Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

2521 Archival descriptions results for Sauðárkrókur

2499 results directly related Exclude narrower terms

Kladdar 1941-1947

Kladdar frá árunum 1941-1947 þar sem Guðjón merkir við viðveru nemenda sinna, veikindi, leyfi og fleira.
TRÚNAÐARGÖGN!

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Kristján C. Magnússon: Ljósmyndasafn

  • IS HSk N00189
  • Fonds
  • 1930-1980

Ljósmyndir Kristjáns C. Magnússonar frá tímabilinu 1930 til 1980, mest af mannlífinu á Sauðárkróki í Skagafirði.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Kristján Hansen og María Björnsdóttir: Skjalasafn

  • IS HSk N00277
  • Fonds
  • 1900-1995

Ýmislegt úr fórum hjónanna Kristjáns Friðrikssonar Hansen og Maríu Björnsdóttur, Sauðárkróki. Heimilisbókhald, minningarbækur, bréf, ljósmyndir, ýmis skjöl og skírteini, útgefnar bækur og fleira.

María Björnsdóttir Hansen (1920-2006)

Króksarar í útreiðatúr

Standandi lengst til hægri Eyþór Stefánsson, liggjandi lengst til vinstri Eysteinn Bjarnason. Mennirnir sem liggja lengst til hægri með hatta eru Valgard Blöndal með dökka hattinn og fremstur er Lárus Blöndal.

Árni Ásgrímur Blöndal (1929-2017)

Kvenfélag Sauðárkróks: Skjalasafn

  • IS HSk N00085
  • Fonds
  • 1967

Ljósmyndir úr sýningunni Deleríum búbónis, sem Kvenfélag Sauðárkróks setti upp árið 1967.

Kvenfélag Sauðárkróks (1950-)

Kýr

Kýrin Hyrna sem var ein af kúm Michelsens. Kúaeign var almenn á Sauðárkróki fram til ársins 1960. Þegar mest var, voru um 130 kýr á Sauðárkróki. Kýrnar voru reknar í beitihaga eftir mjaltir á sumrin og sóttar í kvöldmjaltir. Höfðu sérstakir kúarektorar það starf að reka kýrnar og sinna þeim yfir daginn.

Landbrot

Landbrot við verslunarhúsin, sem voru staðsett nærri Villa Nova. Landbrot var verulegt vandamál á Sauðárkróki og gerðar margar tilraunir tila ð hefta það. Með tilkomu hafnar út á Eyrinni minnkaði þetta vandamál, en síðar var lagður grjótgarður fyrir framan húsin til að koma í veg fyrir að þau sópuðust á haf út. Brún við gömlu bryggju.

Leikjalýsingar og fundagerðir stjórnar körfuboltadeildar

Innbundin og handskrifuð bók, vel læsileg og í ágætu ásigkomulagi. Í bókinni eru skráð yfirlit og lýsingar á körfuboltaleikjum sem Umf. Tindastóll lék á árunum 1965-1971 - eða 52 leikir. Í bókinni eru einnig skráðar fundagerðir aðalfunda deildarinnar frá 11.12.1986 -11.9.2003 og listi yfir leikmenn í kvenna- og karladeild körfuboltans sem fengu viðurkenningar á tímabilinu 1993-2000. Ljósrituð og handskrifuð pappírsgögn fylgja bókinni, ákveðið var að leyfa þeim að var áfram þar sem það sem á blöðunum er skráð varða efni bókarinnar og tímasetningu.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Leikjayfirlit og fundagerðir aðalfunda körfuknattleiksdeildar U.M.F.T.

Innbundin og handskrifuð bók með lýsingu körfuboltaleikja fyrstu ár deildarinnar, nánar tiltekið frá 1965-1971. Í bókinni er einnig fundagerðir aðalfunda körfuknattleiksdeildarinnar, frá 11.12.1986 - 11.9.2003 ásamt því að tilgreindir eru einstaklingar sem hlutu verðlaun á uppskeruhátíðum deildarinnar í bæði kvenn- og karlaflokkum frá 1997 - 2000. Einnig eru pappírsgögn, eitt handskrifað og annað ljósritað sem eru með nöfnum einstaklinga sem tengjast viðurkenningum uppskeruhátíðar 1997.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Leikrit Gift og ógift

Leikfélag Sauðárkróks í leikritinu Gift og ógift, við píanó Sigríður Auðuns, Svavar Þorvaldsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Guðjón Sigurðsson, Valgard Blöndal, Dagrún Halldórsdóttir, Ólöf Snæbjarnardóttir og Sveinsína Bergsdóttir

Líkamsþroskun skólabarna

Jón Þ. Björnsson skólastjóri Barnaskólans á Sauðárkróki fylgdist með og skráði líkamlegan þroska skólabarna á tímabilinu 1914-1953. Í þessari bók skráir hann niður mælingar á börnum 1935. Mæld var hæð, þyngd, brjóstmál (brjóstkassi), kraftur/afl og andrými.

