Sýnir 6400 niðurstöður

Nafnspjöld

Jakob Óskar Lárusson (1887-1937)

  • S02934
  • Person
  • 7. júlí 1887 - 17. sept. 1937

Var í Reykjavík 1910. Hóf ungur nám í Menntaskólanum í Reykjavík. Á þeim árum var Ungmennafélag Reykjavíkur stofnað og gerðist hann einn helsti áhrifamaður. Að loknu guðfræðinámi 1910 hélt séra Jakob vestur um haf til að vera prestur meðal landa vestra um stund. Árið 1913 kom hann heim aftur, og varði þá aleigu sinni til að kaupa og flytja heim fyrstu nothæfu bifreiðina, er hingað kom til lands. Gerðist hann nú prestur að Holti undir Eyjafjöllum og kvæntist Sigríði Kjartansdóttur. Varð þeim margra barna auðið. Vafalaust var séra Jakob meðal áhrifaríkustu og vinsælustu presta sinnar tíðar. Þegar Laugarvatnsskólinn tók til starfa haustið 1928, varð séra Jakob skólastjóri þar. Hann stýrði skólanum þó aðeins einn vetur, því að um þetta leyti tók hann að kenna alvarlegs sjúkdóms, er svipti hann starfsgetu skömmu síðar og þjáði hann til æviloka.

Ragnar Arnalds (1938-2022)

  • S03511
  • Person
  • 08.07.1938-15.09.2022

"Fæddur í Reykjavík 8. júlí 1938, dáinn 15. september 2022. Foreldrar: Sigurður Arnalds (fæddur 15. mars 1909, dáinn 10. júlí 1998) útgefandi og stórkaupmaður, sonur Ara Arnalds alþingismanns, og kona hans Guðrún Jónsdóttir Laxdal (fædd 1. mars 1914, dáin 7. september 2006) kaupkona. Maki (30. ágúst 1963): Hallveig Thorlacius (fædd 30. ágúst 1939) brúðuleikari. Foreldrar: Sigurður Thorlacius, sonur Ólafs Thorlaciusar alþingismanns, og kona hans Áslaug Kristjánsdóttir Thorlacius, bróðurdóttir Jónasar Jónssonar frá Hriflu alþingismanns og ráðherra. Dætur: Guðrún (1964), Helga (1967).
Stúdentspróf MR 1958. Nám í bókmenntum og heimspeki við sænska háskóla 1959–1961. Lögfræðipróf HÍ 1968. Hdl. 1968.
Kennari við Gagnfræðaskólann í Flensborg í Hafnarfirði 1958–1959. Settur kennari við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar í Reykjavík 1967–1969 og við Gagnfræðaskólann við Laugalæk 1969–1970. Settur skólastjóri við barna- og unglingaskólann í Varmahlíð í Skagafirði 1970–1972. Skipaður 1. september 1978 menntamála- og samgönguráðherra, lausn 12. október 1979, en gegndi störfum til 15. október. Skipaður 8. febrúar 1980 fjármálaráðherra, lausn 28. apríl 1983, en gegndi störfum til 26. maí.
Kosinn 1966 í nefnd til þess að athuga um lækkun kosningaaldurs. Formaður Alþýðubandalagsins 1968–1977. Skipaður 1971 í nefnd til að fjalla um vandamál niðursuðuiðnaðarins, formaður nefndarinnar. Í stjórn Framkvæmdasjóðs 1969–1971. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1971, 1984 og 1985. Í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins 1972–1978, formaður 1972–1974. Í stjórnarskrárnefnd 1972–1995. Skipaður í Kröflunefnd 1974. Í stjórn Byggðastofnunar 1988–1995. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1968, 1983 og 1986. Varafulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðsins 1986–1995. Formaður nefndar er samdi lagafrumvarp um listamannalaun og formaður nefndar er samdi lagafrumvarp um listaháskóla. Formaður byggingarnefndar bóknámshúss Fjölbrautaskólans á Norðurlandi vestra frá 1989. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1990–1991. Formaður stjórnar Kvikmyndasjóðs Íslands 1991–1993. Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna 2003–2010. Í bankaráði Seðlabanka Íslands síðan 1998. Í landsdómi 1999–2005.
Landskjörinn alþingismaður (Norðurlands vestra) 1963–1967, alþingismaður Norðurlands vestra 1971–1999 (Alþýðubandalagið, Samfylkingin).
Landskjörinn varaþingmaður (Norðurlands vestra). janúar–febrúar og nóvember–desember 1968 og maí 1969 (Alþýðubandalagið).
Menntamála- og samgönguráðherra 1978–1979, fjármálaráðherra 1980–1983.

  1. varaforseti Alþingis 1995–1999.
    Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1971–1975, 1979–1980, 1983–1987 og 1992–1995.
    Hefur samið nokkur leikrit, m. a. Uppreisn á Ísafirði (Þjóðleikhúsið 1986). Sveitasinfónía (Leikfélag Reykjavíkur 1988).
    Ritstjóri: Frjáls þjóð (1960), Dagfari (1961–1962 og 1964). Ný útsýn (1969)."

