Sigríður Guðrún Sigtryggsdóttir (1894-1979)

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Sigríður Guðrún Sigtryggsdóttir (1894-1979)

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

16.01.1894-21.02.1979

Saga

Foreldrar: Sigtryggur Benediktsson frá Hvassafelli í Eyjafirði og k.h. Guðrún Guðjónsdóttir. ,,Sigríður mun hafa verið nokkurra mánaða gömul er hún fluttist með foreldrum sínum frá Möðruvöllum í Eyjafirði að Breiðabólstað í Vesturhópi. Á leiðinni að norðan komu þau í Goðdali þaðan sem séra Hálfdan móðurbróðir hennar var þá að fara og taka við prestakalli á Breiðbólstað. Urðu svo fjölskyldurnar samferða vestur. Eftir árshúsmennsku eða svo fóru þau að Fossi, næsta bæ fyrir framan og bjuggu þar um þriggja ára skeið en fluttust þá til Blönduóss þar sem Sigtryggur varð utanbúðarmaður við Höpnersverslun. Þar lést móðir Sigríðar vorið 1903 og eftir það fóru feðginin vestur að Breiðabólstað. Þar bjó Sigríður fram yfir fermingu. Sigríður var mjög tónelsk og um níu ára aldur byrjaði hún að læra á orgel hjá Herdísi Pétursdóttur fóstru sinni. Um 10 eða 11 ára gömul fékk hún harmoniku frá pabba sínum. Náði hún góðum tökum á hljóðfærinu og var fengin til að spila við brúðkaup innan sveitar og fleiri tækifæri. Veturinn 1908-1909 var Sigríður í unglingaskólanum á Sauðárkróki, haustið 1912 innritaðist hún í 4. bekk Kvennaskólans í Reykjavík. Sumarið og veturinn eftir lokapróf í Kvennaskólanum 1913 var Sigríður á Sauðárkróki, kenndi þar útsaum, orgelleik og fleira, en þar næsta vetur var hún á Akureyri. Veturinn 1916-1917 var hún ráðin á heimili Hallgríms Davíðssonar kaupmanns, aðallega til að kenna sonum hans barnaskólalærdóm og veita tilsögn í nótnalestri og píanóleik. Einnig lærði hún fata söm hjá Steinunni Briem í Reykjavík. 1918-1920 leigði Sigríður sér húsnæði undir saumastofu og tók margar stúlkur í saumakennslu, kenndi meðfram á orgel." Árið 1920 kvæntist Sigríður Pétri Hannessyni ljósmyndara og síðar sparisjóðsstjóra á Sauðárkróki, þau eignuðust þrjú börn. Sigríður starfaði ötullega í Kvenfélagi Sauðárkróks og var kjörinn heiðursfélagi 1958. Árið 1946 fluttu þau Sigríður og Pétur til Reykjavíkur, þar sem þau dvöldu í tvö ár en fluttu þá aftur til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu til 1958 en fóru þá alfarin suður.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Hannes Pétursson (1931-) (14.12.1931-)

Identifier of related entity

S00182

Flokkur tengsla

family

Type of relationship

Hannes Pétursson (1931-)

is the child of

Sigríður Guðrún Sigtryggsdóttir (1894-1979)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hanna Ingibjörg Pétursdóttir (1926-2012) (08.08.1926-31.01.2012)

Identifier of related entity

S00115

Flokkur tengsla

family

Type of relationship

Hanna Ingibjörg Pétursdóttir (1926-2012)

is the child of

Sigríður Guðrún Sigtryggsdóttir (1894-1979)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigrún Sigríður Pétursdóttir (1922-1987) (21.06.1922 - 31.05.1987)

Identifier of related entity

S00114

Flokkur tengsla

family

Type of relationship

Sigrún Sigríður Pétursdóttir (1922-1987)

is the child of

Sigríður Guðrún Sigtryggsdóttir (1894-1979)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Pétur Hannesson (1893-1960) (17.06.1893-13.08.1960)

Identifier of related entity

S00028

Flokkur tengsla

family

Type of relationship

Pétur Hannesson (1893-1960)

is the spouse of

Sigríður Guðrún Sigtryggsdóttir (1894-1979)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

S00810

Kennimark stofnunar

IS-HSk

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Hlutaskráning

Skráningardagsetning

20.05.2016 frumskráning Atom SFA
Lagfært 06.07.2020. R.H.

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Skagfirskar æviskrár 1910-1950 VI, bls. 253.

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir