Sýnir 3773 niðurstöður

Nafnspjöld
Person

Benedikt H. Líndal (1892-1967)

  • S0
  • Person
  • (1892-1967)

Benedikt var fæddur 1892 á Efra-Núpi. Foreldrar hans voru Hjörtur Líndal Benediktsson og Pálína Ragnhildur Björnsdóttir. Benedikt var ungur við nám í Reykjavík um tíma og einn vetur í Danmörku. Eiginkona hans var Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Svertingsstöðum. Þau eignuðust átta börn.

María Njálsdóttir (1917-2003)

  • S03340
  • Person
  • 07.05.1917-10.01.2003

María Njálsdóttir, f. á Hrafnseyri við Arnarfjörð 07.05.1917, d. 10.01.2003. Foreldrar: Njáll SIghvatsson og Guðný Benediktsdóttir.
María var myndarleg húsmóðir en vann einnig alltaf utan heimilis. Á sumrin saltaði hún síld á Siglufirði og Raufarhöfn. María vann lengi hjá Haraldi Böðvarssyni við fiskvinnslu og niðursuðu og síðar í sokkaverksmiðju. Einnig setti hún á stofn greiðasölu sem hún rak ásamt vinkonu sinni.
Maki 1: Þórður P. Sighvats. Þau skildu.
Maki 2: Jón Gunnlaugsson. Þau eignuðust eitt barn.

Stefán Þorsteinn Sölvason (1841-1897)

  • S02721
  • Person
  • 1841 - 28. mars 1897

Foreldrar: Sölvi Guðmundsson, f. 1806 og María Þorsteinsdóttir, f. 1808. Stefán ólst upp hjá foreldrum sínum en fór til frænda síns Stefáns Bjarnarsonar á Geirmundarstöðum nokkru áður en móðir hans andaðist. Stefán fór að vinna fyrir sér strax eftir fermingu. Hann var bóndi á hluta af Dúki 1874-1875, Borgargerði í Borgarsveit 1875-1889 og Daðastöðum á Reykjaströnd 1889-1897. Maki: Elín Vigfúsdóttir, f. 1841. Þau eignuðust tvö börn.

Arngrímur Sigurðsson (1890-1968)

  • S03426
  • Person
  • 31.12.1890 - 05.12.1968

Arngrímur Sigurðsson fæddur 31.12.1890 í Dæli í Sæmundarhlíð. Dáinn 05.12.1968 á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Hann var bóndi í Litlu-Gröf 1920-1967. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson bóndi í Litlu-Gröf og (Gunnvör) Guðlaug Eiríksdóttir.
Arngrímur ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst í Dæli til sjö ára aldurs, en eftir það í Litlu-Gröf og átti hann heima þar alla ævi síðan. Hann tók við búi foreldra sinna árið 1920. Í æsku naut hann menntunar umfram það sem almennt gerðist. Hann var við nám hjá Jóni á Reynistað, svo jók hann við þekkingu sína með lestri og sjálfsnámi. Hann tók að sér mörg störf í þágu sýslu og sveitar. Hann var oddviti hreppsnefndar Staðarhrepps 1922-1966, varamaður í sýslunefnd í fjölda ára og sat oft sýslufundi, í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga 1933-1946, lengstum ritari félagsstjórnar, í stjórn Sjúkrahúss Skagfirðinga lengi, allt til 1966, endurskoðandi reikninga KS 1956-1964, í skattnefnd sveitar sinnar og fræðslunefnd. Hann sat í stjórn búnaðarfélags og ungmennafélags og naut hvarvetna trausts og virðingar fyrir störf sín.
Arngrímur var giftur Sigríði Benediktsdóttur, f. 9.6.1886 á Hofi í Hjaltadal, d. 4.8.1948. Börn Arngríms og Sigríðar voru: Þórir Angantýr f. 2.1.1923, d. 20.12.2000 á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og Guðlaug Sesselja Arngrímsdóttir, f. 14.1.1929, d. 31.3.2017 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Fóstursonur Arngríms og Sigríðar var: Ragnar Magnús Auðunn Blöndal f. 29.6.1918 í Stykkishólmi, d. 15.9.2010 á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri.