Kristín Perlmutter

  • Person

Kristín er dóttir Borgu sem er systurdóttir Ktistmundar

Gísli Jónsson (Hofi) (1925-2001)

  • Person
  • 1925-2001

Gísli var fæddur á Hofi í Svarfaðardal. Foreldrar hans voru Jón Gíslason bóndi og kona hans Arnfríður Anna Sigurhjartardóttir húsfreyja.
Gísli lauk stúdentsprófi frá MA 1946 og kandidatsprófi í norrænum fræðum frá HÍ 1953, einnig prófum í uppeldis-og kennslufræðum. Á námsárunum starfaði hann sem þingritari og sem kennari við við MA og síðar var hann skipaður í embættir 1953 og starfaði hann þar æ síðan.
Um tíma sá hann um að búa til prentunar bækur Kvöldvökuútgáfunnar á Akureyri. Gísli sá um tíma um útvarpsþáttinn Daglegt mál.
Hann var formaður Stúdendaráðs- og S

Kristmann Tómasson (1867-1941)

  • S02937
  • Person
  • 15. des. 1867 - 20. júlí 1941

Fiskmatsmaður og útvegsbóndi í Kristmannshúsi á Akranesi.

Grunnskóli Akrahrepps

  • IS-HSk-S02944
  • Félag/samtök
  • 1949-2006

Skólinn hét Grunnskóli Akrahrepps en gekk oft undir nafninu Akraskóli. Framan byggði skólahald í Akrahreppi á farkennslu eins og víða annars staðar. Kennaraskipti voru tíð og kennt á ýmsum bæjum. Um 1930 virðist koma meiri festa á skólahald í hreppnum. Líklega má rekja það til þess að árið 1927 var Gísli Gottskálksson ráðinn til kennslu í hreppnum og nokkrum árum síðar, eða 1934, var einnig Rögnvaldur Jónsson ráðinn sem kennari. Nú var kennslustöðum fækkað og m.a. var farið að kenna í þinghúsi hreppsins að Stóru-Ökrum. Á árunum 1949 til 1954 fór öll kennslan fram í þinghúsinu og tekinn upp skólaakstur. Aksturinn gekk ekki sem skyldi og því voru fyrri kennsluhættir teknir upp árið 1954. Árið 1961 var tekin í notkun viðbygging við gamla þinghúsið sem hlaut nú nafnið Héðinsminni. Húsið var byggt í þeim tilgangi að vera félagsheimili en þetta sama haust var skólahald aftur tekið upp í þinghúsinu/félagsheimilinu. Vorið 1989 var aftur hafist handa við að byggja við Héðinsminni en þessari viðbyggingu var ætlað að vera skólahúsnæði. Lauk framkvæmdum við skólahúsnæðið haustið 1992.

Kaupfélag Fellshrepps (1919-1939)

  • S02946
  • Einkafyrirtæki
  • 1919-1939

Hinn 17. nóvember árið 1918 komu flestir bændur í Fellshreppi saman á fund í þinghúsi hreppsins á Skálá til þess að ræða um úvegun á nauðsynjavörum handa hreppsbúum. Var ákveðið að stofna pöntunarfélag og voru stofnendur 20. Þann 24. sama mánaðar voru samþykkt lög fyrir félagið og því gefið nafn. Félagið hóf þó ekki starfsemi fyrr en 1919 og gekk þá í Samband íslenskra samvinnufélaga. Félagssvæðið var upphaflega aðeins Fellshreppur, síðan bættist Hofshreppur við. Fyrsta vörusendingin var sett á land í Haganesvík. Ein sending af vefnaðarvöru og leirtaui kom til Hofsóss, áður en félagið fékk þar húspláss og var varningurinn því fluttur í Mýrnavík sem varð fyrsta bækistöð og afgreiðsla félagsins varí sjóbúð sem hafði verið reist við víkina árið 1914. Árið 1919 keypti félagið verslunarleyfi og fékk lánaðan hjá Kaupfélagið Skagfirðinga skúr í Hofsósi. Var þetta allt mjög örðugt viðfangs þegar svo langt var á milli athafnastaða félagsins. Eftir þetta flutti Kaupfélag Fellshrepps starfsemi sína alfarið í Hofsós og 1922 keypti það verslunarhús Ólafs Jenssonar og Jóns Björnssonar á Sandinum í Hofsósi. Kaupfélag Fellshrepps varð síðan Kaupfélag Austur-Skagfirðinga.

Sigurður Árnason (1880-1959)

  • S02948
  • Person
  • 2. maí 1880 - 10. júní 1959

Foreldrar: Árni Sigurðsson (1835-1886) og Jóninna Þórey Jónsdóttir. Ólst upp í Höfnum með foreldrum og síðar móður. Gekk tvo vetur í Möðruvallaskóla. Fyrirvinna á búi móður sinnar þar um tíma frá um 1890 fram til 1913, er móðir hans fluttist í Stykkishólm. Óðalsbóndi í Höfnum 1913-1942. Flutti til Reykjavíkur 1942 og var þar síðan. Barnsmóðir: Guðríður Rafnsdóttir. Þau eignuðust soninn Árna. Sigurður giftist ekki en hafði ráðskonur fyrir búi sínu, þeirra á meðal Guðrúnu Stefánsdóttur sem var þar í 14 ár. Þau eignuðust dótturina Sigríði. Hún var síðar búsett í Reykjavík. Dvaldi Sigurður í húsi Guðrúnar frá því hann seldi Hafnir og flutti til Reykjavíkur til dánardags.

