foreldrar: Björn Jónsson b. í Gröf og k.h. Hólmfríður Jónatansdóttir ljósmóðir. Jón Björnsson ólst upp í Gröf til 17 ára aldurs. Jón lærði smíðar hjá Þorsteini Sigurðssyni trésmíðameistara á Sauðárkróki og síðar hjá Steingrími Guðmundssyni í Reykjavík, 1896 tók Jón sveinspróf í trésmíði og settist eftir það að í Skagafirði og kom að byggingu íbúðarhúsa, kirkna og brúa svo eitthvað sé nefnt. Árið 1913 gekk Jón að eiga Pálínu Pálsdóttur frá Ljótsstöðum og byrjaði búskap á þeirri jörð 1914. Þó Jón stundaði búskap með góðum árangri, var hann víða við smíðar. Jón gegndi trúnaðarstörfum í Hofshreppi, sat í hreppsnefnd um skeið, sóknarnefnd og skólanefnd en vildi þó gjarnan losna við opinber störf. Árið 1935 hættu hjónin búskap og fluttust til Siglufjarðar þar sem hann kom sér upp eigin trésmíðaverkstæði. Jón og Pálína eignuðust sex börn.

Nafn skjalamyndara

(16. okt. 1873 - 28. okt. 1930)

Lífshlaup og æviatriði

Sýslumaður á Sauðárkróki, síðar í Stykkishólmi.

Nafn skjalamyndara

(4. júlí 1874 - 9. júlí 1954)

Lífshlaup og æviatriði

Jónmundur fæddist 4. júlí 1874 á Viggbelgsstöðum í Innra-Akraneshreppi. Foreldrar hans voru Halldór, síðar múrari í Reykjavík og kona hans Sesselja Gísladóttir frá Bæ í Miðdölum. Jónmundur var stúdent 1896, cand. theol. 1900. Hann var settur aðstoðarprestur séra Helga Árnasonar í Ólafsvík 1900, veitt Barð í Fljótum árið 1902 og Mjóafjarðarprestakall 1915. Jónmundur var settur sóknarprestur í Grunnavík árið 1918. Hann var að auki við þjónustu í Kvíabekkjarprestalakki 1906-1908, Staðarprestakalli í Aðalvík 1938-1941 og Unaðsdalssókn frá 1918 um nokkurt skeið. Hann var sýslunefndarmaður í Skagafjarðarsýslu 1908-1915 og í Norður-Ísafjarðarsýslu frá 1921. Sr. Jónmundur var einn af merkustu prestum þessa lands og sérstæður persónuleiki. Kvæntist Guðrúnu Jónsdóttur frá Eyrar-Uppkoti í Kjós, þau eignuðust sjö börn.

Nafn skjalamyndara

(26. des. 1850 - 6. ágúst 1918)

Lífshlaup og æviatriði

Rögnvaldur Björnsson, f. að Auðólfsstöðum í Langadal. Foreldrar: Björn Ólafsson (1817-1853) frá Auðólfsstöðum, síðast bóndi í Eyhildarholti og kona hans Filippía Hannesdóttir (1819-1908) frá Ríp. Rögnvaldur missti föður sinn ungur er hann drukknaði í Héraðsvötnum vorið 1853. Síðar giftist móðir hans Markúsi Árnasyni. Eftir andlát föður síns fór Rögnvaldur í fóstur að Stóru-Seylu á Langholti til móðursystur sinnar Maríu Hannesdóttur og Magnúsar Magnússonar prests í Glaumbæ. Þegar María flutti til dóttur sinnar að Ystu-Grund árið 1865 fór Rögnvaldur með henni þangað og ólst upp hjá Sigríði Magnúsdóttur og Gísla Þorlákssyni sem þar bjuggu. Rögnvaldur hóf búskap í Hjaltastaðahvammi 1880 en fluttist í Réttarholt 1883 og bjó þar til 1892. Var á Bjarnastöðum 1892-1895 en fór þá aftur í Réttarholt og eignaðist jörðina. Bjó þar til dánardags.
Var sýslunefndarmaður Akrahrepps 1886-1917, hreppsnefndarmaður í Akrahreppi 1881-1887 og 1896-1901, oddviti 1883-1886.
Maki: Freyja Jónsdóttir (1859-1942) frá Barði í Fljótum. Þau eignuðust 7 börn en ein dóttir þeirra lést á unglingsaldri.

Varðveislusaga

Um aðföng eða flutning á safn

Innihald og uppbygging

Umfang og innihald

Umsögnin er rituð á pappírsörk í folio stærð. Um er að ræða umsögn nefndar sem kosin var vegna tjóns á brúnni. M.a. er staðfest þátttaka brúarsmiðsins í tjóninu.

Grisjun, eyðing og áætlun

Viðbætur

Skipulag röðunar

Skilyrði um aðgengi og not

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Tungumál efnis

  • íslenska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Tengd gögn

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Athugasemdir

Annað auðkenni

Aðgangsleiðir

Efnisorð

Staðir

Nöfn

Genre access points

Um lýsinguna

Lýsinganúmer

KSE

Kennimark stofnunar

IS-HSk

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Hlutaskráning

Dates of creation revision deletion

Frumskráning í Atóm 30.04.2020 KSE.

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Aðföng