Sýnir 6397 niðurstöður

Nafnspjöld

Ole Gabrielsen Syre (1878-1951)

  • S02938
  • Person
  • 15. okt. 1878 - 29. apríl 1951

Ole Gabrielsen Syre, frá Noregi. Fluttist ásamt konu sinni og þremur dætrum til Íslands árið 1911 og settust þau að á Ísafirði. Eignuðust þar einn son. Fluttust aftur til Noregs 1918 en komu aftur árið 1925 og fóru þá til Ísafjarðar, Ole var skipstjóri og kaupmaður þar.

Hólalax

  • Opinber aðili

Sigurður Stefánsson (1854-1924)

  • S02951
  • Person
  • 30. ágúst 1854 - 21. apríl 1924

Sigurður Stefánsson, f. á Ríp í Hegranesi. Foreldrar: Stefán Stefánsson (1828-1910) síðar bóndi á Heiði í Gönguskörðum og kona hans Guðrún Sigurðardóttir (1831-1903) húsmóðir. Maki (6. júní 1884): Þórunn Bjarnadóttir (f.15.06.1855, d. 22.05.1936), þau eignuðust fjögur börn. Sigurður tók stúdentspróf frá Lærða skólanum 1879 og guðfræðipróf frá Prestaskólanum 1881. Var prestur í Ögurþingum frá 1881 til æviloka. Kosinn dómkirkjuprestur í Reykjavík 1889, en baðst undan því. Bjó í Vigur. Sýslunefndarmaður í Norður-Ísafjarðarsýslu 1884–1919. Formaður Búnaðarsambands Vestfjarða 1907–1919. Alþingismaður Ísfirðinga 1886–1900 og 1902, alþingismaður Ísafjarðar 1904–1915, alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1917–1923. 2. varaforseti efri deildar 1909, varaforseti sameinaðs þings 1913, 1. varaforseti neðri deildar 1921.

Hulda Jónsdóttir (1921-2002)

  • S02953
  • Person
  • 1. sept. 1921 - 8. des. 2002

Hulda Marharð Jónsdóttir fæddist á Svaðastöðum í Viðvíkursveit þann 1. september 1921 og var dóttir Jóns Friðrikssonar (1900-1955) frá Svaðastöðum og Sigurlaugar Guðrúnar Sigurðardóttur (1903-1971) frá Hvalnesi. Eftir að foreldrar Huldu slitu samvistum ólst hún upp hjá föðurforeldrum sínum á Svaðastöðum, þeim Pálma Símonarsyni og Önnu Friðriksdóttur. Hulda útskrifaðist frá Húsmæðraskólanum á Hallormsstað árið 1942 og nam svo ljósmóðurfræði og útskrifaðist sem ljósmóðir árið 1944. Árið 1945 giftist Hulda Rögnvaldi Jónssyni frá Marbæli í Óslandshlíð og bjuggu þau þar til ársins 1972 þegar þau fluttu til Akureyrar, þau eignuðust fimm börn. Samhliða því að sinna bæði búi og heimili á Marbæli starfaði hún um tíma sem ljósmóðir í Hofsósumdæmi.

Rótarýklúbbur Sauðárkróks (1948-

  • S02816
  • Félag/samtök
  • 26.09.1948-

Rótarýklúbbur Sauðárkróks var stofnaður 26.09.1948 í Hótel Villa Nóva á Sauðárkróki, að undangegnum þremur stofnfundum fyrr í sama mánuði.
Í fyrstu stjórn klúbbsins voru kosnir sr Helgi Konráðsson, forseti, Torfi Bjarnason héraðslæknir, varaforseti, Kristinn P. Briem kaupmaður, Ole Bang lyfsali, gjaldkeri og Valgarð Blöndal stallari. Fullgildingarhátíð klúbbsins var haldin 3. september árið 1949, að viðstöddu fjölmenni. Klúbburinn hefur unnið að ýmsum samfélagsverkefnum, svo sem uppsetningu útsýnisskífu, hljóðfærakaupum fyrir lúðrasveit, aðstoð við undirbúning þjóðhátíðar á Hólum. Einnig hefur klúbburinn staðið í ýmsum fjáröflunum og veitt verðlaun fyrir námsárangur.

Marteinn Friðriksson (1924-2011)

  • S02964
  • Person
  • 22. júní 1924 - 18. apríl 2011

Marteinn Friðriksson fæddist á Hofsósi 22. júní 1924 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Friðrik Jónsson (1894-1978) útvegsbóndi og Guðrún Sigurðardóttir (1902-1992). Marteinn var kvæntur Ragnheiði Jensínu Bjarman (1927-2007) og eignuðust þau sjö börn. Að loknu námi við Barnaskólann á Hofsósi stundaði Marteinn nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og þar á eftir í Samvinnuskólanum í Reykjavík. Marteinn var mikill frjálsíþróttamaður á yngri árum og keppti í fjölmörgum greinum með ágætum árangri. Marteinn starfaði víða framan af, m.a. hjá Kaupfélagi Árnesinga, hjá KEA á Akureyri, vann á vegum SÍS við eftirlitsstörf og uppgjör kaupfélaga, hjá Útgerðarfélagi KEA og Fisksölusamlagi Eyfirðinga, hjá Kaupfélagi Ólafsfjarðar og rak bókabúð á Akureyri. Fjölskyldan flutti svo til Sauðárkróks árið 1955 og þar starfaði Marteinn sem framkvæmdastjóri Fiskiðju Sauðárkróks hf. frá stofnun hennar 1955 - 1987. Marteinn var bæjarfulltrúi á Sauðárkróki um langt skeið og sat í stjórnum fyrirtækja og félagasamtaka. Einnig vann hann að stofnun Útgerðarfélags Skagfirðinga og var stjórnarformaður þess um árabil. Jafnframt var hann formaður Tónlistarfélags Sauðárkróks í fjölmörg ár og stofnfélagi að Lionsklúbbi Sauðárkróks árið 1964.

