Nautabú í Hjaltadal

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Nautabú í Hjaltadal

Equivalent terms

Nautabú í Hjaltadal

Associated terms

Nautabú í Hjaltadal

7 Authority record results for Nautabú í Hjaltadal

7 results directly related Exclude narrower terms

Anna Sigurjónsdóttir (1926-1958)

  • S03553
  • Person
  • 10.08.1926-29.10.1958

Anna Sigurjónsdóttir, f. að Nautabúi í Hjaltadal 10.08.1926, d. 29.10.1958. Foreldrar: Sigurjón Benjamínsson og Elínborg Pálsdóttir. Anna ólst upp hjá foreldrum sínum á Nautabúi. Sex sumur var hún barnfóstra hjá Ísak Jónssyni og eiginkonu hans. Þegar hún var 18 ára dvaldi hún vetrarlangt á Húsmæðraskólanum á Löngumýri (1944-1945) og 22 ára lauk hún kennaraprófi í handavinnu, árið 1948. Hún var kennari í Rípurskólahéraði veturinn 1946-1947 og frá 1948 til dánardags. Mörg börn dvöldu hjá henni í heimavist í Hróarsdal. Árið 1949 giftist hún Þórarni Jónssyni og bjuggu þau í Hróarsdal. Þau eignuðust tvær dætur.
Maki: Þórarinn Jónsson

Búnaðarfélag Hólahrepps

  • S 07340
  • Association
  • 1892 - 1944

Á fundi að Hólum 2. maí. 1892 gengu 10 bændur í búnaðarfélag. Voru lesin upp lög félagsmanna og samþykkt. Í félagið gengu þessir: Magnús Ásgrímsson Sleitustöðum, Pétur Gestsson Smiðsgerði, Gísli Sigurðsson Neðra - Ási, Stefán Ásgrímsson Efra - Ási, Gunnlaugur Jónsson Víðirnesi, Gísli Þorfinnsson Hofi, Jóhannes Þorfinnsson Reykjum, fjárhirðir, Árni Ásgrímsson Kálfsstöðum, ritari, Páll Pétursson Kjarvalsstöðum, Guðjón Jóhannesson Nautabúi, formaður. Tilgangur félagsins er að efla grasrækt og garðrækt. Eins og segir í fundagerðabók, 1892.

Elínborg Pálsdóttir (1887-1966)

  • S01559
  • Person
  • 9. jan. 1887 - 25. júní 1966

Foreldrar: Páll Pétursson b. á Kjarvalsstöðum og Guðrún Jónsdóttir. Kvæntist Sigurjóni Benjamínssyni, þau bjuggu á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal 1909-1911 og á Nautabúi í Hjaltadal 1911-1943, síðast búsett á Ingveldarstöðum í Hjaltadal. Elínborg og Sigurjón eignuðust fjögur börn.

Halldór Þorleifsson (1871-1937)

  • S03204
  • Person
  • 18.09.1871-14.04.1937

Halldór Þorleifsson, f. að Krossi í Óslandshlíð 18.09.1871, d. 14.04.1937 að Miklabæ í Óslandshlíð. Foreldrar: Þorleifur Þorleifsson bóndi á Miklabæ og kona hans Elísabet Magnúsdóttir. Hann ólst upp með foreldrum sínum og bjó með þeim, en gerðist sjálfstæður bóndi eftir að hann kvæntist. Bóndi að Nautabúi í Hjaltadal 1904-1905 og Miklabæ 1905-1937.
Maki (gift 1903): Ingibjörg Jónsdóttir, (10.01.1874-16.03.1942). Þau eignuðust 4 börn og 2 þeirra dóu ung.

Konkordía Rósmundsdóttir (1930-2014)

  • S00391
  • Person
  • 13.04.1930 - 15.04.2014

Konkordía Rósmundsdóttir fæddist 13. apríl 1930. Fædd á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal. Jafnan kölluð „Día“. Hún var húsfreyja á Nautabúi í Hjaltadal og Grafargerði á Höfðaströnd. Búsett á Sauðárkróki frá 1970.
Maður hennar: Róar Jónsson (1923-).

Páll Sigurjónsson (1917-2004)

  • S02156
  • Person
  • 16. feb. 1917 - 10. maí 2004

Páll Sigurjónsson fæddist á Nautabúi í Hjaltadal 16. febrúar 1917. Foreldrar hans voru Sigurjón Benjamínsson (1878-1956), bóndi á Nautabúi, og kona hans Elínborg Pálsdóttir (1887-1966) húsfreyja á Nautabúi. Páll ólst upp á Nautabúi í Hjaltadal. Haustið 1935 fór Páll í Bændaskólann á Hólum og varð búfræðingur þaðan vorið 1937. Hann var kaupamaður á Hólum sumarið 1937, og var þar viðloðandi til vors 1941, síðast fjármaður frá ársbyrjun 1940. Á þessum árum fékkst Páll við ýmislegt annað, húsbyggingar o.fl. Á árunum 1940–47 var Páll í vegavinnu hjá Kristjáni Hansen vor og haust, en fékkst við bústörf sumar og vetur. Haustið 1945 fluttist hann með foreldrum sínum að Ingveldarstöðum í Hjaltadal og bjó þar til 1964, að hann fluttist til Sauðárkróks. Vann fyrst hjá Vegagerð ríkisins 1963–1971, en síðan hjá byggingavörudeild Kaupfélags Skagfirðinga, þar til hann komst á eftirlaun um 1984.
Páll var ókvæntur og barnlaus.

Stefán Sigurgeirsson (1864-1954)

  • S03226
  • Person
  • 26.07.1864-13.01.1954

Stefán Sigurgeirsson, f. að Grjótgarði á Þelamörk 26.07.1864, d. 13.01.1954 á Siglufirði. Foreldrar: Sigurgeir Ólafsson bóndi á Efri-Vindheimum á Þelamörk og kona hans Guðrún Jóhannsdóttir frá Engimýri í Öxnadal.
Stefán ólst upp hjá foreldrum sínum og dvaldist síðan á ýmsum stöðum þar nyrðra til 28 ára aldurs. Fór í Hólaskóla 1892 og lauk þar búfræðiprófið 1894. Starfsmaður á Hólum næstu ár. Hóf búskap á Nautabúi 1897 og bjó þar til 1902. Bóndi á Hrappsstöðum (Hlíð) 1902 til 1903. Fluttist að Hvammi 1903 og bjó þar óslitið til 1935. Keypti jörðina 1912. Eftir að hann hætti búskap dvaldist hann að mestu hjá börnu sínum, lengst hjá dóttur sinni á Reyðará á Siglunesi.
Maki: Soffía Jónsdóttir (28.10.1874-29.12.1966) frá Vestara-Hóli í Flókadal. Þau eignuðust þrjú börn. Fyrir átti Soffía eina dóttur með Júlíusi Kristjánssyni.