Showing 551 results

Authority record
Reykjavík

Hilmar Skagfield (1923-2011)

  • S00295
  • Person
  • 24.7.1923-14.8.2011

Hilm­ar fædd­ist á Páfa­stöðum 25. júlí 1923, son­ur hjón­anna Lovísu Al­berts­dótt­ur og Sig­urðar Skag­field. Bókhaldari í Reykjavík 1945. ,,Hann kvænt­ist Krist­ínu Guðmunds­dótt­ur og fluttu þau til Talla­hassee í Flórída, þar sem Hilm­ar stundaði nám. Þau bjuggu þar síðan. Hilm­ar var ræðismaður Íslands frá 1980 og aðalræðismaður frá 1985 þar til hann lét af störf­um 2007. Hilm­ar hafði alla tíð mik­il sam­skipti við Ísland og Íslend­inga. Hann var m.a. hvatamaður að stofn­un Kiw­an­is-hreyf­ing­ar­inn­ar á Íslandi. Þá var hann einnig hvatamaður að því að lög­regl­an í Reykja­vík og lög­regl­an í Talla­hassee tóku upp sam­starf á sviði mennt­un­ar lög­reglu­manna." Hilmar og Kristín eignuðust þrjú börn.

Hilmar Hilmarsson (1949-)

  • S02900
  • Person
  • 20. maí 1949-

Foreldrar: Hulda Gísladóttir og Hilmari Jónssyni frá Tungu í Fljótum. Alinn upp á Sauðárkróki. Kjötiðnaðarmaður. Maki: Kristbjörg Óladóttir. Þau eiga þrjú börn og eru nú búsett í Reykjavík.

Hildur Björnsdóttir (1881-1965)

  • S01499
  • Person
  • 2. júlí 1881 - 19. nóv. 1965

Dóttir Björns Pálmasonar b. í Ásgeirsbrekku og Þuríðar Kristjánsdóttur frá Viðvík (þau voru ekki kvænt, hún fór til Vesturheims). Hildur kvæntist Jósefi Jóni Björnssyni skólastjóra á Hólum og alþm. á Vatnsleysu, þau eignuðust fimm börn saman. Fyrir hafði Jósef verið tvíkvæntur og eignast börn með fyrri konum sínum, sex þeirra höfðu komist á legg, þau átti hann með Hólmfríði Björnsdóttur, systur Hildar. Hildur og Jósef bjuggu á Hólum, á Vatnsleysu og síðast í Reykjavík.

Hildur Biering (1949-)

  • S01533
  • Person
  • 19.09.1949

Dóttir Helgu Pálsdóttur Biering og Hilmars Biering.

Herselía Sveinsdóttir (1900-1983)

  • S02553
  • Person
  • 30. nóv. 1900 - 2. mars 1983

Foreldrar: Sveinn Gunnarsson b. á Mælifellsá og k.h. Margrét Þórunn Árnadóttir. Útskrifaðist frá Kvennaskólanum á Blönduósi árið 1921 og hóf sama ár barnakennslu í Lýtingsstaðahreppi. Árið 1929 eignaðist hún hluta í jörðinni Ytri-Mælifellsá og hóf þar búskap ásamt Steinunni systur sinni og Sveini manni hennar. Árið 1936 útskrifaðist Herselía frá Kennaraskóla Íslands, stundaði forfallakennslu í Reykjavík til ársins 1941, er hún var settur kennari í Ásahreppi í Holtum. Árið 1942 kom hún aftur í Skagafjörð og var skipuð skólastjóri í Lýtingsstaðahreppi og gegndi því starfi til 1965. Hún var til heimilis í Steinsstaðaskóla 1948-1965. Herselía lagði lið öllum þeim framfara-, framkvæmda-, og félagsmálum sem í umræðunni voru á þessum tíma. Hún stofnaði barnastúku og stjórnaði henni í 23 ár, var virkur félagi í kvenfélagi hreppsins og sömuleiðis í ungmennafélaginu. Árið 1972 var gefin út eftir hana smásagnasafnið Varasöm er veröldin. Síðar gaf hún út barnabókina Dagný og Doddi. Herselía var síðast búsett í Reykjavík.

Herdís Helgadóttir (1928-2017)

  • S01704
  • Person
  • 10. júlí 1928 - 19. jan. 2017

Fæddist á Sauðárkróki 10. júlí 1928, dóttir Helga Ólafssonar kennara og Valýar Þorbjargar Ágústsdóttur. ,,Herdís lauk prófi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1951 og var skólahjúkrunarfræðingur á Siglufirði frá 1955 til 1968. Hún hóf störf á lungnadeild Landspítalans árið 1968 og var deildarstjóri taugadeildar frá 1970 til 1984. Herdís var deildarstjóri á Droplaugarstöðum frá 1986 til 1991. Hún var varaformaður Kvenfélags Hallgrímskirkju frá 1968 til 1985 og varaformaður Prestakvennafélags Íslands frá 1972 til 1975." Herdís giftist sr. Ragnari Fjalari Lárussyni, prófasti frá Miklabæ, þau eignuðust sex börn.

Herbert Sölvi Ásgrímsson (1915-1963)

  • S02760
  • Person
  • 20. jan. 1915 - 31. júlí 1963

Foreldrar: Ólöf Konráðsdóttir og Ásgrímur Halldórsson, búsett á Tjörnum í Sléttuhlíð og víðar. Herbert var bifreiðastjóri í Reykjavík. Reisti sér hús í landi Tjarna og kallaði Þrastarlund. Maki: Kristín Anna Jóhannsdóttir, f. 1911 á Lónkoti í Sléttuhlíð. Þau eignuðust sex börn.

Henrik Adólf Kristjánsson Linnet (1919-2014)

  • S01264
  • Person
  • 21. júní 1919 - 6. júní 2014

Sonur Kristjáns Linnet sýslumanns Skagafjarðarsýslu 1918-1924 og k.h. Jóhönnu Eyjólfu Ólafíu Júlíusdóttur Linnet. Héraðslæknir í Bolungarvík, síðar læknir í Reykjavík.

Helgi Þorgils Friðjónsson (1953-

  • S02581
  • Person
  • 7. mars 1953-

Helgi ólst upp í Búðardal, en fluttist til Reykjavíkur fimmtán ára gamall. Hann stundaði nám við Myndlistar- og handíðaskólann 1971-1976. Hann stundaði einnig nám í Hollandi sem hann lauk árið 1979. Hann er myndlistarmaður.

Helgi Skúlason (1892-1983)

  • S02992
  • Person
  • 22. júní 1892 - 7. nóv. 1983

Fæddur í Odda á Rangárvöllum. Foreldrar: Skúli Skúlason, stjórnarráðsritari og Sigríður Helgadóttir. Helgi var stúdent árið 1910 og lagði síðan stund á læknisfræði og lauk prófi árið 1915. Árið 1923 varð Helgi sérfræðingur í augnsjúkdómum, en þá hafði hann um hríð starfað að þeirri sérgrein. Hann varð héraðslæknir í Síðuhéraði frá 1. ágúst árið 1915, en því starfi gegndi hann til ársins 1919. Hann sinnti læknisstörfum í Reykjavík frá árinu 1921 til ársins 1927, en síðan á Akureyri. Hann var aukakennari í augnsjúkdómafræði við læknadeild Háskóla íslands á tímabilinu 1923 til 1927. Maki: Kara Sigurðardóttir Briem (1900-1982)

Helgi Rafn Traustason (1937-1981)

  • S01655
  • Person
  • 18. apríl 1937 - 21. des. 1981

Helgi Rafn Traustason fæddist á Patreksfirði 18. apríl 1937. Foreldrar hans voru Trausti Jóelsson og kona hans Rannveig Jónsdóttir.
Helgi Rafn stundaði nám í gagnfræðaskólanum í Reykjavík, á Laugarvatni og Akureyri. Hann lauk gagnfræðaprófi með ágætum frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Veturinn 1954-1955 nam hann við Samvinnuskólann í Reykjavík og lauk hann prófi úr þeim skóla árið 1955. Sama ár flutti skólinn að Bifröst í Borgarfirði. Hann vann við hreingerningar í Samvinnuskólanum er hann var við nám þar og hóf störf hjá Samvinnutryggingum mánuði áður en hann lauk þar námi. Þá vann hann nokkur sumur hjá Kaupfélagi Patreksfjarðar og í fjármáladeild Sambandsins sumarið 1954. Hann var aðalbókari hjá Samvinnutryggingum 1955-1960, kaupfélagsstjóri Samvinnufélags Fljótamanna 1960-1963, fulltrúi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga 1963-1972 og kaupfélagsstjóri KS 1972-1981. Helgi Rafn var frumkvöðull körfuboltans á Sauðárkróki.
Kona hans: Inga Valdís Tómasdóttir (1937-). Þau kvæntust árið 1957.

Helga Pálsdóttir Biering (1926-)

  • S01532
  • Person
  • 5. nóv. 1926-

Foreldrar hennar voru Páll Friðriksson múrari á Sauðárkróki og s.k.h. Sólveig Danivalsdóttir. Húsmóðir í Reykjavík. Kvæntist Hilmari Biering, þau eignuðust tvö börn.

Helga Pálmey Benediktsdóttir (1902-1970)

  • S01205
  • Person
  • 6. apríl 1902 - 18. september 1970

Dóttir Benedikts Þorsteinssonar b. í Birkihlíð, Kimbastöðum og Gili og s.k.h. Sigurborgar Jóhannesdóttur. Húsfreyja í Godthaab, Vestmannaeyjum 1930. Síðast búsett í Reykjavík. Kvæntist Hermanni Benediktssyni.

Helga Hinriksdóttir (1923-2011)

  • S02537
  • Person
  • 9. sept. 1923 - 19. ágúst 2011

Helga var fædd í Úlfstaðakoti í Blönduhlíð í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Jóhanna Hallgrímsdóttir og Hinrik Sigurður Kristjánsson. Fjölskyldan flutti í Bakkasel um vorið 1927, en um haustið missti Helga föður sinn. Móðir Helgu flutti þaðan vorið eftir og fór þá sem ráðskona í Silfrastaði í Blönduhlíð. Helga fylgdi móður sinni og ólst upp hjá henni. Vorið sem Helga fermdist voru þær mæðgur á Víðivöllum en þar voru þær í eitt ár en fóru svo aftur í Silfrastaði. Eftir 15 ára aldur fór hún að vinna fyrir sér og upp úr 1940 flutti hún til Reykjavíkur. Í Reykjavík vann hún fyrst á Langholtsbúinu en þar var Gígja systir hennar líka. Eitt ár starfaði hún á Reykjalundi, einnig vann hún á saumastofum. Í Langholti kynntist hún Sveini verðandi eiginmanni sínum. 1949 fluttust þau hjónin norður í Skagafjörð og settust að á Hafragili í Laxárdal þar sem þau bjuggu til 1968 er þau fluttu til Sauðárkróks. Fyrsta sumarið á Króknum vann hún á Hótel Mælifelli en fór svo að vinna í fiski. Lengst af starfaði Helga þó í þvottahúsi Sjúkrahúss Skagfirðinga eða þar til hún lét af störfum sökum aldurs. Síðustu æviár Sveins bjuggu þau í Grenihlíð 9, Sauðárkróki og bjó Helga þar síðan ein til ársins 2007 er hún flutti á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki.Hún flutti til Reykjavíkur um 1940, en þar kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, Sveini Bjarnasyni. Árið 1949 fluttu þau til Skagafjarðar og bjuggu á Hafragili í Laxárdal, en fluttu á Sauðárkrók 1968. Helga og Sveinn eignuðust fimm börn.

Helga Helgadóttir (1889-1970)

  • S02034
  • Person
  • 01.01.1889-15.10.1970

Foreldrar: Helgi Björnsson b. á Ánastöðum og f.k.h. Steinunn Jónsdóttir. Móður sína missti Helga, þá er hún var aðeins á þriðja ári, og fór hún þá í fóstur til móðurbróður síns, Magnúsar í Gilhaga og k.h. Helgu Indriðadóttur. Þar ólst hún upp til fullorðinsára. Helga Helgadóttir fluttist til Reykjavíkur fullþroska og var þar við margvísleg störf, m.a. lengi í fiskvinnu. Þá lærði hún karlmannafatasaum og stundaði saumaskap alla tíð meðfram búskap. Kvæntist Bjarna Björnssyni frá Óspaksstöðum í Hrútafirði. Þau bjuggu fyrst á Mýrum í Hrútafirði þar sem Bjarni hafði búið með fyrri konu sinni. Árið 1933 festu þau kaup á Skíðastöðum á Neðribyggð í Lýtingsstaðahreppi og bjuggu þar til 1944 er þau slitu samvistir. Helga var síðast búsett í Reykjavík og starfaði þar lengst af á Elliheimilinu Grund. Helga og Bjarni eignuðust eina dóttur saman, fyrir átti Bjarni þrjú börn.

Helga Halldórsdóttir (1907-1980)

  • S02147
  • Person
  • 23. okt. 1907 - 19. júlí 1980

Barnfóstra á Húsavík hjá Birni Jósefssyni lækni frá Hólum í Hjaltadal. Síðar búsett í Reykjavík.

Helga Dýrleif Jónsdóttir (1895-1995)

  • S02107
  • Person
  • 8. des. 1895 - 7. júní 1995

Helga Dýrleif Jónsdóttir fæddist á Gunnfríðarstöðum í Langadal í A-Hún. Foreldrar hennar voru Anna Einarsdóttir, f. á Hring í Blönduhlíð og Jón Hróbjartsson, f. á Reykjarhóli í Biskupstungum. Hinn 14. júlí 1918 giftist Helga Steingrími Á. B. Davíðssyni, þau eignuðust tólf börn sem upp komust, þau bjuggu á Blönduósi, síðar í Reykjavík. Helga var síðast búsett á Blönduósi.

Hávarður Friðriksson (1891-1985)

  • S02931
  • Person
  • 7. nóv. 1891 - 31. des. 1985

Bóndi á Hallsstöðum í Nauteyrarhreppi við Ísafjarðardjúp. Síðast búsettur í Reykjavík.

Haukur Snorrason (1916-1958)

  • S03080
  • Person
  • 1. júlí 1916 - 10. maí 1958

Fæddur á Flateyri. Búsettur á Akureyri 1930-1956, síðustu tvö árin í Reykjavík. Lauk gagnfræðaprófi á Akureyri og fór síðan til náms í Englandi. Starfaði sem gjaldkeri hjá Kaupfélagi Eyfirðinga um tíma og var einnig fræðslufulltrúi þess. Tók við ritstjórn blaðsins Dags á Akureyri árið 1944 og hélt því starfi til 1956. Þá varð hann annar af tveimur ritstjórum Tímans í Reykjavík. Á árunum 1947-1950 var hann einnig ritstjóri Samvinnunnar.
Maki: Else Friðfinnsson, þau eignuðust þrjú börn.

Haukur Pálsson (1931-2011)

  • S01479
  • Person
  • 20. jan. 1931 - 13. júní 2011

Foreldrar hans voru Páll Sveinbjörnsson frá Kjalarlandi í Austur-Húnavatnssýslu, og Sigrún Fannland frá Ingveldarstöðum á Reykjaströnd í Skagafirði. ,,Haukur var fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Hann nam mjólkurfræði í Statens Meieriskole í Þrándheimi, Noregi og útskrifaðist þaðan 1955. Eftir útskrift fluttist hann heim til Sauðárkróks og hóf störf hjá Mjólkursamlagi KS. Hinn 2. ágúst 1958 kvæntist Haukur Sigurlaugu Valdísi Steingrímsdóttur frá Hvammi í Vatnsdal. Á árunum 1972 til 1978 starfaði hann sem verkstjóri í sælgætisgerðinni Víkingi í Reykjavík. Þaðan flutti hann sig svo aftur til mjólkursamlagsins á Sauðárkróki og sérhæfði sig í ostagerð. Hann vann til margra verðlauna í þeirri grein. Eftir starfslok 1998 fluttu þau hjón til Garðabæjar og bjó hann þar til æviloka."

Haukur Jósef Jósefsson (1915-1999)

  • S01500
  • Person
  • 11. nóv. 1915 - 3. sept. 1999

Haukur Jósefsson fæddist 11. nóvember 1915 á Vatnsleysu í Viðvíkurhreppi í Skagafirði. Hann var alinn upp á Vatnsleysu og á Hólum í Hjaltadal. Foreldrar hans voru Jósef Jón Björnsson skólastjóri og bóndi og 3.k.h. Hildur Björnsdóttir. ,,Haukur varð búfræðingur frá Búnaðarskólanum á Hólum árið 1932. Stundaði nám við Héraðsskólann í Reykholti 1933-­34. Sat í Samvinnuskólanum 1936-­38. Sótti námskeið í hagfræði og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Var við nám og störf í Svíþjóð á vegum Samvinnuhreyfingarinnar frá 1945 til 1946. Haukur hóf störf hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga 1.10. 1939. Hann var deildarstjóri byggingarvörudeildar Sambandsins frá 1947 þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Samvinnuhugsjónin var Hauki alla tíð hjartfólgin og tók hann virkan þátt í störfum starfsmannafélags SÍS, var m.a. formaður, stóð að stofnun Sambands starfsmannafélaga samvinnumanna og vildi í hvívetna auka veg samvinnuhreyfingarinnar. Rætur Hauks voru alla tíð í Skagafirðinum og því ekki að undra að meðal áhugamála hans voru hestamennska og kórsöngur." Haukur kvæntist 24.5. 1947 Svövu Jensen Brand, þau eignuðust þrjú börn.

Haukur Hannesson (1959-

  • S02533
  • Person
  • 31. okt. 1959-

Haukur er sonur hjónanna Hannesar Pálma Péturssonar og Ingibjargar Hauksdóttur. Haukur er íslenskufræðingur/bókmenntafræðingur.

Hauður Sigrún Haraldsdóttir (1932-)

  • S03607
  • Person
  • 10.03.1932-

Hauður Sigrún Haraldsdóttir, f. 10.03.1932. Forldrar: Haraldur Sigurðsson verslunarmaður á Sauðárkróki (1882-1963) og Ólöf Sesselja Bjarnadóttir (1904-1984).
Búsett í Reykjavík, starfaði við veirurannsóknir. Ógift.

Haraldur Valdimar Ólafsson (1901-1984)

  • S02689
  • Person
  • 3. júní 1901 - 18. sept. 1984

Lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1920. Var við nám í Danmörku og Þýskalandi 1922-1923. Var aðstoðarmaður föður síns, Ólafs Magnússonar kaupmanns við versluna Fálkann árin 1921-1948. Framkvæmdastjóri Fálkans frá 1948-1955. Framkvæmdastjóri þar ásamt bræðrum sínum þar til hann lét af störfum vegna aldurs 1975. Gegndi ýmsum félagsstörfum á vettvangi hljómplötuframleiðenda og var aðalræðismaður lýðveldisins Kóreu frá 1970. Gerður heiðursfélagi í deild Íslendingafélagsins í Winnipeg árið 1968. Heiðursfélagi Karlakórsins Vísis og Lúðrasveitarinnar Svans árið 1969. Maki: Þóra Finnbogadóttir frá Skarfanesi. Þau eignuðust tvö börn en fyrir átti Haraldur einn son.