Björn Sigtryggsson (1901-2002)

  • S03196
  • Person
  • 14.05.1901-26.08.2002

Björn Sigtryggson, f. á Framnesi 14.05.1901, d. 26.08.2002 á Sauðárkróki. Foreldrar: Sigtryggur Jónatansson bóndi á Framnesi og kona hans Sigurlaug Jóhannesdóttir. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum á Framnesi, lærði heima undir fermingu við leiðsögn Kristínar, systur sinnar og fór fimmtán ára gamal til Benedikts á Fjalli að læra undirstöðuatriði í orgelleik. Þá lést faðir hans og Björn fór heim aftur. Hann lærði einnig hjá Þorvaldi Guðmundssyni á Sauðárkróki og var organisti Hofsstaðakirkju frá 1924-1936. Haustið 1919 fór hann í Flensborgarskóla og útskrifaðist 1921. Ári síðar hóf hann nám við Bændaskólann á Hólum og útskrifaðist þaðan 1924. Var bóndi á Framnesi 1924-1986.
Björn tók virkan þátt í félagsmálum og var einn af stofnendum UMF Glóðafeykis. Hann var lendi formaður sóknarnefndar Hofsstaðakirku, sat í hreppsnefnd 1937-1942 og 1958-1962, staði lengi í skólanefnd, kjörstjórn, brunamati, sjúkrasamlagi og Lestrarfélaginu Æskunni. Sat einnig í stjórn KS í ruman áratug.
Maki (giftingardagur 14.05.1935): Þuríður Jónsdóttir (10.03.1907-03.07.2002) frá Flugumýri. Þau eignuðust níu börn en eitt lést í frumbernsku. EInnig ólu Björn og Helga systir hann upp Brodda Jóhannesson sem kom að Framnesi árið 1924 efrir að hafa misst föður sinn.
Árið 1996 fluttust þau hjónin frá Framnesi til Sigurlaugar dóttur sinnar í Varmahlíð. Þar dvöldust þau þar til þau fóru á ellideild sjúkrahússins á Sauðárkróki í febrúar 2000.

Steindór Steindórsson (1902-1997)

  • S02970
  • Person
  • 12.08.1902-26.04.1997

Steindór Jónas Steindórsson, f. á Möðruvöllum í Hörgárdal 12.08.1902, d. 26.04.1997. Foreldrar: Jónas Steindór Jónasson (1872-1902) verslunarmaður í Þrastarhóli og Kristjón Jónsdóttir (1866- 1956) ráðskona á Möðruvöllum.
Maki: Kristbjörg Dúadóttir (1899-1974) sonur Kristbjargar og kjörsonur Steindórs: Gunnar, fæddur 1923.
Steindór lauk stúdentsprófi frá MR 1925 og nam náttúrufræði við Hafnarháskóla 1925-1930, utan eins árs sem hann var frá námi vegna veikinda. Lauk fyrri hluta meistaraprófs í grasafræði 1930. Stundaði framhaldsnám og rannsóknir við háskólann í Osló 1951. Var heiðursdoktor við HÍ 1981.
Steindór var kennari við MA 1930-1966 og skólameistari 1966-1972. Vann að gróðurrannsóknum á sumrum frá 1930-1976.
Fulltrúi Íslands á þingi norrænna náttúrufræðinga í Helsingfors 1936. Formaður Norræna félagsins á Akureyri 1939–1941 og 1956–1973. Bæjarfulltrúi á Akureyri 1946–1958. Formaður Ræktunarfélags Norðurlands 1952–1971. Ráðunautur Rannsóknastofnunar landbúnaðarins 1955–1967. Dvaldist þrjá mánuði í Bandaríkjunum 1956 í boði Bandaríkjastjórnar og flutti fyrirlestra við háskóla þar. Héraðssáttasemjari 1957–1971. Vann vestan hafs sumarið 1958 að söfnun heimilda að æviskrám Vestur-Íslendinga. Formaður Alþýðuflokksfélags Akureyrar 1962–1964. Sat ráðstefnu í Sviss 1962 á vegum OECD um endurbætur á líffræðikennslu í menntaskólum. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1965. Í endurskoðunarnefnd menntaskólalaga 1967–1969. Í samstarfsnefnd menntaskólanna 1969–1972. Grasafræðiráðunautur við gróðurkortagerð Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á Grænlandi 1977–1981.
Landskjörinn alþingismaður (Ísafjarðar) 1959 (Alþýðuflokkur). Landskjörinn varaþingmaður (Akureyrar) maí 1947. Annar varaforseti neðri deildar 1959.
Höfundur margra fræðirita og ritgerða, einkum um náttúru Íslands og þætti úr sögu lands og þjóðar. Mikilvirkur þýðandi, einkum ferðabóka um Ísland. Sjálfsævisaga í tveim bindum: Sól ég sá, kom út 1982–1983. Ritstjóri: Ferðir (1940–1941). Heima er best (1956–1988). Flóra (1963–1968). Alþýðumaðurinn (1964–1965). Reykjalundur (1966).

Sveinn Gunnarsson (1858-1937)

  • S02972
  • Person
  • 27. júlí 1858 - 4. ágúst 1937

Foreldrar: Gunnar Gunnarsson bóndi í Syðra-Vallholti og k.h. Ingunn Ólafsdóttir. Ólst upp með þeim fyrst í stað en fór svo í vinnumennsku. Sveinn var bóndi í Borgarey 1878-1885, Syðra-Vallholti 1885-1888, Bakka í Hólmi 1888-1893 og á Mælifellsá 1893-1909. Dvaldi í Dölum og í Borgarfirði 1909-1917, lengst af í lausamennsku. Kaupmaður í Reykjavík 1917-1924 og á Sauðárkróki 1924 til æviloka. Skrifaði tvær bækur, Veraldarsögu 1921 og Ævisögu Karls Magnússonar 1905.
Maki: Margrét Þórunn Árnadóttir (1855-1928). Þau eignuðust 13 börn og dóu tvö þeirra ung.

Sveinn Ögmundsson (1897 -1979)

  • S02973
  • Person
  • 20. maí 1897 - 1. okt. 1979

Fæddur í Hafnarfirði. Foreldrar: Ögmundur Sigurðsson og fyrri kona hans Guðrún Sveinsdóttir en hún lést þegar Sveinn var á öðru ári. Giftist Ögmundur þá Guðbjörgu Kristjánsdóttur sem gekk Sveini í móðurstað. Sveinn varð gagnfræðingur aðeins fjórtán ára og stúdent fjórum árum síðar. Lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1920. Kenndi veturinn eftir við gagnfræðaskólann í Flensborg. Vígðist til Kálfholts í Holtum haustið 1921 og bjó þar í áratug en fluttist þá niður í Þykkvabæ. Bjó þar á nokkrum stöðum uns byggt var prestsetrið Kirkjuhvoll 1943. Þar bjó hann til haustsins 1969 er hann fluttist til Reykjavíkur og bjó þar til æviloka. Meðfram preststarfinu sinnti hann kennslu.
Maki 1: Helga Sigfúsdóttir frá Mælifelli. Eignuðust þau 4 börn.
Maki 2: Dagbjört Gísladóttir frá Suður-Nýjabæ í Þykkvabæ. Þau eignuðust 3 dætur.

Theódóra Thoroddsen (1863-1954)

  • S02974
  • Person
  • 1. júlí 1863 - 23. feb. 1954

Theodóra Guðmundsdóttir, síðar Thoroddsen, f. á Kvennabrekku í Dölum. Árið 1884 giftist hún Skúla Thoroddsen, sýslumanni og alþingismanni. Þau bjuggu fyrst á Ísafirði en síðan í nokkur ár á Bessastöðum á Álftanesi, þar til þau fluttust til Reykjavíkur árið 1908, en þar átti Theodóra heima upp frá því. Þau Theodóra og Skúli eignuðust þrettán börn. Af þeim náðu tólf fullorðins aldri. Skúli lést árið 1916 og nokkrum árum síðar tveir synir þeirra með stuttu millibili. Theodóra Thoroddsen var virk í bókmennta- og menningarlífi Reykjavíkur og hafði mikinn áhuga á þjóðmálum, einkum þeim sem lutu að kvenréttindum. Hún var í Lestrarfélagi kvenna Reykjavíkur og las upp ljóð og frásagnir eftir sig á fundum. Fyrstu verk hennar birtust í Mánaðarritinu, sem var handritað og gekk á milli félagskvenna. Hún samdi merka vísnaþætti um hlut kvenna í íslenskum bókmenntum og birtist sá fyrsti í Skírni árið 1913. Þar fjallaði hún m.a. um aðstöðu kvenna til ritstarfa. Sjálf fór Theodóra ekki að sinna ritstörfum að marki fyrr en um miðjan aldur. Hún var vel menntuð á sviði þjóðfræða, skrásetti þjóðsögur og safnaði lausavísum, samdi ritgerð um íslenska þjóðtrú og þýddi á íslensku norskar og færeyskar þjóðsögur. Hún skrifaði smásögur og sagnaþætti, orti kvæði og stökur, en þekktust er hún fyrir þulur sínar. Þær fyrstu birtust í Skírni árið 1914 ásamt formála eftir Theodóru um þulur sem skáldskapartegund. Þulur komu út árið 1916 og í annarri útgáfu með viðbótum árið 1938. Sú útgáfa hefur verið endurprentuð nokkrum sinnum. Ritsafn Theodóru kom út árið 1960 í útgáfu Sigurðar Nordals.

Árni Sigurðsson (1835-1886)

  • S02977
  • Person
  • 7. mars 1835 - 17. júlí 1886

Foreldrar: Sigurður Árnason bóndi og hreppstjóri í Höfnum á Skaga og s.k.h., Sigurlaug Jónasdóttir frá Gili. Árni naut heimakennslu í æsku. Hann var bóndi í Eyjarkoti 1857-1859 en síðan í Höfnum til æviloka. Hreppstjóri um hríð og fyrstur oddviti í Vindhælishreppi 1874-1877. Sýslunefndarmaður frá 1880 til æviloka.
Maki 1: Margrét Guðmundsdóttir frá Skyttudal. Þau eignuðust 3 börn.
Maki 2: Jóninna Þórey Jónsdóttir frá Espihóli. Þau eignuðust 2 börn.

Sigurlaug Björg Árnadóttir Knudsen (1863-1949)

  • S03013
  • Person
  • 05.11.1863-24.04.1949

Sigurlaug Björg Árnadóttir Knudsen, f. á Höfnum á Skaga 05.11.1863, d. 24.04.1949. Prestfrú á Breiðabólsstaði í Vesturhópi. Foreldrar hennar voru Arni Sigurðsson óðalsbóndi í Höfnum og kona hans Margrjet Guðmundsdóttir.

