Showing 6399 results

Authority record

Sölvi Jónsson (1879-1944)

  • S02628
  • Person
  • 24. ágúst 1879 - 10. okt. 1944

Sölvi fæddist að Völlum í Vallhólmi. Foreldrar: Jón Stefánsson bóndi á Völlum, Skinþúfu og víðar og Ragnheiður Þorfinnsdóttir. Sölvi ólst upp með foreldrum sínum, þar til faðir hans og hálfbræður fluttust til vesturheims um aldamótin 1900. Eftir 1896 dvaldist Halldór Einarsson áður bóndi á Íbishóli, á Völlum og hjá honum lærði Sölvi járnsmíði. Árið 1900 réðst hann vinnumaður til sr. Jóns Magnússonar sem fluttist að Ríp í Hegranesi. Frá Ríp fluttist Sölvi til Sauðárkróks árið 1902 og bjó þar til dánardægurs. Fyrstu árin stundaði Sölvi járnsmiði en vorið 1907 bað Gránufélagið hann að fara til Akureyrar og kynna sér gæslu og viðhald mótorvéla. Samningar tókust um þetta og tók Sölvi við vélstjórn á bát félagsins "Fram", er hann kom til Sauðárkróks sumarið 1907 og hafði hann það starf á hendi til ársins 1914, er báturinn var seldur til Hríseyjar. Nokkru síðar var keyptur til Sauðárkróks vélbáturinn Hringur og var Sölvi vélstjóri á honum á sumrum og fram á haust. 1922 gerðist han gæslumaður og stöðvarstjóri við rafstöð, sem fékk afl sitt frá mótorvélum. Árið 1933 er reist vatnsaflstöð fyrir Sauðárkrók og tók hann við stjórn þeirrar stöðvar og hafði hana á hendi til ársins 1942, að hann lét af störfum vegna veikinda. Sölvi kvæntist Stefaníu Marínu Ferdinandsdóttur frá Hróarsstöðum í Vindhælishreppi, þau eignuðust sjö börn ásamt því að ala upp bróðurson Stefaníu.

Sölvi Helgason (1820-1895)

  • S01403
  • Person
  • 16. ágúst 1820 - 27. nóv. 1895

,,Sölvi Helgason fæddist á bænum Fjalli í Sléttuhlíð við austanverðan Skagafjörð 16. ágúst árið 1820. Foreldrar Sölva voru Helgi Guðmundsson og Ingiríður Gísladóttir. Þegar Sölvi var fjögurra ára missti hann föður sinn. Hann bjó ekki hjá móður sinni frá sex ára aldri heldur var vistaður á hinum og þessum bæjum á svæðinu. Móðir hans dó svo þegar Sölvi var fjórtán ára. Munnmælasögur segja Sölva snemma hafa verið ófyrirleitinn og óþægan en sýnt nokkur merki um gáfur. Einnig eru til sögur um að hann hafi hlotið illa meðferð sem barn og nokkuð harkalegt uppeldi. Björn Þórðarson hreppstjóri á Ysta-Hóli lét ferma Sölva 16 ára gamlan. 18 ára er hann síðan sendur að Möðruvöllum í Hörgárdal til Bjarna Thorarensen skálds og amtmanns. Þar er hann í það minnsta í eitt ár áður en hann fer austur í Þingeyjar- og Múlasýslur. Þaðan fór hann svo að flakka um landið. Í október árið 1843 var Sölvi tekinn fastur í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Reglur um vistarskyldu voru í gildi og því mátti ekki ferðast um nema með leyfi frá sýslumanni; reisupassa eða vegabréf. Sölvi hafði undir höndum falsað vegabréf og var dæmdur 8. mars 1845 fyrir falskan reisupassa og flakk. Refsing hans var milduð í 27 vandarhögg og 8 mánaða gæslu. Í mars 1850 var Sölvi aftur tekinn fastur fyrir stuld á bókum og buxnagarmi. Hann var svo dæmdur til að hljóta 20 vandarhögg fyrir flakk og lausamennsku þar sem ekki tókst að sanna á hann stuldinn. 1854 var Sölvi enn dæmdur, nú til þriggja ára betrunarvistar í Kaupmannahöfn, fyrir að virða ekki vistarband og að hafa sennilega stolið hinu og þessu, aðallega bókum. Árið 1858 kom hann aftur til Íslands og er sendur aftur í sveit sína. Þegar hann ræddi um dvöl sína í Danmörku seinna lét hann eins og hann hefði verið þar sem frjáls maður og hlotið mikinn frama. Sölvi hélt áfram að flakka um landið. Árið 1870 var hann dæmdur til að þola 3x27 vandarhögg fyrir flakk og þjófnað."