Hjörleifur Jónsson (1890-1985)

  • S02826
  • Person
  • 2. ágúst 1890 - 9. apríl 1985

Hjörleifur Jónsson, f. 02.08.1890 á Gilsbakka í Austurdal. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi á Gilsbakka og seinni kona hans, Aldís Guðnadóttir. Bóndi á Gilsbakka 1918-1973. Hjörleifur var vel skáldmæltur og orti töluvert. Árið 1978 kom út eftir hann ljóðabókin Mér léttir fyrir brjósti. Maki 1: Friðrika Sveinsdóttir frá Þorsteinsstaðakoti í Tungusveit, þau eignuðust einn son. Friðrika lést úr berklum stuttu eftir fæðingu drengsins. Maki 2: Kristrún Helgadóttir, þau eignuðust fimm börn saman, fyrir átti Kristrún fjögur börn. Einnig átti Hjörleifur fósturson, Hjörleif Kristinsson.

Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjalavörður (1915-1987)

  • Person
  • 1915-1987

Bjarni fæddist í Hátúni á Nesi í Norðfirði. Foreldrar hans voru Kristín Árnadóttir frá Grænanesi og Vilhjálmur Stefánsson frá Hofi. Bjarni var kvæntur Kristínu Eiríksdóttur. Fyrrum Þjóðskjalavörður.

Anna Guðmundsdóttir (1846-1894)

  • S03293
  • Person
  • 19.08.1846-25.05.1894

Anna Guðmundsdóttir, f. á Ásláksstöðum í Kræklingahlið 19.08.1846, d. 25.05.1894 á Egilsá. Foreldrar: Guðmundur Pétursson þá vinnumaður á Hranastöðum og kona hans Ásdís Þorsteinsdóttir. Anna ólst að mestu leyti upp hjá Jóni Jónssyni í Bandagerði við Akureyri. Fluttist hann með Önnu til Skagafjarðar og dvaldi hjá henni til dánardags.
Maki: Sveinn Magnússon (1857-1926) bóndi. Þau eignuðust einn son. Bjuggu á Stekkjarflötum 1883-1893, Tyrfingsstöðum 1893-1894 og á Egilsá 1894-1896. Sveinn kvæntist aftur.

Jóhann Oddsson (1864-1949)

  • S03169
  • Person
  • 07.07.1864-14.04.1949

Jóhann Oddsson, f. á Krossi í Óslandshlíð 07.07.1864, d. 14.04.1949 á Siglufirði. Foreldrar: Oddur Hermannsson (1822-1894) bóndi á Krossi og víðar og kona hans Sigríður Bjarnadóttir (1833-1920). Jóhann fór ungur til sjávar og var mörg ár á Siglunesi við hákarla- og þorskveiðar. Jóhann missti konu sína og fluttist eftir það til Skagafjarðar með börn þeirra. Fyrst að Rein til Guðmundar bróður síns árið 1899, þaðan að Glæsibæ þar sem hann var í húsmennsku. Bóndi á parti af Vík (syðri-Vík) 1901-1908, Grænhóli 1908-1920, Ásgrímsstöðum í Hegranesi 1920-1925, er hann flutti búferlum að Staðarhóli í Siglufirði og þaðan til Siglufjarðar. Eftir að Jóhann hóf búskap í Skagafirði reisti hann sér sjóbúð á Sauðárkróki og hélt þaðan úti bát sem hann átti, vor og haust. Einnig stundaði hann silungsveiði í Miklavatni og Héraðsvötnum.
Maki 1 (G. 1889): Jóhanna Friðbjarnardóttir (26.08.1863-10.09.1897). Þau eignuðust fjögur börn og tvö þeirra komust til fullorðinsára.
Maki 2: Eftir að Jóhann flutti frá Siglufirði bjó hann með Önnu Sveinsdóttur (f. 18.07.1866). Þau eignuðust ekki börn saman, en ólu upp Kristján Árnason, son Árna Frímanns Árnasonar og Þorbjargar Jóhannesdóttur.

