Item 18 - Bréf bænda í Blönduhlíð til sýslunefndar

Identity area

Reference code

IS HSk N00313-B-X-K-18

Title

Bréf bænda í Blönduhlíð til sýslunefndar

Date(s)

  • 08.02.1932 (Creation)

Level of description

Item

Extent and medium

Pappírsskjöl.

Context area

Name of creator

(08.10.1874-1988)

Biographical history

"Hinn 4. maí 1872 var gefin út tilskipun um sveitarstjórn á Íslandi. Þá komust amtsráð, sýslunefndir og hreppsnefndir á laggirnar...Sýslunefnd skipuðu að öllum jafnaði 6-10 fulltrúar, kosnir af sveitarfélögum. Ef hreppar voru fleiri en tíu í sýslu, skipuðu nefndarmenn hinna fjölmennari föst sæti í sýslunefnd, en hinir fámennari hreppar skiptust á sýslunefndarmönnum..."
Á "þjóðhátíðinni á Reynistað" sem svo hefur verið nefnd og haldin í Espihólsstofu Eggerts Briem í júlí 1974 voru mörg þjóðþrifamál rædd og hófst í kjölfarið mikil vakningaralda sem hreif með sér unga sem aldna. Samgöngumál voru þar ofarlega á baugi og fór það svo að bættar samgöngur, einkum brúarsmíð, voru efst á málaskrá sýlsunefndar um áratugaskeið.
Eggert Briem kvaddi til fyrsta sýslunefndarfundar Skagfirðinga 8. október 1874 og voru þangað mættir fulltrúar 7 hreppa. Til ársins 1897 voru hreppar sýslunnar 12 . Ákveðið var að þeir fulltrúar þeirra tveggja hreppa sem ekki áttu sæti í nefndinni hverju sinni skyldu mega vera viðstaddir fundi og hafa þar málfrelsi. Var reynt að halda fundina sem næst miðbiki sýslunnar. Sýslunefnd starfaði til ársins 1988.

Name of creator

(18. júní 1871-1937)

Biographical history

Fæddur á Sleitustöðum í Kolbeinsdal. Foreldrar: Björn Jónsson (f. 1822) bóndi á Frostastöðum og Vöglum og þriðja kona hans, Sigríður Þorláksdóttir. Þegar þau fluttu til Vesturheims 1876, með börn sín, var Gísli sem enn var á barnsaldri ófáanlegur til að fara með þeim. Var hann þá tekinn í fóstur af Gísla móðurbróður sínum og ólst upp þar, fyrst á Hjaltastöðum og svo á Frostastöðum. Gísli stundaði nám í Hólaskóla og lauk prófi þar 1891. Var síðan næstu vor í jarðabótavinnu í sveit sinni og við barnakennslu einhverja vetur. Bóndi á hálfum Stóru-Ökrum 1897-1918, Vöglum 1918-1937. Hafði þó nytjar á hálfum Ökrum að nokkru leyti 1918-1919. Vagla með Vaglagerði keypti hann um 1912 og hafði nytjar af 1/4 Vagla frá 1913 þar til hann fluttist þangað. Frá 1921 bjó Magnús, sonur Gísla, á móti föður sínum á Vöglum en höfðu þeir þá Vaglagerði með til ábúðar. Gísli var oddviti Akrahrepps 1901-1937, sýslunefndarmaður 1915-1937. Einnig hafði hann fleiri störf með höndum, svo sem pöntunarstjórn fyrir Akrahrepp, var lengi úttektarmaður, umboðsmaður Brunabótafélags Íslands, safnaðarfulltrúi, sá um lögferju á Héraðsvötnum. Var um hríð endurskoðandi sýslusjóðsreikninga og hafði á hendi jarðabótamælingar.
Maki: Þrúður Jónína Árnadóttir (1876-1965) frá Miðhúsum í Blönduhlíð. Þau eignuðust einn son.

Name of creator

(30. júní 1890 - 23. maí 1972)

Biographical history

Foreldrar: Sigurður Jónsson b. í Sólheimum í Blönduhlíð og k.h. Jóhanna Sæunn Halldórsdóttir. Jón fæddist í Hörgárdal og bjó þar fyrstu æviárin. Þegar hann var átta ára gamall flutti hann með foreldrum sínum að Sólheimum í Blönduhlíð. Jón var bústjóri hjá móður sinni í Sólheimum 1919-1921 en hóf það sama ár búskap í Réttarholti. Jón var hreppsnefndarmaður 1937-1950, gegndi auk þess fleiri innansveitarstörfum. Þegar síminn var lagður um Blönduhlíð um 1930 tók Jón að sér póst- og símavörslu. Jón kvæntist árið 1921 Sigríði Rögnvaldsdóttur frá Réttarholti, þau eignuðust eina dóttur, auk þess eignaðist Jón dóttur með Kristrúnu Helgadóttur.

Name of creator

(14. desember 1883 - 10. apríl 1968)

Biographical history

Fæddur og uppalinn á Silfrastöðum, sonur Steingríms Jónssonar og Kristínar Árnadóttur. Jóhannes vann að búi föður síns uns hann tók að fullu við búsforráðum árið 1915, það sama ár kvæntist hann Jóhönnu Soffíu Jóhannsdóttur frá Lýtingsstöðum í Tungusveit. Varði sambúð þeirra aðeins í tæp 12 ár en hún lést úr berklum 1927, þau eignuðust tvær dætur, þær létust báðar á barnsaldri. Jóhannes sat í hreppsnefnd 1915-1922 og aftur 1928-1958, oddviti 1937-1958, hreppstjóri 1948-1961, hartnær tvo áratugi í skattanefnd og um tíma formaður búnaðarfélags Akrahrepps. Þá var hann símstöðvarstjóri og bréfhirðingamaður til fjölda ára.

Name of creator

(26.05.1889-01.11.1963)

Biographical history

Stefán Vagnsson var fæddur í Miðhúsum í Akrahreppi, Skagafirði þann 26. maí 1889. Hann var bóndi, skáld og kennari á Flugumýri, Sólheimum og Hjaltastöðum í Akrahreppi. Hann var síðast búsettur á Sauðárkróki og starfaði þar sem skrifstofumaður. Kona hans var Helga Jónsdóttir (1895-1988). Hann lést á Sauðárkróki 1. nóvember 1963.

Name of creator

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í folio stærð.
Það varðar hreppaveg frá Stokkhólma og Mikley.
Ástand skjalsins er gott.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

  • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

KSE

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

Frumskráning í Atóm 12.10.2021 KSE.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area