,,Sölvi var alltaf að mála myndir og skrifa eitthvað, bæði upp úr sjálfum sér og þýðingar á verkum erlendra meistara. Ljóst þykir af skrifum Sölva að hann var veikur á geði. Hann var t.d. haldinn ofsóknaræði einkum gagnvart veraldlegum höfðingjum. Þá sem höfði komið nálægt því að fá Sölva dæmdan kallaði hann öllum illum nöfnum og málaði jafnvel af þeim skrípamyndir og líkti við djöfulinn. Yfir hundrað myndir hafa varðveist en þær myndir eru oft skreyttir stafir, blómaskraut og sjálfsmyndir. Myndir Sölva eru oft með fagurlega dregnum línum og ótrúlega vönduðum litum miðað við hvaða aðstæður þær hafa verið teiknaðar. Skrif Sölva eru af ýmsu tagi. Má þar nefna spekimál, hugleiðingar, sagnfræði, vísindalegar upplýsingar, frásagnir af því þegar hann reyndi að kristna landið og Frakklandssaga. Hann skrifaði líka um ferðir sínar þegar hann sagðist vera að ferðast um landið til að sinna vísindarannsóknum."

,,Sölvi eignaðist dótturina Stefaníu Kristínu með Júlíönu Sveinbjörnsdóttur. Stefanía fór til Vesturheims 1899."

Sölvi Guðmundsson (1868-1953)

  • S02726
  • Person
  • 17. okt. 1868 - 15. maí 1953

Foreldrar: Guðmundur Sölvason hreppstjóri og síðast b. á Fagranesi og kona hans Margrét Björnsdóttir frá Auðnum. Sölvi missti móður sína nýfæddur og ólst upp með föður sínum og eftir lát hans hjá Benedikt föðurbróður sínum, oddvita á Ingveldarstöðum. Bjó fyrst ókvæntur á parti af Ingveldarstöðum á Reykjaströnd en brá búi og flutti að Kálfárdal í Gönguskörðum og var þar í húsmennsku næstu árin. Maki: Sigurlaug Ólafsdóttir, f. 1865, frá Kálfárdal. Þau eignuðust átta börn en eitt dó á fyrsta ári. Eftir að Sölvi tók saman við heimasætuna Sigurlaugu fengu þau allan Kálfárdal til ábúðar og bjuggu þar 1896-1920, á Skíðastöðum 19320-1945. Dvaldi til skiptis hjá börnum sínum eftir að Stefán sonur hans tók við búi á Skíðastöðum. Átti lengi sæti í hreppsnefnd og var lendir deildarstjóri Kaupfélags Skagfirðinga í Skefilstaðahreppi.

Sölvi Guðmundsson (1806-1869)

  • S02730
  • Person
  • 1806 - 20. júní 1869

Foreldrar: Guðmundur Björnsson og Guðrún Þorkelsdóttir. Sölvi ólst upp í Skarði með foreldrum sínum þar til móðir hans lést 1834 og faðir hans brá búi. Bóndi í Skarði 1834-1841, á Sauðá 1841-1848 og á Sjávarborg 1848-1857. Þar missti hann konu sína og brá búi. Fluttist til Hofsóss og gerðist verslunarmaður við Hofsósverslun. Bóndi á Geirmundarstöðum 1863-1864 og á hluta Glæsibæjar 1864-1869 og Auðnum síðasta árið.
Maki 1: María Þorsteinsdóttir, f. 1808. Þau eignuðust sex börn sem upp komust.
Maki 2: Guðrún Ólafsdóttir, f. 1827. Þau eignuðust þrjú börn sem upp komust.

Sólveig Stefánsdóttir (1939-

  • S02616
  • Person
  • 10. júní 1939-

Fósturforeldrar: Friðbjörn Jónasson b. á Þrastarstöðum á Höfðaströnd o.v. og k.h. Sigríður Halldórsdóttir. Sólveig Stefánsdóttir var lengi ábúandi á Miðsitju í Blönduhlíð ásamt eiginmanni sínum Jóhanni Þorsteinssyni. Sólveig fluttist frá Miðsitju á Sauðákrók og síðast til Reykjavíkur þar sem hún er nú búsett.

Sólveig Soffía Jesdóttir (1897-1984)

  • S01295
  • Person
  • 12. október 1897 - 6. febrúar 1984

Var í foreldrahúsum á Hóli, Vestmannaeyjasókn 1910. Húsfreyja í Suðurgarði, Vestmannaeyjum 1930. Hjúkrunarkona í Vestmannaeyjum og Reykjavík

Solveig Sigurðardóttir (1868-1948)

  • S03299
  • Person
  • 1868-27.12.1948

Solveig SIgurðardóttir, f. 1868, d. 27.12.1948. Foreldrar: Sigurður SIgurðsson og Ingibjörg Hallgrímsdóttir. Þau bjuggu víða í vinnumennsku og húsmennsku.
Vinnukona í Flatatungu, systir Sesselju Sigurðardóttur (1872-1945) sem þar var húsmóðir frá 1899, gift Einari Jónssyni (1863-1950).
Solveig var ógift og barnlaus.

Solveig Pétursdóttir Eggerz (1876-1966)

  • S03023
  • Person
  • 1. apríl 1876 - 22. júní 1966

Fædd á Borðeyri við Hrútafjörð. Foreldrar: Pétur Friðriksson Eggerz og Sigríður Guðmundsdóttir. Húsfreyja á Völlum í Svarfaðardal.

