Eining 5 - Athugasemdir við sveitasjóðsreikning Hofshrepps

Auðkenni

Tilvísunarkóði

IS HSk N00313-B-C-X-5

Titill

Athugasemdir við sveitasjóðsreikning Hofshrepps

Dagsetning(ar)

  • 04.01.1911 (Creation)

Þrep lýsingar

Eining

Umfang og efnisform

Pappírsskjöl.

Samhengi

Nafn skjalamyndara

(08.10.1874-1988)

Lífshlaup og æviatriði

"Hinn 4. maí 1872 var gefin út tilskipun um sveitarstjórn á Íslandi. Þá komust amtsráð, sýslunefndir og hreppsnefndir á laggirnar...Sýslunefnd skipuðu að öllum jafnaði 6-10 fulltrúar, kosnir af sveitarfélögum. Ef hreppar voru fleiri en tíu í sýslu, skipuðu nefndarmenn hinna fjölmennari föst sæti í sýslunefnd, en hinir fámennari hreppar skiptust á sýslunefndarmönnum..."
Á "þjóðhátíðinni á Reynistað" sem svo hefur verið nefnd og haldin í Espihólsstofu Eggerts Briem í júlí 1974 voru mörg þjóðþrifamál rædd og hófst í kjölfarið mikil vakningaralda sem hreif með sér unga sem aldna. Samgöngumál voru þar ofarlega á baugi og fór það svo að bættar samgöngur, einkum brúarsmíð, voru efst á málaskrá sýlsunefndar um áratugaskeið.
Eggert Briem kvaddi til fyrsta sýslunefndarfundar Skagfirðinga 8. október 1874 og voru þangað mættir fulltrúar 7 hreppa. Til ársins 1897 voru hreppar sýslunnar 12 . Ákveðið var að þeir fulltrúar þeirra tveggja hreppa sem ekki áttu sæti í nefndinni hverju sinni skyldu mega vera viðstaddir fundi og hafa þar málfrelsi. Var reynt að halda fundina sem næst miðbiki sýslunnar. Sýslunefnd starfaði til ársins 1988.

Nafn skjalamyndara

(18.08.1852-28.11.1930)

Lífshlaup og æviatriði

Foreldrar hans voru Ólafur Briem og Dómhildur Þorsteinsdóttir. Ólafur missti foreldra sína ungur og fór þá í fóstur að Espihóli til Eggerts Ó. Briem og Ingibjargar Eiríksdóttur Briem. Síðar fór hann til sr. Ólafs Þorvaldssonar á Hjaltastöðum og k.h. Sigríðar Magnúsdóttur. Uppúr tvítugu sigldi hann til Kaupmannahafnar og lærði trésmíði. Flutti til Sauðárkróks árið 1886 og byggði þar húsið Bræðrabúð. Ólafur starfaði alla tíð síðan sem trésmiður á Sauðárkróki. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Nafn skjalamyndara

(1. ágúst 1863 - 26. mars 1932)

Lífshlaup og æviatriði

Fæddur og uppalinn á Höfnum á Skagaströnd. Stúdent úr Lærða skólanum í Reykjavík 1885, cand. theol. frá Prestaskólanum í Reykjavík 1887 og vígðist Reynistaðarklaustursprestakalls það sama ár. Gegndi hann því prestakalli um 26 ára skeið. Hann hóf búskap á prestssetrinu Fagranesi árið 1889 og nytjaði það að meira eða minna leyti flest prestskaparár sín, en flutti til Sauðárkróks árið 1894, enda hafði prestsetrið verið flutt þangað með lögum frá 1891og kirkja reist þar 1892. Hann var prófastur Skagfirðinga 1908-1913, sýslunefndarmaður í Skagafjarðarsýslu fyrir Sauðárkrók 1906-1913. Tók einnig mikinn þátt í starfi Góðtemplarareglunnar. Sumarið 1913 fékk hann Garða á Álftanesi, þar þjónaði hann í 19 ár. Var einnig prófastur Kjalarnessprófastsdæmis frá 1916 til dauðadags og sýslunefndarmaður í Gullbringusýslu. Bjó síðustu þrjú árin í Hafnarfirði.
Maki: Líney Sigurjónsdóttir frá Laxamýri í Aðaldal, þau eignuðust 12 börn.

