Ánastaðir

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Ánastaðir

Equivalent terms

Ánastaðir

Associated terms

Ánastaðir

14 Authority record results for Ánastaðir

14 results directly related Exclude narrower terms

Erlendur Helgason (1884-1964)

  • S02037
  • Person
  • 08.05.1884-02.02.1964

Foreldrar: Helgi Björnsson b. á Ánastöðum og f.k.h. Steinunn Jónsdóttir. Erlendur ólst upp hjá foreldrum sínum til átta ára aldurs, að hann missti móður sína, en eftir það gekk Margrét, síðari kona föður hans, honum í móðurstað. Sjálfstæðan búskap hóf Erlendur á Þorljótsstöðum og bjó samtals um aldarfjórðungsskeið á fjórum jörðum í Lýtingsstaðahreppi til ársins 1936, lengst í Gilhaga. Þá lét hann af búskap og fluttist til dóttur sinnar, Helgu og var til heimilis hjá henni úr því, fyrst í Bjarnastaðahlíð, þá Árnesi, en síðast í Laugarholti, nýbýli sem hún byggði úr Skíðastaðalandi um 1950.
Maki 1: Guðríður Jónsdóttir frá Bakkakoti, þau eignuðust einn son, Guðríður lést árið 1911.
Maki 2: Monika Sæunn Magnúsdóttir frá Gilhaga, þau eignuðust eina dóttur.

Helga Helgadóttir (1889-1970)

  • S02034
  • Person
  • 01.01.1889-15.10.1970

Foreldrar: Helgi Björnsson b. á Ánastöðum og f.k.h. Steinunn Jónsdóttir. Móður sína missti Helga, þá er hún var aðeins á þriðja ári, og fór hún þá í fóstur til móðurbróður síns, Magnúsar í Gilhaga og k.h. Helgu Indriðadóttur. Þar ólst hún upp til fullorðinsára. Helga Helgadóttir fluttist til Reykjavíkur fullþroska og var þar við margvísleg störf, m.a. lengi í fiskvinnu. Þá lærði hún karlmannafatasaum og stundaði saumaskap alla tíð meðfram búskap. Kvæntist Bjarna Björnssyni frá Óspaksstöðum í Hrútafirði. Þau bjuggu fyrst á Mýrum í Hrútafirði þar sem Bjarni hafði búið með fyrri konu sinni. Árið 1933 festu þau kaup á Skíðastöðum á Neðribyggð í Lýtingsstaðahreppi og bjuggu þar til 1944 er þau slitu samvistir. Helga var síðast búsett í Reykjavík og starfaði þar lengst af á Elliheimilinu Grund. Helga og Bjarni eignuðust eina dóttur saman, fyrir átti Bjarni þrjú börn.

Helgi Björnsson (1854-1947)

  • S02039
  • Person
  • 2. okt. 1854 - 16. maí 1947

Foreldrar: Björn Jónsson lengi b. á Grímsstöðum og k.h. María Einarsdóttir. Kvæntist árið 1883 Steinunni Jónsdóttir frá Írafelli, þau eignuðust tvö börn. Steinunn lést árið 1892. Kvæntist aftur árið 1893, Margréti Sigurðardóttur frá Ásmúla á Landi. Bóndi á Ánastöðum 1883-1914, Mælifellsá 1914-1915, Kolgröf 1915-1918 og á Reykjum 1918-1932. Eftir að Ófeigur sonur þeirra hjóna, Helga og Margrétar, reisti býlið Reykjaborg, fluttust þau þangað og voru þar til æviloka. Helgi og Margrét eignuðust tíu börn saman og tóku einnig fósturdóttur árið 1924.

Hermann Jón Stefánsson (1905-1995)

  • S00602
  • Person
  • 25.05.1905 - 18.11.1995

Hermann Jón Stefánsson fæddist í Efrakoti 25. maí 1905.
Hann notaði millinafnið Jón og var bóndi á Ánastöðum í Svartárdal. Hann var ókvæntur og barnlaus.
,,Foreldrar Jóns voru Stefán Jónasson (1877-1925) og Hallbera Sólveig Baldursdóttir (1867-1938). Þau hófu sinn búskap í Villinganesi, bjuggu í Efrakoti frá 1900 til 1916 en fluttu þá í Ánastaði."
Jón lést á Sauðárkróki 18. nóvember 1995.

Hjálmar Sigurður Helgason (1909-2005)

  • S02036
  • Person
  • 29.08.1909-21.04.2005

Hjálmar Sigurður Helgason fv. bifreiðarstjóri, Holtagerði 84 í Kópavogi fæddist á Ánastöðum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 29. ágúst 1909. Foreldrar hans voru Margrét Sigurðardóttir frá Ásmúla í Holtum og Helgi Björnsson bóndi. Hjálmar kvæntist 6. maí 1943 konu sinni Kristbjörgu Pétursdóttur kennara frá Hranastöðum í Eyjafirði, f. 25. júlí 1916. Þau bjuggu fyrst eitt ár á Sauðárkróki, síðan á Akureyri frá 1944 - 1967. Þá fluttust þau til Kópavogs og bjuggu þar upp frá því.

