Langamýri í Skagafirði

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Langamýri í Skagafirði

Equivalent terms

Langamýri í Skagafirði

Associated terms

Langamýri í Skagafirði

11 Authority record results for Langamýri í Skagafirði

11 results directly related Exclude narrower terms

Herdís Þorgrímsdóttir (1931-2016)

  • S01747
  • Person
  • 24. jan. 1931 - 18. júlí 2016

Herdís Þorgrímsdóttir fæddist á Stafshóli í Deildardal í Hofshreppi, Skagafirði, 24. janúar 1931. Foreldrar hennar voru Þorgrímur Þorleifsson (1901-1988) og Guðrún Tómasdóttir (1908-1975). ,,Frá Stafnshóli fluttist Herdís að Hjarðarholti við Hofsós. Þar gekk hún í barnaskóla og síðar í húsmæðraskólann að Löngumýri í Skagafirði. Herdís giftist Halldóri Sigurgeirssyni bónda og organista árið 1953, fluttu þá í Arnstapa í Þingeyjarsveit og bjuggu með tengdaforeldrum sínum þar. Halldór lést 1968 og bjó Herdís áfram á Arnstapa síðustu árin með syni sínum Þorgeiri þar til hann tók við búinu. Samhliða bústörfunum vann Herdís ýmis störf við Stórutjarnaskóla." Herdís og Halldór, eignuðust sex börn.

Ingibjörg Jóhannsdóttir (1905-1995)

  • S00354
  • Person
  • 01.06.1905-09.06.1995

Ingibjörg Jóhannsdóttir fæddist á Löngumýri þann 1. júní 1905. Hún var dóttir Jóhanns Sigurðssonar, bónda á Löngumýri, og Sigurlaugar Ólafsdóttur húsfreyju. ,,Ingibjörg sótti nokkur námskeið í garð- og skógrækt áður en hún fór til Reykjavíkur í Kvennaskólann. Þar þurfti hún einungis að sitja einn vetur því hún kom ákaflega vel undirbúin. Ingibjörg lauk kennaraprófi 1936. Ingibjörg fór í námsferð til barna- og húsmæðraskóla í Noregi og Svíþjóð 1938. Þá stundaði hún nám við Húsmæðrakennaraskóla Noregs og síðar í Danmörku og Þýskalandi. Ingibjörg er verðugur fulltrúi þeirra kvenna af aldamótakynslóðinni sem einsettu sér ungar að vinna að menntun kynsystra sinna og ryðja braut nýjum viðhorfum í hússtjórn er lutu að auknum þrifnaði, matjurtaræktun og fjölbreyttari fæðu. Ingibjörg tók áskorun Jónasar frá Hriflu, þáverandi kennslumálaráðherra, að taka að sér starf skólastýru við Húsmæðraskólann á Staðarfelli árið 1937. Ingibjörg þótti standa sig með mikilli prýði í þau sjö ár sem hún stýrði skólanum. Á lýðveldisárinu 1944 flutti hún aftur heim að Löngumýri og stofnaði Húsmæðraskóla og var skólastjóri hans til 1967. Þar þurfti hún að byrja alveg frá grunni því aðbúnaðurinn var enginn. Oft gekk erfiðlega að fá styrki og reyndi hún að mæta þeim kostnaði sjálf eftir fremsta megni. Mikil aðsókn var í skólann og útskrifuðust um 700 stúlkur í hennar tíð. Ingibjörg var formaður Skógræktarfélags Skagfirðinga, Kvenfélags Seyluhrepps og gjaldkeri Kvenfélagasambands Skagafjarðar um skeið. Hún skrifaði töluvert í blöð og tímarit, aðallega um uppeldis- og skólamál."
Ingibjörg var ókvænt og barnlaus.

Jón Pétursson (1867-1946)

  • S02820
  • Person
  • 3. júlí 1867 - 7. feb. 1946

Jón Pétursson, f. í Valadal 03.07.1867. Foreldrar: Pétur Pálmason bóndi í Valadal og síðar á Álfgeirsvöllum og kona hans Jórunn Hannesdóttir frá Hömrum. Jón var bóndi í Sölvanesi 1889-1890, á Löngumýri 1890-1891, í Valadal 1891-1897, á Nautabúi 1897-1912, í Eyhildarholti 1912-1923, Neðri Haganesvík og Dæli í Fljótum 1926-1930 en fluttist þá til Akureyrar.
Jón var landskunnur hagyrðingur og einn af þekktustu hestamönnum í Skagafirði á sínum tíma.
Maki: Sólveig Eggertsdóttir (1869-19446). Þau eignuðustu 13 börn.