Haraldur Þórðarson (1943-2019)

  • S02564
  • Person
  • 13. maí 1943 - 21. nóv. 2019

Haraldur var vinnumaður á Sjávarborg í Skagafirði nokkur sumur, síðast 1958. Hann starfaði lengi í lögreglunni í Reykjavík. Síðar tækjafræðingur við Háskóla Íslands. Haraldur kvæntist Málfríði Haraldsdóttur. Þau eignuðust tvo syni.

Haraldur Bessason (1931-2009)

  • S02546
  • Person
  • 14. apríl 1931 - 8. apríl 2009

Haraldur var fæddur í Kýrholti í Viðvíkursveit í Skagafirði. Foreldrar hans voru Elínborg Björnsdóttir kennari og Bessi Gíslason b. og hreppsstjóri í Kýrholti. ,,Haraldur varð stúdent frá MA 1951 og cand. mag. frá HÍ 1956. Hann var prófessor og deildarformaður íslenskudeildar Manitobaháskóla 1956-1987, forstöðumaður og síðan fyrsti rektor Háskólans á Akureyri 1988-1994; fluttist 2003 til Toronto og stundaði kennslu og ritstörf uns yfir lauk. Haraldur gegndi ótal trúnaðarstörfum í þágu Vestur-Íslendinga, kom að ritstjórn fjölda tímarita (The Icelandic Canadian Magazine 1958-1976; Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi 1959-1969; Scandinavian Studies 1967-1981; Mosaic 1971-1974; Lögberg-Heimskringla 1979-1981) og var upphafsmaður að The University of Manitoba Icelandic Studies Series árið 1972, þar sem birtust m.a. þýðingar á Grágás og Landnámu og greinasafn um eddukvæði. Hann gegndi formennsku í félögum málfræðinga vestra og hélt fjölda fyrirlestra á fræðasviði sínu. Haraldur vann að og stóð fyrir grunnrannsóknum á máli og menningu Vestur-Íslendinga, skrifaði greinar og bókarkafla, m.a. um verk Halldórs Laxness í European Writers. The Twentieth Century (1990), þýddi A History of the Old Icelandic Commonwealth (1974) eftir Jón Jóhannesson, og ritstýrði (ásamt Baldri Hafstað) geinasöfnunum Heiðin minni (1999), og Úr manna minnum (2002). Sagnalist Haralds birtist í Bréfum til Brands (1999), og Dagstund á Fort Garry (2007). Væntanlegt er safn greina eftir Harald sem félagar við HA standa fyrir. Haraldur Bessason hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu og varð heiðursfélagi Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi 1972; heiðursfélagi Íslendingadagsnefndar í Manitoba og heiðursborgari Winnipeg 1987; heiðursdoktor við Manitobaháskóla 1990 og við HA 1999." Fyrri kona Haralds var Ásgerður, þau skildu, þau eignuðust þrjár dætur. Seinni kona Haralds er Margrét Björgvinsdóttir kennari, þau eignuðust eina dóttur.

Hannes Hannesson (1888–1963)

  • S02956
  • Person
  • 25. mars 1888 - 20. júlí 1963

Hannes Hannesson var fæddur á Hafsteinsstöðum í Staðarhreppi. Foreldrar hans voru Hannes Gottskálksson húsmaður í Kjartansstaðakoti á Langholti og barnsmóðir hans Steinunn Jónsdóttir vinnukona á Hraunum í Fljótum. Hannes fór í fóstur til Guðfinnu Guðlaugsdóttur og Jóns Sigurðssonar hreppsstjóra á Molastöðum, síðar Illugastöðum í Holtshreppi og ólst upp hjá þeim. Hannes lauk prófi frá Kennaraskóla Íslands vorið 1917 og fékkst við kennslu nánast óslitið næstu fjóra áratugina. Bóndi á Melbreið í Stíflu 1921-1963. Hannes tók fullan þátt í flestum menningar- og hagsældarmálum sveitarinnar, var einn af stofnendum Málfundarfélagsins Vonar í Stíflu og Ungmennafélags Holtshrepps. Jafnframt sat hann í sveitarstjórn Holtshrepps í 30 ár, ásamt því að sitja í skattanefnd, sóknarnefnd og í stjórn Samvinnufélags Fljóta. Hannes ritaði mikið af þjóðlegum fróðleik, skrifaði annála úr Fljótum, safnaði kveðskap, þjóðsögum og margskonar persónufróðleik. Hannes var giftur Sigríði Jónsdóttur (1900-1995) frá Melbreið og eignuðust þau átta börn.

Hallur Pálsson (1898-1979)

  • S01781
  • Person
  • 18. mars 1898 - 23. ágúst 1979

Foreldrar: Páll Pálsson lengst af b. í Garði í Hegranesi og k.h. Steinunn Hallsdóttir. Hallur fluttist með foreldrum sínum í Framnes vorið 1920 þar sem hann kynntist konuefni sínu, Kristínu Sigtryggsdóttur. Þau hófu búskap á hluta Framness 1922 og bjuggu þar í tvö ár. Þaðan fóru þau í Brimnes þar sem þau virðast hafa dvalið í tvö ár. Árið 1926 festu þau kaup á hluta Garðs í Hegranesi þar sem þau bjuggu til 1937 er þau fluttu til Akureyrar. Á Akureyri starfaði Hallur í Skinnaverksmiðjunni. Vorið 1946 fluttu þau suður til Reykjavíkur þar sem Hallur fékk starf sem fangavörður í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Árið 1955 hóf hann störf sem verkstjóri hjá Trésmiðjunni Víði og starfaði þar í tíu ár. Hallur og Kristín eignuðust ekki börn en tóku tvö fósturbörn.

Hallgrímur Þorsteinsson (1864-1952)

  • S01628
  • Person
  • 10. apríl 1864 - 9. nóv. 1952

Hallgrímur fæddist í Götu í Hrunamannahreppi 1864, en ólst upp að mestu hjá séra Jóhanni Briem í Hruna. Hann nam orgelleik hjá Einari orgelleikara og trésmið Einarssyni. Hallgrímur tók organistapróf hjá séra Sæmundi Jónssyni í Hraungerði. Hallgrímur var organisti, tónskáld, söngkennari og stjórnandi lúðrasveitar og kóra. Flutti til Sauðárkróks árið 1893 til að starfa við barnaskólann þar og hjá Sauðárkrókssöfnuði. Ári síðar stofnaði hann Söngfélagið Svölu og tók Svalan m.a. að sér kirkjusöng. Söngkennari í Reykjavík á þriðja og fjórða áratug 20. aldar, einn af fyrstu hvatamönnum af stofnun Lúðrasveitar Reykjavíkur. Kvæntist Margréti Sigríði Björnsdóttur frá Hjaltastaðahvammi, þau eignuðust þrjú börn.

Hallgrímur Marinósson (1944-2012)

  • S02574
  • Person
  • 16. júlí 1944 - 25. sept. 2012

Hallgrímur var fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Katrín Kristín Hallgrímsdóttir húsfreyja og Marinó Kristinn Jónsson bifreiðastjóri. Hallgrímur kvæntist Arndísi Kristínu Sigurbjörnsdóttur hannyrðakonu og leiðbeinanda. Þau eignuðust fjögur börn.

Hallgrímur Helgason (1959-

  • S02631
  • Person
  • 18. feb. 1959-

Hallgrímur Helgason er íslenskur rithöfundur, málari, þýðandi, skopteiknari og greinahöfundur. Hann nam við Myndlista- og Handíðaskólann veturinn 1979-1980 og Listaakademíuna í München 1981-1982. Hallgrímur hefur starfað sjálfstætt sem myndlistarmaður og rithöfundur frá árinu 1982. Tónskáld.

Hallgrímur Bogason (1898-1985)

  • S03027
  • Person
  • 17. ágúst 1898 - 12. júní 1985

Fæddur í Stóra-Holti í Fljótum. Foreldrar: Bogi Guðbrandur Jóhannesson og Kristrún Hallgrímsdóttir, bændur á Minni-Þverá í Fljótum og víðar. Hallgrímur ólst upp hjá foreldrum sínum sem bjuggu á ýmsum jörðum í Austur-Fljótum. Hann hóf ungur störf til sjós. Er þau bjuggu á Skeiði kynntist hann verðandi eiginkonu sinni. Hófu þau búskap í sambýli við foreldra Hallgríms og fluttust með þeim að Sléttu ári síðar. Árið 1925 hófu þau sjálfstæðan búskap á Minna-Grindli en fóru tveimur árum síðar að Knappstöðum í Stíflu og voru þar fyrstu tvö árin í sambýli með foreldrum Kristrúnar. Árið 1929 tóku þau við jörðinni allri og bjuggu til ársins 1960 er þau brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur. Í Reykjavík hóf Hallgrímur störf við útkeyrslu hjá ÁTVR en lenti í vinnuslysi sem hann jafnaði sig ekki af. Hallgrímur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í sínu byggðarlagi, var um áraraðir meðhjálpari við Knappstaðakirkju og lengi kjötmatsmaður hjá Samvinnufélagi Fljótamanna.
Maki: Kristrún Aronía Jónasdóttir (1903-1989) frá Knappstöðum. Þau eignuðust átta börn.