Sólveig Kristjánsdóttir (1923-2012)

  • S00542
  • Person
  • 21. júní 1923 - 1. ágúst 2012

Sólveig Kristjánsdóttir fæddist á Sauðárkróki hinn 21. júní 1923. Hún var dóttir hjónanna Sigríðar Daníelsdóttur frá Steinsstöðum í Tungusveit og Kristjáns Inga Sveinssonar frá Stekkjarflötum í Austurdal. ,,Sólveig var í foreldrahúsum á Sauðárkróki til tvítugs, en flutti þá með þeim til Hríseyjar og seinna til Siglufjarðar. Hún flutti til Reykjavíkur 1951 og bjó þar með manni sínum til 1996 er hann andaðist. Hún bjó áfram í Reykjavík til 2004, en flutti þá til Sauðárkróks fyrst í eigin íbúð, en síðar á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks." Sólveig giftist Gunnari Guðmundssyni frá Hóli á Langanesi, þau eignuðust saman þrjá syni, fyrir áttu þau bæði einn son.

Sólveig Kristín Einarsdóttir (1939-

  • S02334
  • Person
  • 24. nóv. 1939-

Dóttir Einars Olgeirssonar alþingismanns og konu hans Sigríðar Þorvarðsdóttur. Sólveig býr í Ástralíu ásamt eiginmanni sínum. Er bóndi og rithöfundur.

Sólveig Jónsdóttir (1917-2007)

  • S02054
  • Person
  • 25. sept. 1917 - 9. jan. 2007

Sólveig Jónsdóttir fæddist í Smiðsgerði í Kolbeinsdal hinn 25. september 1917. Foreldrar hennar voru hjónin Hólmfríður Jónsdóttir frá Fornastöðum í Fnjóskadal og Jón Ferdinandsson, þau bjuggu um tíma í Smiðsgerði. ,,Sólveig giftist hinn 13. apríl 1941 Óla A. Guðlaugssyni frá Bárðartjörn í Höfðahverfi. Árið 1944 hófu Sólveig og Óli sinn búskap á Þórðarstöðum í Fnjóskadal. Fjórum árum síðar fluttust þau hjónin með dætrum sínum til Akureyrar að Lækjargötu 6 þar sem þau bjuggu í nokkur ár. Árið 1955 fluttust þau í Oddeyrargötu 10. Sólveig vann nokkur sumur í mjólkursamlagi KEA á Akureyri og þaðan lá leið hennar í klæðskeraverslun Sigurðar Guðmundssonar þar sem hún vann í nokkur ár. Árið 1974 fluttust Sólveig og Óli að Ásvegi 13 þar sem þau bjuggu til ársins 1994 er þau fluttu í Lindarsíðu 4. Þar bjuggu þau til ársins 2003." Sólveig og Óli eignuðust fjórar dætur.

Solveig Halldórsdóttir (1898-1989)

  • Person
  • 08.01.1898-31.08.1989

Solveig Halldórsdóttir, f. 08.01.1898, d. 31.08.1989. Foreldrar:

  1. jan. 1898 - 31. ágúst 1989
    Húsmóðir á Ysta-Hóli í Sléttuhlíð, síðast búsett á Akureyri.

Sólveig Erlendsdóttir (1900-1979)

  • S00378
  • Person
  • 22.10.1900-16.02.1979

Bjó að Reykjum í Torfalækjarhrepp. Kjörbarn hennar var Kristján Pálsson (1943-2011)

Sólveig Einarsdóttir (1904-1957)

  • S00992
  • Person
  • 11.08.1904-09.09.1957

Foreldrar: Einar Jónsson b. á Varmalandi, og k.h. Rósa Gísladóttir. Sólveig ólst upp í foreldrahúsum á Varmalandi en þegar faðir hennar lést árið 1922 fór hún að vinna fyrir sér á ýmsum bæjum var m.a. vinnukona á Stóra Vatnsskarði 1925-1926. Sólveig var einstaklega nærfærin við skepnur og bráðlagin hestakona. Kvæntist Árna Árnasyni frá Stóra-Vatnsskarði og þar bjó hún til dauðadags. Sólveig og Árni eignuðust tvö börn.

Sólveig Bjarnadóttir (1925-

  • S02402
  • Person
  • 30. mars 1925-

Sólveig fæddist á Grímsstöðum í Goðdalasókn í Skagafirði 30. mars 1925. Dóttir Bjarna Kristmundssonar og Kristínar Sveinsdóttur. Fyrri maður Sólveigar var Kári Húnfjörð Guðlaugsson, hann lést 1952, þau eignuðust tvö börn. Seinni maður hennar var Karl Jónatansson, hann lést 1997. Þau eignuðust þrjú börn. Sólveig bjó lengst af á Nípá í Köldukinn ásamt eiginmanni og börnum, en býr nú á Akureyri.

