Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

2517 Archival descriptions results for Sauðárkrókur

2495 results directly related Exclude narrower terms

cab 714

Jón Sigurðsson Sauðárkróki í búningi væntanlega vegna Álfareiðar; sem fram fór á Sauðárkróki hver áramót.

Daníel Davíðsson (1872-1967)

cab 858

Sæmundur Árnason í Vikurkoti Blönduhlíð og seinni kona hans Margrét Jónsdóttir frá Flugumýrarhvammi (1853-1932)

Daníel Davíðsson (1872-1967)

cab 868

Helga Þorleifsdóttir frá Breiðabólsstað; Tunguhálsi. Myndin er tekin fyrir utan Ljósmyndarahúsið á Sauðárkróki.

Jón Pálmi Jónsson (1888-1962)

Veðbréf frá Sparisjóði Sauðárkróks

Veðbréf til handar Nikódemusar Jónssonar þar sem gjört er kunnugt að hann hafi fengið að láni hjá Sparisjóði Sauðárkróks 1000 krónur. Bréfið er undirritað og stimplað af Sýslumanninum í Skagafjarðarsýslu.

Hvis 353

3 póstmeistatar á Sauðárkróki 24. ágnúst 1902. frá.vinstri: Þorvaldur Arason Víðimýri, Gísli Ísleifsson (1868-1932), sýslumaður Húnvetninga, Kristján Blöndal Sauðárkróki

Uppboð á Sauðárkróki

Skjalið er vélritað á bleikan pappír í A4 stærð. Nokkuð blettótt og búið að skrifa útreikninga aftan á það. Það er undirritað af Þorvaldi Guðmundssyni.

Mynd 1

Ljósmyndin er svarthvít í stærðinni 6x9 sm. Myndin er frá sýningu Leikfélags Sauðárkróks á nýársnóttinni í Sæluviku 1942. Á henni eru þrír karlkyns leikarar í búningum. Sá í miðjunni er líklega Péturs Hannesson í hlutverki álfakonungsins.

Franch Bertholt Michelsen (1913-2009)

Mynd 2

Ljósmyndin er svarthvít í stærðinni 6x9 sm. Myndin er frá sýningu Leikfélags Sauðárkróks á nýársnóttinni í Sæluviku 1942. Á henni eru Anna Pála Guðmundsdóttir í hlutverki Mjallar og Pétur Hannesson í hlutverki álfakonungsins.

Franch Bertholt Michelsen (1913-2009)

Mynd 3

Ljósmyndin er svarthvít í stærðinni 6x9 sm. Myndin er frá sýningu Leikfélags Sauðárkróks á nýársnóttinni í Sæluviku 1942. Á henni er Anna Pála Guðmundsdóttir í hlutverki Mjallar.

Franch Bertholt Michelsen (1913-2009)

Mynd 4

Ljósmyndin er svarthvít í stærðinni 6x9 sm. Myndin er frá sýningu Leikfélags Sauðárkróks á nýársnóttinni í Sæluviku 1942. Á henni er karlmaður í búningi, e.t.v. Sigurður P. Jónsson í hlutverki Húnboga stallara.

Franch Bertholt Michelsen (1913-2009)

Mynd 5

Ljósmyndin er svarthvít í stærðinni 6x9 sm. Myndin er frá sýningu Leikfélags Sauðárkróks á nýársnóttinni í Sæluviku 1942. Á henni eru líklega Péturs Hannesson í hlutverki álfakóngsins og Sigurður P. Jónsson í hlutverki Húnboga stallara.

Franch Bertholt Michelsen (1913-2009)

Mynd 6

Ljósmyndin er svarthvít í stærðinni 6x9 sm. Myndin er frá sýningu Leikfélags Sauðárkróks á nýársnóttinni í Sæluviku 1942. Á henni er líklega Sigurður P. Jónsson í hlutverki Húnboga stallara.

