Víðivellir

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Víðivellir

Equivalent terms

Víðivellir

Associated terms

Víðivellir

13 Authority record results for Víðivellir

13 results directly related Exclude narrower terms

Ágústa Þorkelsdóttir (1875-1960)

  • S00658
  • Person
  • 7. ágúst 1875 - 2. september 1960

Fædd á Refsteinsstöðum í Víðidal. Vinnukona á Víðivöllum í Blönduhlíð í 40 ár, kvænt Þorsteini Guðmundssyni.

Amalía Sigurðardóttir (1890-1967)

  • S00355
  • Person
  • 25.05.1890 - 14.06.1967

Amalía Sigurðardóttir fæddist á Víðivöllum í Akrahreppi þann 25. maí 1890.
Hún var á húsfreyja á Vatni á Höfðaströnd og á Víðimel í Seyluhreppi.
Fyrri maður hennar var Jón Kristbergur Árnason (1885-1926).
Seinni maður hennar var Gunnar Jóhann Valdimarsson (1890-1967).
Amalía lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga 14. júní 1967.

Anna Soffía Þorsteinsdóttir (1899-1928)

  • S03137
  • Person
  • 8. ágúst 1899 - 29. apríl 1928

Foreldrar: Þorsteinn Guðmundsson og Ágústa Þorkelsdóttir á Víðivöllum. Vinnukona á Akureyri 1920. Lést ógift og barnlaus.

Ari Arason (1813-1881)

  • S01722
  • Person
  • 1. jan. 1813 - 12. sept. 1881

Ari var fæddur á Flugumýri 1813. Faðir: Ari Arason (1763-1840) fjórðungslæknir. Móðir: Sesselja Vigfúsdóttir húsfreyja.
Ari ólst upp hjá foreldrum sínum og hlaut "betri manna" menntun fyrir fermingu. Eftir fermingu var honum komið til náms hjá Pétri prófasti Péturssyni á Víðivöllum. Útskrifaðist stúdent úr heimaskóla sumarið 1831 hjá Gunnlaugi Oddssyni dómkirkjupresti í Reykjavík. Fór til Kaupmannahafnar sama sumar til náms í Háskólanum. Hóf þar nám í tannlækningum. Kom heim aftur 1833 en fór aftur utan sama ár og tók þá að lesa læknisfræði. Lauk þar ekki fullnaðarprófum til embættis. Faðir hans aldraður og heilsuveill kallaði hann heim til að aðstoða sig við búreksturinn. Faðir hans lést 1840 og veitti Ari búi móður sinnar forstöðu þar til hún andaðist árið 1843. Það haust fór Ari til Reykjavíkur og dvaldi þar við ýmis störf um veturinn, meðal annars lagði hann stund á orgelleik og söng hjá Pétri Guðjónsen orgelleikara. Ari er skráður húsmaður á Flugumýri 1844 en tók jörðina til ábúðar 1845 og bjó þar til æviloka. Rak þar stórbú.
Eiginkona: Helga Þorvaldsdóttir (1816-1894).
Saman áttu þau 11 börn. Fjögur þeirra komust á legg.

Gunnar Gíslason (1894-1972)

  • S002653
  • Person
  • 24. okt. 1894 - 23. jan. 1972

Foreldrar: Gísli Þorfinnsson í Miðhúsum í Blönduhlíð og Guðrún Gísladóttir. Bóndi á Breiðstöðum í Gönguskörðum, Brekkukoti í Blönduhlíð, Ábæ, Víðivöllum í Blönduhlíð, Bústöðum í Austurdal og Sólborgarhóli í Kræklingahlíð í Eyjafirði. Maki: Sigríður Guðmundsdóttir f. 16.03.1895 á Fyrirbarði í Fljótum. Þau eignuðust 12 börn. Bjuggu lengst þessara staða á Ábæ og var Gunnar kenndur við þann bæ.

Helga Hinriksdóttir (1923-2011)