Jósafat Guðmundsson (1853-1934)

  • S03038
  • Person
  • 2. júní 1853 - 21. maí 1934

Fæddur á Löngumýri í Vallhólmi. Foreldrar: Guðmundur Sigurðsson (1826-1902), sem víða var vinnumaður, m.a. á Hafsteinsstöðum og Anna Helgadóttir (1818-1889). Jósafat fylgdi móður sinni sem var vinnukona á ýmsum stöðum, m.a. nokkur ár í Viðvík. Jósafat var bóndi í Auðnum 1882-1883, Krossanesi 1883-1914, Syðri-Hofdölum 1914-1927. Brá þá búi og dvaldi eftir það hjá börnum sínum. Hann sat allengi í hreppsnefnd Seyluhrepps. Maki: Guðrún Ólafsdóttir (1855-1901) frá Ögmundarstöðum. Þau eignuðust fimmtán börn og komust 10 þeirra upp. Eftir að Guðrún lést bjó Jósafat með Margréti systur hennar og eignaðist með henni eitt barn, sem dó í bernsku.
Auk þess átti hann 2 börn með Ingibjörgu Jóhannsdóttur (1870-1947).

Langamýri (1944-

  • S03277
  • Organization
  • 1944

Árið 1944 var stofnaður húsmæðraskóli á Löngumýri af Ingibjörgu Jóhannsdóttur. Hún rak sjálf skólann til ársins 1967 en gaf þá Þjóðkirkjunni jörðina gegn því að starfsemin héldi þar áfram. Skólinn var starfræktur fram á 8. áratuginn en var þá lagður niður vegna lítillar aðsóknar. Sjálfseignarstofnun var komið á fót í stað kvennaskólans og hefur margskonar starfsemi á vegum kirkjunnar verið starfrækt á Löngumýri síðan.

Ólöf Ragnheiður Jóhannsdóttir (1908-1991)

  • S00358
  • Person
  • 20. mars 1908 - 3. apríl 1991

Ólöf Ragnheiður Jóhannsdóttir fæddist á Löngumýri þann 20. mars 1908. Foreldrar hennar voru Jóhann Sigurðsson b. á Löngumýri og Sigurlaug Ólafsdóttir. ,,Ólöf fór til náms í Kvennaskólanum á Blönduósi eitt ár, 1927-1928, en var annars heima allt til þess er hún giftist Sigurði Óskarssyni frá Hamarsgerði 1934 og þau hófu búskap á hálfu Krossanesi í fyrstu en fengu svo síðar 2/3 jarðarinnar." Ólöf og Sigurður eignuðust þrjár dætur.

Ragna Hróbjartsdóttir (1928-2014)

  • S02098
  • Person
  • 23. ágúst 1928 - 14. sept. 2014

Frá Hamri. Erla Ragna Hróbjartsdóttir fæddist á Sauðárkróki 23. ágúst 1928. Foreldrar hennar voru Vilhelmína Helgadóttir og Hróbjartur Jónasson múrarameistari og bóndi á Hamri í Hegranesi. ,,Ragna gekk í barnaskóla Rípurhrepps. Eftir fermingu stundaði hún nám í orgelleik hjá Eyþóri Stefánssyni, en hún hafði mikinn áhuga á tónlist og hafði góða söngrödd. Hún fór í Húsmæðraskólann á Löngumýri og vann við bústörf á Hamri. Árið 1955 giftist hún Þórhalli Þórarinssyni rafvirkjameistara og settust þau að á Hvanneyri. Þau eignuðust eina dóttur. Ragna vann lengst af við ræktunartilraunir hjá Bændaskólanum á Hvanneyri og á rannsóknarstofu skólans. Hún var iðin við handverk hvers konar og var virk í starfsemi Ullarselsins á Hvanneyri."