Solveig Arnórsdóttir (1928-)

  • S01232
  • Person
  • 25.05.1928

Foreldrar: Arnór Sigurjónsson skólastjóri á Laugum og kona hans Helga Kristjánsdóttir.
Hún var kennari, búsett í Útvík í Staðarhreppi, Skagafirði, síðar á Dýjabekk á svipuðum slóðum.
Solveig hefur komið að ýmsum málum varðandi kvenfélögin í Skagafirði, verið m.a. ritari í stjórn Sambands skagfirskra kvenna og ritari í stjórn Kvenfélags Staðarhrepps.
Maður hennar er Sigmar Halldór Árnason Hafstað (1924-).

Sólrún María Magnúsdóttir (1857-1916)

  • S01174
  • Person
  • 9. sept. 1857 - 25. jan. 1916

Frá Fagranesi í Öxnadal. ,,Flutti sem vinnukona frá Ytrigerðum í Miklagarðssókn að Litlu-Hámundarstöðum á Árskógsströnd 1874 og síðan þaðan að Völlum í Svarfaðardal 1876. Vinnukona í Viðvík, Viðvíkursókn, Skag. 1880. Húsfreyja á Bakka í Viðvíkursveit, síðar í Hvammi í Hjaltadal, Skag." Kvæntist Sigurði Halldórssyni b. á Bakka í Viðvíkursveit, þau eignuðust tvö börn.

Sólrún Jónsdóttir (1957-

  • S02388
  • Person
  • 10. júní 1957-

Sólrún er hjúkrunarfræðingur, gift Ólafi Sigurðssyni. Býr í Mosfellsbæ.

Sólrún Jóna Steindórsdóttir (1943-

  • S02873
  • Person
  • 11. apríl 1943-

Foreldrar: Steindór Kristinn Steindórsson og Fjóla Soffía Ágústsdóttir. Læknaritari á Sauðárkróki. Kvæntist Gunnari Þóri Guðjónssyni. Nú búsett í Kópavogi.

Sólborg Rósa Valdimarsdóttir (1932-

  • S01329
  • Person
  • 05.01.1932

Dóttir Valdimars Konráðssonar b. í Brekku í Víðimýrarplássi, síðar verkamanns á Sauðárkróki og k.h. Ingibjargar Jóhannsdóttur frá Stóru-Gröf. Sólborg var lengst af búsett á Sauðárkróki en síðar í Reykjavík, starfaði á Hjúkrunarheimilinu Eir. Kvæntist Herði Guðmundssyni sjómanni og síðar verslunarmanni á Sauðárkróki.

Sólborg Hjálmarsdóttir (1905-1984)

  • S01684
  • Person
  • 9. júní 1905 - 28. mars 1984

Foreldrar: Rósa Björnsdóttir og Hjálmar S. Pétursson á Breið í Tungusveit. Kvæntist Guðmundi Sveinbjörnssyni árið 1937 og það sama ár fluttu þau að Sölvanesi í Neðribyggð þar sem þau bjuggu til ársins 1963. Sólborg stundaði ljósmóðurstörf í Lýtingsstaða- og Akrahreppi samhliða bústörfum. Eftir að Guðmundur og Sólborg brugðu búi fluttu þau að Laugabóli í Lýtingsstaðahreppi og þaðan fluttu þau til Sauðárskróks, þau eignuðust sjö börn.

Sögufélag Skagfirðinga (1937- )

  • S03471
  • Organization
  • 1937-

Sögufélag Skagfirðinga er elsta héraðssögufélag landsins. Það var stofnað árið 1937 og, hefur síðan þá starfað óslitið. Fyrsta bókin sem út kom á vegum Sögufélags Skagfirðinga voru Ásbirningar eftir Magnús Jónsson prófessor. Bókin kom út árið 1939. Í kjölfarið fylgdi Landnám í Skagafirði eftir Ólaf Lárusson prófessor, árið 1940 og Frá miðöldum í Skagafirði eftir Margeir Jónsson frá Ögmundarstöðum árið 1941. Sögufélagið hefur gefið út meira en 100 rit um sögu Skagafjarðar.

Sofía Bogadóttir Smith (1878-1948)

  • S00900
  • Person
  • 6. okt. 1878 - 3. mars 1948

Fædd í Arnarbæli á Fellströnd. Kvæntist Magnúsi Guðmundssyni, sýslumanni Skagfirðinga og síðar ráðherra.

Soffía Jónsdóttir Claessen (1885-1966)

  • S01279
  • Person
  • 22. júlí 1885 – 20. janúar 1966

Fædd í Hafnarfirði. Lauk kennaraprófi frá Danmörku 1906 og réði sig það sama ár til starfa við Miðbæjarskólann í Reykjavík þar sem hún starfaði samfellt í 18 ár. Árið 1924 kvæntist hún Eggerti Claessen hæstaréttarlögmanni í Reykjavík, þau eignuðust tvær dætur.

Soffía Gísladóttir Árnason (1907-1994)

  • S00212
  • Person
  • 01.06.1907-28.05.1994

Soffía fæddist í Vestmannaeyjum 1. júní 1907. Hún var dóttir hjónanna Gísla J. Johnsen stórkaupmanns og konsúls og Ásdísar Önnu Gísladóttur. Ung að árum giftist Soffía Ísleifi Árnasyni, f. 20.4.1900, lögfræðingi, síðar lagaprófessor og borgardómara, d. 7.8.1962, þau eignuðust fjögur börn.