Eggert Arnórsson (1900-1982)

  • S03020
  • Person
  • 7. sept. 1900 - 8. sept. 1982

Fæddur að Felli í Kollafirði á Ströndum. Foreldrar: Ragnheiður Eggertsdóttir og Arnór Árnason, prestur á Felli í Kollafirði og Hvammi í Laxárdal. Um 4 ára aldur flutti Eggert með fjölskyldu sinni að Hvammi í Laxárdal og ólst þar upp til fullorðinsára. Haustið 1919 fór hann í Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þar námi 1921. Nokkru síðar lauk Eggert prófi í Samvinnuskólanum og stundaði eftir það búskap um skeið en fluttist svo til Vestmannaeyja og gerðist reikningshaldari. Síðar fór hann til Reykjavíkur og gerðist prentsmiðjustjóri hjá Gutenberg þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Aflaði sér réttinda sem löggiltur endurskoðandi og hafði endurskoðun reikningar og skattskýrslugerð að aukastarfi.
Maki 1: Sigríður. Þau áttu tvær dætur. Þau skildu eftir stutta samveru.
Maki 2: Jóhanna Guðríður Tryggvadóttir. Þau áttu einn son. Þau skildu eftir fárra ára sambúð.
Maki 3: Stefanía Benónýsdóttir (1917-1972). Þau eignuðust þrjú börn.

Geir Tómasson Zoëga (1857-1928)

  • S03022
  • Person
  • 28. mars 1857 - 15. apríl 1928

Fæddur á Bræðraparti á Akranesi. Foreldrar: Tómas Jóhannesson Zoëga og kona hans Sigríður Kaprasíusdóttir. Geir missti föður sinn 1862 og tók þá föðurbróðir hans, Geir Zoëga kaupmaður, hann til fósturs og kostaði síðar til náms. Hann útskrifaðist úr Lærða skólanum í Reykjavík 1878, tók næsta ár heimspekipróf við Hafnarháskóla og embættispróf í málfræði og sögu 1883. Varð stundakennari við Lærða skólann á námi loknu, settur kennari 1884 og yfirkennari 1905. Rektor skólans frá 1914.
Maki: Bryndís Sigurðardóttir frá Flatey, þau eignuðust sex börn.

Mjólkurflutningafélag Hegraness (1949-óvíst)

  • S02932
  • Félag/samtök
  • 02.04.1949-óvíst

Mjólkurflutningafélag Hegraness, stofnað 02.04.1949. Ekki liggur fyrir hvort eða hvenær félagið var formlega lagt niður. Félagið var stofnað að Hamri í Hegranesi þann 2. apríl 1949 af 16 bændum í Hegranesi. Í fyrstu stjórn voru kjörnir Páll Björnsson Beingarði, Leó Jónasson Svanavatni og Páll Jónasson Hróarsdal. Tilgangur félagsins var að sjá um bifreiðaakstur til vöru- og fólksflutninga í þágu framleiðslunnar og búnaðarins á félagssvæðinu.

Félag psoriasis og exemsjúklinga í Skagafirði (1991-)

  • S02863
  • Félag/samtök
  • 1991

Félagið var stofnað árið 1991. Tilgangur þess var m.a. að starfa að ýmsum hagsmunamálum félagsmanna og gefa fólki tækifæri til að miðla reynslu og upplýsingum. Ekki liggur fyrir hvort félagið var lagt niður með formlegum hætti og þá hvenær.

Sjálfsbjörg í Skagafirði (1962-

  • S02690
  • Félag/samtök
  • 11.03.1962-

Sjálfsbjörg í Skagafirði, stofnað 11.03.1962. Var það tíunda félagið innan landssambandsins Sjálfsbjargar. Fyrsti formaður félagsins var Konráð Þorsteinsson. Félagið varð strax fjölmennt og styrkarfélagar margir. Árið 1963 festi félagið kaup á gömlu húsi sem flutt var á grunn sem Kaupfélag Skagfirðinga gaf félaginu. Húsið skemmdist af eldi árið 1964 en viðgerð á því var lokið sama ár.

Akureyrarbær (1862-)

  • S03390
  • Félag/samtök
  • 1862-

"Akureyrar er fyrst getið árið 1562. Þá var kveðinn upp dómur á eyrinni yfir konu sem hafði sængað hjá karli án þess að hafa til þess giftingarvottorð. Það var svo 216 árum síðar, eða 1778, sem fyrsta íbúðarhúsið reis á Akureyri. Aðeins 8 árum seinna varð Akureyri kaupstaður í fyrra sinnið að undirlagi konungs sem vildi með því efla hag Íslands. Íbúar Akureyrar voru þá 12 talsins. Allt fór þetta meira og minna í vaskinn hjá kóngi, enginn vaxtarkippur hljóp í kaupstaðinn og 1836 missti bærinn kaupstaðarnafnbótina og endurheimti hana ekki aftur fyrr en 1862."

Hallfríður Gísladóttir (1910-1982)

  • S00449
  • Person
  • 31. jan. 1910 - 2. ágúst 1982

Fædd 31. janúar 1910 á Egg í Hegranesi og ólst upp á Bessastöðum í Sæmundarhlíð. Kvæntist Hákoni Pálssyni frá Miðhvammi í Aðaldal árið 1934. Þau bjuggu fyrst um sinn á Húsavík en fluttu til Sauðárkróks árið 1949. Þau áttu einn kjörson.