  • S02537
  • Person
  • 9. sept. 1923 - 19. ágúst 2011

Helga var fædd í Úlfstaðakoti í Blönduhlíð í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Jóhanna Hallgrímsdóttir og Hinrik Sigurður Kristjánsson. Fjölskyldan flutti í Bakkasel um vorið 1927, en um haustið missti Helga föður sinn. Móðir Helgu flutti þaðan vorið eftir og fór þá sem ráðskona í Silfrastaði í Blönduhlíð. Helga fylgdi móður sinni og ólst upp hjá henni. Vorið sem Helga fermdist voru þær mæðgur á Víðivöllum en þar voru þær í eitt ár en fóru svo aftur í Silfrastaði. Eftir 15 ára aldur fór hún að vinna fyrir sér og upp úr 1940 flutti hún til Reykjavíkur. Í Reykjavík vann hún fyrst á Langholtsbúinu en þar var Gígja systir hennar líka. Eitt ár starfaði hún á Reykjalundi, einnig vann hún á saumastofum. Í Langholti kynntist hún Sveini verðandi eiginmanni sínum. 1949 fluttust þau hjónin norður í Skagafjörð og settust að á Hafragili í Laxárdal þar sem þau bjuggu til 1968 er þau fluttu til Sauðárkróks. Fyrsta sumarið á Króknum vann hún á Hótel Mælifelli en fór svo að vinna í fiski. Lengst af starfaði Helga þó í þvottahúsi Sjúkrahúss Skagfirðinga eða þar til hún lét af störfum sökum aldurs. Síðustu æviár Sveins bjuggu þau í Grenihlíð 9, Sauðárkróki og bjó Helga þar síðan ein til ársins 2007 er hún flutti á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki.Hún flutti til Reykjavíkur um 1940, en þar kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, Sveini Bjarnasyni. Árið 1949 fluttu þau til Skagafjarðar og bjuggu á Hafragili í Laxárdal, en fluttu á Sauðárkrók 1968. Helga og Sveinn eignuðust fimm börn.

Helga Sigtryggsdóttir (1887-1978)

  • S00357
  • Person
  • 02.10.1887-01.03.1978

Helga Sigtryggsdóttir fæddist á Syðri-Brekkum í Akrahreppi þann 2. október 1887. Húsfreyja á Víðivöllum. Maður hennar var Gísli Sigurðsson (1884-1948).

,,Helga ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Syðri Brekkum og síðan á Framnesi. Hún sigldi til Danmerkur til mennta og settist í kvennaskóla á Jótlandi. Hún útskrifaðist þaðan árið 1919 og kom heim um vorið. Helga átti heimili á Framnesi þar til hún gifti sig. Frá árinu 1924 bjó hún með bróður sínum honum Birni. Saman tóku þau að sér og ólu upp Brodda Jóhannesson síðar rektor Kennaraskólans. Hann kom þangað 8 ára gamall og átti þar heimili þar til hann fór utan til náms árið 1938. Helga giftist Gísla á Víðivöllum árið 1935 og tók þá við húsmóðurhlutverkinu á bænum. Helga og Gísli voru barnlaus en eftir lát Gísla 1950 bauðst Helga til að gefa jörðina Elliheimilissjóði Skagfirðinga. Hennar helstu skilyrði voru m.a. þau að reist yrði á allra næstu árum fyrsta elliheimili sýslunnar á Víðivöllum. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en dagaði að lokum uppi hjá sýslunefnd."
Helga og Gísli áttu tvær fósturdætur.

Ingibjörg Sigurjónsdóttir (1899-1989)

  • S01881
  • Person
  • 17. nóv. 1899 - 13. maí 1989

Foreldrar: Sigurjón Jónsson b. á Hellu í Blönduhlíð og k.h. Ólöf Jónsdóttir. Ung var Ingibjörg tekin í fóstur að Víðivöllum í Blönduhlíð, en þá bjuggu þar hjónin Sigurður Sigurðsson og Guðrún Pétursdóttir. Þar ólst hún upp, en réðst kaupkona að Flatatungu 1919. Kvæntist árið 1923 Þorsteini A. Einarssyni frá Flatatungu. Ingibjörg og Þorsteinn hófu búskap í Flatatungu árið 1925, fóru búferlum að Tungukoti á Kjálka 1930 og bjuggu þar til ársins 1974 er þau fluttust til Akureyrar. Ingibjörg og Þorsteinn eignuðust þrjú börn en auk þess dvöldu mörg börn hjá þeim, skyld og vandalaus og undu hag sínum vel.

Lárus Stefánsson Thorarensen (1799-1864)

  • S01490
  • Person
  • 14. júní 1799 - 19. apríl 1864

Lárus Stefánsson Thorarensen sýslumaður og bóndi að Enni á Höfðaströnd. Faðir: Stefán Þórarinsson konfersráð, amtmaður. Móðir: Ragnheiður Vigfúsdóttir Scheving.
Lárus fæddist að Möðruvallaklaustri 1799. Hann ólst upp hjá Vigfúsi sýslumanni Scheving, afa sínum, á Víðivöllum og síðar í Viðey. Lárus fór utan og nam lög við háskólann (líklega Kaupmannaháskóla). Hann lauk embættisprófi 1821. Var svo í rentukammerinu (sem "volonteur") þar til honum var veitt Skagafjarðarsýsla 13. maí 1826. Kom til landsins það sama sumar og settist til að byrja með að á Hofsósi. Ári síðar (1827) giftist hann Elínu [Elín Christine Jakobsdóttir Havsteen (um 1800-24.08.1873)] en hún var dóttir Jakobs Havsteen, kaupmanns á Hofsósi. Lárus reisti svo bú á Enni á Höfðaströnd.