Sigurður Bjarnason (1915-2012)

  • S02949
  • Person
  • 18. des. 1915 - 5. jan. 2012

Sigurður Bjarnason, f. í Vigur í Ísafjarðardjúpi. Foreldrar: Bjarni Sigurðsson (1889-1974) hreppstjóri í Vigur og Björg Björnsdóttir (1889-1977) húsfreyja. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum í Vigur. Maki: Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari. Þau eignuðust tvö börn. ,,Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1936, lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1941 og lauk framhaldsnámi í lögfræði í Cambridge á Englandi 1945. Hann var ritstjóri Vesturlands 1942-59, ritstjóri Stefnis 1950-53, blaðamaður við Morgunblaðið frá 1941, stjórnmálaritstjóri Morgunblaðsins frá 1947 og aðalritstjóri blaðsins 1956-70. Hann var alþm. Norður-Ísafjarðarsýslu fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1942-59, varaþm. 1959-63 og alþm. Vestfjarðakjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1963-70. Hann var forseti neðri deildar Alþingis 1949-56 og 1963-70. Sigurður var skipaður sendiherra Íslands í Danmörku 1970-76 og jafnframt á Írlandi, í Tyrklandi og fyrsti sendiherra Íslands í Kína, var sendiherra í Bretlandi 1976-82 og jafnframt Írlandi, Hollandi og Nígeríu. Hann starfaði í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík 1982-85, var sendiherra á Kýpur frá 1983 og á Indlandi, Kýpur og í Túnis 1983-85. Sigurður vann mikið að heimkomu handritanna til Íslands sem sendiherra Íslands í Danmörku. Sigurður var formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands 1938-39, var formaður Stúdentafélags Reykjavíkur 1941- 42, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðar 1946-50, formaður Blaðamannafélags Íslands 1957-58, og formaður Norræna blaðamannasambandsins 1957-58, var stjórnarformaður menningarsjóðs blaðamanna 1946-62, sat í Útvarpsráði 1947-70 og var formaður þess 1959, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs 1953-59 og 1963-70, og var einn af forsetum ráðsins 1953-56, 1958- 59 og 1963-70, sat í Þingvallanefnd 1957-70 og var formaður Norræna félagsins 1965-70. Sigurður var formaður utanríkismálanefndar Alþingis um skeið, var skipaður í undirbúningsnefnd löggjafar um þjóðleikhús 1947, sat í endurskoðunarnefnd laga um skipun prestakalla og endurskoðunarnefnd íþróttalaga 1951, var kosinn í milliliðagróðanefnd 1951, í úthlutunarnefnd atvinnuaukningarfjár 1959-60, sat í úthlutunarnefnd listamannalauna 1961-66 og í stjórn Atvinnubótasjóðs, síðar Atvinnujöfnunarsjóðs 1962-70, skipaður í nefnd til að gera tillögur um framtíðarskipan ferðamála á Íslandi 1962 og í endurskoðunarnefnd hafnalaga 1966, í endurskoðunarnefnd laga um þingsköp Alþingis 1966 og skipaður í endurskoðunarnefnd laga um utanríkisráðuneyti Íslands og fulltrúa þess erlendis 1968. Hann sat á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1960-62. Sigurður skrifaði fjölda tímarits- og blaðagreina ásamt útvarpserindum um þjóðleg og söguleg efni. Hann var sæmdur fjölda orða og heiðursmerkja og sýndur annar sómi í viðurkenningarskyni fyrir margháttuð opinber störf sín."

Erlendur Sigmundsson (1916-2005)

  • S0
  • Person
  • 1916-2005

Erlendur var fæddur í Gröf á Höfðaströnd árið 1916. Foreldrar hans voru Sigmundur Sigtryggsson bóndi og síðar verslunarmaður á Siglufirði og kona hans Margrét Sigríður Erlendsdóttir húsfreyja, hún lést árið 1964. Þau eignuðust tvær dætur.
Erlendur kvæntist Ásu Jónsdóttur, þau skildu.
Árið 1973 kvæntist Erlendur Sigríði Símonardóttur.
Erlendur lauk stúdentsprófi 1938 frá MA og cand. theol. árið 1942 frá HÍ.
Hann var sóknarprestur í Seyðisfjarðarprestakalli 1942-1965 og prófastur í Norður - Múlaprófastsdæmi 1961-1965. Erlendur var stundakennari við barna-og unglingaskólann á Seyðisfirði 1942-1965 og biskupsritari 1967-1975. Hann var farprestur 1975-1982.

Eiríkur Kristinsson (1916-1994)

  • S0
  • Person
  • 1916-1994

Eiríkur var fæddur í Miðsitju í Blönduhlíð í Skagafirði. Foreldrar hans voru Kristinn Jóhannsson og Aldís Sveinsdóttir. Eiríkur varð cand. mag. í íslenskum fræðum árið 1944.
Lengst af stundaði hann kennslu, síðast á Akureyri.
Fyrri kona Eiríks var Stefanía Sigurjónsdóttir, þau skildu. Börn þeirra eru Kolbrún og Kristinn. Seinni kona hans var Sesselja Þorsteinsdóttir. Börn þeirra eru Ólöf Margrét, Birgir, Hólmfríður Ingibjörg og Einar Vilhjálmur.

