Svanshóll

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Svanshóll

Equivalent terms

Svanshóll

Associated terms

Svanshóll

2 Authority record results for Svanshóll

2 results directly related Exclude narrower terms

Ingimundur Grímsson (1889-1969)

  • S03089
  • Person
  • 11. ágúst 1889 - 25. apríl 1969

Fæddur og uppalinn að Veiðileysu í Árneshreppi. Fluttist til Ólafar systur sinnar að Svanshóli í Kaldrananeshreppi árið 1924 er hún missti mann sinn frá stórum barnahópi og stjórnaði Ingimundur þar búi þar til börnin voru öll upp komin. Síðast búsettur á Finnbogastöðum. Ingimundur var ókvæntur og barnlaus.

Ingimundur Ingimundarson (1911-2000)

  • S02959
  • Person
  • 30. mars 1911 - 22. júlí 2000

Ingimundur Ingimundarson fæddist á Svanshóli í Bjarnarfirði í Strandasýslu í mars 1911, foreldrar hans voru Ólöf Ingimundardóttir og Ingimundur Jónsson. Ingimundur var nemandi í Íþróttaskólanum í Haukadal 1930-1931 og búfræðingur frá Hvanneyri árið 1938. Bóndi á Svanshóli ásamt konu sinni 1942-1983. Ingmundur var sundkennari á annan áratug, stofnfélagi sundfélagsins Grettis og í stjórn þess í 40 ár. Hann var stofnfélagi Héraðssambands Strandamanna árið 1944 og formaður um skeið. Hann vann ötullega í ýmsum félögum í heimabyggð sinni og var í hreppsnefnd árin 1942-1974, oddviti í tuttugu ár og sýslunefndarmaður árin 1974-1986. Hann sat í stjórn Búnaðarsambands Strandamanna árin 1946-1985 og Kaupfélags Steingrímsfjarðar 1971-1985. Ingimundur var heiðursfélagi í Búnaðarsambandi Strandamanna og Sundfélaginu Gretti. Hann var sæmdur Hinni íslensku fálkaorðu fyrir félagsmálastörf árið 1987. Eiginkona Ingimundar var Ingibjörg Sigvaldadóttir (1912-2011) frá Sandnesi við Steingrímsfjörð.