Hólmfríður Jósefína Einarsdóttir (1903-1950)

  • S03468
  • Person
  • 17.06.1903-22.08.1950

Hólmfríður Jósefína Einarsdóttir, f. 17.06.1903, d. 22.08.1950. Foreldrar: Einar Jónsson, bóndi í Brimnesi og kona hans Margrét Símonardóttir. Hólmfríður ólst upp með foreldrum sínum í Brimnesi. Árið 1921 tók móðir hennar sig upp og sigldi með þær systur til Danmerkur til að afla þeim frekari menntunar. Þar voru þær í nokkur ár, gengu í menntaskóla, lýðháskóla og gekk Hólmfríður í teikni- og hannyrðaskóla. Hún lauk þaðan prófi sem handavinnukennari 1924. Þá um sumarið fékk hún lömunarveiki og náði aldrei fullri heilsu aftur. Haustið 1924 hófu þær systur að stunda handavinnukennslu í Reykjavík. Eftir að Sigurlaug giftist og flutti burt hélt Hólmfríður því áfram þar til hún veiktist af krabbameini sem varð banamein hennar.
Hólmfríður var hannyrðakennari. Hún var ógift og barnlaus.

Hallur Pálsson (1898-1979)

  • S01781
  • Person
  • 18. mars 1898 - 23. ágúst 1979

Foreldrar: Páll Pálsson lengst af b. í Garði í Hegranesi og k.h. Steinunn Hallsdóttir. Hallur fluttist með foreldrum sínum í Framnes vorið 1920 þar sem hann kynntist konuefni sínu, Kristínu Sigtryggsdóttur. Þau hófu búskap á hluta Framness 1922 og bjuggu þar í tvö ár. Þaðan fóru þau í Brimnes þar sem þau virðast hafa dvalið í tvö ár. Árið 1926 festu þau kaup á hluta Garðs í Hegranesi þar sem þau bjuggu til 1937 er þau fluttu til Akureyrar. Á Akureyri starfaði Hallur í Skinnaverksmiðjunni. Vorið 1946 fluttu þau suður til Reykjavíkur þar sem Hallur fékk starf sem fangavörður í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Árið 1955 hóf hann störf sem verkstjóri hjá Trésmiðjunni Víði og starfaði þar í tíu ár. Hallur og Kristín eignuðust ekki börn en tóku tvö fósturbörn.

Alda Björk Konráðsdóttir (1942-2007)

  • S03535
  • Person
  • 08.09.1942-21.11.2007

Alda Björk Konráðsdóttir, f. á Tjörnum í Sléttuhlíð 08.09.1942, d. 21.11.2007. Foreldrar: Konráð Ásgrímsson (1917-2000) og Guðrún Þorsteinsdóttir (1918-). Alda ólst upp í Sléttuhlíð og á Höfðaströnd í Skagafirði. Hún fór ung að heiman og vann ýmist verslunarstörf, m.a. á Sauðárkróki og í Reykjavík. Hún og Trausti hófu búskap á Laufskálum 1964. Eftir að þau brugðu búi árið 1982 starfaði Alda við Bændaskólann á Hólum í 15 ár, en á Hólum bjuggu þau til ársins 1999, er þau fluttu á Sauðárkrók. Þar vann Alda í fiskvinnslu og síðar á Heilbrigðisstofnuninni, þar til hún lét af störfum sökum veikinda. Í Hjaltadal var Alda virk í kvenfélaginu og söng um árabil í kirkjukór Hóladómkirkju.
Maki: Jón Trausti Pálsson (1931-2019). Þau eignuðust þrjú börn.

Una Þorbjörg Árnadóttir (1919-1982)

  • S00394
  • Person
  • 28.05.1919 - 05.02.1982

Una Þorbjörg Árnadóttir fæddist á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal 28. maí 1919.
Hún fluttist með foreldrum sínum á Sauðárkrók árið 1964. Verkakona þar og rithöfundur. Eftir hana liggja skáldsögurnar Bóndinn í Þverárdal (1964) og Enginn fiskur á morgun (1969). Einnig birtust eftir hana smásögur, ljóð og framhaldssögur í Heima er bezt.
Hún var ógift og barnslaus.
Una lést að heimili sínu, Ægisstíg 6 á Sauðárkróki 5. febrúar 1982.

