París

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

París

Equivalent terms

París

Associated terms

París

5 Authority record results for París

5 results directly related Exclude narrower terms

Jes Einar Þorsteinsson (1934-

  • S03097
  • Person
  • 5. sept. 1934-

,,Jes fæddist í Vestmannaeyjum árið 1934. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík stundaði hann nám í myndlist og arkitektúr í París og útskrifaðist sem arkitekt frá Ecole Nationale Supérieure des Beaux-Arts árið 1967. Á námsárunum vann hann í tvö sumur hjá Gísla Halldórsssyni arkitekt og með námi hjá Högnu Sigurðardóttur arkitekt og á ýmsum teiknistofum í París. Strax að námi loknu hóf Jes rekstur eigin teiknistofu sem hann hefur rekið í eigin nafni alla tíð. Jes Einar er án vafa kunnastur fyrir hönnun mannvirkja á sviði íþrótta og heilsugæslu. Allan sinn starfsaldur hefur Jes Einar verið áberandi og leiðandi í félagsstarfi Arkitektafélagsins og lagt sitt af mörkum í hagsmunamálum arkitekta. Hann var formaður félagsins 1984-85, ritari 1971-72 og meðstjórnandi 1983 og 1986. Þá hefur hann setið í gjaldskrár-, samkeppnis- og siðanefndum félagsins og verið fulltrúi þess í stjórn Bandalags Íslenskra Listamanna. Mest er þó arfleifð hans í menntamálum stéttarinnar. Þar ber hæst vinna hans við ÍSARK og síðar við að stuðla að varanlegri kennslu í arkitektúr á háskólastigi á Íslandi."

Jón Hallgrímur Stefánsson (1881-1962)

  • S01344
  • Person
  • 22.02.1881-19.11.1962

Jón Stefánsson var fæddur og uppalinn á Sauðárkróki, sonur Stefáns Jónssonar kaupmanns þar og f.k.h. Ólafar Hallgrímsdóttur. Jón lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1900, hóf verkfræðinám við Háskólann í Kaupmannahöfn, lauk cand.phil. prófi þar 1901 og las verkfræði í þrjú ár en sneri þá við blaðinu og gerði listmálun að ævistarfi sínu. Hann stundaði myndlistarnám við Teknisk Selskabs Skole 1903-1905, við einkaskóla Kristians Zahrtmann til 1908 og fór síðan til Parísar þar sem hann stundaði nám við einkaskóla Henri Matisse 1908-1910. Jón var tvíkvæntur en átti börn með hvorugri konu sinni en eignaðist dóttur með Sigríði Zoëga. Jón var lengi búsettur erlendis, lengst af í Kaupmannahöfn, en flutti alkominn heim 1946. Meginviðfangsefni Jóns var íslenskt landslag en hann málaði auk þess portrettmyndir og uppstillingar. Hann var undir sterkum áhrifum frá Cézanne og Matisse en stíll hans einkennist af strangri, rökrænni formfestu og samræmdri, hófsamri litameðferð. Jón var í hópi brautryðjenda íslenskrar myndlistar á 20. öld og helsti frumkvöðull módernismans í myndlist hér á landi.

Jón Jóhann Jónsson Auðuns (1905-1981)

  • S02995
  • Person
  • 5. feb. 1905 - 10. júlí 1981

Foreldrar: Jón Auðuns framkvæmdastjóri og alþingismaður á Ísafirði og Margrét Guðrún Jónsdóttir frá Stað á Reykjanesi. ,,Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1924 og guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1929. Hann stundaði síðan nám í samanburðarguðfræði og helgisiðafræði í Marburg og París og ferðaðist auk þess víða um Vestur-Evrópu. Árið 1930 var hann vígður forstöðumaður fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði og 1941 var hann jafnframt ráðinn forstöðumaður fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík og var búsettur þar síðan. Jón var skipaður prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík 1. desember 1945 og dómprófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi 1951. Árið 1971 var honum veitt lausn frá starfi að hálfu vegna heilsubrests og að fullu 1973. Jón var ráðinn forstöðumaður Listasafns Einars Jónssonar 1970, sat kirkjuþing á árunum 1958 til 1962 og var prófdómari í guðfræði við Háskóla Íslands frá 1950, formaður Safnaðarráðs Reykjavíkur frá 1953 til 1973 og formaður Ekknasjóðs Reykjavíkur sama tímabil. Þá var hann formaður stjórnar kirkjubyggingarsjóðs Reykjavíkur frá 1954. Jón var skipaður í Skálholtsnefnd 1955 til 1956 og í dómnefnd um leikritasamkeppni fyrir Skálholtshátíðina 1955. Þá var hann forseti Sálarrannsóknarfélags íslands frá 1939 til 1963, í stjórn Barnaverndarfélags Reykjavíkur í mörg ár og formaður Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands frá 1951 til 1967. Jón ritaði einnig mikið í þágu kristinnar trúar og ritaði einnig talsvert um sálarrannsóknir og spírtisma. Eftir hann liggja mörg rit, bæði frumsamin og þýdd auk fjölda blaða- og tímaritsgreina. Maki: Dagný Einarsdóttir. Þau eignuðust ekki börn."

Kjartan Ragnars (1916-2000)

  • S02646
  • Person
  • 23. maí 1916 - 7. jan. 2000

Kjartan var fæddur á Akureyri 1916. Foreldrar hans voru Guðrún Johnson húsfreyja og Ragnar Ólafsson kaupmaður og konsúll á Akureyri. Kjartan lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1936. Hann lauk prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1942 og árið 1949 varð hann héraðsdómslögmaður og hæstaréttarlögmaður árið 1958. Árabilið 1942-1956 starfaði Kjartan í Fjármálaráðuneytinu; einnig var hann í stjórn Lífeyrisjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði barnakennara. Kjartan hlaut fræðimannastyrk Atlandsbandalagsins árið 1958 til rannsókna í París. Tveimur árum síðar var hann skipaður sendiráðsritari í Stokkhólmi og Osló, en þar sat hann til 1970. Var hann deildarstjóri í Utanríkisráðuneytinu árið 1972 og sendifulltrúi 1983, en hann lét af störfum 1985 fyrir aldurs sakir. Kjartan kvæntist Ólafíu Þorgrímsdóttur og eignuðust þau fimm börn.

Thor Harald Thors (1903-1965)

  • S02710
  • Person
  • 26. nóv. 1903 - 11. jan. 1965

Foreldrar: Thor Jensen og Margrét Þ. Kristjánsdóttir. Stúdent 1922 og lauk lögfræðiprófi við Háskóla Íslands 1926. Stundaði framhaldsnám í hagfræði í Cambridge og París og einnig um skeið á Spáni og í Portúgal. Framkvæmdastjóri hjá Kveldúlfi hf., forstjóri Sölusambands Íslenskra fiskframleiðenda. Skipaður aðalræðismaður Íslands í Bandaríkjunum 1941 og ambassador þar 1955. Einnig sendiherra Íslands í mörgum öðrum ríkjum vestan hafs. Var alþingsmaður Snæfellinga 1933-1941. Maki: Ágústa Ingólfsdóttir. Þau eignuðust þrjú börn.