María Magnúsdóttir (1909-2005)

  • S00502
  • Person
  • 22. nóv. 1909 - 10. feb. 2005

María Karólína Magnúsdóttir fæddist á Njálsstöðum í Vindhælishreppi 22. nóvember 1909. Foreldrar hennar voru Magnús Steingrímsson, frá Njálsstöðum í Vindhælishreppi og Guðrún Einarsdóttir, frá Hafurstaðakoti í Vindhælishreppi. María ólst upp hjá foreldrum sínum sem lengst af bjuggu á Bergstöðum, Þverá og Sæunnarstöðum í Hallárdal á Skagaströnd. ,,María stundaði nám í unglingaskólanum á Hólum í Hjaltadal 1930 og Kvennaskólanum Blönduósi 1933-1934. Hún lauk ljósmæðranámi frá Ljósmæðraskóla Íslands 1931. Hún var ljósmóðir í Engihlíðarumdæmi 1931-1936, í Bólstaðarhlíðarumdæmi 1933-1935, í Sauðárkróks- og Skarðshreppsumdæmi og á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki 1936-1979. Þá vann María við mæðra- og ungbarnaeftirlit á Sauðárkróki. En 1939 fór hún í sex mánaða náms- og starfsdvöl til Danmerkur til að kynna sér meðferð ungbarna. María var stofnfélagi Rauðakrossdeildar Sauðárkróks og var í fyrstu stjórn hennar. Hún sat í barnaverndarnefnd um árabil og var virk í Kvenfélagi Sauðárkróks og var þar heiðursfélagi. Árið 1979 flutti María til Hafnarfjarðar og starfaði við heimilishjálp þar yfir veturinn til 1989. En á sumrin á sama tíma starfaði hún á Löngumýri í Skagafirði sem þá var rekið sem sumarorlofsstaður aldraðra á vegum þjóðkirkjunnar." María giftist 10.5. 1942 Pétri Jónassyni frá Syðri-Brekkum, síðar hreppstjóra á Sauðárkróki, þau eignuðust eina dóttur.

Pálmi Símonarson (1868-1938)

  • S00617
  • Person
  • 5. júní 1868 - 8. sept. 1938

Fæddur og uppalinn á Brimnesi í Viðvíkursveit, sonur Símonar Pálmasonar og Sigurlaugar Þorkelsdóttur. Pálmi kvæntist Önnu Friðriksdóttur 1896 og hófu þau búskap að Skálá í Sléttuhlíð þar sem Pálmi var oddviti Fellshrepps 1897-1899, fluttust í Ytri-Hofdali 1899 og svo að Svaðastöðum 1900 þar sem þau bjuggu til æviloka. Pálmi hafði snemma efnast vel og var búhöldur góður og búið á Svaðastöðum var bæði stórt og gagnsamt. Pálmi og Anna eignuðust tvo syni sem upp komust.

Arna Björg Bjarnadóttir (1976-)

  • S03574
  • Person
  • 25.04.1976

Arna Björn Bjarnadóttir, f. 24.04.1976.
Foreldrar: Bjarni Maronsson og Jórunn Guðrún Árnadóttir.
Búsett á Akureyri

Gunnar Oddsson (1934-2019)

  • S01610
  • Person
  • 11. mars 1934 - 10. mars 2019

Gunnar Oddsson, f. í Flatatungu á Kjálka 11.03.1934, d. 10.03.2019 á Sauðárkróki. Foreldrar: Oddur Einarsson (1904-1979) frá Flatatungu og Sigríður Gunnarsdóttir (1899-1989) frá Keflavík í Hegranesi. Maki: Helga Árnadóttir. Þau eignuðust fjögur börn.
Gunnar ólst upp hjá foreldrum sínum í Flatatungu. Hann tók landspróf árið 1950 og varð búfræðingur frá Hólaskóla árið 1954 og lauk búfræðikandídatsprófi frá Hvanneyri 1957. Starfaði sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga 1957-1959. Það ár tók hann við búi í Flatatungu en brá búi 1998 og Einar sonur hans tók við.
Gunnar tók virkan þátt í félagsmálum og gegndi trúnaðarstörfum ýmis konar. Var m.a. stjórnarformaður Kaupfélags Skagfirðinga (1981-1988), sat á búnaðarþingi og í hreppsnefnd Akrahrepps.

Golfklúbbur Skagafjarðar (1970-)

  • S01917
  • Félag/samtök
  • 1970-

Golfklúbbur Skagafjarðar, stofnaður 9. nóvember árið 1970. Stofnfélagar voru um það bil 20. Reynir Þorgrímsson var fyrsti formaður klúbbsins en auk hans voru í stjórn Sigurður Jónsson og Björn Jónsson. Mánuði eftir stofnfundinn var sótt um aðild að Golfsambandi Íslands og Ungmennasambandi Skagafjarðar. Upphalflega var stefnt á uppbyggingu golfvallar við Tjarnartjörn. Voru lagðar 6 brautir og völlurinn nýttur fyrstu árin. Eftir fyrstu tvö árin dró nokkuð úr starfseminni. Klúbburinn ar endurreistur 1977. Fyrsta keppnin var haldin 11. september 1977. Ári síðar hófust viðræður um vallaaðstöðu að Skarði og var gerður völlur þar og notaður um skeið. Uppbygging vallar á Hlíðarenda hófst svo árið 1980.

Skuli G Skulason (1879-1945)

  • S02024
  • Person
  • 1879-1945

Skuli G. Skulason, f. í Íslendingabyggðum á Vesturströnd Winnipegvatns í Manitoba árið 1879. Ári síðar flutti fjölskyldan á Íslendingaslóðir nálægt Pembina í Norður-Dakota. Skúli gekk i Háskólann í Norður-Dakota og lauk þar laganámi.
Maki: Edith Johnson, þau giftu sig 1903 og eignuðust þrjár dætur.
Fjölskyldan flutti til vestur Montana þar sem Skúli vann sem lögmaður í Thompson Falls and Missoula. Eftir lát eiginkonunnar fluttist hann til Poplar í Montana. Hann lést 1945.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

