Réttarholt í Skagafirði

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Réttarholt í Skagafirði

Equivalent terms

Réttarholt í Skagafirði

Associated terms

Réttarholt í Skagafirði

14 Authority record results for Réttarholt í Skagafirði

14 results directly related Exclude narrower terms

Búnaðarfélag Akrahrepps

  • S03679
  • Association
  • 1890 - 1978

Á fundi að Stóru - Ökrum 17. júní 1886 á 75 ára afmæli Jóns Sigurðssonar voru samþykkt lög handa Jarðabótafélagi Akrahrepps er Ólafur Briem stúdent á Frostastöðum hafði samið frumvarp til laga og á þeim fundi var hann kosinn formaður félagsins. Vorið 1887 flutti Ólafur og var þá séra Einar Jónsson á Miklabæ kjörinn formaður til vorsisn 1989 er hann flutti . En á þessu márum var svolítið unnið að jarðabótum en eigi þótti til neins að sækja opinberan styrk hans búnaðarfélaginu enda engum skýrslum safnað um störf þess. Vorið 1989 var Þorvaldur Arason bóndi á Flugumýri kosinn formaður og safnaði formaður skýrslu um jarðabótafélagið saman og sendi til sýslunefnadar og sótti um styrk handa félaginu sem fékk 42 kr. úr landssjóði. 1890 var samþykkt að ráða búfræðing til félagsins Páll Ólafsson í Litladalskoti, síðan árið 1891 voru þeir orðnir tveir er Guðmundur búfræðingur er staddur var á fundinum var ráðinn.

Gísli Gíslason (1876-1960)

  • S02126
  • Person
  • 18. ágúst 1876 - 10. ágúst 1960

Foreldrar: Gísli Þorláksson vinnumaður í Glaumbæ o.v. og s.k.h. María Jónsdóttir. Gísli ólst upp hjá móður sinni fyrstu tíu árin, en hún var á þessum árum ýmist húskona eða vinnukona á ýmsum bæjum í Blönduhlíð og Vallhólmi til 1882, en á Hraunum í Fljótum 1882-1885 og Lambanesi í Fljótum 1885-1886. Árið 1886 fór Gísli í fóstur að Réttarholti í Blönduhlíð til Rögnvalds Björnssonar og k.h. Freyju Jónsdóttur. Fermdist hann frá þeim árið 1891 og vann síðan búi þeirra allt til ársins 1902, er hann fór sem vinnumaður að Þverá í Blönduhlíð til Stefáns Sigurðssonar bónda þar. Á Þverá var Gísli vinnumaður þar til hann kvæntist 1912 Helgu Guðmundsdóttur frá Skuggabjörgum, eftir það í húsmennsku á s.st til 1915 og Framnesi í sömu sveit 1915-1918, að þau hófu búskap á Skúfsstöðum í Hjaltadal. Bóndi á Skúfsstöðum í Hjaltadal 1918-1921, á Bjarnastöðum í Blönduhlíð 1921-1924 og í Hjaltastaðahvammi 1924-1950. Eftir það í húsmennsku, fyrst að Minni Ökrum og síðast á Höskuldsstöðum. Árið 1956 fluttu þau til Reykjavíkur. Gísli og Helga eignuðust tvær dætur.

Gísli Sigurjón Kristjánsson (1913-1976)

  • S02698
  • Person
  • 4. maí 1913 - 17. maí 1976

Foreldrar: Kristján Ragnar Gíslason, f. 1887 og Aðalbjörg Vagnsdóttir, f. 1893 bændur á Minni-Ökrum, síðar á búsett á Sauðárkróki. Gísli ólst upp hjá foreldrum sínum við almenn sveitastörf á Minni-Ökrum. Maki: Jóhanna Freyja Jónsdóttir frá Réttarholti. Settust þau í bú tengdaforeldra hans og bjuggu í Réttarholti, þau eignuðust þrjú börn. Fyrir átti Gísli eitt barn.

