Identity area
Type of entity
Authorized form of name
Parallel form(s) of name
- Lóa
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
- Lóa
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
History
Sigrún Marta Jónsdóttir fæddist í Stóru-Gröf á Langholti hinn 10. nóvember árið 1900. Foreldrar hennar voru Jón Þorsteinsson, verkstjóri á Sauðárkróki, og kona hans, Jóhanna Guðrún Gísladóttir. Jón var af hinni kunnu Borgarætt. Jóhanna var ættuð úr Laxárdal ytri. Þau hjón fluttust til Sauðárkróks árið 1910. Sigrún giftist 21. júlí 1930 Kristjáni Waldemar Carli Magnússyni verzlunarmanni, f. 29. ágúst 1900 á Sauðárkróki, d. 30. júní 1973. Þau hjón voru barnlaus. Sigrún gekk í barna- og unglingaskóla á Sauðárkróki. Líklega var Sigrún fyrsta skagfirzka konan, sem gerði skrifstofustörf að ævistarfi sínu. Hún var sýsluskrifari við sýslumannsembættið á Sauðárkróki 1927-1942, og jafnframt fulltrúi. Að minnsta kosti tvívegis var hún settur sýslumaður í veikindaforföllum sýslumanns með bréfi dómsmálaráðuneytisins 29. júní 1931 og aftur 1. júlí 1937. Hún sinnti öllum störfum sýslumanns nema dómarastörfum, hélt manntalsþing og framkvæmdi fógeta- og notarialgerðir. Hún mun fyrst íslenzkra kvenna hafa farið með sýsluvöld. Árið 1942 lét hún af störfum hjá sýslunni og gerðist gjaldkeri og bókari Sauðárkrókshrepps, síðar Sauðárkróksbæjar 1942- 1948 og gjaldkeri sjúkrasamlagsins þar 1942-1968.
Places
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Maintained by
Institution identifier
Rules and/or conventions used
Status
Level of detail
Dates of creation, revision and deletion
11.08.2016 frumskráning í atom sfa
Lagfært 03.07.2020. R.H.
Language(s)
- Icelandic