Siglunes

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Siglunes

Equivalent terms

Siglunes

Associated terms

Siglunes

6 Authority record results for Siglunes

6 results directly related Exclude narrower terms

Baldvin Jóhannsson (1893-1980)

  • S00995
  • Person
  • 19.05.1893-28.03.1980

Foreldrar: Jóhann Oddsson og Jóhanna Friðrika Friðbjarnardóttir. Fæddur á Siglunesi en eftir að hafa misst móður sína fjögurra ára gamall flutti hann með föður sínum til Skagafjarðar og var þar á ýmsum bæjum, ýmist búandi eða í húsmennsku. Fljótlega uppúr fermingu fór Baldvin í vinnumennsku lengst á Reynistað. Baldvin kvæntist Láru Pálínu Jónsdóttur, þau voru fyrstu árin í húsmennsku; á Reynistað 1930-1931, í Glæsibæ 1931-1932 og á Eiríksstöðum 1932-1935. Þau keyptu Dæli 1935 og voru bændur þar til 1950, eftir það á hluta jarðarinnar á móti syni sínum. Meðfram búskap var Baldvin um langt árabil póstur í Sæmundarhlíð. Síðast búsettur á Sauðárkróki.
Baldvin og Lára eignuðust þrjú börn saman, fyrir átti Lára tvö börn.

Franz Jónatansson (1873-1958)

  • S03186
  • Person
  • 24.08.1873-11.11.1958

Franz Jónatansson, f. á Siglunesi 24.08.1873, d. 11.11.1958 á Siglufirði. Foreldrar: Jónatan Ögmundsson og Guðný Björnsdóttir. Ársgamall fluttist Franz með foreldrum sínum frá Siglunesi að Bæ á Höfðaströnd. Þar bjuggu þau til 1889 en flutti þá að Mannskaðahóli í sömu sveit. Franz ólst upp með foreldrum sínum til 1895. Hann naut heimiliskennslu og lærði að spila á orgel og gerðist síðar forsöngvari í Hofs- og síðar Fellssókn. Franz var barnakennari nær óslitið 1897-1941 í Hofs- og Fellshreppum og í heimahúsum. Sat í nokkur ár í sóknarnefnd Hofshrepps og var oddviti sóknarnefndar og hreppsnefndar Fellshrepps. Árið 1897 kom hann upp nýbýlinu Garðhúsum við Höfðavatni og stundaði sjósókn í nokkur ár frá Bæjarklettum. Árið 1905 stofnaði hann, ásamt fleirum, Mótorfélagið sem gerði út vélbáta frá Bæjarklettum. Var hann vélamaður á öðrum vélbátanna tveggja sem félagið gerði út.
Árið 1910 tók Franz Málmey á leigu. Þar konu og börnum til 1914, er þau hjónin misstu son sinn af slysförum. Þá kaupa þau Skálá í Sléttuhlíð og bjuggu þar til 1919, er þau fóru aftur í Málmey. Þau keyptu eyjuna og bjuggu þar óslitið til 1941. Þá flutti Franz til Siglufjarðar og vann þar ýmis afgreiðslustörf til æviloka.
Maki: Jóhanna Gunnarsdóttir (28.05.1878-16.10.1964) frá Krossi í Mjóafirði eystra, síðar búsett á Vatni á Höfðaströnd. Þau eignuðust þrjú börn: Guðlaugu Veroníku, Jónu Guðnýju og Hjálmar.

Jóhann Oddsson (1864-1949)

  • S03169
  • Person
  • 07.07.1864-14.04.1949

Jóhann Oddsson, f. á Krossi í Óslandshlíð 07.07.1864, d. 14.04.1949 á Siglufirði. Foreldrar: Oddur Hermannsson (1822-1894) bóndi á Krossi og víðar og kona hans Sigríður Bjarnadóttir (1833-1920). Jóhann fór ungur til sjávar og var mörg ár á Siglunesi við hákarla- og þorskveiðar. Jóhann missti konu sína og fluttist eftir það til Skagafjarðar með börn þeirra. Fyrst að Rein til Guðmundar bróður síns árið 1899, þaðan að Glæsibæ þar sem hann var í húsmennsku. Bóndi á parti af Vík (syðri-Vík) 1901-1908, Grænhóli 1908-1920, Ásgrímsstöðum í Hegranesi 1920-1925, er hann flutti búferlum að Staðarhóli í Siglufirði og þaðan til Siglufjarðar. Eftir að Jóhann hóf búskap í Skagafirði reisti hann sér sjóbúð á Sauðárkróki og hélt þaðan úti bát sem hann átti, vor og haust. Einnig stundaði hann silungsveiði í Miklavatni og Héraðsvötnum.
Maki 1 (G. 1889): Jóhanna Friðbjarnardóttir (26.08.1863-10.09.1897). Þau eignuðust fjögur börn og tvö þeirra komust til fullorðinsára.
Maki 2: Eftir að Jóhann flutti frá Siglufirði bjó hann með Önnu Sveinsdóttur (f. 18.07.1866). Þau eignuðust ekki börn saman, en ólu upp Kristján Árnason, son Árna Frímanns Árnasonar og Þorbjargar Jóhannesdóttur.