Hestamannafélagið Stormur / Svaði ( 1974 - 1988)

  • S03709
  • Organization
  • 1974 - 1988

Samkvæmt fundargjörðabók segir að þann 2.10.1974 hafi Gísli Kristjánssson, oddviti Hofsóshrepps boðað hrossaeigendur í Hofsóshreppi til fundar í félagsheimilinu Höfðaborg. Mættir voru 8 hrossaeigendur og skýrði oddviti frá því vandamáli sem skapast hefur í þorpinu vegna hrossa sem þar ganga laus og sagði úrbætur mjög nauðsynlegar og þar sem engin félagasamtök væru til væri mjög æskilegt að stofna hestamannafélag þá yrðu þessi mál leyst og skipulögð á félagslegum grundvelli. Sýndur var á fundinum uppdráttur af fyrirhuguðu gripahúsahverfi í landi hreppsins hjá Hofsgerði. Máli þessu skildi hraðað sem hægt væri. Mætt voru auk oddvita. Jóhannes Pálsson, Sveinn Einarsson, Snorri Jónssson. Friðbjörn Þórhallsson, Pétur Olafsson, Gunnar Baldvinsson, Sigursteinn Guðlaugsson og Margrét Kristjánsdóttir.
Hlé kemur í ritun bókar frá 1976 til 1984.
Í fundagerð 14.02.1984 sem er framhaldsfundur frá 13.02 þá eru kynnt drög af lögum félasins og þar kom fram að breyta ætti nafni félagsins vegna væntanlegrar inngöngu í L.H og gerði tillögu að félagið heiti Svaði. ( skráð úr fundagjörðabók 28.12.2023 LVJ )

Jóhanna Freyja Jónsdóttir (1922-2016)

  • S01769
  • Person
  • 26. júní 1922 - 30. sept. 2016

Jóhanna Freyja Jónsdóttir fæddist 26. júní 1922 í Réttarholti, Skagafirði. Foreldrar hennar voru Sigríður Rögnvaldsdóttir og Jón Sigurðsson. ,,Jóhanna lauk barna- og gagnfræðaskólanámi í Skagafirði og stundaði nám við Húsmæðraskólann að Staðarfelli veturinn 1941 til 1942. Jóhanna var húsmóðir í Réttarholti og stundaði þar bústörf með fjölskyldu sinni. Seinna starfaði hún í nokkra vetur í mötuneyti Þelamerkurskóla. Árið 2006 fluttist hún til Akureyrar og var síðast búsett þar." Jóhanna giftist Gísla Sigurjóni Kristjánssyni, þau eignuðust þrjú börn.

Jón Gíslason (1947-

  • S02901
  • Person
  • 18. nóv. 1947-

Foreldrar: Gísli Kristjánsson (1913-1967) og Jóhanna Freyja Jónsdóttir (1922-2016). Ólst upp í Réttarholti í Blönduhlíð og er búsettur þar. Maki: Auður Friðriksdóttir.

Jón Sigurðsson (1890-1972)

  • S01771
  • Person
  • 30. júní 1890 - 23. maí 1972

Foreldrar: Sigurður Jónsson b. í Sólheimum í Blönduhlíð og k.h. Jóhanna Sæunn Halldórsdóttir. Jón fæddist í Hörgárdal og bjó þar fyrstu æviárin. Þegar hann var átta ára gamall flutti hann með foreldrum sínum að Sólheimum í Blönduhlíð. Jón var bústjóri hjá móður sinni í Sólheimum 1919-1921 en hóf það sama ár búskap í Réttarholti. Jón var hreppsnefndarmaður 1937-1950, gegndi auk þess fleiri innansveitarstörfum. Þegar síminn var lagður um Blönduhlíð um 1930 tók Jón að sér póst- og símavörslu. Jón kvæntist árið 1921 Sigríði Rögnvaldsdóttur frá Réttarholti, þau eignuðust eina dóttur, auk þess eignaðist Jón dóttur með Kristrúnu Helgadóttur.

