Sýnir 10 niðurstöður

Nafnspjöld
Steinn á Reykjaströnd

Árni Rögnvaldsson (1891-1968)

  • S03621
  • Person
  • 06.02.1891-05.04.1968

Árni Rögnvaldsson, f. á Ríp í Hegranesi 06.02.1891, d. 05.04.1968 á Sauðárkróki. Foreldrar: Rögnvaldur Jónasson, b. síðast á Þröm á Langholti og sambýliskona hans Sigurlaug Þorláksdóttir húsfreyja.
Árni ólst upp hjá foreldrum sínum sem bjuggu á Rein, Steini, Jaðri og síðast á Þröm á Langholti frá 1910-1916, en þá fluttu þau með Árna að Hólkoti (nú Birkihlíð). Árni bjó í Hólkoti frá 1916-1920, á Hafragili í Laxárdal 1920-1921 og á Selnesi á Skaga 1921-1923. Þegar hann hætti búskap fluttist hann til Sauðárkróks ásamt konu sinni og bjó þar til æviloka. Þar stundaði hann sjómennsku og daglaunavinnu sem gafst þess á milli. Auk þess áttu þau hjónin oftast nokkrar skepnur.
Maki: Margrét Jónasdótir (1883-1972). Þau eignuðust eina dóttur

Friðvin Jóhann Svanur Jónsson (1932-1999)

  • S01857
  • Person
  • 11. jan. 1932 - 5. jan. 1999

Foreldrar hans voru Jón Jónsson og Sigfríður Jóhannsdóttir á Daðastöðum og síðar Steini á Reykjaströnd. Friðvin starfaði sem vélstjóri á togurum fiskiðjunnar Skagfirðings hf. Kvæntist Ingibjörgu Vilhjálmsdóttur, þau voru búsett á Hofsósi og eignuðust fimm börn.

Guðmundur Lárusson (1903-2001)

  • S02019
  • Person
  • 23. apríl 1903 - 17. júlí 2001

Guðmundur Lárusson fæddist á Skarði í Skarðshreppi í Skagafirði 23. apríl 1903. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Björg Sveinsdóttir húsfreyja frá Finnstungu í Bólstaðarhlíðarhreppi í Húnavatnssýslu og Lárus Jón Stefánsson, bóndi á Skarði. ,,Guðmundur var hjá foreldrum sínum til níu ára aldurs, en fluttist þá með Sveini bróður sínum að Steini í Skarðshreppi þegar hann hóf búskap þar, og var hjá honum til 21 árs aldurs, er hann flutti aftur heim að Skarði. Guðmundur flutti til Reykjavíkur 1941. Eftir að Guðmundur flutti til Reykjavíkur vann hann um tíma fyrir breska setuliðið, en fór fljótlega að vinna fyrir Ölgerðina Egil Skallagrímsson og vann þar meðan heilsa leyfði eða til 74 ára aldurs. " Hinn 31. júlí 1943 kvæntist Guðmundur Jófríði Gróu Sigurlaugu Jónsdóttur frá Litlu-Hvalsá í Bæjarhreppi í Strandasýslu, þau eignuðust þrjá syni.

Halldór Maríus Svanur Jónsson (1934-2010)

  • S01855
  • Person
  • 10. des. 1934 - 3. mars 2010

Halldór Maríus Svanur Jónsson fæddist á Daðastöðum á Reykjaströnd 10. desember 1934. Foreldrar hans voru Sigfríður Jóhannsdóttir og Jón Jónsson, bóndi á Daðastöðum og síðar á Steini á Reykjaströnd. Halldór flutti 1946 með foreldrum sínum í Stein á Reykjaströnd og hóf þar búskap og var bóndi alla sína tíð en vann einnig utan heimilis samhliða búskapnum. Halldór starfaði sem fláningsmaður um langt árabil við sauðfjárslátrun í gamla Sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. Halldór vann hjá Fiskiðju Skagfirðinga frá 1980 allt til ársins 2005. Í fyrstu starfaði hann við löndun og síðar við skreiðarverkun. Halldór sinnti einnig ýmsum félagsmálum. Halldór kvæntist árið 1968 Höllu Kristrúnu Guðmundsdóttur frá Veðramóti, þau eignuðust fjögur börn.