Jón Þorbergur Jónsson (1883-1922)

  • S03045
  • Person
  • 06.07.1883-14.05.1922

Fæddur á Siglunesi við Siglufjörð, drukknaði með þilskipinu Maríönnu í maí 1922. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi á Siglunesi og kona hans Þuríður Sumarliðadóttir. Jón ólst upp hjá móður sinni, en faðir hans drukknaði er hann var á fyrsta ári. Fóru þau mæðginin frá Siglunesi 1884, fyrst að Leyningi á Siglufirði og voru þar eitt ár. Árið 1885 fór hann til hjónanna Márusar Márussonar og Bjargar Lilju Guðmundsdóttur að Dæli í Fljótum og var þar til 1898. Hann fermdist frá þeim 1899 og fór það ár með Márusi að Fyrirbarði. Þar vann hann að búi þeirra til 1901 og fór síðan með þeim að Karlsstöðum og var þar til Márus andaðist árið 1905. Árið 1905 kvæntist Jón og reistu þau hjónin bú á Karlsstöðum. Fluttust síðar á 1905-1090, á Minni-Þverá 1910-1912, á Minna-Grindli 1912-1921, á Skeiði í Fljótum 1921- til dánardags. Í uppvextinum vann Jón öll sveitarstörf og var einnig við sjóróðra með Márusi og fleirum og fór síðar á þilskip. Maki: Þórunn Sigríður Jóhannesdóttir (1888-1982) frá Hring í Stíflu. Þau eignuðust alls átta börn. Hið elsta dó á fyrsta ári og tvö í apríl 1921 úr barnaveiki.

Kristín Ingibjörg Sigfúsdóttir (1892-1960)

  • S02751
  • Person
  • 14. des. 1892 - 19. okt. 1960

Kristín Ingibjörg Sigfúsdóttir, f. 14.12.1892 á Krakavöllum í Flókadal. Foreldrar: Sigfús Bergmann Jónsson og Margrét Jónsdóttir á Krakavöllum. Ingibjörg fluttist með foreldrum sínum að Hóli í Siglufirði árið 1895 og þaðan árið 1899 á Siglunes og var þar fram yfir fermingaraldur. Hún varð eftir hjá föður sínum þegar foreldrar hennar skyldu en þá var hún á tíunda ári. Eftir fermingu var hún lánuð sem barnfóstra til siglfirskra hjóna. Árið 1920 kvæntist hún Bergi Magnússyni. Þau bjuggu í Ásgeirsbrekku 1922-1926, á Unastöðum í Kolbeinsdal 1926-1943 og í Enni í Viðvíkursveit 1943-1945. Voru eftir það fjögur ár í húsmennsku á Ytri-Hofdölum, síðan búsett á Siglufirði. Ingibjörg var lærð hjúkrunarkona og hafði lært þau fræði hjá Jónasi Kristjánssyni lækni á Sauðárkróki. Stofnað var hjúkrunarfélag í Viðvíkurhreppi og samdi félagið við Ingibjörgu um að annast sjúklinga. Á sumrin var hún í kaupavinnu á Hofstöðum, Hólum og víðar en að haustinu á sláturhúsinu í Kolkuósi.
Maki: Bergur Magnússon, f. 1896. Þau eignuðust 4 börn.

Sigríður Guðbjörg Jóhannsdóttir (1894-1962)

  • S03170
  • Person
  • 19.11.1894-19.02.1962

Sigríður Guðbjörg Jóhannsdóttir, f. 19.11.1894, d. 19.02.1962. Foreldrar: Jóhann Oddsson (07.07.1864-14.04.1949), búsettur á Siglunesi og víðar, og kona hans Jóhanna Friðbjarnardóttir (26.08.1863-10.09.1897). Ólst upp á Siglunesi og víðar. Fylgdi föður sínum eftir að móðir hennar dó.
Gift Jóhanni Friðgeiri Steinssyni smið á Akureyri. Skráð húsfreyja þar árið 1930. Skráð leigjandi í Hafnarstræti 63 á Akureyri í manntali árið 1920, þá ógift. Sigríður og Jóhann eignuðust sex dætur.
Sigríður kom að uppbyggingu drengjaheimilisins að Ástjörn og stofnaði sjóð til styrktar heimilinu.
Sigríður var móðuramma Jóhanns Friðgeirs Valdimarssonar söngvara.