  • S01686
  • Félag/samtök
  • 08.10.1874-1988

"Hinn 4. maí 1872 var gefin út tilskipun um sveitarstjórn á Íslandi. Þá komust amtsráð, sýslunefndir og hreppsnefndir á laggirnar...Sýslunefnd skipuðu að öllum jafnaði 6-10 fulltrúar, kosnir af sveitarfélögum. Ef hreppar voru fleiri en tíu í sýslu, skipuðu nefndarmenn hinna fjölmennari föst sæti í sýslunefnd, en hinir fámennari hreppar skiptust á sýslunefndarmönnum..."
Á "þjóðhátíðinni á Reynistað" sem svo hefur verið nefnd og haldin í Espihólsstofu Eggerts Briem í júlí 1974 voru mörg þjóðþrifamál rædd og hófst í kjölfarið mikil vakningaralda sem hreif með sér unga sem aldna. Samgöngumál voru þar ofarlega á baugi og fór það svo að bættar samgöngur, einkum brúarsmíð, voru efst á málaskrá sýlsunefndar um áratugaskeið.
Eggert Briem kvaddi til fyrsta sýslunefndarfundar Skagfirðinga 8. október 1874 og voru þangað mættir fulltrúar 7 hreppa. Til ársins 1897 voru hreppar sýslunnar 12 . Ákveðið var að þeir fulltrúar þeirra tveggja hreppa sem ekki áttu sæti í nefndinni hverju sinni skyldu mega vera viðstaddir fundi og hafa þar málfrelsi. Var reynt að halda fundina sem næst miðbiki sýslunnar. Sýslunefnd starfaði til ársins 1988.

Jóhann Jónsson (1835-1903)

  • S02335
  • Person
  • 18.12.1835-13.03.1903

Foreldrar: Margrét Bjarnadóttir, ógift vinnukona á Hofi og Jón Guðmundsson, ókvæntur vinnumaður, þá í Krókárgerði í Norðurárdal. Margrét kom að Hofi frá Melrakkadal í Víðidal vorið 1832, þá 21 árs. Hún giftist síðar Sveini Guðmundssyni frá Hrafnhóli. Jón, faðir Jóhanns, varð úti þegar Jóhann var tveggja ára gamall. Jóhann var fóstraður upp á Jóni hreppstjóra Gíslasyni á Hofi og konu hans, Kristínu Kjartansdóttur. Þaðan fermdist hann vorið 1850. Skömmu síðar gerðist hann vinnumaður en fór vorið 1857 að Setbergi í Mýlasýslu. Þar veiktist hann og lá lengi. Eftir það var hann nánast örkumla ævilangt. Fór hann um tíma suður í Rangárvallarsýslu en kom aftur til Skagafjarðar og stundaði m.a. hrossasöluferðir austur í Múlasýslur. Var í húsmennsku en gerðist bóndi í Framnesi 1878-1879, húsmaður þar 1879-1885, bóndi í Vaglagerði 1885-1896. Var þá í húsmennsku, en byggði jörðina og var bóndi aftur í Vaglagerði 1897-1903. Fékk slag síðla vetrar 1903 og var þá fluttur að Þorleifsstöðum, þar sem hann lést.
Jóhann var ókvæntur og barnlaus. Hann arfleiddi sýsluna að eignum sínum, til sjúkrahúsbyggingar á Sauðárkróki.

Helga Steinsdóttir (1852-1931)

  • S03041
  • Person
  • 4. nóv. 1852 - 1. jan. 1931

Fædd að Stóru-Gröf. Foreldrar: Steinn Vigfússon bóndi í Stóru-Gröf (1814-1887) og kona hans Helga Pétursdóttir (f. 1820-1892). Helga ólst upp hjá foreldrum sínum og naut þeirrar menntunar, sem veitt var "betri bænda dætrum." Hún tók oft fósturbörn um lengri eða skemmri tíma. Þegar hún settist að á Sauðárkróki keypti hún leyfi til veitingasölu og gistihússreksturs og stundaði það um 30 ár í eigin íbúð. Rak einnig búskap í nokkur ár og leigði sér lönd til heyskapar. kMaki: Jónas Halldórsson. Þau giftu sig um 1875. Bjuggu að Stóru-Seylu á Langholti til 1888 en fóru þá búferlum að Keldudal í Hegranesi og bjuggu þar til 1901. Þá brugðu þau búi og fluttu til Sauðárkróks og fór Jónas síðar til dætra sinna í Ameríku en Helga varð eftir. Þau eignuðust 4 börn og fóru þrjú þeirra til Ameríku.

Haflína Björnsdóttir (1905-2004)

  • S02905
  • Person
  • 24. nóv. 1905 - 10. júní 2004

Foreldrar: Björn Hafliðason b. í Saurbæ í Kolbeinsdal og k.h. Ragnheiður Sigríður Þorláksdóttir. Haflína var í barnaskóla hjá Sigurveigu á Kálfsstöðum í Hjaltadal og í unglingadeild Hólaskóla veturinn 1929-1930 en veturinn 1931-1932 var hún í Kvennaskólanum á Blönduósi. Árið 1932 kvæntist hún Sigurmoni Hartmannssyni frá Kolkuósi og hófu þau búskap þar. Þar bjuggu þau til 1985 er þau fluttu til Sauðárkróks, þau eignuðust þrjár dætur.

Búnaðarfélag Hofshrepps

  • S03685
  • Association
  • 1913 -

Búnaðarfélag Hofshrepps var stofnað á fyrsta aðalfundi félagsins þann 8. febrúar 1913 í þinghúsi hreppsins á Hofsósi. Aðalverkefni fundsins var að semja og samþykkja lög fyrir félagið og voru þau samþykkt samhljóða. Tilgangur félagsins var fyrst og fremst að efla hverskonar búnaðarframfarir í hreppnum, en lagt var sérstakaka áherslu á að auka jarðrækt og að koma áburðahirðingu í sem best horf. Tólf manns sátu fundinn, fyrsti formaður búnaðarfélagsins var kosinn Jón Konráðsson fyrrum hreppstjóri í Bæ á Höfðaströnd

Búnaðarfélag Staðarhrepps

  • S03662
  • Félag/samtök
  • 1889 - 1988

Árið 1889, 1. desember var aðalfundur búnaðarfélagsins í Staðarhreppi haldin á Páfastöðum af formanni félagsins, Jóni Pálmasyni. Mættir voru 10 félagsmenn. Málefni voru ný lög félagsins, reikningar og jaðarbótastörf félagsins.

