Eining 6 - Bréf Kristjáns Gíslasonar til sýslunefndar

Auðkenni

Tilvísunarkóði

IS HSk N00313-B-Q-E-6

Titill

Bréf Kristjáns Gíslasonar til sýslunefndar

Dagsetning(ar)

  • 22.03.1925 (Creation)

Þrep lýsingar

Eining

Umfang og efnisform

Pappírsskjöl.

Samhengi

Nafn skjalamyndara

(08.10.1874-1988)

Lífshlaup og æviatriði

"Hinn 4. maí 1872 var gefin út tilskipun um sveitarstjórn á Íslandi. Þá komust amtsráð, sýslunefndir og hreppsnefndir á laggirnar...Sýslunefnd skipuðu að öllum jafnaði 6-10 fulltrúar, kosnir af sveitarfélögum. Ef hreppar voru fleiri en tíu í sýslu, skipuðu nefndarmenn hinna fjölmennari föst sæti í sýslunefnd, en hinir fámennari hreppar skiptust á sýslunefndarmönnum..."
Á "þjóðhátíðinni á Reynistað" sem svo hefur verið nefnd og haldin í Espihólsstofu Eggerts Briem í júlí 1974 voru mörg þjóðþrifamál rædd og hófst í kjölfarið mikil vakningaralda sem hreif með sér unga sem aldna. Samgöngumál voru þar ofarlega á baugi og fór það svo að bættar samgöngur, einkum brúarsmíð, voru efst á málaskrá sýlsunefndar um áratugaskeið.
Eggert Briem kvaddi til fyrsta sýslunefndarfundar Skagfirðinga 8. október 1874 og voru þangað mættir fulltrúar 7 hreppa. Til ársins 1897 voru hreppar sýslunnar 12 . Ákveðið var að þeir fulltrúar þeirra tveggja hreppa sem ekki áttu sæti í nefndinni hverju sinni skyldu mega vera viðstaddir fundi og hafa þar málfrelsi. Var reynt að halda fundina sem næst miðbiki sýslunnar. Sýslunefnd starfaði til ársins 1988.

Nafn skjalamyndara

(15.06.1863-03.04.1954)

Lífshlaup og æviatriði

Kristján ólst upp á Eyvindarstöðum í Blöndudal og bjó þar til 25 ára aldurs. Eyvindarstaðasystkinin voru alls 23, og komust 11 til fullorðinsaldurs. Frá Eyvindarstöðum fluttist Kristján með föður sínum að Sjávarborg í Skagafirði árið 1888. Þar dvaldist hann í tvö ár, en fór þaðan til Sauðárkróks 1890 og keypti sér borgarabréf. Hann náði verslunarsambandi við útlönd og hófst nú verslun hans, þótt í smáum stíl væri, í húsi Bjarna Jónassonar, svokölluðu "Græna húsi". Kaupsýsluhæfileikar Kristjáns komu fljótt í ljós, enda byggði hann nú stórt og miðlungs íveru- og verslunarhús á Sauðárkróki ásamt vörugeymslu og síðar mjög myndarlegu sláturhúsi. Verslun hans jókst jafnt og þétt, svo að á fyrri stríðsárunum 1914-1918 var hann orðinn með stærstu kaupmönnum á Sauðárkróki. Útibú rak hann frá aðalverslun sinni, er hann nefndi Bræðrabúð og mun þar aðallega hafa verið um staðgreiðsluverslun að ræða. Fyrir þessari búð stóð í mörg ár dóttir hans, Þórunn. Samhliða verslunarrekstrinum fór Kristján að yrkja jörðina. Hann mun manna fyrstur hafa byrjað ræktun á svokölluðum "móum" fyrir ofan kauptúnið. Síðar keypti hann Áshildarholt og hófst handa við stórfellda ræktun þar, byggði myndarlegt steinhús og pengingshús og girti af alla jörðina. Þegar Eimskipafélag Íslands var stofnað gerðist Kristján afgreiðslumaður þess á Sauðárkróki og var það til ársins 1942. Árið 1952 seldi Kristján eigur sínar á Sauðárkróki og fluttist alfarinn til R.víkur ásamt dóttur sinni Sigríði, er veitt hafði heimili hans forstöðu síðustu ár hans á Sauðárkróki. Hann hafði mikið yndi af söng og hljóðfæraslætti og var fyrsti organisti í Sauðárkrókskirkju um 1892, er hún var reist. Kristján kvæntist Björgu Eiríksdóttur frá Blöndudalshólum, þau eignuðust fimm börn.

Varðveislusaga

Um aðföng eða flutning á safn

Innihald og uppbygging

Umfang og innihald

Bréfið er vélritað á 2 pappírsarkir í A4 stærð
Það varðar refaeldi.
Ástand bréfsins er gott.

Grisjun, eyðing og áætlun

Viðbætur

Skipulag röðunar

Skilyrði um aðgengi og not

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Tungumál efnis

  • íslenska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Tengd gögn

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Athugasemdir

Annað auðkenni

Aðgangsleiðir

Efnisorð

Staðir

Nöfn

Genre access points

Um lýsinguna

Lýsinganúmer

KSE

Kennimark stofnunar

IS-HSk

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Hlutaskráning

Dates of creation revision deletion

Frumskráning í Atóm 08.03.2021 KSE.

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Related genres

Tengdir staðir