Hermann Jónsson (1938-2019)

  • S03526
  • Person
  • 13.11.1938-01.01.2019

Hermann Jónsson, f. í Móskógum í Fljótum 13.11.1938, d. 01.01.2019 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jón Guðmundsson (1900-1988) og Helga Guðrún Jósefsdóttir (1901-1971). Hermann ólst upp í foreldrahúsum í Fljótum, fyrstu árin í Móskógum en fluttist vorið 1940 að Molastöðum með fjölskyldu sinni. Hann vann ýmis störf til sjós og lands, var bóndi á Merkigili í Eyjafirði 1960-1965 og bóndi í Lambanesi í Fljótum 1965-2001. Hann var hreppsstjóri í Holtshreppi frá 1982 og síðan í Fljótahreppi til ársins 1998. Þau hjónin fluttu til Sauðárkróks haustið 2003 þar sem Hermann tók virkan þátt í félagsstarfi eldri borgara.
Maki: Auður Ketilsdóttir frá Finnastöðum (f. 1937). Þau eignuðust einn sön. Fyrir átti Hermann einn son, Hólmkel Hreinsson.

Páll Tómasson (1797-1881)

  • S03713
  • Person
  • 23.11.1797-10.11.1881

Prestur. Útskrifaður frá Bessastaðaskóla 1827. Fékk Grímsey árið 1828 og fékk Miðdal árið 1834 en missti þar prestskap vegna hórdómsbrots. Fékk uppreisn 1843 og Knappstaði í Fljótum 19. júní 1843. Fékk þar lausn frá prestskap 28. mars 1881 frá fardögum. Hann þótti mikill tápmaður en heldur óprestlegur. Eru af honum ýmsar sagnir.

Jón Jónsson (1853-1928)

  • S02815
  • Person
  • 16. nóv. 1853-21.10.1928

Jón Jónsson, f. 16.11.1853 á Marbæli í Óslandshlíð. Foreldrar: Jón Gíslason, þáverandi bóndi á Marbæli og fyrri kona hans Ingibjörg Jónsdóttir. Jón var 6 ára er hann missti móður sína. Ólst hann eftir það upp hjá föður sínum og stjúpmóður. Nokkru eftir fermingu reri hann með föður sínum nokkrar Drangeyjarvertíðir. Skömmu eftir tvítugt fór hann í vinnumennsku að Brimnesi í Viðvíkursveit til Sigurlaugar Þorkelsdóttur frá Svaðastöðum og var þar í 6 ár. Flest vorin þar fór hann á vertíðir við Drangey. Eitt ár var hann vinnumaður í Djúpadal og einnig var hann sauðamaður á Sólheimum í Blönduhlíð. Fór um 1887 til föður síns að Þorleifsstöðum en 1889 vinnumaður til Stefáns Eiríkssonar bónda á Höskuldsstöðum. Kvæntist þar og átti þar heimili til æviloka. Maki: Jóhanns Eiríksdóttir, f. 22.03.1864, frá Bólu. Þau eignuðust tvo syni.

Friðbjörn Finnur Traustason (1889-1974)