Jón Þorbergur Jónsson (1883-1922)

  • S03045
  • Person
  • 06.07.1883-14.05.1922

Fæddur á Siglunesi við Siglufjörð, drukknaði með þilskipinu Maríönnu í maí 1922. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi á Siglunesi og kona hans Þuríður Sumarliðadóttir. Jón ólst upp hjá móður sinni, en faðir hans drukknaði er hann var á fyrsta ári. Fóru þau mæðginin frá Siglunesi 1884, fyrst að Leyningi á Siglufirði og voru þar eitt ár. Árið 1885 fór hann til hjónanna Márusar Márussonar og Bjargar Lilju Guðmundsdóttur að Dæli í Fljótum og var þar til 1898. Hann fermdist frá þeim 1899 og fór það ár með Márusi að Fyrirbarði. Þar vann hann að búi þeirra til 1901 og fór síðan með þeim að Karlsstöðum og var þar til Márus andaðist árið 1905. Árið 1905 kvæntist Jón og reistu þau hjónin bú á Karlsstöðum. Fluttust síðar á 1905-1090, á Minni-Þverá 1910-1912, á Minna-Grindli 1912-1921, á Skeiði í Fljótum 1921- til dánardags. Í uppvextinum vann Jón öll sveitarstörf og var einnig við sjóróðra með Márusi og fleirum og fór síðar á þilskip. Maki: Þórunn Sigríður Jóhannesdóttir (1888-1982) frá Hring í Stíflu. Þau eignuðust alls átta börn. Hið elsta dó á fyrsta ári og tvö í apríl 1921 úr barnaveiki.

Sigurjón Markússon (1868-1919)

  • S02444
  • Person
  • 04.02.1868-12.01.1919

Foreldrar: Markús Arason (1836-1935), síðast bóndi að Ríp í Hegranesi og fyrri kona hans Steinunn Jónsdóttir (1837-1888). Sigurjón ólst upp með foreldrum og naut fræðslu í heimahúsum og hjá sóknarpesti. Hann hóf búskap að Stóru-Gröf á Langholti í Staðarhreppi og bjó þar 1888-1896. Flutti þá að Eyhildarholti í Hegranesi 1896 bjó þar til 1910 er hann brá búi og flutti til Sauðárkróks. Dvaldi þar í eitt ár en fluttu þá aftur að Eyhildarholti og bjó þar í eitt ár. Flutti þá að Sjávarborg í Sauðárhreppi og bjó þar 1912-1915 er hann fór að Íbishóli í Seyluhreppi og bjó þar til æviloka. Bjó stóru búi framan af ævi og átti um tíma 1000 fjár í félagi við föður sinn. Hafði einnig mikið kúabú og var einn af brautryðjendum rjómabúsins Framtíðin á Gljúfuráreyrum í Viðvíkursveit.
Maki: Guðrún Magnúsdóttir frá Lýtingsstöðum, f. um 1864, d. 26.06.1896. Þau eignuðust þrjár dætur.
Bústýra Sigurjóns eftir andlát konu hans var Sigurlaug Vigfúsdóttir, f. 11.05.1870, d. 28.08.1951. Þau eignuðust 5 börn. og komust 4 þeirra upp.

Björg Steinunn Jónasdóttir (1901-1920)

  • S03051
  • Person
  • 20. jan. 1901 - 20. júní 1920

Foreldrar: Jónas Jónsson b. og smáskammtalæknir í Hróarsdal í Hegranesi og 3.k.h. Lilja Jónsdóttir. Lést ógift og barnlaus.

Stefán Stefánsson (1885-1964)

  • S02501
  • Person
  • 5. nóv. 1885 - 1. júní 1964

Foreldrar: Stefán Guðmundsson b. á Giljum í Vesturdal o.v. og k.h. Sigurlaug Ólafsdóttir. Stefán lærði járnsmíði á Akureyri stuttu eftir fermingu og stundaði þá iðn allar götur síðan. Kvæntist Steinunni Eiríksdóttur frá Írafelli, þau eignuðust tvö börn.

Björn Þórðarson (1801-1890)

  • S03052
  • Person
  • í feb. 1801 - 6. ágúst 1890

Björn Þórðarson, bóndi, hreppstjóri og dannebrogsmaður, á Ysta-Hóli og Skálá í Sléttuhlíð. Fæddist í febrúar 1801 á Illugastöðum í Flókadal. Faðir: Þórður Pétursson (1764-1810), bóndi á Ysta-Hóli. Móðir: Hallfríður Björnsdóttir (1769-1851), húsfreyja á Ysta-Hóli. Björn ólst upp með foreldrum sínum á meðan föður hans naut við en síðan með móður sinni og stjúpföður, Guðmundi Jónssyni bónda á Ysta-Hóli. Stundaði veiðiskap með búrekstrinum og átti hluta í hákarlaskipum með Fljótamönnum. Þá stundaði hann einnig fuglaveiðar við Drangey. Var hluthafi í versluninni í Grafarósi. Bóndi á Ysta-Hóli 1826-1848, Skálá 1848-1885. Fluttist að Þverá í Hrollleifsdal og bjó þar 1885-1887 og á Klóni 1887-1888 en brá þá búi vegna heilsubrests og flutti til dóttur sinnar og tengdasonar á Skálá. Bjó þar til æviloka.
Kvæntist árið 1830, Önnu Jónsdóttur (1798-1881). Þau áttu ekki börn saman.
Barnsmóðir: Anna Bjarnadóttir (1835-1915), áttu eina dóttur saman, Hallfríði fædda 1858.
Barnsmóðir: María Skúladóttir (1834-1903), áttu eina dóttur saman, Guðbjörgu fædda 1866.
Björn er talinn vera fyrirmynd Trausta hreppstjóra á Skálá í sögu Davíðs Stefánsson, Sólon Islandus.