FRÍ

Hannes Hannesson (1888–1963)

  • S02956
  • Person
  • 25. mars 1888 - 20. júlí 1963

Hannes Hannesson var fæddur á Hafsteinsstöðum í Staðarhreppi. Foreldrar hans voru Hannes Gottskálksson húsmaður í Kjartansstaðakoti á Langholti og barnsmóðir hans Steinunn Jónsdóttir vinnukona á Hraunum í Fljótum. Hannes fór í fóstur til Guðfinnu Guðlaugsdóttur og Jóns Sigurðssonar hreppsstjóra á Molastöðum, síðar Illugastöðum í Holtshreppi og ólst upp hjá þeim. Hannes lauk prófi frá Kennaraskóla Íslands vorið 1917 og fékkst við kennslu nánast óslitið næstu fjóra áratugina. Bóndi á Melbreið í Stíflu 1921-1963. Hannes tók fullan þátt í flestum menningar- og hagsældarmálum sveitarinnar, var einn af stofnendum Málfundarfélagsins Vonar í Stíflu og Ungmennafélags Holtshrepps. Jafnframt sat hann í sveitarstjórn Holtshrepps í 30 ár, ásamt því að sitja í skattanefnd, sóknarnefnd og í stjórn Samvinnufélags Fljóta. Hannes ritaði mikið af þjóðlegum fróðleik, skrifaði annála úr Fljótum, safnaði kveðskap, þjóðsögum og margskonar persónufróðleik. Hannes var giftur Sigríði Jónsdóttur (1900-1995) frá Melbreið og eignuðust þau átta börn.

Sigurjón Sigurðsson (1915-2004)

  • S02961
  • Person
  • 16. ágúst 1915 - 6. ágúst 2004

Fæddur í Reykjavík. Foreldrar: Sigurður Björnsson brunamálastjóri (1876-1947) og k.h. Snjólaug Sigurjónsdóttir (1878-1930). Maki: Sigríður Kjaran. Þau eignuðust sex börn.
Sigurjón varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1935 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslandds árið 1941. Hann kynnti sér skipulagningu og framkvæmd lögreglumála á Norðurlöndum og í Bretlandi árið 1948, í Bandaríkjunum árið 1952 og í Þýskalandi 1954. Starfaði um tveggja ára skeið hjá Sjóvártryggingafélagi Íslands en kom svo til starfa hjá lögreglunni í Reykjarvík árið 1944 sem fulltrúi. Settur lögreglustjóri í Reykjavík frá 1. Ágúst 1947 en skipaður í embættið í febrúar 1949 og gegndri stöðunni óslitið til ársloka 1985 er hann hætti fyrir aldurssakir. Hafði yfirumsjón með Bifreiðaeftirliti Ríkisins í rúma þrjá áratugi, var skólastjóri Lögregluskóla ríkisins í tvo áratugi og kenndi við skólann nokkuð fram á áttræðisaldur. Samhliða gengdi hann setudómarastörfum í ýmsum málum. Gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum. Eftir hann liggja rit tengd lögreglustörfum og umferðamálum. Hlaut hann fjölmargar heiðursviðurkenningar, m.a. íslenska fálkaorðu og gullmerki Lögreglufélags Reykjavíkur.

Skúli S. Thoroddsen (1890-1917)

  • S002962
  • Person
  • 24. mars 1890 - 23. júlí 1917

Fæddur á Ísafirði. Foreldrar: Skúli Thoroddsen, alþingismaður og skáld og Theodora Guðmundsdóttir Thoroddsen (1863-1954) húsmóðir og skáld. Unnusta: Guðrún Skúladóttir (1896-1950), þau eignuðust eina dóttur. Skúli tók stúdentspróf frá MR 1908 og lögfræðipróf frá HÍ 1914. Varð yfirréttamálaflutningsmaður 1915. Málaflutningsmaður á Ísafirði 1914-1915. Rak þar einnig smábátaútgerð. Yfirdómslögmaður í Reykjavík 1915-1917. Alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1916-1917, utan flokka.

Bergur Óskar Haraldsson (1926-2006)

  • S02966
  • Person
  • 8. nóv. 1926 - 17. ágúst 2006

Bergur Óskar Haraldsson fæddist í Sólheimum í Blönduhlíð í Skagafirði hinn 8. nóvember 1926. Hann var sonur hjónanna Haraldar Jóhannessonar, bónda á Bakka í Viðvíkursveit og konu hans Önnu Margrétar Bergsdóttur húsfreyju. ,,Bergur ólst upp hjá foreldrum sínum á Frostastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði. Hann lauk barnaskólaprófi frá Flugumýrarskóla í Blönduhlíð og búfræðiprófi 1945 frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal. Árið 1950 lauk Bergur sveinsprófi í pípulögnum frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann öðlaðist meistararéttindi í greininni 1953 og stundaði síðan framhaldsnám 1953-1954 við National Foreman Institute í Bandaríkjunum. Bergur starfaði hjá Gísla Halldórssyni pípulagningameistara á árunum 1945-51. Var hjá Sameinuðum verktökum og Íslenskum aðalverktökum 1951-64. Starfaði við fasteignasölu 1964-66 en hóf síðan störf hjá Félagi vatnsvirkja 1967 og vann þar uns hann lét af störfum sökum aldurs 1996. Þar var hann verklegur framkvæmdastjóri 1969-71 og þá framkvæmdastjóri til 1996. Bergur sat í stjórn Félags vatnsvirkja frá 1969-96, sat í stjórn Sameinaðra verktaka í 23 ár, þar af varaformaður og formaður í þrjú ár. Hann sat í stjórn Vatnsvirkjans hf. um árabil sem fulltrúi Félags vatnsvirkja. Bergur sat í stjórn Hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi og var formaður þess félags í tvö ár. Sat hann fjölmörg ársþing Landssambands hestamanna sem fulltrúi Gusts.
Bergur kvæntist Kristínu Láru Valdemarsdóttur sjúkraliða. Þau hófu sinn búskap í Reykjavík árið 1948 en fluttu í Kópavog árið 1956 og bjuggu þar síðan, þau eignuðust þrjú börn."

