Ungmennafélagið Framför (1905-)

Auðkenni

Tegund einingar

Family

Leyfileg nafnaform

Ungmennafélagið Framför (1905-)

Hliðstæð nafnaform

    Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

      Aðrar nafnmyndir

        Auðkenni fyrir stofnanir

        Lýsing

        Fæðingar- og dánarár

        1905-

        Saga

        Ungmennafélagið Framför, stofnað 1. nóvember árið 1905. Á stofnfundi þess voru átta ungir menn og var Jón Árnason á Reykjum aðalhvatamaðurinn að stofnun félagsins. Fleiri gengu í félagið á næstu fundum og má telja að þá 25 menn sem gengu í félagið á fyrsta ári þess sem stofnfélaga. Fyrstu árin voru eingöngu piltar í félaginu en eftir fáein ár voru stúlkur einnig teknar inn í félagið. Á árunum 1909-1912 munu félagar hafa verið á bilinu 50-60.
        Í fyrstu var félagið eingöngu málfundafélag en fljótlega var einnig farið að æfa íþróttir. Árið 1910 gaf Jóhann hreppstjóri á Brúnastöðum í Lýtingsstaðahreppi félaginu land undir gróðarstöð, með því skilyrði að þar yrði hafin trjárækt. Eftir það hófst þar kartöflurækt og gróðursetning trjáplantna. Á vegum félagsins var einnig starfandi stúka.
        Eftir nokkurra ára starf hófst sundkennsla á vegum félagsins í Steinsstaðalaug. Hérðasmót vorum haldin við Geldingaholt árin 1908-1913 en síðar í Garði. Á fyrstu árum félagsins var samkomuhúsið við Steinsstaði torfhús með þiljum innan og trégólfi. Var það reist af bindindisfélagi og lestrarfélagi sem störfuðu í sveitinni.
        Félagslífið í félaginu var fjörugt fyrstu árin. Að vetrinum voru fundir annan hvern sunnudag. Einnig voru glímur, dans og leikir.
        Ungmennafélagið Framför var eitt að stofnfélögum Ungmennasambands Skagafjarðar þegar það var stofnað 17. apríl 1910, ásamt Ungmannafélaginu Æskunni Staðarhreppi og Ungmennafélaginu Fram Seyluhreppi.

        Staðir

        Réttindi

        Starfssvið

        Lagaheimild

        Innri uppbygging/ættfræði

        Almennt samhengi

        Tengdar einingar

        Access points area

        Efnisorð

        Staðir

        Occupations

        Stjórnsvæði

        Authority record identifier

        S01654

        Kennimark stofnunar

        IS-HSk

        Reglur eða aðferð sem stuðst er við

        Staða

        Final

        Skráningarstaða

        Hlutaskráning

        Skráningardagsetning

        Frumskráning í Atóm 18.08.2020 KSE.
        Viðbótarskráning 25.06.2024 JKS

        Tungumál

        • íslenska

        Leturgerð(ir)

          Athugasemdir um breytingar