Jónas Sigfússon (1791-1864)

  • S01697
  • Person
  • 18. okt. 1791 - 17. mars 1864

Var á Auðnum, Bakkasókn, Eyj. 1801. Býr ásamt foreldrum sínum, Sigfúsi Jónssyni (1746-1829) og Rósu Jónsdóttur (1749- um 1840) og systur, Lilju Sigfúsdóttur að Miðlandi í Bakkasókn í Eyjafirði. Jónas er skráður bóndi á Neðstalandi í Öxnadal 1821-1822. Ráðsmaður á Höskuldsstöðum í Blönduhlíð. Samkvæmt manntalinu 1835 býr Jónas að Réttarholti ásamt konu sinni Rannveigu Þorkelsdóttur (f. 1799) og fjórum börnum. Í manntalinu 1840 er hann enn skráður sem húsbóndi í Réttarholti en er nú orðinn ekkill. Börnin hans fjögur búa hjá honum. Bústýra hans er Lilja Sigfúsdóttir, liklega systir hans og býr hún í Réttarholti ásamt tveimur börnum sínum. Í manntalinu 1845 er hann enn skráður til heimilis að Réttarholti en nú búa þrjú barna hans þar. Í manntalinu 1860 er hann enn skráður húsbóndi og ekkill í Réttarholti en Rósa Jónasdóttir, líklega dóttir hans, er nú bústýra hjá honum.

Lestrarfélag Flugumýrarsóknar

  • S03630
  • Organization
  • 1905 - 1931

Lestrarfélag Flugumýrarsóknar. Óvíst um stofndag.
Uppfært 22.11.2023 LVJ.
Í Fundargjörðabók kemur fram að Lestrarfélag Flugumýrarsóknar var stofnað í nóvember 1905 á fundi í Réttarholti hafði verið boðað til hans af Eiriki Albertssyni og Jóni Rögnvaldssyni. Stofnendur voru rúmir 40. Voru þá samið og samþykkt lög fyrir félagið þau er nú gilda ( eins og segir í gjörðabók). Sumarið 1907 brann gjörðabók félagsins sem í höfðu verið skrifaðar fundargjörðir þess frá því það var stofnað. Síðan hefir engin gjörðabók verið haldin fyrir félagið. 1910 var ákveðið á fundi að kaupa gjörðabók fyrir félagið.
Ekki er vitað um félagið í framhaldinu en það kemur fram í Gjörðabók Ungmenna og Lestrarfélagið Æskan að fyrrverandi félagar Lestrarfélags Flugumýrarsóknar mættu á fund 1969 og rædd var sameining félagana.

María Rögnvaldsdóttir (1885-1968)

  • S00541
  • Person
  • 4. maí 1885 - 27. október 1968

María var fædd í Réttarholti í Blönduhlíð, dóttir Rögnvaldar Björnssonar og Freyju Jónsdóttur. Hún ólst upp í Réttarholti, utan þriggja ára sem þau bjuggu á Bjarnastöðum. María veiktist af berklum sem barn og var lengi vel vart hugað líf. María var vel skáldmælt og eftir hana birtust ljóð og stökur í blöðum og tímaritum. Hún orti mikið af eftirmælum og er til eftir hana töluvert ljóðasafn. María kvæntist Gamalíel Sigurjónssyni frá Staðartungu í Hörgárdal, þau eignuðust þrjú börn. Þau reistu sér bú í Grundargerði í Blönduhlíð og bjuggu þar í sex ár, síðast búsett á Sauðárkróki.

Rögnvaldur Björnsson (1850-1918)