  • S01726
  • Person
  • 3. feb. 1889 - 23. des. 1974

Foreldrar: Geirfinnur Trausti Friðfinnsson og Kristjana Hallgrímsdóttir. Friðbjörn ólst upp hjá foreldrum sínum og vann að búi þeirra í Köldukinn og kom með þeim að Hólum í Hjaltadal vorið 1905. Um fermingaraldur lærði Friðbjörn að leika á orgel hjá Sigurgeiri Jónssyni organista á Akureyri. Friðbjörn lauk búfræðiprófi frá Hólaskóla vorið 1907. Árið 1915 fluttist hann með foreldrum sínum að Hofi í Hjaltadal og tók við búi af föður sínum árið 1920. Árið 1928 brá Friðbjörn búi á Hofi og fluttist í Hóla, hafði þó ennþá byggingu á 2/3 hlutum jarðarinnar á Hofi til 1930, en leigði hana öðrum. Hann var hreppstjóri Hólahrepps 1918-1930. Haustið 1930 fluttist Friðbjörn suður, sagði af sér hreppstjórn og reiknaði með að setjast þar að. Ekkert varð þó af langdvölum hans þar og kom hann norður aftur árið eftir og settist að á Hólum þar sem hann átti heima til æviloka. Sýslunefndarmaður 1932-1946, oddviti Hólahrepps 1934-1962, formaður sóknarnefndar 1928-1935, lengi endurskoðandi sýslureikninga, Búnaðarsambands Skagfirðinga og fleiri félaga. Þá sat hann um árabil í stjórn Kaupfélags Austur- Skagfirðinga á Hofsósi. Hann var einn af stofnendum Sparisjóðs Hólahrepps 1910 og fyrsti starfsmaður hans, marga áratugi gjaldkeri sjóðsins. Friðbjörn sá um veðurathuganir á Hólum fyrir Veðurstofu Íslands frá 1955-1970, hafði bréfhirðingu og reiknishald lengi fyrir símstöðina á Hólum. Hann var ákveðinn fylgismaður Framsóknarflokksins og starfaði mikið í þágu hans. Friðbjörn var söngkennari við Hólaskóla í fjóra áratugi frá 1920 og lengur söngstjóri og organisti við Hóladómkirkju.
Friðbjörn var ókvæntur og barnlaus.

Geirfinnur Trausti Friðfinnsson (1862-1921)

  • S01098
  • Person
  • 18. maí 1862 - 11. júlí 1921

Foreldrar: Friðfinnur Jónas Jónasson og Guðrún Sigurðardóttir á Þóroddsstað í Köldukinn. Trausti kvæntist Kristjönu Guðnýju Hallgrímsdóttur frá Fremsta-Felli í Köldukinn árið 1882, þau bjuggu að Fremsta-Felli í Köldukinn 1885-1891, að Hálsi í Fnjóskadal 1891-1893 og síðan að Garði í sömu sveit 1893-1905. Fluttust þá til Skagafjarðar þar sem Trausti tók við stjórn skólabúsins á Hólum og bjuggu þar 1905-1914 og á hluta jarðarinnar 1914-1915. Fóru þá búferlum að Hofi í Hjaltadal þar sem þau bjuggu til æviloka. Trausti var sýslunefndarmaður Hólahrepps 1907-1919, hreppsnefndaroddviti 1910-1916, hreppstjóri 1914-1921. Vann að jarðamati í Skagfirði árið 1920 ásamt Jóni Konráðssyni í Bæ og Jóni Jónssyni á Hafsteinsstöðum. Trausti og Kristjana eignuðust fimm börn saman, Trausti eignaðist son utan hjónabands með Dómhildi Jóhannsdóttur frá Hofi.

Tryggvi Guðlaugsson (1903-1994)

  • S01534
  • Person
  • 20. nóv. 1903 - 6. mars 1994

Tryggvi Guðlaugsson fæddist 20. nóvember 1903, sonur Guðlaugs Bergssonar b. á Skálá, Keldum og víðar í Sléttuhlíð og Jakobína Halldórsdóttir frá Bárðartjörn í Höfðahverfi (þau voru ekki í hjónabandi). Stjúpmóðir Tryggva var Helga Sigríður Pálsdóttir. Tryggvi var bóndi að Ysta-Hóli og síðar í Lónkoti í Sléttuhlíð. Meðfram bústörfum kom hann að ýmsum trúnaðar- og ábyrgðarstörfum fyrir sveitunga sína og var lengi í Sýslunefnd Skagafjarðar. Kona hans var Ólöf Oddsdóttir (1896-1976). Þau eignuðust 3 börn. 2 þeirra dóu við fæðingu og sonur þeirra, Oddur Steingrímur Tryggvason lést þegar hann var 24 ára. Tryggvi brá búi árið 1978 og fluttist þá á Sauðárkrók.