Stefán Sigurðsson (1893-1969) sýslumaður

  • S02969
  • Person
  • 22.08.1893-22.09.1969

Stefán Sigurðsson, f. í Vigur á Ísafjarðardjúpi, d. 22.08.1893, d. 22.09.1969. Foreldrar: Þórunn Bjarnadóttir og Sigurður Stefánsson prestur í Vigur. Stefán lauk gagnfræðaprófi frá Akureyri vorið 1911 og fór síðar í Verzlunarskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi. Vann síðan skrifstofu- og verslunarstörf á Ísafirði og stundaði einnig loðdýrarækt. Sat einnig í bæjarstjórn Ísafjarðar fyrir sjálfstæðisflokkinn árin 1925-1928.

Þorsteinn Jósepsson (1907-1967)

  • S02974
  • Person
  • 18. júlí 1907 - 29. jan. 1967

Fæddur á Signýjarstöðum í Borgarfirði. Foreldrar: Jósep G. Einarson bóndi þar og Ástríður Þorsteinsdóttir. Æskuárin dvaldist hann í foreldrahúsum en hleypti heimdraganum skömmu eftir tvítugsaldur. Fór fyrst til Reykjavíkur en síðan erlendis, þar sem hann ferðaðist víða um Evrópu og dvaldist m.a. í Þýskalandi og Sviss. Árið 1939 réðst hann blaðamaður að Vísi og starfaði þar óslitið til æviloka. Maki: Jósefína Gísladóttir. Þau eignuðust eina dóttur. Maki 2: Edith Wischatta frá Austurríki.
Þorsteinn gaf út bækurnar Ævintýri förusveins (1934), Undir suðrænni sól (1937), Tindar (1934), Týrur (1946), Í djörfum leik (1946). Einnig hið mikla staðfræðilrit, Landið þitt Ísland, sem kom út 1966. Var mikilvirkur bókasafnari og átti eitt stærsta og glæsilegasta bókasafn landsins í einkaeigu.

Þorsteinn Þorsteinsson (1884-1961)

  • S02976
  • Person
  • 23. des. 1884 - 15. feb. 1961

Fæddur á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð. Foreldrar: Þorsteinn Davíðsson (1843-1932) bóndi þar og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir (1840-1914).
Maki: Áslaug Lárusdóttir (1890-1956) húsmóðir.
,,Stúdentspróf MR 1910. Lögfræðipróf HÍ 1914. Yfirréttarmálaflutningsmaður 1914. Fékkst við ýmis lögfræðistörf ásamt sveitavinnu 1914–1917. Settur um stund 1914 sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Aðstoðarmaður í fjármálaráðuneytinu 1917–1920. Settur 1918 sýslumaður í Norður-Múlasýslu og bæjarfógeti á Seyðisfirði. Settur 1919 sýslumaður í Árnessýslu. Sýslumaður í Dalasýslu 1920–1954, sat í Búðardal. Átti heima í Reykjavík síðustu ár sín. Rak búskap á Staðarfelli, í Sælingsdalstungu og á Fjósum um skeið.
Eftirlitsmaður opinberra sjóða frá 1940 til æviloka. Sat í bankaráði Búnaðarbankans 1941–1957, í úthlutunarnefnd skáldastyrks og listamanna 1946–1959. Alþingismaður Dalamanna 1933–1937 og 1942–1949, landskjörinn alþingismaður (Mýramanna) 1937–1942 og (Dalamanna) 1949–1953 (Sjálfstæðisflokkur).
Ritaði meðal annars lýsingu Dalasýslu í Árbók Ferðafélags Íslands 1947 og Mýrasýslu 1953."

Stefanía Sigríður Stefánsdóttir (1857-1893)

  • S02978
  • Person
  • 10. des. 1857 - 7. júní 1893

Foreldrar: Stefán Ólafsson bóndi og hreppstjóri í Hvammkoti í Kópavogi og Guðríður Jónsdóttir. Stefanía hélt skóla fyrir ungar stúlkur á heimili sínu og kenndi þeim hannyrðir og fleira.
Maki: Arnór Árnason prestur. Þau bjuggu í Hvammi í Laxárdal. Þau eignuðust fjórar dætur.

Þórunn Bjarnadóttir (1855-1936)

  • S02986
  • Person
  • 15. júní 1855 - 22. maí 1936

Foreldrar: Bjarni Brynjólfsson bóndi, skipasmiður, hreppstjóri og dannebrogsmaður á Kjaransstöðum og Helga Ólafsdóttir húsfreyja, fædd Stephensen.
Maki: Sigurður Stefánsson (1854-1924) prestur í Vigur. Þau eignuðust fjögur börn.