Halldóra Helgadóttir (1932-2005)

  • S01706
  • Person
  • 15. apríl 1932 - 7. feb. 2005

Halldóra Helgadóttir fæddist á Akureyri 15. apríl 1932, dóttir Helga Ólafssonar kennara á Sauðárkróki og Akureyri og k.h. Valýar Þorbjargar Ágústsdóttur. ,,Halldóra var gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri, hjúkrunarnemi, síðar sjúkraliði á Landakoti um árabil." Halldóra giftist Friðrik Sigurbjörnssyni lögfræðingi, þau eignuðust þrjú börn.

Halldór Jónas Jónsson (1920-2010)

  • S02539
  • Person
  • 17. okt. 1920 - 21. maí 2010

Halldór var fæddur í Reykjavík. Foreldrar hans voru Jón Jónsson kennari og Ingibjörg Snorradóttir. Að mestu leyti ólst Halldór upp hjá móðurfólki sínu að Laxfossi í Norðurárdal. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1940. Halldór nam íslensk fræði við Háskóla Íslands og stundaði kennslu við Gagnfræðaskólann við Lindargötu í Reykjavík. Árið 1961 varð hann safnvörður Þjóðminjasafns Íslands og hélt þeirri stöðu þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Halldór var vinsæll prófarkalesari enda afburða íslenskumaður og liggja eftir hann ýmsar þýðingar og rit. Fyrri eiginkona Halldórs var Bodil Margarethe Shan Smidt, þau skildu, en áttu saman einn son. Seinni kona hans var Gyða Thorsteinsson.

Halldór Eyþórsson (1924-2007)

  • S02356
  • Person
  • 12. mars 1924 - 21. sept. 2007

Halldór var fæddur 12. mars 1924 í Fremri - Hnífsdal við Djúp. Foreldrar hans voru Jón Eyþór Guðmundsson og Pálína Salóme Jónsdóttir. Halldór ólst upp í Fremri-Hnífsdal til 12 ára aldurs, en flutti þá með foreldrum sínum í Húnavatnssýsluna. Árið 1947 keyptu þau hjón Syðri - Löngumýri í Blöndudal. Allan sinn starfsaldur var Halldór bóndi þar, en um nokkurra ára skeið vann hann sem hirðir hjá Fáki í Reykjavík á veturna. Á sumrin var hann vörður við sauðfjárvarnargirðingu á Kili.

Halldór Briem (1852-1929)

  • S01300
  • Person
  • 5. sept. 1852 - 29. júní 1929

Foreldrar: Eggert Briem sýslumaður á Reynistað og k.h. Ingibjörg Eiríksdóttir. Prestur og kennari, síðast bókavörður í Reykjavík.

Hálfdán Steingrímsson (1920-2012)

  • S01675
  • Person
  • 26. sept. 1920 - 15. ágúst 2012

Fæddur á Flateyri. Foreldrar hans voru Steingrímur Árnason, útgerðarmaður á Flateyri, í Keflavík og víðar og f.k.h. Kristín Hálfdánardóttir frá Meiri-Hlíð í Bolungarvík. ,,Þegar hann var sjö ára gamall missti hann móður sína og var sendur í fóstur um skeið í Hegranes í Skagafirði. Síðan fór hann til föður síns og seinni konu hans, Grétu Þorsteinsdóttur, sem höfðu þá sest að á Sauðárkróki. Þar ólst hann upp ásamt bræðrum sínum fram á unglingsár. Fjölskyldan flutti síðar til Reykjavíkur og átti Hálfdán þar heimili æ síðan eða þar til árið 2009 er hann og flutti ásamt konu sinni til Mosfellsbæjar. Hálfdán stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og gerðist að því loknu vörubílstjóri í Reykjavík. Árið 1951 tók hann við sem prentsmiðjustjóri í Steindórsprenti hf. sem síðar varð Steindórsprent-Gutenberg ehf. Þessu starfi gegndi hann til starfsloka árið 2000, eða í tæp 50 ár. Hálfdán var virkur félagi í Oddfellowreglunni og gegndi þar fjölmörgum trúnaðarstörfum."
Árið 1943 kvæntist Hálfdán Ingibjörgu Steindórsdóttur frá Reykjavík, þau eignuðust þrjú börn.

Hálfdan Helgason (1937-

  • S01709
  • Person
  • 24. nóv. 1937

Foreldrar Hálfdánar voru Helgi Ólafsson kennari á Sauðárkróki og Akureyri, síðar búsettur í Reykjavík, og k.h. Valý Þ.Á. Ágústsdóttir. Kennari, búsettur í Reykjavík, kvæntist Hjördísi Magnúsdóttur kennara.

Hákon G. Torfason (1929-2020)

  • S03102
  • Person
  • 1. mars 1929 - 13. sept. 2020

Verkfræðingur í Reykjavík. Bæjarstjóri á Sauðárkróki 1966-1974. Maki: Ásta Kristjánsdóttir, þau eignuðust þrjú börn saman, fyrir átti Ásta tvær dætur sem Hákon gekk í föðurstað.

Hákon Bjarnason (1907-1989)

  • S02930
  • Person
  • 13. júlí 1907 - 16. apríl 1989

Foreldrar: Ágúst H. Bjarnason, prófessor í heimspeki við HÍ og Sigríður Jónsdóttir kennari við Kvennaskólann. Hákon lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1926 og hélt að því loknu til náms í skógræktarfræðum við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Þaðan brautskráðist hann 1932 fyrstur Íslendinga í þessum fræðum. Vann einn vetur sem aðstoðarmaður á Plantefysiologisk Laboratorium við sama háskóla. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands frá 1933 til loka 7. áratugarins. Kjörinn heiðursfélagi þess 1977. Hákon var skipaður skógræktarstjóri 1935 og gegndi því starfi í 42 ár, til 1977. Hákon dvaldist erlendis veturinn 1936—37 til þess að kynna sér vinnubrögð við tilraunastarfsemi í jarðannsóknum. Forstöðu Mæðiveikivarna gegndi Hákon til 1941. Beitti sér mjög fyrir innflutningi trjátegunda til Íslands í störfum sínum sem og notkun lúpínu við landgræðslu. Hákon var kjörinn heiðursfélagi Norska skógræktarfélagsins.
Maki 1: Guðrún Magnúsdóttir Þau eignuðust eina dóttur. Þau slitu samvistum.
Maki 2: Guðrún Bjarnason. Þau eignuðust fjögur börn.

Hafþór Guðmundsson (1918-2006)

  • S02560
  • Person
  • 6. jan. 1918 - 8. júní 2006

Hafþór fæddist á Hrafnhóli í Hjaltadal í Skagafirði. Foreldrar hans voru Guðmundur Benjamínsson, bóndi í Smiðsgerði og Sviðningi í Kolbeinsdal í Skagafirði og kona hans Anna Jónsdóttir. ,,Hafþór ólst upp í Smiðsgerði í Kolbeinsdal í Skagafirði. Hann var stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1941, cand. juris frá Háskóla Íslands 1946, fór haustið 1946 til framhaldsnáms í stjórnarfarsrétti og þjóðarétti, fyrst til Danmerkur, 1946-1947, og síðan til Frakklands, 1947-1949. Hann lauk prófi í þjóðarétti frá Lögfræðideild Parísarháskóla og varði þar doktorsritgerð 1. desember 1951, var tímabundið bæjarfógeti í Neskaupstað og á Siglufirði, hæstaréttarlögmaður 5. febrúar 1952. Ásamt því að reka innflutningsfyrirtæki í Reykjavík rak hann lögfræðiskrifstofu í Reykjavík frá 1952 til 1973, er hann gerðist fulltrúi borgarfógetaembættisins til starfsloka." Hafþór kvæntist Sólveigu Kolbeinsdóttur frá Skriðulandi í Kolbeinsdal og eignuðust þau þrjú börn.

Hængur Þorsteinsson (1938-

  • S02555
  • Person
  • 3. feb. 1938-

Tannlæknir. Var á Fornastöðum í Austur - Húnavatnssýslu, síðar í Reykjavík.

Gunnlaug Friðrika Briem (1902-1970)

  • S01938
  • Person
  • 13.12.1902-19.06.1970

Dóttir sr. Vilhjálms Briem frá Reynistað og k.h. Steinunnar Pétursdóttur. Gunnlaug var forstjóri Söfnunarsjóðs Íslands. Kvæntist Bjarna Guðmundssyni blaðafulltrúa í Reykjavík.

Gunnlaug Charlotta Eggertsdóttir (1905-1990)

  • S01286
  • Person
  • 14. maí 1905 - 6. desember 1990

Dóttir Eggerts Kristjánssonar söðlasmiðs á Sauðárkróki og Sumarrósar Sigurðardóttur. Kvæntist Karli Guðmundssyni lögregluvarðstjóra í Reykjavík. Síðast búsett í Kópavogi.

Gunnar Þorsteinn Þorsteinsson (1903-1978)

  • S02929
  • Person
  • 28. sept. 1903 - 18. nóv. 1978

Foreldrar: Þorsteinn Þorsteinsson og Guðrún Brynjólfsdóttir. Starfaði sem lögmaður og hæstaréttarlögmaður í Reykjavík og í Kaupmannahöfn, um tíma bæjarfógeti í Vestmannaeyjum.
Maki 1: Jóna Marta Guðmundsdóttir húsfreyja. Þau skildu. Þau eignuðust 2 börn.
Maki 2: Guðrún Ágústa Þórðardóttir húsfreyja. Þau skildu.
Maki 3: Þóra Emilía María Júlíusdóttir Havsteen húsfreyja. Þau skildu.