Snorri Þorfinnsson ehf. (1995-)

  • S03499
  • Organization
  • 1995-

"Fyrirtækið Snorri Þorfinnsson h.f. var stofnað af hópi fólks árið 1995 og stóð það fyrir fjármögnun verkefnisins og daglegum rekstri Vesturfarasetursins eftir opnun þess.
Endurbyggingu Gamla Kaupfélagshússins lauk árið 1996 og í samvinnu við safnstjóra Byggðasafns Skagafirðinga var komið þar upp sýningu sem nefnd var “Nýtt Land, Nýtt Líf” og er sýningin í eigu Byggðasafnsins. Í húsinu er einnig að finna stofu Stephan G. Stephanssonar þar sem safngestir geta fengið upplýsingar um líf og starf þessa íslensk-kanadíska skáldjöfurs. Byggingin var opnuð af forseta Íslandsvvið hátíðlega athöfn í júlí 1996. Gerður var samningur við Byggðasafnið um að það kæmi að öflun heimilda og sýninga um sögu afkomenda Vestur-Íslendinga.
Samningur við forsætisráðuneytið gerði það mögulegt árið 1999 að hefjast handa um nýja byggingu sem jók sýningarrýmið að miklum mun. Húsið var nefnt Frændgarður og var byggt í svipuðum stíl og gamla Pakkhúsið. Þar er að finna sýningarsal, ættfræðisetur, bókasafn, skrifstofu setursins og íbúð fyrir fræðimenn og aðra gesti. Forseti Íslands opnaði húsið árið 2000 og var við það tækifæri opnuð sýningin “Fyrirheitna landið”. Hún var unnnin í samvinnu við Íslendingafélagið í Utah og lýsir sögu um það bil 400 Íslendinga sem fluttust til Utah milli áranna 1852 til 1914. Þessi athyglisverða og velsótta sýning var síðan sett upp í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík árið 2004. Á sama tíma var opnuð ljósmyndasýningin “Þögul leiftur” í Frændgarði, sem hinn þekkti sagn- og ættfræðingur Nelson Gerrard er höfundur að.
Sumarið 2002 lauk byggingu Nýja-Konungsverslunarhússins og var það opnað af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Um leið var opnuð sýningin “Akranna skínandi skart” sem unnin var í samvinnu við afkomendur landnemanna í Pembina-sýslu í Norður-Dakóta. Þessi bygging er nánast eftirlíking af verslunarhúsinu sem stóð á sama stað samkvæmt gömlum ljósmyndum af þorpskjarnanum. Auk sýningarsvæðis á jarðhæð hússins er á annari hæð fjölnotasalur þar sem rúmast 50-60 manns á fundum eða í samkvæmishaldi.
Snorri Þorfinnsson ehf. hætti rekstri Setursins árið 2006 og Vesturfarasetrinu var breytt í sjálfseignastofnun. Fullyrða má, að með starfsemi setursins hafi tekist að rækta og styrkja vináttubönd við afkomendur landnemanna í Norður-Ameríku. Mikill fjöldi fólks hefur fundið og kynnst skyldmennum sínum handan við hafið og meðal Íslendinga hefur vaknað áhugi á þessum þýðingarmikla þætti í sögu lands og þjóðar. Margir afkomenda landnemanna finna hjá sér hvöt til að rækta tengsl við uppruna sinn og þann menningararf sem forfeður þeirra tóku með sér vestur um haf fyrir meira en öld síðan. Tilgangur Vesturfarasetursins er að veita grundvöll fyrir ræktun þessara tengsla og varðveita sameiginlega menningararf Íslendinga og afkomenda þeirra."

Snorri Sveinn Friðriksson (1934-1999)

  • S03476
  • Person
  • 01.12.1934-31.05.1999

Snorri Sveinn Friðriksson f. á Sauðárkróki 01.12.1934, d. 31.05.1999. Foreldrar: Fjóla Jónsdóttir frá Brattavöllum á Árskógsströnd og Fririk Júlússon verslunarmaður á Akureyri.
Maki: Dagný Björg Gísladóttir. Þau eignuðust þrjú börn.
Snorri lauk iðnskólaprófi frá Iðnskóla Sauðárkróks 1951 og myndlistarprófi frá Myndalista- og handíðaskóla Íslands 1958 og frá Konstfackskolan í Stokkhólmi 1961. Hann starfaði sem útlitsteiknari hjá Vikunni 1962-1969. Frá 1969 starfaði hann við leikmyndadeild Ríkissjónvarpsins og veitti deildinni forstöðu frá 1977.

Snorri Styrkársson (1958-)

  • S03557
  • Person
  • 20.02.1958

Snorri Styrkársson, f. í Reykjavík 20.02.1958.
Áður verkefnastjóri hjá KS. snú fjármálsrtjóri Fjarðarbyggðar.