Gunnvör Pálsdóttir (1870-1958)

  • S03009
  • Person
  • 16. ágúst 1870 - 14. maí 1958

Foreldrar: Páll Pálsson (1829-1871) og Guðbjörg Björnsdóttir (1832-1910) b. á Kjartansstöðum. Faðir hennar lést þegar Gunnvör var eins árs og móðir hennar brá búi vorið 1872 og flutti í Eyjafjörð. Gunnvör var ógift og barnlaus. Var á Sauðárkróki 1930.

Margrét Árnadóttir (1884-1935)

  • S03012
  • Person
  • 12.08.1884-29.10.1985

Margrét Árnadóttir, f. 12.08.1884, d. 29.10.1985. Faðir: Árni Sigurðsson (1835-1886) bóndi í Höfnum.
Skráð húsfreyja í Stykkishólmi í manntölum 1920 og 1930 en ekkja í Reykjavík 1945.

Ingimundur Bjarnason (1886-1976)

  • S00033
  • Person
  • 16. sept. 1886 - 6. mars 1976

Ingimundur var fæddur á Illugastöðum í Laxárdal fremri, foreldrar hans voru Bjarni Sveinsson og Kristín Jónsdóttir. Ingimundur ólst upp í Kirkjuskarði í Laxárdal hjá Stefáni Guðmundssyni og Sigríði Guðmundsdóttur. Árið 1919 kvæntist Ingimundur Sveinsínu Bergsdóttur og tóku þau við búi að Kirkjuskarði. 1925 brugðu þau búi og fluttu í húsið Árbakka (Suðurgötu 5) á Sauðárkróki. Í kjallara hússins opnaði Ingimundur járnsmíðaverkstæði og starfaði þar sem járn/eldsmiður. Ingimundur og Sveinsína eignuðust fjórar dætur.

Ásdís Charlotte Guðlaugsdóttir (1887-1960)

  • S00044
  • Person
  • 19. okt. 1887 - 30. sept. 1960

Húsfreyja í Útskálum í Gerðahreppi 1920. Húsfreyja og prestfrú á Akureyri 1930. Maður hennar var Friðrik J. Rafnar vígslubiskup.

Benedikt Sigurjónsson (1916-1986)

  • S00046
  • Person
  • 24. apríl 1916 - 16. okt. 1986

Var á Skefilsstöðum 1930. Hæstaréttardómari og forseti hæstaréttar um tíma. Síðast búsettur í Reykjavík.

Sigríður Zoëga (1889-1968)

  • S00057
  • Person
  • 14. apríl 1889 - 24. sept. 1968

Ljósmyndari í Reykjavík.
Faðir: Geir Tómasson Zoëga rektor (1857-1928)
Móðir: Bryndís Sigurðardóttir húsfreyja (1858-1924)
Sigríður lærði ljósmyndun hjá Pétri Brynjólfssyni í Reykjavík 1906-1910. Sótti námskeið við Teknologisk institut; Fagskolen for Håndværkere og mindri Industri drivenda í Kaupmannahöfn í mars 1911. Framhaldsnám hjá August Sander í Köln í Þýskalandi 1911-1914.
Vann um tíma á ljósmyndastofu Noru Lindstrøm og hjá Rosu Parsberg í Kaupmannahöfn 1910-1911. Vann hjá Otto Kelch í Bad Freienwald í Þýskalandi 1911. Rak ljósmyndastofu í Austurstræti 14, Vöruhúsinu í Reykjavík frá 1914 til 1915 en þá brann húsið. Keypti ljósmyndastofu Péturs Brynjólfssonar 14. maí 1915 með Steinunni Thorsteinson. Sigríður Zoëga & Co. var fyrst til húsa á Hverfisgötu 18 en frá 1917 á Hverfisgötu 4 og frá 1934 í Austurstræti 10. Myndatökum hætt á stofunni 1955 en stofan hélt áfram að sinna ljósprentun. Sigríður starfaði á stofunni til 1967.

Sveinn Norðmann Þorsteinsson (1894-1971)

  • S03031
  • Person
  • 15. des. 1894 - 7. okt. 1971

Foreldrar: Þorsteinn Þorsteinsson og Guðlaug Baldvinsdóttir, Vík í Haganesvík. Sveinn var skipstjóri og hafnarvörður á Siglufirði og síðar hafnarvörður í Vestmannaeyjum.
Maki: Anna Júlíana Guðmundsdóttir frá Syðsta-Mói í Fljótum (1901-1985). Þau eignuðust þrjú börn.

Herdís Þorsteinsdóttir (1893-1968)

  • S03032
  • Person
  • 30. ágúst 1893 - 23. nóv. 1968

Foreldrar: Þorsteinn Þorsteinsson og Guðlaug Baldvinsdóttir í Vík í Haganesvík. Maki: Jóhann P. Jónsson. Þau eignuðust tvo syni. Þau bjuggu í Vestamannaeyjum en fluttust að Vík í Haganesvík árið 1933. Seinna fluttust þau til Siglufjarðar.