Gunnar Þórir Guðjónsson (1945-2020)

  • S01903
  • Person
  • 7. júlí 1945 - 3. okt. 2020

Sonur Guðjóns Sigurðssonar bakara á Sauðárkróki og k.h. Ólínu Ingibjargar Björnsdóttur. Bakarameistari. Lengi búsettur á Sauðárkróki, síðar í Reykjavík.

Gunnar Stefánsson (1945-

  • S02327
  • Person
  • 1945-

Útvarpsmaður, hefur ritstýrt Andvara, skrifaði Bókina Saga Ríkisútvarpsins 1930-1960. Háskólapróf í íslensku og bókmenntum.

Gunnar Jóhannsson (1922-1979)

  • S00598
  • Person
  • 09.02.1922-09.01.1979

Fæddur og uppalinn á Mælifellsá á Efribyggð í Lýtingsstaðahreppi, sonur Jóhanns Péturs Magnússonar og Lovísu Sveinsdóttur. Fimmtán ára gamall lærði Gunnar leðursaum og skósmíði á Akureyri og átján ára gamall stofnsetti hann saumastofu á heimili foreldra sinna, þar sem framleiddar voru skinnavörur. Um þetta leyti fór hann að finna fyrir vöðvarýrnun sem ágerðist nokkuð hratt svo að innan við tvítugt þurfti hann að nota hækjur og var bundinn við hjólastól frá 25 ára aldri. Árið 1943 kvæntist hann Þuríði Kristjánsdóttur og keyptu þau hjón 30 ha. landspildu úr landi Skíðastaða á Neðribyggð ásamt heitavatnsréttindum og byggðu nýbýlið Varmalæk, þar sem þau settust að og ráku saumastofu, gróðurhús og verslun. Eftir tíu ára búsetu á Varmalæk hafði heilsu Gunnars hrakað mjög og þurftu þau að hjón að flytja til Reykjavíkur til þess að hafa greiðari aðgang að læknisþjónustu v. sjúkdóms hans. Í Reykjavík ráku þau verslun og saumastofu um tíu ára skeið. Eftir það hóf Gunnar störf hjá Múlalundi og varð síðar einn af aðal hvatamönnum að stofnun Sjálfsbjargar og starfaði mikið fyrir félagið. Síðustu starfsárin starfaði hann við rekstur fornmunaverslunar. Gunnar var snjall hagyrðingur og mikill söngmaður.
Gunnar og Þuríður eignuðust átta börn.

Gunnar Geir Gunnarsson (1952-

  • S02897
  • Person
  • 24. jan. 1952-

Foreldrar: Gunnar Geir Gunnarsson (1927-2016) og Arnbjörg Jónsdóttir (1928-), kölluð Ebba. Ólst upp á Hofsósi. Búsettur í Reykjavík.

Gunnar Geir Gunnarsson (1927-2016)

  • S01983
  • Person
  • 04.09.1927-20.06.2016

Gunnar Geir Gunnarsson fæddist 4. september 1927 að Enni í Unadal í Skagafirði. Foreldrar hans voru Gunnar Gunnarsson og Pálína Þorleifsdóttir. ,,Geiri, eins og hann var oftast kallaður, ólst upp á Hofsósi. Eiginkona Gunnars Geirs var Arnbjörg Jónsdóttir, Ebba ljósmóðir, fædd á Nesi í Flókadal. Árið 1952 byggðu þau sér hús að Kárastíg 15 á Hofsósi. Geiri var vörubílstjóri alla sína tíð og vann við vegagerð þ. á m. Siglufjarðarskarð, í Fljótum og þjónustaði bændur í Skagafirði með fjárflutninga, áburðardreifingu, malardreifingu og fleira. Þá vann hann einnig við efnisvinnslu og vegagerð víða um land. Árið 1985 fluttu Geiri og Ebba til Reykjavíkur, þar vann hann hjá verktakafyrirtækinu Veli og Skeljungi. Þá vann hann hjá sonum sínum við keyrslu til áttræðisaldurs." Gunnar og Ebba eignuðust þrjú börn.

Gunnar Björnsson (1905-1980)

  • S01816
  • Person
  • 15. ágúst 1905 - 2. júlí 1980

Sonur Björn Ólafssonar á Skefilsstöðum og k.h. Guðrúnar Björnsdóttur. Forstjóri í Kaupmannahöfn, síðar ræðismaður Íslands þar og sendiherra. Síðast bús. í Reykjavík. K: Margrethe D. K. A. Simmelkjær.

Guðvarður Sigurbjörn Steinsson (1891-1965)

  • S03241
  • Person
  • 10.09.1891-31.01.1965

Guðvarður Sigurbjörn Steinsson, f. á Kleif á Skaga 10.09.1891, d. 31.01.1965 í Reykjavík. Foreldrar: Steinn Óli Jónasson vinnumaður á Sævarlandi og síðar sjómaður á Seyðisfirði og Ingibjörg Guðvarðardóttir, þá ógift vinnukona á Kleif en síðar húskona á Minna-Felli í Sléttuhlíð. Guðvarður var tökubarn á Borgarlæk á Skaga til 1892 og hjá Sigurlaugu móðursystur sinni á Efra-Nesi á Skaga 1897-1898 en var að öðru leyti með móður sinni fram yfir 10 ára aldur víða um Skagafjörð. Eftir það mun Gðvarður hafa farið að Fossi á Skaga til Sigríðar Gísladóttur og Sigurðar Gunnarssonar. Hann var vinnumaður hjá Sigtryggi Jóhannssyni á Hóli á Skaga 1910-1911 eða lengur en fluttist vestur í Hnífsdal, seinnilega 1914. Hann fékk snemma áhuga á vélum og lærði á þær af sjálfsdáðum. Var vélstjóri til sjós í Hnífsdal og á Ísafirði um skeið, sennilega til 1919. Þar giftist hann fyrri konu sína en missti hana úr spönsku veikinni eftir aðeins tveggja ára hjónaband og gekk hún þá með barn þeirra undir belti en ekki náðist ða bjarga barninu. Eftir það fluttist Guðvarður til Reykjavíkur, eignaðist vörubíl og gerðist bílstjóri um skeið. Þar kynntist hann seinni konu sinni og kvæntist henni árið 1921. Árið 1926 tóku þau sig upp og fluttust í Skagafjörð. Þangað kom hann með vörubíl sinn og var annar af tveimur fyrstu bílstjórum í Skagafirði og kom með fyrsta eða annan bílinn til Sauðárkróks, T-Ford vörubíl sem bar númerið Sk-1. Næstu árin bjó hann á Sauðárkróki en fór á vertíðir syðra, auk þess að stunda akstur og ýmsa flutninga. Einni keyrði hann nokkur sumur fyrir SR á Siglufirði. Árið 1935 gerðist Guðvarður húsmaður á Hvammi í Laxárdal. Hafði þá hlaðist að honum mikil ómegð og höfðu forystumenn hreppsins áhyggjur af því og vildu stjaka honum yfir í fæðingarhrepp sinn. Árið eftir reisti hann bú á Selá á Skaga og bjó þar frá 1936-1943. Því næst varð hann sjómaður á Sauðárkróki í eitt ár en fluttist til Eyrarbakka árið 1944 og bjó þar til 1952 en í Reykjavík 1952-1953. Var hann ha´seti og vélstjóri þar. Árið 1953 gerðist hann aftur bóndi, þá á Kleif á Skaga og bjó þar til 1962. Síðustu árin var hann til skiptis hjá börnum sínum. Guðvarður var nokkuð hagmæltur en fór fremur dult með það.
Maki 1: Sigurbjörg Helgadóttir (30.06.1891-28.11.1918). Þau eignuðust ekki börn en Sigurbjörg var barnshafandi þegar hún lést.
Maki 2: Bentína Þorkelsdóttir (27.07.1898-07.05.1980) úr Reykjavík. Þau eignuðust þrettán börn. Fyrir átti Guðvarður dótturina Guðrúnu (12.04.1916-12.01.1994) með Friðgerði Torfadóttur frá Hattardal í Álftafirði, Guðrúnu

Guðrún Þuríður Hannesdóttir (1881-1963)

  • S01181
  • Person
  • 11. maí 1881 - 11. nóv. 1963

Fædd og uppalin í Deildartungu í Borgarfirði. Fyrir aldamótin átti hún hlut í stofnun bindindisfélags og nokkru seinna var hún ein af stofnendum ungmennafélagsins Íslendings og í stjórn þess. Guðrún kvæntist árið 1912 Páli Zóphaníassyni sem síðar varð skólastjóri á Hólum. Þau bjuggu fyrst að Hvanneyri og að Kletti í Reykholtsdal, fluttu svo í Hóla árið 1920 þar sem þau bjuggu í átta ár. Fluttu til Reykjavíkur það sama ár og bjuggu þar til æviloka. Guðrún og Páll eignuðust sex börn.

Guðrún Þorsteinsdóttir (1876-1957)

  • S01567
  • Person
  • 25. sept. 1876 - 6. mars 1957

Dóttir Halldóru Pétursdóttur frá Álfgeirsvöllum og fyrri maður hennar Þorsteinn Eggertsson b. á Haukagili í Vatnsdal. Seinni maður Halldóru og stjúpfaðir Guðrúnar var Ólafur Briem b. og alþingismaður á Álfgeirsvöllum. Guðrún kvæntist Bjarna Jónssyni alþingismanni frá Vogi. Þau skildu. Hún rak brauðgerðarhús á Sauðárkróki um skeið. Húsfreyja í Reykjavík 1930 og 1945. Kennslukona á Sauðárkróki.