Franch Bertholt Michelsen (1913-2009)

Sauðárkrókur: Skjalasafn

  • IS HSk N00198
  • Fonds
  • 1905-1998

Gögn Sauðárkrókshrepps og Sauðárkróksbæjar frá tímabilinu 1907 til 1998.

Sauðárkrókshreppur (1907-1947)

Pálína Þorfinnsdóttir: Skjalasafn

  • IS HSk N00205
  • Fonds
  • 1937-1941

Bréf Gísla Ólafssonar frá Eiríksstöðum til Pálínu Þorfinnsdóttur.

Pálína Þorfinnsdóttir (1890-1977)

Guðrún Sighvatsdóttir: Skjalasafn

  • IS HSk N00232
  • Fonds
  • 1970-1984

9 eintök af fréttabréfum sem voru gefin út á Sauðárkróki á árunum 1970-1984. Blöðin eru Krókstíðindi, Krókur á móti bragði og Bæjarfréttir. Blöðin eiga öll sameiginlegt að fjalla um málefni líðandi stundar í bæjarfélaginu.

Guðrún Sighvatsdóttir (1960-

Kristján Hansen og María Björnsdóttir: Skjalasafn

  • IS HSk N00277
  • Fonds
  • 1900-1995

Ýmislegt úr fórum hjónanna Kristjáns Friðrikssonar Hansen og Maríu Björnsdóttur, Sauðárkróki. Heimilisbókhald, minningarbækur, bréf, ljósmyndir, ýmis skjöl og skírteini, útgefnar bækur og fleira.

María Björnsdóttir Hansen (1920-2006)

Gunnlaug Sigurbjörg Sigurðardóttir

  • IS HSk N00055
  • Fonds
  • 1965

Raddir heiðursfélaga Kvenfélags Sauðárkróks, upptaka gerð 2. febrúar að Ásvallagötu 9, Rvk. af Hannesi Péturssyni. Heiðursfélagar kvenfélagsins eru: Elínborg Jónsdóttir, Jórunn Hannesdóttir og Sigríður Sigtryggsdóttir

Hannes Pétursson (1931-)

Mynd 119

Kirkjukór Sauðárkróks árið 1946. Fremsta röð frá vinstri; Svava Guðjónsdóttir, Ólöf Sigríður Snæbjörnsdóttir, Kristján Eyþór Stefánsson, Sigríður Auðuns, Jóhanna Árnadóttir Blöndal. Konur í miðröð frá vinstri: Sigríður Magnúsdóttir, Dóra Ingibjörg Magnúsdóttir, Hallfríður Bára Halraldsdóttir, Sigríður Amalía Njálsdóttir, Guðrún Svamfríður Snæbjörnsdóttir, Kristín Sölvadóttir, Anna Þorkelína Sigurðardóttir, Sigurlína Stefánsdóttir, Hanna Ingibjörg Pétursdóttir. Karlar í bakröðum Stefán Sölvi Sveinsson, Þorvaldur Þorvaldsson Þorsteinn Sigurðsson, Svavar Dalmann Þorvaldsson, Sveinn Jón Sölvason, Pétur Helgason, Valdimar Guðmundsson, Guðjón Sigurðsson og Sigurður Pálsson Jónsson.

Um borð í Skagfirðing SK 1

Á síld um borð í Skagfirðingi SK 1. Frank Michesl í félagi við fleiri menn stóður fyrir kaupum á skipinu frá Belgíu. Útgerð skipsins reyndist afar erfið, en mikil atvinnubót varð af því. Hvíldu ábyrgðirnar að mestu á Michelsen og allt valt á að síldin veiddist. Skagfirðingur var síðast gerður út frá Sauðárkróki árið 1940. Vinstramegin bakatil Sigvaldi Þorsteinn Sveinn Nikódemusson (1908-1990) Tilgáta um Sighvat Pétursson Sighvats (1922-1991) Lengst til vinstri Óskar Magnússon

cab 710

Björn Ásgrímsson Suðurgötu 14; Sauðárkróki; sjómaður og síðar verkamaður og bóndi. Björn stendur við bíl sinn K 252

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Results 511 to 595 of 2517