Karl Grímur Dúason (1900-1970)

  • S03240
  • Person
  • 15.04.1900-12.05.1970

Karl Grímur Dúason, f. 15.04.1900, d. 12.05.1970. Foreldrar: Dúi Grímsson bóndi í Langhúsum í Fljótum og kona hans Eugenía Jónsdóttir Norðmann. Faðir Dúa var barnabarn Gríms græðara á Minni-Reykjum. Karl var yngstur þriggja bræðra. Hann ólst upp að Krakavöllum og var með foreldrum sínum til fjórtán ára aldurs er hann fór í Gagnfræðaskóla Akureyrar og var þar frá 1914-1916 og lauk svo gagnfræðaprófi vorið 1918. Eftir það fór hann til Danmerkur og stundaði þar verslunarnám til 1920. Eftir það fór hann heim til foreldrar sinna á Krakavöllum og vann að búi þeirra uns hann fluttist með þeim til Siglufjarðar. Þar vann hann við Síldarverksmiðjur Ríkisins og auk Þess við endurskoðun bæjarreikninga þar um mörg ár. Á Siglufirði kynntist hann konu sinni, Sigriði Ögmundsdóttur. Þau eignuðust fimm börn. Fyrir átti Sigríður tvær dætur. Frá Siglufirði fluttist Karl með fjölskyldu sína til Ytri-Njarðvíkur árið 1951. Þar vann hann við frystihús mága sinna ásamt smíðum við húsbyggingar bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Karl hafði orðið fyrir heilsubresti þegar á unglingsáum og síðustu árin tók hjartað að bila. Hann lést sjötugur að aldri.

Trausti Sveinbergur Símonarson (1920-2018)

  • S00505
  • Person
  • 23.10.1920-05.01.2018

Trausti Sveinbergur Símonarson, f. 23.10.1920, d. 05.01.2018. Foreldrar: Símon Jóhannsson og Monika Súsanna Sveinsdóttir.
Maki: Þórey Guðmundsdóttir. Þau bjuggu í Litluhlíð í Lýtingsstaðahreppi. Þau eignuðust fjóra syni.

Jóhann Sólberg Þorsteinsson (1910-2006)

  • S00468
  • Person
  • 6. mars 1910 - 12. maí 2006

Jóhann Sólberg var fæddur í Stóru-Gröf í Skagafirði 6. mars 1910, foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn Jóhannsson og Mínerva Sveinsdóttir. ,,Jóhann lauk námi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1930. Hann lærði mjólkurfræði í Noregi og brautskráðist frá Statens Meieriskole í Þrándheimi sumarið 1938. Eftir heimkomuna hóf hann störf við Mjólkursamlagið í Borgarnesi, en hélt síðan til Akureyrar og starfaði þar við Mjólkursamlagið í fjögur ár. Árið 1945 tók hann við starfi mjólkurbústjóra á Sauðárkróki og gegndi því til ársloka 1982." Jóhann kvæntist Áslaugu Ester Sigfúsdóttur, þau eignuðust þrjár dætur.

Sigurlaug Sveinsdóttir (1929-2008)

  • S03016
  • Person
  • 27.12.1929-27.12.2007

Sigurlaug Sveinsdóttir, f. á Akureyri 27.12.1929, d. 27.12.2007. Foreldrar: Sveinn Árnason Bjarman og Guðbjörg Björnsdóttir Bjarman. Hún ólst upp í foreldrahúsum á Akureyri og lauk gagnfræðaprófi þar 17 ára gömul.
Maki: Snorri Sigurðsson skógfræðingur (1929-2009). Þau eignuðustu sex börn. Tvær dætur þeirra létust ungar.
Snorri nam skógfræði í Noregi og bjuggu þau 4 ár í Kóngsbergi og Ási. Heim komin bjuggu þau fyrst á Akureyri en síðan í Kópavogi, síðast hjá dóttur sinni og tengdasyni. Hún starfaði við umönnunarstörf og sinnti líknarmálum.

Jón Jónsson (1883-1950)

  • S03029
  • Person
  • 6. okt. 1883 - 2. okt. 1950

Foreldrar: Jón Sigurðsson bóndi og oddviti á Skúfsstöðum í Hjaltadal og barnsmóðir hans Sigurbjörg Guðmundsdóttir, þá ógift vinnukona í Hofstaðaseli. Jón ólst upp hjá föður sínum á Skúfsstöðum og naut barnafræðslu í heimahúsi. Snemma fór hann að heiman í vinnumennsku á ýmsum bæjum. 1908-1909 bjó Jón í Viðvík með unnustu sinni, Fanneyju Sigfúsdóttur. Þaðan fluttu þau í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit til foreldra hennar. Þar var Jón eitt ár en þá skildu leiðir. Jón fór í vinnumennsku, fyrst í Skúfsstaði, síðan í Ingveldarstaði í Hjaltadal og árið 1913 í sjálfsmennsku að Keldulandi á Kjálka. Áður hafði Fanney dáið frá tveimur ungum börnum þeirra og var sonur þeirra komin til fósturs í Kelduland en dóttir þeirra ólst að mestu upp hjá móðursystur sinni á Bjarnastöðum í Bönduhlíð. Næstu árin var Jón á Keldulandi, ýmist í sjálfsmennsku eða vinnumennsku. Jón var svo vinnumaður í Tungukoti 1917-1918. Um nokkurra ára skeið var ráðskona hans Anna Einarsdóttir. Þau eignuðust saman son. Bóndi í Bólu í Blönduhlíð 1922-1923, á Fossi í sömu sveit 1923-1924, á Kúskerpi 1924-1925. Árið 1926 kvæntist hann Jónínu Ólafsdóttur og voru þau eitt ár á Miklabæ og annað í Axlarhaga, sem vinnujú. Bjuggu á Ystu-Grund 1929-1932, í Grundarkoti 1933-1947 og í Litladal í Blönduhlíð 1947-1950. Jón og Jónína eignuðust þrjú börn.