Nafn skjalamyndara

(29.07.1865-01.10.1940)

Lífshlaup og æviatriði

Fæddur í Tungu í Stíflu, sonur Jóns Steinssonar hreppstjóra og b. í Tungu og Guðrúnar Nikulásdóttur. ,,Eftir að faðir hans drukknaði var honum komið í fóstur til Steins Jónssonar og Ólafar Steinsdóttur að Vík í Héðinsfirði, fluttist síðan með fósturmóður sinni að Heiði í Sléttuhlíð. Fór sem vinnumaður að Hólum í Hjaltadal 15 ára gamall, kom í Brimnes fulltíða maður þar sem hann kvæntist Margréti Símonardóttur, þau bjuggu á Brimnesi 1896-1926. Einar var hreppstjóri 1900-1926, sýslunefndarmaður 1904-1926, formaður Búnaðarfélagsins í mörg ár, deildarstjóri Pöntunarfélagsins og Kaupfélags Skagfirðinga. Einar og Margrét fluttust til Reykjavíkur eftir að þau brugðu búi." Einar og Margrét eignuðust þrjár dætur, tvær þeirra komust á legg.

Nafn skjalamyndara

(06.01.1850-20.03.1939)

Lífshlaup og æviatriði

Jón Jónsson, f. á Hóli í Sæmundarhlíð 06.01.1850, d. 20.03.1939 á Hafsteinsstöðum. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi og hreppsstjóri á Hóli í Sæmundarhlíð og kona hans Sigríður Magnúsdóttir. Bóndi og hreppstjóri á Hafsteinsstöðum. Jón var elstur í stórum systkinahóp og fór því ungur að leita fanga fyrir heimilið. Reri hann þá margar vertíðir á Siglunesi, Reykjum á Reykjaströnd og við Drangey. Bóndi á Hafsteinsstöðum að mestu óslitið 1879-1920. Þá tók Jón sonur hans við jörðinni og dvöldu Jón og kona hans eftir það hjá honum til æviloka. Jón var framkvæmdamaður, húsaði vel eingnarjörð sína Hafsteinsstaði sem hann keypti af landssjóði árið 1891. Hann var um langt skeið talsverður áhrifamaður í héraðinu og var í framboði við alþingiskosningar árið 1900, en féll fyrir Stefáni frá Möðruvöllum. Þegar Jón var 70 fékk hann blóðeitrun og varð að taka af honum taka af honum hægri höndina eftir það tamdi hann sér að rita með vistri hendi. Síðustu 11 árin var hann blindur.

Nafn skjalamyndara

(17. jan. 1871 - 15. okt. 1962)

Lífshlaup og æviatriði

Fæddur á Kambi í Deildardal. Foreldrar: Þorgils Þórðarson (1842-1901), bóndi á Kambi og kona hans Steinunn Árnadóttir (1848-1918). Hjálmar ólst upp hjá foreldrum sínum á Kambi. Faðir hans stundaði m.a. fuglaveiðar í Drangey og þangað fór Hjálmar 15 ára gamall. Árið eftir, 1887, gerðist hann bjargmaður við Drangey og var það óslitið í 18 ár. Varð hann á þeim árum þekktur fyrir að klífa Kerlingu, 80-90 m háan móbergsdrang sem stendur skammt frá Drangey. Var hann annar maðurinn sem það gerði. Eftir andlát föður síns tók Hjálmar við búi á Kambi og bjó þar með móður sinni og systur þar til hann kvæntist árið 1904. Keypti hann þá Hof á Höfðaströnd og fluttist þangað vorið 1905. Meðan hann bjó þar missti hann konu sína. Fljótlega eftir það seldi hann Hof og flutti aftur að Kambi. Var bóndi þar 1913-1930, er dóttir hans og tengdasonur tóku við búi, en hann hafði þó jarðarnytjar til 1942. Hjálmar hlaut heiðursverðlaun úr sjóði Kristjáns konungs IX. fyrir jarðarbætur á Hofi. Hann sat um skeið í hreppsnefnd Hofshrepps og var oddviti 1907-1910.
Maki: Guðrún Magnúsdóttir (1880-1909) frá Sleitustöðum. Þau eignuðust þrjú börn.

Varðveislusaga

Um aðföng eða flutning á safn

Innihald og uppbygging

Umfang og innihald

Athugasemdirnar eru ritaðar á tvær pappírsarkir í folio broti, fimm skrifaðar síður. Þær eru undirritaðar af Ólafi Briem. Svör eru rituð aftan við, undirrituð af Hjálmari Þorgilssyni. Tillögur þar aftan við, undirritaðar af nefndarmönnum.

Grisjun, eyðing og áætlun

Viðbætur

Skipulag röðunar

Skilyrði um aðgengi og not

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Tungumál efnis

  • íslenska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Tengd gögn

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Athugasemdir

Annað auðkenni

Aðgangsleiðir

Efnisorð

Staðir

Nöfn

Genre access points

Um lýsinguna

Lýsinganúmer

KSE

Kennimark stofnunar

IS-HSk

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Hlutaskráning

Dates of creation revision deletion

Frumskráning í Atóm 02.10.2020 KSE

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Aðföng

Related subjects

Related genres

Tengdir staðir