Elínborg Jónsdóttir (1886-1975)

  • S00615
  • Person
  • 23. júlí 1886 - 23. júlí 1975

Dóttir Jóns Guðmundssonar hreppstjóra á Sauðárkróki (1907-1920) og s.k.h. Guðnýjar Eggertsdóttur. Kvæntist Tómasi Gíslasyni kaupmanni á Sauðárkróki.

Anna Valgerða Claessen Briem (1889-1966)

  • S00216
  • Person
  • 22.08.1889-08.05.1966

Dóttir Jean Valgard Claessen kaupmanns á Sauðárkróki og landsféhirðis í Reykjavík og Önnu Margrétar Þuríðar Kristjánsdóttur Möller. Anna Valgerða ólst upp á Sauðárkróki í stórum systkinahópi. Kvæntist Ólafi Jóhanni Gunnlaugssyni Briem, síðar framkvæmdastjóra í Reykjavík. Anna Valgerða var húsfreyja í Reykjavík og starfaði m.a. sem píanókennari.
Anna Valgerða og Ólafur maður hennar voru systkinabörn en Frederike C.J. Claessen móðir Ólafs var systir Jean Valgard Claessen.

Pála Pálsdóttir (1912-1993)

  • S00419
  • Person
  • 25.10.1912 - 29.05.1993

Pála Pálsdóttir fæddist á Hofsósi 25. október 1912. Foreldrar hennar voru Páll Árnason og Halldóra Jóhannsdóttir í Ártúni á Höfðaströnd. Pála útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands 1933. Að námi loknu varð hún kennari, og skólastjóri um tíma, við Barnaskóla Súðavíkur. Þar kenndi hún til vors 1939, að undanskildu árinu 1935, en þá sótti hún kennaranámskeið við lýðháskólann í Askov í Danmörku og í Vadstena í Svíþjóð. Vorið 1939 var hún skipuð kennari við barnaskólann á Hofsósi og gegndi því starfi til 1975, síðar stundakennari til 1977. 11 ára gömul byrjaði hún að læra á orgel og var organisti við Hofskirkju og síðar Fellskirkju frá 1939-1960, einnig í Hofsóskirkju 1960-1972. Hún var frumkvöðull að stofnun Kvenfélagsins Öldunnar í Hofsósi árið 1951 og formaður þess til 1965 og síðan aftur frá 1975. Hún vann einnig töluvert fyrir Samband skagfirskra kvenna.
Hún sæmd hinni íslensku fálkaorðu árið 1983, sérstaklega fyrir framlag sitt til tónlistar og söngmenntunar.
Maður hennar var Þorsteinn Hjálmarsson (1913-1993) póst- og símstöðvarstjóri á Hofsósi, þau eignuðust níu börn.

Páll Sigurðsson (1904-1992)

  • S01729
  • Person
  • 3. júní 1904 - 25. des. 1992

Foreldrar: María Guðmundsdóttir og Sigurður Kristjánsson. Fæddist í Háakoti í Stíflu þar sem foreldrar hans bjuggu fyrstu æviár hans, síðar fluttust þau að Lundi í Stíflu. Páll fór í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur 1927. Stundaði nám hjá Sigurði Greipssyni í Haukadal 1929­-1930 og var í glímuflokki sem sýndi á Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930. Árið 1934 gerðist hann kennari við Hólaskóla og kenndi þar íþróttir allt til ársins 1963, að vetrinum 1936­-1937 undanskildum, er hann var við nám í Íþróttaskólanum á Laugarvatni. Bóndi á Hofi í Hjaltadal 1945-1963. Formaður Ungmennasambands Skagafjarðar 1939-­1942, kenndi sund víðsvegar um Skagafjörð um langt árabil, sat í hreppsnefnd Hólahrepps og var oddviti um skeið. Flutti ásamt konu sinni til Akureyrar árið 1963 þar sem þau unnu til ársins 1983, árið 1985 lá leið þeirra aftur heim í Skagafjörðinn og settust þau þá að á Sauðárkróki. Páll vann að mikilli heimildasöfnum fyrir Sögufélag Skagfirðinga og ritaði auk þess margt á eigin vegum. Páll kvæntist Önnu Aðalbjörgu Gunnlaugsdóttur frá Víðinesi í Hjaltadal, þau eignuðust þrjú börn.