Guðrún Snorradóttir (1896-1989)

  • S01615
  • Person
  • 13. ágúst 1896 - 31. des. 1989

Foreldrar: Snorri Bessason og Anna Björnsdóttir, þá búsett að Hringveri í Hjaltadal, síðar Garðakoti í sömu sveit. Guðrún var ung þegar móðir hennar lést og tók þá við húsmóðurhlutverkinu á bænum. Árið 1920 fór hún til Reykjavíkur í hússtjórnarskóla. Maki: Bjarni Sigmundsson frá Hvalskerjum í Rauðsandshreppi, f. 26.02.1898, d. 28.06.1978. Þau eignuðust fjögur börn. Þau hófu búskap sinn í Tungu við Suðurlandsbraut, reistu seinna nýbýlið Hlíðarhvamm í Sogamýri en bjuggu lengst af í Skipasundi 24. Þar bjuggu einnig tveir synir þeirra ásamt eiginkonum og átta börnum. Árið 1970 fluttu þau hjónin á Hrafnistu og þar bjó Guðrún til dánardags.

Guðrún Sigurjónsdóttir (1926-2005)

  • S01843
  • Person
  • 12.03.1926-19.07.2005

Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Erlendsdóttir frá Beinakeldu í Torfalækjarhreppi og Sigurjón Þorlákur Þorláksson frá Brenniborg í Skagafirði. Guðrún ólst upp á Tindum í Svínavatnshreppi ásamt foreldrum sínum og systkinum. Maður hennar var Sveinn Magnússon loftskeytamaður á Veðurstofu Íslands. Síðast búsett í Reykjavík.

Guðrún Sigríður Gísladóttir (1918-1988)

  • S01678
  • Person
  • 26. des. 1918 - 17. feb. 1988

Foreldrar: Gísli Ólafsson skáld frá Eiríksstöðum, verkmaður á Sauðárkróki og k.h. Jakobína Guðrún Þorleifsdóttir. Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Bergsstöðum, síðan á Fjósum árin 1919-1920, þá á Hólabæ í Langadal 1920-1924, á Blönduósi 1924-1928 og síðan á Sauðárkróki. Á unglingsárunum var hún í síld á Siglufirði. Átján ára fór hún til Reykjavíkur og vann þar í Hampiðjunni. Árið 1941 kvæntist hún Inga Gests Sveinssyni, þau fluttu á Neskaupsstað, síðan á Sauðárkrók og til Reykjavíkur 1963. Þau slitu samvistir 1968. Á Neskaupsstað var Guðrún formaður Slysavarnarfélags kvenna og söng í Samkór Neskaupsstaðar. Á Sauðárkróki tók hún mikinn þátt í starfi Kvenfélags Sauðárkróks. Guðrún var söngelsk og lék á ýmis hljóðfæri. Jafnframt var hún hagmælt og eftir hana liggur töluvert af lausavísum. Árið 1978 gaf hún út tvö ljóðakver; Skagfirskar glettur og Norðfjarðarlofsöng. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur árið 1963 rak hún söluturn um tíma og vann svo við matargerð á veitingahúsum. Seinni maður Guðrúnar var Þórður Þorkelsson frá Seyðisfirði.
Guðrún og Ingi eignuðust fjögur börn.

Guðrún Pálína Helgadóttir (1922-2006)

  • S02568
  • Person
  • 19. apríl 1922 - 5. júlí 2006

Guðrún fæddist í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Helgi Ingvarsson læknir og Guðrún Lárusdóttir húsfreyja. Guðrún ólst upp á Vífilsstöðum. Hún tók stúdentspróf frá MR árið 1941, kennarapróf 1945, BA-prófi í íslensku og ensku frá Háskóla Íslands árið 1949 og doktorspróf frá háskólanum í Oxford 1968. Guðrún kenndi íslensku við Gagnfræðaskóla Austurbæjar í ellefu ár og við Kvennaskólann í Reykjavík frá 1955; varð svo skólastjóri þar 1959 - 1982. Eftir Guðrúnu liggja ýmis rit, greinar og bækur. Hún þótti afburðakennari og var merkur brautryðjandi og baráttukona á sviði menntunar. Guðrún var um skeið formaður félags kvenna í fræðastörfum, Alfadeild og varð síðar heiðursfélagi og sat um tíma í stjórn Þjóðvinafélagsins. Guðrún giftist Oddi Ólafssyni lækni, þau skildu, en eignuðust son. Árið 1949 giftist hún Jóni Jóhannessyni prófessor, sem lést 1957, en þau eignuðust tvo syni. Þriðji eiginmaður Guðrúnar var Jóhann Gunnar Stefánsson framkvæmdarstjóri.

Guðrún Ólafía Jónsdóttir (1935-2016)

  • S02411
  • Person
  • 20. mars 1935 - 2. sept. 2016

Guðrún fæddist á Blönduósi 20. mars 1935. Dóttir hjónanna Huldu Á. Stefánsdóttur skólastjóra og Jóns S. Pálmasonar bónda á Þingeyrum. ,,Guðrún ólst upp á Þingeyrum í Húnaþingi til sjö ára aldurs er hún flutti til Reykjavíkur. Hún útskrifaðist frá MR 1955 og hélt til náms til Kaupmannahafnar. Hún lauk prófi í arkitektúr frá Konunglegu akademíunni 1963 og vann eftir útskrift á teiknistofu prófessors Viggo Möller Jensen og Tyge Arnfred til 1966. Eftir búferlaflutninga til Íslands rak hún teiknistofuna Höfða ásamt Stefáni Jónssyni og Knúti Jeppesen til 1979. Hún var forstöðumaður Þróunarstofnunar Reykjavíkur, síðar Borgarskipulags Reykjavíkur 1979-1984. Frá 1984 rak hún TGJ Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur allt til dauðadags. Á sínum ferli lét Guðrún til sín taka á sviði skipulagsmála og vann að mörgum verkefnum í Reykjavík og á landsbyggðinni. Hún hannaði fjölmargar byggingar víða um land, t.a.m. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi, Vörðuna – ráðhús Sandgerðisbæjar og Klausturstofuna við Þingeyrakirkju. Guðrún var ákafur talsmaður verndunar byggingararfsins og kom að uppteikningu og endurgerð eldri húsa, auk gerðar byggða- og húsakannana. Guðrún kom víða við á ferlinum, hún sat í stjórn Arkitektafélags Íslands 1969-1973 og var formaður 1970-1972. Hún var formaður Torfusamtakanna 1972-1979, sat í ráðgjafanefnd um menningarmál á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar 1972-1984, í framkvæmdastjórn Listahátíðar 1974-1976, í Skipulagsstjórn ríkisins 1985-1990, í Náttúruverndarráði 1993-1996 og í faghópi vegna Rammaáætlunar 1999-2003. Hún var varaborgarfulltrúi Nýs vettvangs 1990-1994 og Reykjavíkurlista 1994-2002, sat í Skipulagsnefnd Reykjavíkur 1990-1998, var formaður Menningarmálanefndar Reykjavíkur 1994-2002, formaður byggingarnefndar Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi og formaður stjórnar Búmanna hsf. frá 1998-2015. Þá var hún virkur félagi í Zonta-klúbbi Reykjavíkur frá 1971 til dauðadags. Guðrún var kjörin heiðursfélagi Arkitektafélags Íslands 2015."
Guðrún var þrígift, fyrst Ómari Árnasyni tryggingastærðfræðingi, þá Knúti Jeppesen arkitekt og síðast Páli Líndal, fv. borgarlögmanni og ráðuneytisstjóra, Guðrún eignaðist fjögur börn.

Guðrún Jónasdóttir (1927-2019)

  • S02118
  • Person
  • 22. okt. 1927 - 8. maí 2019

Foreldrar hennar voru Jónas Jón Gunnarsson bóndi í Hátúni og k.h. Steinunn Sigurjónsdóttir. Búsett í Reykjavík. Kvæntist Einari Páli Kristmundssyni kennara.

Guðrún Jóhannsdóttir (1892-1970)

  • S02447
  • Person
  • 21. júní 1892 - 29. sept. 1970

,,Guðrún Jóhannsdóttir er fædd 21. júní 1892 í Sveinatungu í Norðurárdal, Mýrasýslu. Um tvítugt fluttist hún með foreldrum sínum að Brautarholti á Kjalarnesi og kenndi sig síðan við þann stað. Guðrún stundaði nám í kvennaskólanum á Blönduósi og við Hússtjórnarskóla Reykjavíkur. Árið 1919 giftist hún Bergsveini Jónssyni og bjuggu þau í Reykjavík. Þau eignuðust þrjár dætur. Guðrún vann mikið að ritstörfum og skrifaði bæði fyrir börn og fullorðna. Hún starfaði einnig að félagsmálum, t.a.m. fyrir Hallgrímskirkjusöfnuð, og flutti erindi í útvarp. Sex bækur komu út eftir hana á tuttugu árum, sú fyrsta Tvær þulur, árið 1927."

Guðrún Heiðberg (1888-1969)

  • S01065
  • Person
  • 21. okt. 1888 - 8. apríl 1969

Foreldrar: Jón Jónsson og Jósefína Heiðberg lengst búandi á Heiði í Gönguskörðum. Kaupmaður, klæðskeri og kjólameistari í Reykjavík. Kvæntist Árna Hallgrímssyni kennara og ritstjóra í Reykjavík.