Hólmfríður Elín Helgadóttir (1900-2000)

  • S02032
  • Person
  • 14.01.1900-22.06.2000

Hólmfríður Elín Helgadóttir fæddist á Ánastöðum í Svartárdal hinn 14. janúar 1900. Foreldrar hennar voru þau Margrét Sigurðardóttir og Helgi Björnsson á Ánastöðum. Hólmfríður glímdi við fötlun á fæti sem talin hafa verið vegna útvortis berkla. Eftir fermingu var hún send til Jónasar læknis á Sauðárkróki og dvaldi þar í níu ár, Jónas reyndi hvað hann gat að bjarga fætinum og gerði margar aðgerðir. Fóturinn hætti að lengjast og var allt að 14 cm. styttri en hinn. Veturinn 1923-1924 dvaldi hún í Reykjavík við nám í saumaskap. Hólmfríður kvæntist árið 1924 Magnúsi Halldórssyni b. og verkamanni á Sauðárkróki, þau eignuðust sex börn. Hólmfríður missti mann sinn árið 1932 og kvæntist ekki aftur, var búsett á Sauðárkróki.

Ísfold Helgadóttir (1898-1971)

  • S02035
  • Person
  • 30.06.1898-06.08.1971

Fædd á Ánastöðum i Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði. Foreldrar hennar voru hjónin Helgi Björnsson og Margrét Sigurðardóttir. Kvæntist Eggerti Bjarna Kristjánssyni stýrimanni frá Bræðraminni í Bíldudal og settu þau saman bú í Reykjavík og bjuggu þar til æviloka, þau eignuðust tíu börn.

Jóhanna Sigríður Jónína Helgadóttir (1906-1999)

  • S02033
  • Person
  • 19.07.1906-19.04.1999

Foreldrar hennar voru Helgi Björnsson og Margrét Sigurðardóttir á Ánastöðum. Sigríður var næstyngst níu systkina og dvaldist hjá foreldrum sínum á Ánastöðum fyrst, fylgdi þeim er þau fluttu að Mælifellsá, Kolgröf og síðast að Reykjum í Tungusveit. Hún naut tilsagnar heimiliskennara í æsku, og er hún hafði aldur til, fór hún til náms í fatasaumi, fyrst hjá Hólmfríði systur sinni á Sauðárkróki. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur síðla vetrar árið 1927 til framhaldsmenntunar. Þar var hún til heimilis hjá Ísfold systur sinni, sem þá var orðin húsmóðir þar. Hún komst í nám hjá Herdísi Maríu Brynjólfsdóttur saumakonu, en fór síðan að stunda fiskvinnslu sér til framfærslu. Sumarið 1930 kom Sigríður aftur heim í Skagafjörð og kvæntist Svavari Péturssyni. Þau hófu búskap á Reykjum 1931, en fluttust síðan að Hvammkoti, þaðan að Ytrikotum í Norðurárdal og síðan að Silfrastöðum og bjuggu þar í sex ár, þá byggðu þau nýbýli úr landi Reykjaborgar sem þau nefndu Laugarbakka. Þar stunduðu þau búskap til ársins 1963 er þau fluttu til Akureyrar þar sem þau bjuggu til æviloka. Sigríður og Svavar eignuðust fjögur börn.

Magnús Jónsson (1849-1915)

  • S01189
  • Person
  • 28.04.1849-22.06.1915

Foreldrar: Jón Ásmundsson b. á Írafelli og k.h. Ingigerður Magnúsdóttir. Bóndi á Ánastöðum 1881-1883 og í Gilhaga 1883-1911 og átti heima þar til æviloka. Kvæntist Helgu Indriðadóttur, þau eignuðust tíu börn saman, Magnús átti tvo syni utan hjónabands.

Margrét Sigurðardóttir (1867-1960)

  • S02038
  • Person
  • 23. júlí 1867 - 11. maí 1960

Foreldrar: Sigurður Sigurðsson b. að Ásmúla í Landi og k.h. Guðný Guðmundsdóttir. Kvæntist árið 1893 Helga Björnssyni b. á Ánastöðum, þau bjuggu þar, á Mælifellsá, í Kolgröf, á Reykjum í Tungusveit og síðast á Reykjaborg. Helgi og Margrét eignuðust tíu börn, fyrir hafði Helgi eignast tvö börn með fyrri konu sinni, Steinunni Jónsdóttur, sem lést 1892. Margrét og Helgi tóku einnig fósturdóttur árið 1924.