Guðjón Sigurðsson (1908-1986)

  • S00174
  • Person
  • 03.11.1908-16.06.1986

Guðjón var fæddur að Mannskaðahóli á Höfðaströnd. Foreldrar hans voru Sigurður Sveinsson og Guðbjörg Þuríður Sigmundsdóttir. Þegar Guðjón var aðeins nokkurra mánaða gamall fór hann í fóstur til föðurbróður síns Sveinbjörns Sveinssonar og konu hans Önnu Hallfríðar Sölvadóttur í Hornbrekku á Höfðaströnd, síðar Á í Unadal. Í kringum árið 1928 fluttist hann til Sauðárkróks og hóf nám í bakaraiðn hjá Snæbirni Sigurgeirssyni bakarameistara. Árið 1931 lauk hann svo iðnskóla- og sveinsprófi í bakaraiðn frá kaupmannahöfn. Eftir það kom hann aftur til Sauðárkróks og starfaði hjá Snæbirni og tók svo við rekstri bakarísins að honum látnum. Guðjón giftist Ólínu Ingibjörgu Björnsdóttur frá Skefilsstöðum á Skaga og eignuðust þau saman þrjú börn. Fyrir átti Ólína fimm börn sem Guðjón gekk í föðurstað.
Guðjón tók ríkan þátt í félagsstarfi og starfaði í flestum félögum á Sauðárkróki. Árið 1946 var hann kjörinn í hreppsnefnd, síðar bæjarstjórn, fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og átti þar sæti óslitið til ársins 1974. Jafnframt var hann forseti bæjarstjórnar 1958-1966.

Franch Bertholt Michelsen (1913-2009)

  • S00074
  • Person
  • 31. des. 1913 - 7. júní 2009

Sonur Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. Starfaði sem úrsmíðameistari í Reykjavík.

Jens Pétur Eriksen (1903-1971)

  • S01294
  • Person
  • 16. október 1903 - 25. júlí 1971

Foreldrar: Pétur Eriksen skósmiður á Sauðárkróki og k.h. Ingibjörg Ólafsdóttir (Eriksen).
Verkamaður á Sauðárkróki 1930. Síðar kaupmaður í Reykjavík.
Maki: Sigríður Amalía Njálsdóttir, þau eignuðust eina dóttur.

Egill Bjarnason (1927-2015)

  • S00026
  • Person
  • 09.11.1927-15.04.2015

Egill Bjarnason var fæddur í Uppsölum í Akrahreppi, Skagafirði þann 9. nóvember 1927. Egill var Búfræðikandídat, héraðsráðunautur á Sauðárkróki og framkvæmdastjóri Búnaðarsambands og Ræktunarsambands Skagafjarðar um áratugaskeið. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum, var handhafi hinnar íslensku fálkaorðu, heiðursfélagi í Sögufélagi Skagfirðinga og hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín. Egill var búsettur á Öldustíg á Sauðárkróki. Kona hans var Anna Alda Vilhjálmsdóttir (f. 1928).
Egill lést á Sauðárkróki 15. apríl 2015.

Björn Egilsson (1905-1999)

  • S00042
  • Person
  • 7. ágúst 1905 - 2. mars 1999

Björn Egilsson fæddist á Sveinsstöðum í Tungusveit í Skagafírði 7. ágúst 1905. Hann lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 2. mars 1999. Foreldrar hans voru hjónin Egill Benediktsson, f. 13.5.1877, d. 23.2. 1960, og Jakobína Sveinsdóttir, f. 15.2.1879, d. 13.1. 1947, búandi á Sveinsstöðum. Björn ólst upp á Sveinsstöðum og var bóndi þar 1935-1945 og aftur 1949-1972. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, var m.a. oddviti Lýtingsstaðahrepps 1968 og sýslunefndarmaður sama hrepps 1971-1978. Hann var kjörinn heiðursfélagi Sögufélags Skagfirðinga 1985 og heiðursborgari Lýtingsstaðahrepps. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Haraldur Jónasson (1895-1978)