Guðný Tómasdóttir (1912-2008)

  • S01039
  • Person
  • 19.03.1912-06.08.2008

Dóttir Tómasar Gíslasonar kaupmanns og bókhaldara á Sauðárkróki og k.h. Elínborgar Jónsdóttur. Var á Sauðárkróki 1930. Talsímakona á Ísafirði og Reykjavík, síðar gjaldkeri í Reykjavík.
,,Guðný var við nám í Kvennaskólanum í Reykjavík 1929-1930. Hún hóf störf sem talsímakona á Ísafirði 1931 og var skipuð talsímakona þar 1.10. 1931-1935. Hún fluttist til Borðeyrar 1.1. 1941-1.6. 1942, síðan á Langlínuna í Reykjavík 8.10. 1942. Hún lét af störfum vegna veikinda 1.10. 1946. Guðný var gjaldkeri hjá Agli Vilhjálmssyni frá 1953-1982."

Guðný Þórðardóttir (1937-2018)

  • S03605
  • Person
  • 08.06.1937-21.07.2018

Guðný Þórðardóttir, f. 08.06.1937, d. 21.07.2018. Lést af í bílslysi. Foreldrar: Þórður Sighvatsson (1909-1993) og María Njálsdóttir (1917-2003). Guðný ólst upp á Sauðárkróki, Siglufirði og Akranesi. Hún varð gagnfræðingur frá gagnfræðaskólanum á Akranesi og var einn vetur í húsmæðraskóla á Löngumýri. Hún hóf störf hjá Landssímanum 1951 og starfaði þar allan sinn starfsferil, nema með hléum vegna náms Grétars í Skotlandi. Hún nam ensku einn vetur í verslunarháskóla í Aberdeen en hóf aftur störf hjá Pósti og síma. Nokkrum árum síðar var hún skipuð yfirumsjónarmaður Talsambands við útlönd og gengdi þeirri stöðu rúm 20 ár. Guðný og Grétar voru lengst af búsett í Reykjavík og síðar á Selstjarnarnesi en eftir ða þau fóru á eftirlaun settust þau að á jörð sinni Hvammkoti í Lýtingsstaðahreppi. Stunduðu þau skógrækt þar.
Maki: Grétar Magni Guðbergsson (1934-2013) jarðfræðingur. Þau eignuðust einn sön. Fyrir átti Grétar einn son.

Guðný Jónsdóttir (1856-1930)

  • S01243
  • Person
  • 7. júní 1856 - 8. des. 1930

Fædd og uppalin í Borgarfirði, dóttir Jóns Þorvarðarsonar prests og prófasts að Reykholti í Borgarfirði og k.h. Guðríðar Skaftadóttur. Kom til Skagafjarðar árið 1879 úr Reykjavík, vinnukona að Ási í Hegranesi veturinn 1879-1880 og kynntist þá manni sínum Gunnari Ólafssyni frá Ási í Hegranesi. Þau bjuggu að Ási, í Keldudal og Lóni í Viðvíkursveit, þau eignuðust átta börn.

Guðni A. Jónsson (1890-1983)

  • S02106
  • Person
  • 25. sept. 1890 - 5. des. 1983

Sonur Jóns Hróbjartssonar og Önnu Einarsdóttur á Gunnfríðarstöðum í Langadal, Anna var frá Hring í Blönduhlíð. Bókbindari, úr- og gullsmiður í Reykjavík.

Guðmundur Lárusson (1903-2001)

  • S02019
  • Person
  • 23. apríl 1903 - 17. júlí 2001

Guðmundur Lárusson fæddist á Skarði í Skarðshreppi í Skagafirði 23. apríl 1903. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Björg Sveinsdóttir húsfreyja frá Finnstungu í Bólstaðarhlíðarhreppi í Húnavatnssýslu og Lárus Jón Stefánsson, bóndi á Skarði. ,,Guðmundur var hjá foreldrum sínum til níu ára aldurs, en fluttist þá með Sveini bróður sínum að Steini í Skarðshreppi þegar hann hóf búskap þar, og var hjá honum til 21 árs aldurs, er hann flutti aftur heim að Skarði. Guðmundur flutti til Reykjavíkur 1941. Eftir að Guðmundur flutti til Reykjavíkur vann hann um tíma fyrir breska setuliðið, en fór fljótlega að vinna fyrir Ölgerðina Egil Skallagrímsson og vann þar meðan heilsa leyfði eða til 74 ára aldurs. " Hinn 31. júlí 1943 kvæntist Guðmundur Jófríði Gróu Sigurlaugu Jónsdóttur frá Litlu-Hvalsá í Bæjarhreppi í Strandasýslu, þau eignuðust þrjá syni.

Guðmundur Jónsson (1906-1995)

  • S01958
  • Person
  • 7. maí 1906 - 26. maí 1995

Frá Bakka í Viðvíkursveit, sonur Jóns Björnssonar b. á Bakka og k.h. Helgu Jónsdóttur. Síðar búsettur í Reykjavík.

Guðmundur Ingi Kristjánsson (1907-2002)

  • S03063
  • Person
  • 15. jan. 1907 - 30. ágúst 2002

Fæddur á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði. Foreldrar: Kristján Guðjón Guðmundsson og Bessa Halldórsdóttir. Guðmundur Ingi ólst upp á Kirkjubóli og var þar heimilisfastur alla ævi. Hann stundaði nám í eldri deild Alþýðuskólans á Laugum 1929-1930 og í eldri deild Samvinnuskólans í Reykjavík 1931-1932 en var að öðru leyti sjálfmenntaður. Ungur hóf hann afskipti af ýmsum félagsmálum innan sveitar sem utan. Hann hafði einnig afskipti af stjórnmálum og var þrisvar í framboði til alþingis fyrir Framsóknarflokkinn. Aðalatvinna hans var búskapur en formlega tók hann þó ekki við búi á Kirkjubóli fyrr en 1944. Samhliða fékkst hann við barnakennslu í hreppnum, með hléum á árunum 1927-1946 en samfellt 1954-1974. Frá 1955 var hann skólastjóri barnaskólans í Holti i Önundarfirði. Guðmundur Ingi sendi frá sér fimm ljóðabækur, Sólstafir, Sólbráð, Sóldögg, Sólborgir og Sólfar. Voru ljóð allra bókanna endurútgefin undir heitinu Sóldagar árið 1993. Guðmundur var sæmdur riddarakrossi 1984 og var heiðursborgari Mosvallahrepps og síðar Ísafjarðarbæjar.
Maki: Þuríður Gísladóttir frá Mýrum í Dýrafirði, þau eignuðust ekki börn saman en hún átti fyrir einn son.

Guðmundur Hlíðdal (1886-1965)

  • S02799
  • Person
  • 10. feb. 1886 - 25. júní 1965

Guðmundur Hlíðdal, f. 10.02.1886 í Gröf á Vatnsnesi. Foreldrar: Jónas Jónasson og Anna Margrét Guðlaugsdóttir. Guðmundur lauk 4. bekkjar prófi frá Lærða skólanum í Reykjavík árið 1904 og var síðan við nám í rafmagnsfræði í Þýskalandi til 1909. Hann var verkfræðingur hjá Vita- og hafnamálastjórn 1914-1920 og verkfræðingur Landsímans frá 1924. Landsímastjóri var hann frá 1931 og póst- og símamálastjóri frá 1935-1956. Auk þess gegndi hann fjölda annarra trúnaðarstarfa. Maki: Karólína Þorvaldsdóttir frá Núpakoti undir Eyjafjöllum. Þau eignuðust fjögur börn.

Guðmundur Guðni Kristjánsson (1893-1975)

  • S01634
  • Person
  • 23. jan. 1893 - 4. nóv. 1975

Frá Meira Garði í Dýrafirði. Kvæntist Láru Ingibjörgu Magnúsdóttur, þau eignuðust átta börn. Hófu búskap í Súðavík en fluttust svo á Ísafjörð. Árið 1966 fluttu þau til Reykjavíkur.

Guðmundur G. Hagalín (1898-1985)

  • S03084
  • Person
  • 10. okt. 1898 - 26. feb. 1985

,,Fjölskylda Guðmundar bjó í fyrstu að Lokinhömrum í Arnarfirði, þar sem Guðmundur fæddist, en fluttist síðar að Haukadal í Dýrafirði. Guðmundur lauk gagnfræðaprófi og hóf árið 1917 nám í Menntaskólanum í Reykjavík. Árið 1918 gerðist hann blaðamaður í Reykjavík og síðar á Seyðisfirði en þar var hann ritstjóri blaðanna Austurlands og Austanfara. Hann dvaldi í Noregi árin 1924-27 en flutti árið 1928 til Ísafjarðar og starfaði þar sem bókavörður og kennari. Árið 1965 fluttist hann í Borgarfjörð og bjó á Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal. Hann stofnaði ásamt fleirum Félag íslenskra rithöfunda árið 1945. Árið 1955 var hann skipaður bókafulltrúi ríkisins og gegndi því starfi til 1969." Guðmundur gaf út fjölda bóka, bæði skáldsögur og ævisögur, má þar nefna ævisögu Moniku Helgadóttur á Merkigili: Konan í dalnum og dæturnar sjö.