Reimar Helgason (1902-1970)

  • S00589
  • Person
  • 27.05.1902-21.11.1970

Reimar Helgason, f. að Kirkjuhóli í Seyluhrepp27.05.1902, d. 21.11.1970. Foreldrar: Helgi Guðnason og fyrri kona hans, Sigurbjörg Jónsdóttur. Reimar ólst upp í foreldrahúsum á Kirkjubóli þar til hann missti móður sína 12 ára gamall, þá fór hann í fóstur til Jóhanns Sigurðssonar og Sigurlaugar Ólafsdóttur á Löngumýri. Varð hann síðan vinnumaður þar í áraraðir og síðar lausamaður. Árið 1942 keypti hann jörðina Bakka í Vallhólmi en var alltaf viðloða Löngumýrarheimilið og sá t.d. um rekstur rafstöðvarinnar þar. Reimar var ókvæntur og barnlaus.

Þóra Rósa Stefánsdóttir (1938-1991)

  • S02854
  • Person
  • 18. sept. 1938 - 10. mars 1991

Foreldrar: Stefán Rósantsson og Helga Guðmundsdóttir á Gilhaga. Rósa ólst upp í stórum systkinahóp á Gilhaga. Ung gegndi hún húsmóðurhlutverkinu á bænum í veikindum móður sinnar. Rósa átti heimili að Gilhaga uns hún fluttist að Reykjum. Rósa gekk tvo vetur í skóla á Löngumýri, 1957-1959, og kenndi síðar vélprjón við skólann. Hún vann m.a. í mötuneyti Steinsstaðaskóla. Þá var hún lengi húsvörður í Félagsheimilinu Miðgarði. Hún var listfeng og handlaginn og saumaði m.a. altarisdúk í Reykjakirkju. Hún söng í kirkjukór Reykjakirkju og tók virkan þátt í hvers konar menningar- og líknarmálum, m.a. starfi Kvenfélags Lýtingsstaðahrepps. Maki: Indriði Jóhannesson. Þau eignuðust ekki börn.

Þorkell Jónsson (1893-1980)

  • S02805
  • Person
  • 16. okt. 1893 - 29. júlí 1980

Þorkell Jónsson, f. 16.10.1893 í Hjaltastaðahvammi í Blönduhlíð. Foreldrar: Jón Jónasson bóndi á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð og kona hans Guðrún Þóra Þorkelsdóttir ljósmóðir. Þorkell ólst upp hjá foreldrum sínum í Hjaltastaðakvammi til 1900 og á Þorleifsstöðum 1900-1909. Hann var vinnumaður á Löngumýri í Vallhólmi 1909-1912 en sneri þá aftur að búi foreldra sinna á Þorleifsstöðum þar sem hann starfaði til ársins 1916. Var lausamaður á Mið-Grund í Blönduhlíð 1916-1917.
Maki 1: Una Gunnlaugsdóttir á Mið-Grund. Þau eignuðust fjögur börn. Þau giftust árið 1917 og hófu búskap í tvíbýli við móður Unu. Bjuggu þar til 1925. Það ár fluttust þau í Litladal og bjuggu þar til ársins 1930. Þá fluttust þau til Sauðárkróks þar sem Þorkell starfaði sem bílstjóri í eitt ár. Keyptu Miðsitju í Blönduhlíð og bjuggu þar árin 1931-1945. Á þessum árum stundaði Þorkell vöru- og fólksflutninga samhliða búskapnum. Þorkell gerði líka töluvert af því að smíða skeifur fyrir bændur í sveitinni. Árið 1945 slitu Þorkell og Una samvistir og seldu jörðina. Þorkell flutti til Siglufjarðar þar sem hann starfaði hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og stundaði ökukennslu.
Maki 2: Sambýliskona Þorkels á Siglufirði var Jóninna Margrét Sveinsdóttir, f. 05.01.1900 á Lóni í Viðvíkursveit.

Þorvaldur Pétursson (1890-1924)

  • S02704
  • Person
  • 11. júní 1890 - 11. maí 1924

Foreldrar: Pétur Gunnarsson bóndi á Stóra-Vatnsskarði og kona hans Guðrún Þorvaldsdóttir. Ólst upp hjá foreldrum sínum í Borgarey, Löngumýri og síðast á Stóra-Vatnsskarði. Bóndi þar 1917-1924. Lést úr lungnabólgu langt um aldur fram. Ókvæntur og barnlaus.