Sigrún Jónsdóttir (1911-1986)

  • S01666
  • Person
  • 6. mars 1911 - 22. mars 1986

Foreldrar: Jón Kristbergur Árnason og k.h. Amalía Sigurðardóttir. Sigrún ólst upp með foreldrum sínum, fyrst á Vatni á Höfðaströnd, en þaðan fluttu þau í Víðivelli 1921. Sigrún fór svo á Húsmæðraskólann á Blönduósi veturinn 1930-1931. Kvæntist árið 1934 Ingimari Jónssyni frá Flugumýri og þar bjuggu þau óslitið frá 1932-1955 er Ingimar lést. Sigrún hélt áfram búskap til 1959 er synir hennar tóku við. Haustið 1964 fór hún í vinnu að Reykjaskóla í Hrútafirði og var þar næstu þrjá vetur en þar var yngsti sonur hennar við nám. Árið 1969-1970 var hún hjá Steinunni dóttur sinni í Garðabæ. Alltaf átti hún þó heimili á Flugumýri og fluttist ekki þaðan fyrr en en hún keypti íbúð á Sauðárkróki árið 1972. Þar dvaldi hún næstu 5 árin, eða þar til hún fór á sjúkrahús vegna veikinda. Strax í æsku komu í ljós hjá Sigrúnu tónlistarhæfileigar og sérlega fögur söngrödd, sem hún hélt alla tíð. Sigrún og Ingimar eignuðust átta börn.

Þorbergur Þorbergsson (1800-1868)

  • S01711
  • Person
  • 1800 - 13. feb. 1868

Fæddur í Kambakoti á Skagaströnd. Faðir: Þorbergur Arason bóndi og spónasmiður á Vakursstöðum í Hallárdal. Móðir: Steinunn Jónsdóttir húsfreyja á Vakursstöðum.
Þorbergur ólst upp hjá foreldrum sínum og fermdist frá þeim með góðum vitnisburði árið 1815. Vann á búinu til 1826 en þá hóf hann sjálfur búskap á Sæunnarstöðum og bjó þar 1826 til 1851, síðan á Víðivöllum 1851 til 1852 og aftur á Sæunnarstöðum frá 1852 til æviloka. Þorbergur var söðlasmiður og þótti góður bóndi. Þorbergur gegndi hreppstjórastörfum í Vindhælishreppi um nokkurra ára skeið og var einn af stofnmeðlimum "Vinafélags" í Vindhælishreppi, framfarafélags sem var formlega stofnað 5. maí 1848. Árið 1850 hafði Þorbergur makaskipti á jörðum við Magnús Gíslason á Víðivöllum í Blönduhlíð. Þorbergur rak stórbú á Víðivöllum.
Eiginkona 1 (giftust 1825): Kristbjörg Pálsdóttir (1795-1828). Saman áttu þau 4 börn.
Eiginkona 2 (giftust 1831): Kristín Gísladóttir (1809-eftir 1874). Saman áttu þau 16 börn.
Að auki átti Þorbergur börn með Valgerði Pálsdóttur, Þórdísi Ebenesersdóttur og Ástu Hjálmarsdóttur. Sögusagnir voru um fleiri laungetin börn.

Þorkell Gíslason (1961-

  • S02247
  • Person
  • 09.03.1961-

Frá Vöglum, sonur Kristínar Heiðar Sigurmonsdóttur frá Kolkuósi og Gísla Magnússonar frá Vöglum. Bóndi á Víðivöllum í Blönduhlíð.

Vigfús Scheving Hansson (1735-1817)

  • S01367
  • Person
  • 15. jan. 1735 - 14. des. 1817

Vigfús var fæddur á Möðruvöllum í Hörgárdal. Faðir: Hans Scheving, klausturhaldari á Möðruvöllum. Móðir: Guðrún Vigfúsdóttir, húsfreyja.
Vigfús var sýslumaður á 18. öld, lengst af í Skagafjarðarsýslu. Hann varð stúdent frá Hólaskóla 1754 og lauk lögfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1757. Hann var lengi Hólaráðsmaður en þegar Þórarinn Jónsson sýslumaður á Grund dó 1767 var hann settur sýslumaður Eyjafjarðarsýslu og gegndi því embætti þar til Jón Jakobsson tók við árið eftir. Vigfús varð sýslumaður Skagafjarðarsýslu 21. febrúar 1772 og bjó þá á Víðivöllum í Blönduhlíð. Kona Vigfúsar var Anna Stefánsdóttir, dóttir Stefáns Ólafssonar prests á Höskuldsstöðum og systir Ólafs Stephensen stiftamtmanns. Vorið 1800 fékk Vigfús lausn frá embætti og flutti þá suður að Innra-Hólmi til Magnúsar Stephensen, tengdasonar síns, var hjá honum eftir það og dó í Viðey.