Guðmundur Ernir Sigvaldason (1932-2004)

  • S02988
  • Person
  • 24. júlí 1932 - 15. des. 2004

Guðmundur Ernir Sigvaldason fæddist í Reykjavík 24. júlí 1932. Guðmundur var sonur Birgittu Guðmundsdóttur, verkakonu og Sigvalda Jónassonar, bónda. Guðmundur var þrígiftur og átti sjö börn. ,,Guðmundur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1952 og doktorsprófi í bergfræði og jarðfræði frá Georg-August Universität í Göttingen í Þýskalandi árið 1959. Hann hlaut styrk til rannsókna við US Geological Survey í Washington í Bandaríkjunum og Melno Park 1959–1961. Guðmundur starfaði sem sérfræðingur við iðnaðardeild atvinnudeildar Háskóla Íslands 1961–1967 og var sérfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og kenndi við jarðfræðiskor 1968–1972. Hann vann tvívegis að jarðhitaverkefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna í Rómönsku Ameríku, fyrst í El Salvador 1967–1968 og síðan í Níkaragva 1972–1973. Guðmundur var forstöðumaður Norrænu eldfjallastöðvarinnar frá stofnun hennar árið 1973 og til 1998. Guðmundur sat í úthlutunarnefnd Vísindasjóðs 1968–1982 og varð formaður nefndarinnar 1999–2001. Hann var fulltrúi Íslands í vísindasiðanefnd NATO 1970–1982, formaður Alþjóðasambands eldfjallastöðva 1981–1991 og sat í stjórn European Laboratory Volcanos Project 1986–1996. Guðmundur var í stjórnum og starfaði sem aðalráðgjafi í fjölmörgum alþjóðlegum vísinda- og fræðiverkefnum, m.a. á vegum Evrópubandalagsins og einstakra Evrópuríkja. Guðmundur hefur ritað fjöldann allan af fræðigreinum í blöð og fagtímarit, gert sjónvarpsþætti fyrir almenning og hlotið viðurkenningar fyrir vísindastörf sín. Hann varð heiðursdoktor við Háskóla Íslands árið 2000."

Guðmundur Björnsson (1864-1937)

  • S02927
  • Person
  • 12. okt. 1864 - 7. maí 1937

Guðmundur Björnsson, f. 12.10.1864 í Gröf í Víðidal í V-Hún. Foreldrar: Björn Leví Guðmundsson bóndi í Gröf í Víðidal og kona hans Þorbjörg Helgadóttir húsfreyja. Guðmundur tók stúdentspróf frá Lærða skólanum í júní 1887 með 1. einkunn. Lauk cand. med. prófi frá Hafnarháskóla í janúar 1894 með 1. einkunn. Dvaldi um skeið í Noregi með styrk úr landssjóði til að kynna sér ráðstafanir varðandi holdsveiki. Fór einnig í kynnisferðir um Evrópu á árunum 1905-6 og síðar. Starfaði í Kaupmannahöfn og Reykjavík. Kenndi við Læknaskólann um skeið. Var jafnframt ljósmæðrakennari. Landlæknir og forstöðumaður Læknaskólans frá 1906-1931. Settur prófessor við Háskóla Íslands 1911. Var einnig alþingismaður og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Eftir hann liggur mikið af rituðu máli um heilbrigðismál auk þess sem hann gaf út ljóðabókina Undir ljúfum lögum árið 1918 (undir höfundarnafninu Gestur).
Maki 1: Guðrún Sigurðardóttir, f. 31.12.1864, d. 29.01.1904. Þau eignuðust sjö börn.
Maki 2: Margrét Magnúsdóttir Björnsson, f. Stephensen. F. 05.08.1879, d. 15.08.1946. Þau eignuðust sjö börn.

Guðlaugur Jónsson (1895-1982)

  • S02579
  • Person
  • 31. mars 1895 - 3. des. 1981

Guðlaugur var fæddur Ölviskrossi í Kolbeinsstaðarhreppi í Hnappadalssýslu þann 31. mars 1895. Foreldrar hans voru Stílveig Þórhalladóttir og Jón Guðmundsson. Guðlaugur ólst þar upp og stundaði hefðbundin landbúnaðarstörf fram yfir tvítugassaldur, en fluttist þá til Reykjavíkur. Árið 1919 gerðist Guðlaugur lögregluþjónn og vann við það allar götur síðan.

Guðlaugur Helgason (1934-

  • S01707
  • Person
  • 24.01.1934-

Foreldrar: Helgi Ólafsson kennari á Sauðárkróki og Akureyri, síðar búsettur í Reykjavík, og k.h. Valý Þ.Á. Ágústsdóttir. Flugstjóri. Kvæntist Ernu Kristinsdóttur sjúkraliða.

Guðjón Runólfsson (1907-1999)

  • S03083
  • Person
  • 9. júlí 1907 - 16. sept. 1999

Guðjón fæddist í Reykjavík 9. júlí 1907. ,,Guðjón hóf nám í bókbandi 1. febrúar 1926, hjá föður sínum í bókbandsstofu Landsbókasafnsins. Lauk hann námi 1930 og framhaldsnámi 1931, en síðan hóf hann störf á bókbandsstofu Landsbókasafnsins, þar sem hann starfaði til starfsloka. Guðjón vann að ýmsum félagsstörfum fyrir bókbindara og um tíma var hann einnig gjaldkeri ÍR. Að auki gekk hann til liðs við oddfellowstúkuna Þórstein, árið 1943." Hinn 16. maí 1931 kvæntist Guðjón Kristínu Maríu Gísladóttur frá Eskifirði, þau eignuðust þrjú börn.

Guðbrandur Magnússon (1907-1994)

  • S02958
  • Person
  • 24. ágúst 1907 - 15. okt. 1994

Guðbrandur var fæddur að Hólum í Steingrímsfirði 24. ágúst 1907. Foreldrar hans voru Magnús Steingrímsson og Kristín Árnadóttir. Guðbrandur varð gagnfræðingur frá Akureyri 1928 og lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1935. Hann stundaði enskunám í Pulteney Institute í London 1937-1938. Guðbrandur var víða kennari, meðal annars við bændaskólann á Hvanneyri, Austurbæjarskóla í Reykjavík og gagnfræðiskólann á Siglufirði. Jafnframt var Guðbrandur skólastjóri á Hofsósi, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík og skólastjóri gagnfræðiskólans á Akranesi. Guðbrandur varð aftur kennari við gagnfræðiskólann á Siglufirði 1947 og starfaði við skólann til 1976 er hann lét af störfum. Guðbrandur skrifaði fjölda blaða- og tímaritsgreina, einkum um náttúrufræði og var kjörfélagi Hins íslenska náttúrufræðifélags og sæmdur gullmerki þess. Eiginkona Guðbrandar var Anna Júlía Magnúsdóttir (1920-2011) frá Vestmannaeyjum og eignuðust þau átta börn.

Guðbrandur Jónsson Valsberg (1877-1941)

  • S02238
  • Person
  • 5. sept. 1877 - 5. des. 1941

Guðbrandur Jónsson Valsberg. Íslendingabók segir Guðbrand vera fæddan 5. september 1877. Í manntölum kemur fram að hann hafi fæðst í Reykjavíkursókn. Árið 1880 er hann skráður sem niðursetningur á Húsabakka í Glaumbæjarsókn í Skagafirði. Líklega er hann skráður niðursetningur á Grófargili árið 1890
Árið 1899 kvænist hann Theodóru Guðmundsdóttur (1862-1945) ekkju Gríms Grímssonar bónda í Þorgeirsbrekku á Höfðaströnd. Virðist hún hafa búið sem húskona að Rein í Hegranesi stuttu áður en þau giftust. Guðbrandur og Theodóra fluttu til Reykjavíkur með börn hennar af fyrri samböndum. Í manntalinu 1901 er hann (þá nefndur Jón Guðbrandur Jónsson), ásamt Theodóru, skráður til heimilis í Melbæ í Reykjavík. Árið 1910 er Theodóra skráð til heimilis ... ásamt

og hann hafi verið ,,...húsbóndi í Reykjavík 1910 og 1913. Verslunarmaður, síðar verkamaður í Hafnarfirði." Erfitt er að finna hann í manntalinu vegna ruglings með nafnið hans. "Jón Guðbrandur Jónsson" er húsbóndi á Melbæ í Reykjavík árið 1901, þá giftur Theodóru Guðmundsdóttur (1862-1945) en hann er þó sagður búa á Bakka í Sauðárkrókshreppi árið 1920 en er þá fráskilinn. Fæðingardagur hans er líka eitthvað á reiki. Í manntalinu 1920 er hann sagður fæddur 23.09.1878. Í minningu (ljóð) er birtist um hann í Morgunblaðinu 16.04.1942 er hann sagður fæddur 23.09.1879. Árið 1911 tilkynnir hann í Lögréttu að hann ætli að taka upp nafnið Valsberg.

Guðbjörg Þorsteinsdóttir (1918-1968)

  • S01680
  • Person
  • 12. sept. 1918 - 21. feb. 1968

Guðbjörg Þorsteinsdóttir fæddist 12. september árið 1918 að Reykjum í Hrútafirði. Guðbjörg gekk í Reykjaskóla og lauk þaðan prófi, en hvarf að loknu námi til Reykjavíkur til saumanáms. Starfaði lengst af hjá Landssíma Íslands, bæði á Siglufirði, Sauðárkrók en lengst á Landssímastöðinni í Reykjavík. Kvæntist Birni Jóhannessyni, þau eignuðust einn son.

Guðbjörg Stefánsdóttir (1911-2007)

  • S01939
  • Person
  • 11. okt. 1911 - 14. des. 2007

,,Fæddist á Hvammstanga og bjó fyrstu æviár sín á Norðurlandi, fyrst á Hvammstanga en síðan á Siglufirði. Hún fluttist til Reykjavíkur 1920 og bjó þar ætíð síðan. Hún gekk í Kvennaskólann en hóf ung að stunda verslunar- og skrifstofustörf. Hún vann lengi við ýmis skrifstofustörf í Haraldarbúð, síðast sem bókari. Árið 1959 hóf hún störf sem aðalbókari hjá Vita- og hafnamálastofnun Íslands og vann þar til starfsloka árið 1981."

Results 341 to 425 of 551