Jón Jónsson (1893-1962)

  • S01854
  • Person
  • 16. mars 1893 - 11. feb. 1962

Foreldrar: Jón Jónsson b. Efra-Nesi og k.h. María Jóhannsdóttir. Ársgömlum var Jóni komið í fóstur til hjónanna Sigurfinns Bjarnasonar og Jóhönnu Sigurðardóttur er þá bjuggu á Herjólfsstöðum í Laxárdal, síðar á Meyjarlandi á Reykjaströnd. Bóndi á Ingveldarstöðum syðri á Reykjaströnd 1916-1921, á Daðastöðum á Reykjaströnd 1921-1946 og á Steini á Reykjaströnd 1946-1962. Jón var um áratugaskeið póstur á Reykjaströnd frá árinu 1928, forðagæslumaður og baðstjóri sauðfjárböðunar, einnig formaður í Lestrarfélagi Skarðshrepps sem á þeim árum gegndi að nokkru hlutverki ungmennafélags. Jón kvæntist Sigfríði Jóhannsdóttur frá Hóli á Skaga, þau eignuðust fimm börn.

Páll Ingi Svanur Jónsson (1925-2002)

  • S01853
  • Person
  • 20. mars 1925 - 2. mars 2002

Foreldrar: Jón Jónsson b. á Steini á Reykjaströnd og k.h. Sigfríður Jóhannsdóttir. Fæddist á Daðastöðum á Reykjaströnd þar sem foreldrar hans bjuggu til 1946 er þau fluttu að Steini á Reykjaströnd. Rafvirki á Akureyri. Kvæntist Þórveigu Hallgrímsdóttur.

Pétur Lárusson (1892-1986)

  • S00745
  • Person
  • 23. mars 1892 - 4. maí 1986

Sonur Lárusar Stefánssonar b. í Skarði og s.k.h. Sigríðar B. Sveinsdóttur. Pétur hóf ungur búskap í Kálfárdal. 1923-1926 stundaði hann ýmsa daglaunavinnu, m.a. á Sauðárkróki, Siglufirði og víðar. Árið 1926 keypti hann jörðina Ytri-Ingveldarstaði og bjó þar í eitt ár. Það ár kvæntist hann Kristínu Danivalsdóttur frá Litla-Vatnsskarði. Árið 1927 keypti hann jörðina Stein á Reykjaströnd þar sem hann bjó þar til hann brá búi árið 1946 og fluttist til Keflavíkur. Eftir að þangað kom vann Pétur mest við skipasmíðar en gerðist síðar húsvörður við barnaskólann í Keflavík. Pétur og Kristín eignuðust fimm börn.

Sigfríður Jóhannsdóttir (1896-1971)

  • S01856
  • Person
  • 8. ágúst 1896 - 17. mars 1971

Foreldrar: Jóhann Jónatansson b. á Hóli á Skaga o.v. og sambýliskona hans Valgerður Ásmundsdóttir. Sigfríður ólst upp með foreldrum sínum á Sævarlandi, Hóli, Kelduvík og Selnesi. Var í vinnumennsku á Skaga, í Húnavatnssýslum, í Reykjavík, á Akureyri, að Veðramóti í Gönguskörðum og loks á Ingveldarstöðum syðri á Reykjaströnd þar sem hún kynntist mannsefni sínu, Jóni Jónssyni. Þau bjuggu á Ingveldarstöðum syðri á Reykjströnd 1916-1921, á Daðastöðum á Reykjavík 1921-1946 og á Steini 1946-1962. Sigfríður og Jón eignuðust fimm börn.

Sigríður Björg Sveinsdóttir (1865-1957)

  • S00747
  • Person
  • 15. júní 1865 - 5. ágúst 1957

Foreldrar: Sveinn Sigvaldason og Ingibjörg Hannesdóttir á Steini á Reykjaströnd, síðar á Árbæ á Sauðárkróki. Húsfreyja á Skarði í Gönguskörðum, seinni kona Lárusar Stefánssonar, þau eignuðust saman 12 börn. Með fyrri konu sinni átti Lárus þrjú börn og tvö utan hjónabands.

Sigurfinnur Jónsson (1930-)

  • S01852
  • Person
  • 11. mars 1930

Foreldrar: Jón Jónsson b. á Steini á Reykjaströnd og k.h. Sigfríður Jóhannsdóttir. Finni er fæddur á Daðastöðum á Reykjaströnd þar sem foreldrar hans bjuggu til 1946 er þau fluttu að Steini á Reykjaströnd. Línumaður og síðar verkstjóri hjá Rarik, búsettur á Sauðárkróki. Kvæntist Maríu Jóhannsdóttur frá Daðastöðum.