  • S02152
  • Person
  • 26. des. 1850 - 6. ágúst 1918

Rögnvaldur Björnsson, f. að Auðólfsstöðum í Langadal. Foreldrar: Björn Ólafsson (1817-1853) frá Auðólfsstöðum, síðast bóndi í Eyhildarholti og kona hans Filippía Hannesdóttir (1819-1908) frá Ríp. Rögnvaldur missti föður sinn ungur er hann drukknaði í Héraðsvötnum vorið 1853. Síðar giftist móðir hans Markúsi Árnasyni. Eftir andlát föður síns fór Rögnvaldur í fóstur að Stóru-Seylu á Langholti til móðursystur sinnar Maríu Hannesdóttur og Magnúsar Magnússonar prests í Glaumbæ. Þegar María flutti til dóttur sinnar að Ystu-Grund árið 1865 fór Rögnvaldur með henni þangað og ólst upp hjá Sigríði Magnúsdóttur og Gísla Þorlákssyni sem þar bjuggu. Rögnvaldur hóf búskap í Hjaltastaðahvammi 1880 en fluttist í Réttarholt 1883 og bjó þar til 1892. Var á Bjarnastöðum 1892-1895 en fór þá aftur í Réttarholt og eignaðist jörðina. Bjó þar til dánardags.
Var sýslunefndarmaður Akrahrepps 1886-1917, hreppsnefndarmaður í Akrahreppi 1881-1887 og 1896-1901, oddviti 1883-1886.
Maki: Freyja Jónsdóttir (1859-1942) frá Barði í Fljótum. Þau eignuðust 7 börn en ein dóttir þeirra lést á unglingsaldri.

Rögnvaldur Jónsson (1908-2003)

  • S02101
  • Person
  • 29. ágúst 1908 - 1. okt. 2003

Rögnvaldur Jónsson fæddist í Réttarholti í Skagafirði 29. ágúst 1908. Foreldrar hans voru Jón Rögnvaldsson bóndi í Réttarholti og kona hans Sólveig Halldórsdóttir. ,,Rögnvaldur varð búfræðingur frá Hólaskóla 1930. Jafnframt bústörfum var hann kennari í Akrahreppi 1934-1960 og skólastjóri þar 1960-1966. Hann var kirkjuorganisti við Flugumýrar- og Miklabæjarkirkju 1927-1965 og einnig um skeið við Hofstaðakirkju og Hóladómkirkju." 26. maí 1932 kvæntist Rögnvaldur Ingibjörgu Maríu Jónsdóttur, þau eignuðust tvö börn. Rögnvaldur og Ingibjörg stofnuðu heimili í Flugumýrarhvammi og bjuggu þar ávallt síðan.

Sigríður Rögnvaldsdóttir (1886-1972)

  • S01770
  • Person
  • 13. des. 1886 - 10. feb. 1972

Foreldrar: Rögnvaldur Björnsson b. í Réttarholti og k.h. Freyja Jónsdóttir. Sigríður var fædd og uppalin í Réttarholti. Sigríður hlaut góða menntun heimafyrir og lærði svo karlafatasaum á Sauðárkróki. Einnig var hún vetrarpart á Reynistað, þar sem hún fékk tilsögn í matargerð. Löngum hafði hún vermireit og ræktaði þar ýmiss konar grænmeti. Sigríður hafði mikinn áhuga á hjúkrun og var einstaklega lagin og nærgætin við sjúklinga. Hún hjúkraði t.d. föður sínum alla tíð í erfiðum sjúkdómi hans, bæði heim og á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Jónas læknir sá fljótt gáfur hennar á þessu sviði og hvatti hana eindregið til náms í þeim fræðum. Hún var ágætlega hagmælt og nokkur kvæði og stökur á hún í skagfirskum ljóðum. Sigríður kvæntist Jóni Sigurðssyni frá Sólheimum í Blönduhlíð, þau eignuðust eina dóttur. Auk þess átti Jón dóttur utan hjónabands sem Sigríður gekk í móðurstað.

Valgerður Rögnvaldsdóttir (1892-1927)

  • S02753
  • Person
  • 16. okt. 1892 - 28. ágúst 1927

Valgerður Rögnvaldsdóttir, f. 16.10.1892 á Bjarnastöðum í Blönduhlíð. Foreldrar: Rögnvaldur Björnsson, f. 1850, bóndi í Réttarholti og kona hans Freyja Jónsdóttir, f. 1859. Valgerður ólst upp hjá foreldrum sínum og vann á búi þeirra þar til hún stofnaði eigið heimili. Valgerður veiktist af berklum og lést úr tæringu aðeins 34 ára.
Maki: Halldór Vídalín Magnússon frá Syðstu-Grund, f. 15.01.1898. Hófu búskap í Réttarholti 1919. Þau eignuðust ekki börn.