Neskot

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Neskot

Equivalent terms

Neskot

Associated terms

Neskot

3 Authority record results for Neskot

3 results directly related Exclude narrower terms

Arnbjörg Eiríksdóttir (1896-1988)

  • S01491
  • Person
  • 27. des. 1896 - 1. sept. 1988

Arnbjörg Eiríksdóttir fæddist 27. desember 1896 í Nesi í Flókadal, dóttir Eiríks Ásmundssonar b. á Reykjarhóli á Bökkum og sambýliskonu hans Guðrúnar Magnúsdóttur. Arnbjörg var alinn upp hjá foreldrum sínum á Reykjarhóli. Hún lauk prófi frá Ljósmæðraskóla Íslands 1. apríl 1924. Hún var ljósmóðir í Haganeshreppi 1924-1946 og 1947-1968. Í Holtshreppi 1925-1928, 1947-1948 og 1961-1968. Maður hennar var Ásmundur Jósefsson (1899-1991), þau eignuðust fimm börn. Þau bjuggu Stóru-Reykjum í Fljótum 1924-1951, á Sigríðarstöðum í Flókadal 1951-1953, í Neskoti í sömu sveit 1953-1954, á Sjöundastöðum í sömu sveit 1954-1968. Síðast búsett á Sauðárkróki.

Eiríkur Ásmundsson (1867-1938)

  • S003155
  • Person
  • 29.03.1867-08.02.1938

Eiríkur Ásmundsson, f. í Neskoti 29.03.1867, d. 08.02.1938 á Reykjarhóli. Foreldar: Ásmundur Eíriksson bóndi í Neskoti og víðar (f. 1826) og kona hans Guðrún Hafaliðadóttir frá Krakavöllum. Eiríkur ólst upp hjá foreldrum sínum í Neskoti og fór með þeim að Vöglum í Þelamörk 1884 og dvaldi með þeim þar í fjögur ár. Stundaði sjómennsku við Eyjafjörð og víðar og reri m.a. í sel á vorin en var á línubátum á haustin. Á sumrin vann hann nokkuð við landbúnaðarstörf og kom sér upp fjárstofni sem hann hafði m.a. á fóðrum hjá föður sínum. Eiríkur hóf búskap í Neskoti 1895-1898, var bóndi á Höfða á Höfðaströnd 1898-1899, Reykjarhóli á Bökkum 18991938. Þar vann hann mikið að framkvæmdum og húsakosti. Tók virkan þátt í félagsmálum sveitarinnar, var m.a. oddviti Haganeshrepps 1916-1922, og sat lengi í hreppsnefnd. Sat sýslufundi 1915-1916 og var í skattanefnd hreppsins í mörg ár. Var einn af stofnendum Samvinnufélags Fljótamanna og sat í stjórn þess í 11 ár, þar af formaður í 7 ár.
Árið 1895 hóf Eiríkur búskap með Guðrúnu Magnúsdóttir (04.04.1856-01.05.1920). Þau eignuðust 4 börn.
Árið 1899 fluttist til þeirra systir Guðrúnar, Anna Sigríður (f. 10.07.1876). Hún tók við búsforráðum hjá Eiríki eftir að Guðrún systir hennar lést. Anna og Eiríkur eignuðust tvö börn.

Stefanía Frímannsdóttir (1920-1993)

  • S01482
  • Person
  • 23. nóv. 1920 - 27. mars 1993

Stefanía Frímannsdóttir fæddist í Neskoti 23. nóvember 1920. Foreldrar hennar voru þau Frímann Viktor Guðbrandsson og Jósefína Jósefsdóttir. Fósturforeldrar: Guðmundur Jónsson og Guðrún Magnúsdóttir á Syðsta-Mói. Um tíma var Stefanía búsett á Siglufirði og síðar á Sauðárkróki. Maður hennar var Adolf Ingimar Björnsson (1916-1976). Samkvæmt Íslendingabók var Stefanía síðast búsett í Keflavík.