Snorri Stefánsson (1878-1967)

  • S00950
  • Person
  • 23. des. 1878 - 23. júní 1967

Fæddur á Páfastöðum. Foreldrar hans voru Stefán Jónasson og Guðrún Ólafsdóttir. Móðir hans giftist síðar Alberti Kristjánssyni b. og oddvita á Páfastöðum. Snorri ólst upp hjá móður sinni og stjúpa á Páfastöðum fram yfir fermingaraldur. Útskrifaðist úr Möðruvallaskóla 1896, stundaði farkennslu á árunum 1902-1907. Lengst af bóndi í Stóru-Gröf á Langholti. Kvæntist Jórunni Sigurðardóttur frá Litlu-Gröf, þau eignuðust fimm börn.

Snorri Sigurðsson (1929-2009)

  • IS-HSk-S00147
  • Person
  • 15.04.1929-26.05.2006

Skógfræðingur og framkvæmdarstjóri skógræktarfélags Íslands.

Snorri Sigfússon (1884-1978)

  • S02495
  • Person
  • 31. ágúst 1884 - 13. apríl 1978

Snorri var fæddur á Brekku í Svarfaðardal, sonur hjónanna Önnu Sigríðar Björnsdóttur og Sigfúsar Jónssonar. Snorri lauk kennaraprófi frá Storð í Noregi; sótti einnig námskeið í Danmörku og Englandi. Hann var skólastjóri og námstjóri. Síðast búsettur í Reykjavík. Eiginkona hans var Guðrún Jóhannesdóttir.

Snorri Laxdal Karlsson (1915-2004)

  • S01676
  • Person
  • 1. okt. 1915 - 14. okt. 2004

Snorri Laxdal Karlsson fæddist á Bakka á Skagaströnd. Hinn 14. október 1939 kvæntist Snorri Jóhönnu Kristínu Guðmundsdóttur frá Efra-Apavatni í Laugardal, þau eignuðust þrjú börn. ,,Snorri starfaði stærstan hluta starfsævi sinnar sem slökkviliðsmaður á Reykjavíkurflugvelli. Hann stofnaði ásamt fleirum bifreiðastöðina Bæjarleiðir og var í stjórn hennar um árabil. Hann starfaði sem leigubílstjóri og ökukennari jafnframt slökkviliðsstörfum. Snorri var mikill áhuga- og athafnamaður um hrossarækt."

Snorri Lárusson (1899-1980)

  • S02003
  • Person
  • 26. ágúst 1899 - 6. maí 1980

Ritsímastjóri á Seyðisfirði 1930, símritari á Akureyri, síðast fulltrúi í Reykjavík.

Snorri Jóhannsson (1870-1941)

  • S02965
  • Person
  • 09.01.1870-09.06.1941

Snorri Lúðvík Guðmundur Jóhannsson, f. 09.01.1870 að Merkigili í Skagafirði, d. í Reykjavík 09.06.1941. Foreldrar: Jóhann Jónsson óðalsbóndi á Merkigili og kona hans Sigurbjörg Jónatansdóttir. Höfðu forfeður Snorra búið mann fram af manni á Merkigili. Snorri missti föður sinn ungur en móðir hans giftist Agli Steingrímssyni. Snorri gekk ungur á Möðruvallaskólann og lauk þar prófi. Fór síðan í Búnaðarskólann á Hólum og lauk einnig prófi þar. Var svo um tíma heima á Merkigili en sigldi um tíma til Kaupmannahafnar, dvaldi þar um skeið og nam verslunarfræði. Eftir að hann kom þaðan stundaði hann verslunarstörf um nokkurra ára bil á Norðurlandi, bæði á Sauðárkróki og Akureyri. Nokkru eftir aldamótin 1900 fluttist hann til Reykjavík og gerðist skrifstofumaður hjá klæðaverksmiðjunni Nýju Iðunni. Nokkru síðar gerðist hann starfsmaður í Útvegsbankanum hf. Og gengdi því starfi þar til hann hætti fyrir aldurssakir. Var auk þessa til fjölda ára stefnuvottur Reykjavíkur.
Maki: Guðborg Eggertsdóttir frá Staðarhóli. Þau eignuðust ekki börn saman. Fyrir átti Snorri eina dóttur, Brynhildi (f. 23.11.1890) með Ingibjörgu Erlendsdóttur. Brynhildur ólst upp hjá foreldrum hans og reisti síðar bú á Merkigili. Hún lést ung og lét eftir sig tvær dætur sem Snorri og kona hans ólu upp. Einnig ólu þau upp Snorra Jónasson loftskeytamann og Maríu Thorlacius.

Snorri Björnsson (1744-1807)

  • S01356
  • Person
  • 07.12.1744 – 22.06.1807

Faðir: Björn jónsson (1710-1763). Bóndi á Hjaltastöðum í Flugumýrarsók, Skag. 1801. Prestur á Ríp í Hegranesi 1770-1786 og á Hjaltastöðum í Hofstaðaþingum, Skag. frá 1786 til dauðadags.