  • S00041
  • Person
  • 09.08.1895-30.04.1978

Haraldur var fæddur á Völlum í Vallhólmi, Skag. 9. ágúst 1895 en hann lést á Sauðárkróki 30. apríl 1978. Hann var bóndi, hreppstjóri og oddviti á Völlum í Vallhólmi, Skag. Síðast bús. í Seyluhreppi. Kona hans var Ingibjörg Bjarnadóttir (1892 - 1975 ) húsfreyja á Völlum. Þau giftust 01.06.1918. Ingibjörg ólst upp frá þriggja ára aldri hjá föðurbróður sínum Ástvaldi Jóhannessyni f. 1868 og konu hans Guðleifu Halldórsdóttur f. 1870.

Haraldur sótti nám í Unglingaskóla Árna Hafstað í Vík í Skagafirði. Síðan lá leið hans til Akureyrar, í Gagnfræðaskólann þar, og þaðan varð hann gagnfræðingur vorið 1915.
Hann var kjörinn í hreppsnefnd Seyluhrepps árið 1925 og átti þar sæti í 45 ár samfellt, til ársins 1970 að hann baðst undan endurkosningu vegna sjóndepru. Oddviti hreppsnefndar var hann nær allan þann tíma eða frá 1935. Árið 1943 var Haraldur skipaður hreppstjóri í Seyluhreppi og gegndi hann því starfi einnig til ársins 1970, eða í hart nær þrjá tugi ára.

Jón Guðmundsson (1843-1938)

  • S01556
  • Person
  • 7. ágúst 1843 - 2. feb. 1938

Foreldrar: Guðmundur Jónsson síðast b. í Brennigerði og k.h. Guðrún Pétursdóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum og var fyrirvinna á búi móður sinnar eftir að faðir hans lést. Bóndi í Brennigerði 1867-1870 og 1879-1897 er hann flutti til Sauðárkróks. Á árunum 1864-1867 og 1870-1879 var Jón þar húsmaður og leigði jörðina. Meðfram búskapnum sótti Jón sjóinn, fór á vetrarvertíðir á Suðurlandi og vorvertíðir við Drangey. Hann tók einnig allmikinn þátt í verslunarmálum, fyrst með Pétri Sigurðssyni á Sjávarborg og síðar við Pöntunar- og Kaupfélag Skagfirðinga og var einn af stofnendum þess. Jón sat lengi í hreppsnefnd og var sýslunefndarmaður Sauðárhrepps hins forna frá 1887-1904 og hreppstjóri Sauðárkróks frá 1907-1920. Jón var nokkrum sinnum settur sýslumaður, hann var sæmdur fálkaorðunni árið 1938.
Kona 1: Valgerður Guðmundsdóttir frá Naustum á Höfðaströnd, þau eignuðust tvö börn. Valgerður lést árið 1876.
Kona 2: Guðný Eggertsdóttir frá Skefilsstöðum, þau eignuðust tvö börn saman.
Jón eignaðist dóttur utan hjónabands með Guðbjörgu Sölvadóttur frá Skarði.

Ragnheiður Dóra Árnadóttir (1933-2020)

  • IS-HSk
  • Person
  • 08.07.1933 - 13.12.2020

Ragnheiður Dóra Árnadóttir, dóttir hjónanna Árna Jóns Gíslasonar (15.02.1904-13.08.1964), bifreiðarstjóra og síðar verslunarmanns hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki, og Ástrúnar Sigfúsdóttur (21.10.1897-02.11.1981) húsfreyju á Sauðárkróki. Bróðir Ragnheiðar var Sigfús Jón Árnason fyrrv. prófastur og kennari.
Ragnheiður fæddist í Vestmannaeyjum og fluttist ung með foreldrum sínum til Sauðárkróks, hún lærði hjúkrunarfræði og fluttist til Akureyrar, bjó og starfaði þar. Eiginmaður Ragnheiðar var Pétur Breiðfjörð Freysteinsson (16.09.1930-05.05.2019), gullsmiður á Akureyri.

Niðurstöður 3741 to 3773 of 3773