Monika Sigurlaug Helgadóttir (1901-1988)

  • S00581
  • Person
  • 25.11.1901-10.06.1988

Monika S. Helgadóttir (1901-1988) var fædd á Ánastöðum í Svartárdal, dóttir Helga Björnssonar og Margrétar Sigurðardóttur. Hún settist að á Merkigili í Austurdal í Skagafirði ásamt manni sínum Jóhannesi Bjarnasyni frá Þorsteinsstöðum árið 1932. Jóhannes lést árið 1944 og eftir andlát hans stóð hún ein eftir með átta börn, sjö dætur og einn son. Þrjár elstu dæturnar voru fermdar en yngsta barnið, sem var nokkurra vikna gamalt, var skírt við kistu föður síns. Árið 1949 réðst hún í það stórvirki að byggja nýtt hús úr steinsteypu, sem enn stendur. Var það sannkallað kraftaverk þar sem öll aðföng í húsið voru flutt á hestum yfir Merkigilið sjálft, hvort sem það var möl, sement, bárujárn eða hvað annað sem til þess þurfti. Monika varð þjóðkunn þegar hún var sæmd Fálkaorðunni þann 17. júní 1953 fyrir búskaparafrek við erfiðar aðstæður og enn fremur ári seinna þegar út kom bók Guðmundar G. Hagalín, Konan í dalnum og dæturnar sjö, þar sem hann fjallaði um lífshlaup Moniku.

Ófeigur Egill Helgason (1903-1985)

  • S02029
  • Person
  • 26.10.1903-13.07.1985

Ófeigur Egill Helgason, f. 26.10.1903, d. 13.07.1985. Foreldrar: Helgi Björnsson b. á Ánastöðum í Svartárdal og s.k.h. Margrét Sigurðardóttir. Bóndi á Reykjaborg 1936-1985. Ófeigur ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Ánastöðum, síðan á Mælifellsá, í Kolgröf og loks á Reykjum. Um tvítugt fór hann suður og starfaði við byggingavinnu, m.a. við Landspítalann og Útvarpshúsið. Uppúr 1930 fór hann að stunda vetrarvertíðir á Suðurnesjum í fiskaðgerð og úrvinnslu í landi. Árið 1933 festi hann kaup á hluta af jörðinni Skíðastöðum í Lýtingsstaðahreppi og stofnaði þar nýbýlið Reykjaborg. Vegna landþrengsla á Reykjaborg, keypti hann síðar eyðijarðirnar Miðvelli og Grímsstaði í Svartárdal og nytjaði með. Hann hóf ræktun garðávaxta og grænmetis á Reykjaborg, byggði gróðurhús og mun hafa verið fyrstur búenda í Lýtingsstaðahreppi til þess að nota jarðvarma til húshitunar. Einnig byggði hann iðnaðarhús og hóf að súta gærur sem hann seldi úr landi. Eins byggði hann á 8. áratugnum sundlaug úr torfi. Ófeigur tók jafnframt virkan þátt í starfi ungmennafélagsins á svæðinu og kenndi lengi sund við gömlu laugina á Steinsstöðum. Ófeigur kvæntist Liselotte Önnu Louise Helgason frá Lübeck í Þýskalandi, þau eignuðust tvö börn.

Sigurjón Helgason (1895-1974)

  • S02030
  • Person
  • 24.05.1895-20.08.1974

Foreldrar: Helgi Björnsson bóndi á Ánastöðum og seinni kona hans, Margrét Sigurðardóttir. Sigurjón ólst upp hjá foreldrum sínum, fjölskyldan bjó lengst af á Ánastöðum, en einnig á Mælifellsá, í Kolgröf á Efribyggð og síðast á Reykjum í Tungusveit. Sigurjón var bóndi á Reykjum í Tungusveit 1917-1918, í Hamarsgerði á Fremribyggð 1922-1929, í Árnesi í Tungusveit 1929-1938 og loks á Nautabúi 1938-1974. Skólagöngu hlaut Sigurjón á heimilinu en kennari kom á heimilið hvern vetur. Eftir fermingu vann hann fyrir sér á ýmsum stöðum í sveitinni, m.a. á Gilhaga. Sigurjón gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína.
Maki: Margrét Magnúsdóttir, þau eignuðust 3 börn en eitt þeirra dó á fyrsta ári. Fyrir átti Margrét tvö börn.

Sveinbjörn Sveinsson (1886-1933)

  • S03212
  • Person
  • 10.07.1886-15.05.1933

Sveinbjörn Sveinsson, f. í Syðra-Vallholti 10.07.1886, d. 15.05.1933 á Bakka í Vallhólmi. Foreldrar: Sveinn Gunnarsson bóndi á Mælifellsá og kona hans Margrét Þórunn Árnadóttir. Hann var sjöundi í aldursröð fimmtán barna þeirra. Bóndi á Mælifellsá á Efribyggð 1909-1914, á Ánastöðum í Svartárdal 1914-1916, á Skíðastöðum í Laxárdal ytri 1916-1920, í Breiðargerði 1921-1927, í Selhaga á Skörðum A-Hún 1929-1930, í Efra-Lýtingsstaðakoti í Tungusveit 1930-1931, í Breiðargerði 1931-1933.
Maki (gift 13.06.1912): Stefanía Ragnhildur Jónsdóttir (09.04.1887-16.11.1944). Þau eignuðust fjögur börn og dó eitt þeirra í frumbernsku. Síðar eignaðist Ragnhildur tvö börn með Birni Björnssyni, síðar bónda í Borgargerði í Norðurárdal.