Snorri Bessason (1862-1949)

  • S01612
  • Person
  • 18. sept. 1862 - 19. ágúst 1949

Snorri Bessason, f. 18.09.1862 á Knappstöðum í Fljótum, d. 19.08.1949 í Reykjavík. Snorri ólst upp að mestu hjá föður sínum og stjúpu í Kýrholti í Viðvíkursveit. Hann hóf búskap að Stóragerði í Óslandshlíð 1890-1893, að Hringveri 1893-1899, í Garðakoti 1899-1916 og í Enni 1916-18, er hann brá búi. Fluttist skömmu síðar til R.víkur, var lengi stefnuvottur þar og stundaði fleiri störf. Maki: Anna Björnsdóttir, f. 13.11.1867. Þau eignuðust fimm börn sem upp komust.

Snæbjörn Sigurgeirsson (1886-1932)

  • S00055
  • Person
  • 22. mars 1886 - 3. sept. 1932

Snæbjörn var fæddur að Grunnasundsnesi við Stykkishólm. Foreldrar hans voru Sigurgeir Snæbjörnsson og Ólafar Jónsdóttur. Árið 1900 hóf Snæbjörn að læra bakaraiðn á Ólafsvík, 18 ára sigldi hann svo til Kaupmannahafnar þar sem hann lauk sveinsprófi í bakaraiðn. Haustið 1913 fluttist hann til Sauðárkróks og tók við rekstri brauðgerðarhúss Guðrúnar Þorsteinsdóttur, þar sem nú er Aðalgata 25. Húsið keypti hann 1921 og rak þar bakarí allt til dauðadags. Jafnframt hafði hann búrekstur bakatil á lóðinni með fáeinar kýr og talsvert af hænum, því mikið þurfti af mjólk og eggjum til brauðgerðarinnar. Snæbjörn tók virkan þátt í leiklistarstarfi og söngmálum, var einn aðalhvatamaður að stofnun Skákfélags Sauðárkróks og var einn af stofnendum Slysavarnardeildarinnar. Jafnframt sat hann í hreppsnefnd frá 1916-1922.
Snæbjörn giftist Ólínu Ingibjörgu Björnsdóttur og eignuðust þau sex börn.

Snæbjörn Gunnar Guðmundsson (1924-2003)

  • S02415
  • Person
  • 9. mars 1924 - 2. feb. 2003

Snæbjörn Gunnar fæddist á Skjaldvararfossi 9. mars 1924. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson og Friðgerður Marteinsdóttir. Gunnar var bóndi á Skjaldvararfossi. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Snæbjörg Snæbjarnardóttir (1932-2017)

  • S01360
  • Person
  • 30. sept. 1932 - 16. feb. 2017

Hún var dóttir hjónanna Ólínu Ingibjargar Björnsdóttur og Snæbjörns Sigurgeirssonar, bakarameistara í Sauðárkróksbakaríi. Fósturfaðir hennar var Guðjón Sigurðsson, bakarameistari í Sauðárkróksbakaríi. Söngkona, söngkennari og kórstjóri. Stofnaði á sínum tíma Skagfirsku söngsveitina ásamt söngsveitinni Drangey. Kenndi söng í yfir 30 ár bæði í Tónlistaskóla Garðabæjar ásamt Söngskólanum í Reykjavík. Snæbjörg giftist Páli Kr. Péturssyni stýrimanni árið 1953, þau eignuðust eina dóttur. Þau slitu samvistum. Seinni eiginmaður Snæbjargar var Kaj A.W. Jörgensen kaupmaður, þau eignuðust tvö börn. Snæbjörg og Kaj ráku til fjölda ára Verslunina Snæbjörgu á Bræðraborgarstíg ásamt veisluþjónustu
og síðar Verslunina Skerjaver.

Slysavarnardeildin Hjálp (1944- Hólahreppi

  • S03750
  • Association
  • 1944-

Slysavarnadeildin Hjálp var formlega stofnuð 13.10.1944 í þeim tilgangi til að styðja Slysavarnarfélag Íslands í viðleitni þess til að koma í veg fyrir drukknanir og önnur slys, bæði með fjárframlögum og með því að stofna sérstaka slysavarnadeild í Hólahreppi. Fyrir stofnfundinn var safnað undirskriftir 50 einstaklinga sem skuldbundu sig til að ganga í félagið ef það yrði stofnað jafnvel það mætti ekki á sjálfan stofnfundinn. í forsvari fyrir stofnun félagsins var Anna Sigurjónsdóttir á Nautabúi og skýrði hún frá á fundinum að nokkur undirbúningu hefði verið að stofnun deildarinnar. Hefðu hreppsbúar af nær öllum heimilinum hreppsins með undirskrift sinni lýst fylgi sínu við stofnun slysavarnadeildarinnar. Á fundinum var lagðar fram tvær tillögur um árgjald félagsmanna, a) Árstillag verði krónur 2.00 og b) Árstillag verði króna 1.00 og verðlagsvísitala á hana eins og er á hverjum tíma. Á fundinum var tillaga a samþykkt
Lög Slysavarnadeildarinnar Hjálp voru samþykkt á fundi 4. nóvember 1945. Þar kemur fram að tilgangur deildarinnar er að styðja Slysavarnafélag Íslands í störfum þess, gefa stjórn þess allar þær upplýsingar um skipströnd, drukknanir og aðrar slysfarir er gerast á starfssvæði hennar jafnskjótt og þess er kostur og láta félaginu í té álit sitt um allt sem verða má félaginu og stefnumálum þess til eflingar og gagns.