Ljósmynd, bæjarafmæli

Heiðrað vegna bæjarafmælis, Sauðárkrókur 50 ára.
Aftari röð frá vinstri: Jón Arnar Magnússon, Páll Ragnarsson, Stefán Guðmundsson, Geirmundur Valtýsson, Guðjón Ingimundarsson, Erlendur Hansen, Árni Guðmundsson. Fremri röð frá vinstri: Hulda Sigurbjörnsdóttir, Sveinn Guðmundsson og Minna Bang.

Ljósmyndir

Myndir úr menningarlífi Sauðárkróks, 8 myndir úr leikritinu Gift og ógift sem Leikfélag Sauðárkróks setti upp árið 1946. Ein mynd af Kirkjukór Sauðárkróks

Erlendur Hansen (1924-2012)

Ljósmyndir

Ljósmyndir af íþróttaviðburðum og iðkendum UMSS.

UMSS (1910-

Lög Búnaðafélags Sauðárkróks

Vélrituð og handskrifuð pappírsgögn. Þrjár útgáfur af lögum Búnaðarfélags Sauðárkróks allar ódagsettar og án ártals. Handskrifaða eintakið er í A3 stærð, hin í A4. Tvö eins eintök er af einni útgáfunni en á annari þeirra eru athugasemdir skrifaðar á með kúlupenna. Að vissu leyti svipar þeim lögum við það sem handskrifað. Gögnin hafa varðveist misjafnlega vel en eru þó læsileg.

Búnaðarfélag Sauðárkróks

Lög og fundareglur U.M.F.T.

Handskrifaðar innbundnar og óinnbundnar bækur, vel læsilegar og í ágætu ásigkomulagi. Bækurnar innihalda fundareglur, einnig lög og reglur U.M.F.T. og lagabreytingar sem gerðar voru á fundum til ársins 1959.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Lög og lagabreytingar 1934-1959

Innbundin og handskrifuð lög U.M.F.T. frá 1934 með ýmsum lagabreytingum sem gerðar voru til ársins 1959. Bókin er vel læsileg og góðu ásigkomulagi.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Lög U.M.F.T. 1922-1934

Innbundin bók sem er vel varðveitt, í henni eru handskrifuð lög félagsins og lagabreytingar sem gerðar voru á tímabilinu 1922-1934.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Lög úr Danslagakeppni

Lög úr Danslagakeppni,1. Nafnlaust (Skagafjörður fagur er), 2. Haustkvöld (höfundur Máni), 3. Hvað er ást (höfundur linnana) 4. Löngumýrarlagið (höf: Petró) nokkur leikin lög íslensk í syrpu. 5. Væri ég sjómaður (höf. Snadda), 6. Vangadans (höf. Fjöllyndan) 7. Abba (höf. Muggur) 8. Dísadóra (höf. Randafluga).

Lög Verkamannafélagsins Fram 1933-1938

Innbundin handskrifuð bók með línustrikuðum blaðsíðum í bókinni eru skráð lög Verkamannafélagsins Fram. Fyrstu lög félagsins voru skráð 7. febrúar 1933 og til ársins 1938 auk undirskriftum félagsmanna og skráðar eru sex lagabreytingar. Bókin er í A3 stærð er vel læsileg og ágætlega varðveitt.

Verkamannafélagið Fram

Mælingabók fyrir skólabörn í Sauðárkróksskóla

Jón Þ. Björnsson skólastjóri Barnaskólans á Sauðárkróki fylgdist með og skráði líkamlegan þroska skólabarna á tímabilinu 1914-1953. Í þessari bók skráir hann niður mælingar á börnum frá 1943 til 1953. Mæld var hæð, þyngd, brjóstmál (brjóstkassi), kraftur/afl og andrými.

Barnaskóli Sauðárkróks (1882-1998)

Mælingabók fyrir skólabörnin í Sauðárkróksskóla

Jón Þ. Björnsson skólastjóri Barnaskólans á Sauðárkróki fylgdist með og skráði líkamlegan þroska skólabarna á tímabilinu 1913-1953. Í þessari bók skráir hann niður mælingar á nemendum frá 1913 til 1931. Nemendurnir eru frá níu ára og upp í tvítugt. Mæld var hæð, þyngd, brjóstmál (brjóstkassi), kraftur/afl og andrými.

Results 1786 to 1870 of 2521