NLFA

Ungmennafélagið Framför (1905-)

  • S01654
  • Family
  • 1905-

Ungmennafélagið Framför, stofnað 1. nóvember árið 1905. Á stofnfundi þess voru átta ungir menn og var Jón Árnason á Reykjum aðalhvatamaðurinn að stofnun félagsins. Fleiri gengu í félagið á næstu fundum og má telja að þá 25 menn sem gengu í félagið á fyrsta ári þess sem stofnfélaga. Fyrstu árin voru eingöngu piltar í félaginu en eftir fáein ár voru stúlkur einnig teknar inn í félagið. Á árunum 1909-1912 munu félagar hafa verið á bilinu 50-60.
Í fyrstu var félagið eingöngu málfundafélag en fljótlega var einnig farið að æfa íþróttir. Árið 1910 gaf Jóhann hreppstjóri á Brúnastöðum í Lýtingsstaðahreppi félaginu land undir gróðarstöð, með því skilyrði að þar yrði hafin trjárækt. Eftir það hófst þar kartöflurækt og gróðursetning trjáplantna. Á vegum félagsins var einnig starfandi stúka.
Eftir nokkurra ára starf hófst sundkennsla á vegum félagsins í Steinsstaðalaug. Hérðasmót vorum haldin við Geldingaholt árin 1908-1913 en síðar í Garði. Á fyrstu árum féalgsins var samkomuhúsið við Steinsstaði torfhús með þiljum innan og trégólfi. Var það reist af bindindisfélagi og lestrarfélagi sem störfuðu í sveitinni.
Félagslífið var fjörugt fyrstu árin. Að vetrinum voru fundir annan hvern sunnudag. Einnig voru glímur, dans og leikir.

Alþingi (930-)

  • S03565
  • Félag/samtök
  • 930-

"Alþingi var stofnað á Þingvöllum árið 930. Þinghaldsstaðurinn hét Lögberg. Þar komu höfðingjar saman í júní ár hvert til að setja lög og kveða upp dóma. Flestum öðrum var einnig frjálst að fylgjast með þinghaldinu, eins og tíðkast á Alþingi enn í dag. Æðsti maður þingsins var lögsögumaðurinn sem var gert að leggja á minnið lög landsins og þylja upp fyrir aðra sem þingið sátu; einn þriðja laganna á ári hverju. Fram að árinu 1271 var svo þinginu slitið eftir tvær vikur á svokölluðum þinglausnardegi, en eftir það var þinghald stytt nokkuð.
1262-4 gengu Íslendingar Noregskonungi á hönd með gerð Gamla sáttmála og við það breyttust störf Alþingis. Til að lög Alþingis tækju gildi þurfti konungur nú að samþykkja þau, og hann einn fór með framkvæmdavaldið. Tveir lögmenn komu svo í stað lögsögumanns. Aðalverk Alþingis varð smám saman að grunda dóma, og varð eina verk þess þegar löggjafarvaldið færðist alfarið til Danakonungs á seinni hluta 17. aldar. Þann 6. júní árið 1800 skipaði konungur svo fyrir að Alþingi skyldi lagt niður. Þá tók landsyfirréttur í Reykjavík við hlutverki Lögréttu sem æðsti dómstóll Íslands. Árið 1920 var hann svo lagður niður en í hans stað kom Hæstiréttur.
Þann 8. mars árið 1843 skipaði konungur svo fyrir að Alþingi skyldi endurreist sem ráðgjafarþing, og 1. júlí árið 1845 kom þingið saman á ný. Einungis efnamiklir karlmenn höfðu kosningarétt, en þeir voru ekki nema um 5% allra landsmanna á þessum tíma. Árið 1874 fengu Íslendingar svo stjórnarskrá og Alþingi sömuleiðis löggjafarvald á ný, þótt enn hefði konungur neitunarvald sem hann beitti oft. Þann 3. október árið 1903 fengu Íslendingar heimastjórn og þingræði komst á. Sömuleiðis fengu fleiri kosningarétt, enn þó bara karlmenn. Árið 1915 fengu svo bæði konur og vinnuhjú rétt til að kjósa í Alþingiskosningum.
Þann 1. desember árið 1918 varð Ísland fullvalda ríki og Alþingi fór með löggjafarvald án afskipta konungs. Konungur fór enn með utanríkismál og sá um landhelgisgæslu. Þegar Danmörk var hernumin árið 1940 sendi Alþingi frá sér tilkynningu um að það skyldi fara með öll mál sem vörðuðu Ísland, þar með talin utanríkismál og landhelgismál. Lýðveldið Ísland var svo formlega stofnað á Þingvöllum 17. júní árið 1944."

Niðurstöður 4081 to 4165 of 6400