Slysavarnadeildin Skagfirðingasveit (1932-

  • S00571
  • Organization
  • 1932-

Slysavarnadeildin Skagfirðingasveit var stofnuð á Sauðárkróki árið 1932. Þann 1. febrúar sama ár, var boðað til stofnfundar Skagafjarðardeildar í Slysavarnafélagi Íslands. Jónas Kristjánsson læknir setti fundinn og fundarstjóri var Sigurður Sigurðsson sýslumaður. Fyrir fundinn höfðu safnast 42 undirskriftir væntalegra félaga. Eftirfarandi stjórnarnefnd var kosin á fundinum: Jónas Kristjánsson formaður, Haraldur Júlíusson gjaldkeri og Hallgrímur Jónsson ritari. Endurskoðendur voru Þorvaldur Guðmundsson og Snæbjörn Sigurgeirsson. Stjórnin gaf deildinni nafnið Skagfirðingasveit.
Félaginu voru sett lög. Þar segir m.a.: „Björgunarsveitin heitir Skagfirðingasveit. Starfssvæði hennar nær frá Skagatá inn Skagann Skagafjarðarmegin, Skagafjarðardali vestan Héraðsvatna og austan út að Gljúfurá. Aðsetur hennar er Sauðárkrókur.“ Sveitin fékk brátt upptöku í Slysavarnafélag Íslands.

Slátursamlag Skagfirðinga hf.

  • S03749
  • Association
  • 1965-1986

Þessi fundagerðabók segir ekki frá upphafi félagsins, en kemur inn 25 ágúst 1965 þegar aðalfundur var haldin í Sláturfélagi Skagfirðinga h/f á Sauðárkróki. Formaður félagsins Bjartmar Kristjánsson setti fundinn og stjórnaði honum. Guðjón Jónsson flutti skýrslu stjórnarinnar. Hann minntist lauslega á þá erfiðleika sem Verslunarfélagið hefði átt við að etja að undanförnu og einnig það að vegna þeirra hefði verið horfið að því ráði á síðastliðnu ári að auka hlutafé í Slátursamlaginu og hefði það þegar borið talsverðan árangur. Einnig las Guðjón upp álitsgerð um það að Slátursamlagið h/f keypti sláturhús Verslunarfélags Skagfirðinga og yrði það síðan rekið sem sérstakt fyrirtæki. Síðan 2. sept. 1965 kom stjórn Slátursamlagsins ásamt stjórn V.E.S.S saman á fund og gekk frá kaupsamningi á Sláturhúsinu ásamt afsali hússins. Að því loknu ræddi stjórn samlagssins um væntanlegan rekstur sláturhússins. Það sem eftir var árs 1965 kom stjórnin saman 15 sinnum til umræðu um málefni félagsins og útvegun á fé, til greiðslu til bænda og starfsfólks í sláturhúsi.
( Þetta stendur í fundagerðabók er liggur í þessu safni.) LVj

Sláturfélag Skagfirðinga

  • S03756
  • Association
  • 1910 - 1920

Eins og segir í Saga Skagafjarðar, síðari hluti 2. bls. 34.: Sláturhúsi Skagfirðinga hafði verið komið á laggirnar að tilhlutan ýmissa félagsmanna K.S. eins og fyrr er getið (sjá I. b, bls. 156). og átti K. S. hluta í því og stóð það í nánum tengslum við Kaupfélagið fram yfir 1920, þótt sjálfseignastofnun væri. Þegar hin pólítíska óöld hófst, misstu kaupfélagsmenn undirtökin í sláturfélagi, kaupmenn og fylgismenn þeirra máttu sín meir. Þeir munu hafa séð að verslunaraðstöðu þeirra hrakaði ef þeir misstu tökin á stjórnartaumunum þar. Því hófst langvinn rimma um notkun sláturhússins og framtíð þess er freðkjötsmarkaðurinn hófst til vegs.
Látið er staðarnumið í sögu félagsins hér því fundargerðabók nær til ársins 1920 en vísa í heimildina Saga Skagafjarðar, Kristmundur Bjarnason. LVJ.

Skúli Vilhelm Guðjónsson (1895-1955)

  • S02456
  • Person
  • 26. nóv. 1895 - 25. jan. 1955

Foreldrar: Guðjón Gunnlaugsson b. í Vatnskoti (nú Svanavatn og Hegrabjarg) í Hegranesi og k.h. Guðrún Arngrímsdóttir. Prófessor í Kaupmannahöfn og ráðunautur danskra stjórnvalda um heilsufræðileg efni. K: Inge Melite, þau eignuðust þrjár dætur.

Results 851 to 935 of 6399