Stóra-Brekka í Fljótum, Skagafirði

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Stóra-Brekka í Fljótum, Skagafirði

Equivalent terms

Stóra-Brekka í Fljótum, Skagafirði

Associated terms

Stóra-Brekka í Fljótum, Skagafirði

4 Authority record results for Stóra-Brekka í Fljótum, Skagafirði

4 results directly related Exclude narrower terms

Bogi Jóhannesson (1878-1965)

  • S03066
  • Person
  • 9. sept. 1878 - 27. okt. 1965

Fæddur að Hálsi í Flókadal. Foreldrar: Jóhannes Finnbogason b. á Heiði í Sléttuhlíð og Ólöf Þorláksdóttir. Bogi ólst upp með móður sinni að Hálsi til sex ára aldurs en fór þá að Berghyl í Fljótum. Bogi kvæntist árið 1899 Kristrúnu Hallgrímsdóttur, þau bjuggu víða í Fljótum: Gili, Stóru-Brekku, Bakka, Minni-Þverá, Þorgautsstöðum, Hring, Hólum, Stóru-Þverá 1916-1923, Skeiði og Sléttu. Síðast búsett á Siglufirði. Bogi og Kristrún eignuðust tíu börn.

María Kristjánsdóttir (1905-1996)

  • S03143
  • Person
  • 10. ágúst 1905 - 9. feb. 1996

Foreldrar: Kristján Bjarnason b. á Einarsstöðum og síðar í Stóru-Brekku í Fljótum og k.h. Ásta Ágústa Friðbjörnsdóttir. María ólst upp hjá foreldrum sínum á Einarsstöðum og fluttist með þeim í Fljótin vorið 1919. Hún vann foreldrum sínum til fullorðinsára. Tók saman við Stefán Jónasson frá Bakka á Bökkum í Fljótum árið 1937. Þau bjuggu í Stóru-Brekku frá 1937-1943 er Stefán lést. Þau eignuðust tvö börn saman, annað þeirra lést við fæðingu. Eftir lát Stefáns losaði María sig við búpeninginn og fór að vinna utan heimilis, var m.a. ráðskona hjá Lúðvík Kemp vegaverkstjóra á Siglufjarðarleið. Árið 1944 flutti hún til Siglufjarðar þar sem hún vann í frystihúsi á veturna og við síldarsöltun á sumrin. Eins vann hún við netahnýtingar, tók að sér þvotta, tók kostgangara og vann fleiri störf sem til féllu. Um tíma var hún ráðskona hjá Sigurjóni Sigtryggssyni og eignaðist með honum son. Sigurjón lést árið 1947. Í kringum 1950 flutti María til Reykjavíkur og var búsett þar síðan.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

  • S03258
  • Person
  • 15.12.1883-17.01.1972

Pétur Jóhann Jónasson, f. í Minni-Brekku í Fljótum 15.12.1883, d. á Sauðárkróki 17.01.1972. Foreldrar: Jónas Stefánsson bóndi í Minni-Brekku og kona hans Anna Sigríður Jónsdóttir. Pétur ólst upp hjá foreldrum sínum í Minni-Brekku fram að níu ára aldri, að þau fluttust burt en Pétur varð eftir hjá föðurbróður sínum, Guðmundi Stefánssyni og konu hans Ólöfu Pétursdóttur. Var hann hjá þeim í 13 ár. Fyrstu búskaparárin var hann leiguliði hjá fóstra sínum og Pétri Jónssyni sem áttu Minni-Brekku til helminga hvor en smám saman eignaðist hann jörðina. Þegar hann seldi hana 1946 fékk hann að vera í skjóli Bendikts Stefánssonar og Kristínar konu hans, sem keyptu jörðina.
Pétur var bóndi í Minni-Brekku 1910-1915, í Stóru-Brekku 1915-1917, í Minni-Brekku 1917-1918, á Minni-Þverá 1918-1919, í Minni-Brekku 1919-1920 og loks 1927-1946. Árin 1920-1927 var hann í húsmennsku hjá Guðmundi Benediktssyni í Minni-Brekku.
Maki: Margrét Stefanía Jónsdóttir (23.10.1882-02.10.1945). Þau einguðust tvö börn sem bæði fæddust andvana. Auk þess ólu þau upp fóstursoninn Pétur Jón Stefánsson frá Sléttu og Margréti Petreu Jóhannsdóttur.

Stefán Ásgrímsson (1848-1930)

  • S00720
  • Person
  • 20.07.1848-09.03.1930

Foreldrar: Ásgrímur Steinsson og Guðrún Kjartansdóttir á Gautastöðum í Stíflu. Stefán ólst upp hjá foreldrum sínum. Bóndi í Tungu 1870-1975, Stóru Brekku 1875-1883 og í Efra Ási 1883-1930. Hann gróðursetti trjálund við bæ sinn og ræktaði garðjurtir í stórum stíl, sem var afar sjaldgæft á þeim tíma. Kvæntist Helgu Jónsdóttur (1845-1923), þau eignuðust fjögur börn sem upp komust.