Jón Gunnlaugsson (1849-1934)

  • S03054
  • Person
  • 1. sept. 1849 - 30. júní 1934

Foreldrar: Gunnlaugur Magnússon b. í Garði í Ólafsfirði og k.h. Guðrún Jónsdóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum í Garði. Mun síðan hafa átt heima um skeið á Auðnum í Ólafsfirði. Hann hóf búskap að Garði um 1875 og bjó þar, uns hann fluttist að Tungu í Stíflu 1888. Bjó þar til 1898 og á Mjóafelli 1898-1917. Brá þá búi en var kyrr á sama stað. Jón var nokkur ár í hreppsnefnd og réttarstjóri til fjölda ára. Árið 1870 kvæntist hann Guðrúnu Jónsdóttur, þau eignuðust sjö börn.

Helga Júlíana Guðmundsdóttir (1892-1988)

  • S03034
  • Person
  • 28. jan. 1892 - 1. júní 1988

Foreldrar: Guðmundur Gíslason verkamaður á Sauðárkróki, áður bóndi á Hryggjum í Gönguskörðum og k.h. Ólöf Jónsdóttir frá Steinavöllum í Flókadal. Árið 1901 fluttist Helga með foreldrum sínum til Sauðárkróks og fór ung að stunda fiskvinnu og fleiri tilfallandi störf. Um fjórtán ára aldur fór hún til Hartmanns og Kristínar í Kolkuósi og dvaldi þar í tíu ár. Eftir veruna í Kolkuósi var hún eitt ár vinnukona á Hólum, síðar verkakona með búsetu á Sauðárkróki, var í síld á Siglufirði í nokkur sumur en starfaði á saumaverkstæði á Sauðárkróki að vetrinum. Eftir að hún kvæntist vann hún m.a. við síldarsöltun og saumaskap samhliða húsmóðurstörfum. Maki: Stefán Jóhannesson bifreiðastjóri og verkstjóri á Sauðárkróki, þau eignuðust tvær dætur og ólu auk þess upp tvo fóstursyni.

Jón F. Hjartar (1916-1996)

  • S03077
  • Person
  • 15. ágúst 1916 - 31. maí 1996

Jón F. Hjartar var fæddur 15. ágúst 1916 á Suðureyri við Súgandafjörð. Foreldrar hans voru hjónin Friðrik Hjartar skólastjóri og Þóra Jónsdóttir Hjartar. Hinn 3. júlí 1947 kvæntist Jón Rögnu Hjartardóttur frá Flateyri, þau eignuðust þrjá syni. ,, Jón lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Siglufjarðar, íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni 1937 og framhaldsnámi í íþróttum frá Idræts højskolen Gerlev í Danmörku 1939. Hann sótti síðan íþróttanámskeið í Svíþjóð. Jón var íþróttakennari við barna- og gagnfræðaskólana á Siglufirði, Flateyri og víðar. Hann vann við skrifstofustörf og almenna kennslu á Flateyri ásamt ýmsum öðrum störfum. Hann var fulltrúi sveitarstjóra í Borgarnesi og seinna deildarstjóri á bæjarskrifstofu Kópavogs. Jón starfaði innan íþróttahreyfingarinnar í fjölda ára og var sæmdur margvíslegum heiðursmerkjum fyrir störf sín og árangur. Hann tók þátt í starfi Góðtemplarareglunnar frá unga aldri og var heiðursfélagi þar. Hann var félagi í Rotary og einnig í Oddfellow-reglunni. Jón var virkur í kór og safnaðarstarfi bæði í Borgarnesi og við Áskirkju í Reykjavík."

Bjarni G. Bachmann (1919-2010)

  • S03079
  • Person
  • 27. apríl 1919 - 13. jan. 2010

Fæddur og uppalinn í Borgarnesi. Eiginkona Bjarna var Anna Þórðardóttir hárgreiðslukona frá Ísafirði, þau eignuðust fjögur börn. ,,Eftir að skólagöngu lauk þar fór hann í Héraðsskólann í Reykholti 1935-1937, síðan í Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal og fyrir hans tilstuðlan fór hann í Íþróttakennaraskóla Björns Jakobssonar á Laugarvatni. Hann sótti einnig íþróttanámskeið í Svíþjóð. Bjarni kenndi á vegum UMFÍ og ÍSÍ á Vestfjörðum og hjá Héraðssambandi Skarphéðins. Frá 1947 til 1961 kenndi hann við Gagnfræðaskóla Ísafjarðar, bæði íþróttir og bóklegar greinar. Frá 1961 til 1979 kenndi hann einnig íþróttir og bóklegar greinar við barna- og miðskóla Borgarness. Þegar Bjarni starfaði á Ísafirði þjálfaði hann í mörgum greinum íþrótta, m.a. þjálfaði hann fimleikaflokk sem ferðaðist víða um land með sýningar. Í Borgarnesi þjálfaði hann meðal annars unglingalið Skallagríms í körfubolta og gerði annan og þriðja flokk karla að Íslandsmeisturum. Á sumrin vann hann ýmsa sumarvinnu eins og t.d. vegavinnu og byggingarvinnu. Bjarni var formaður sóknarnefndar Borgarneskirkju um árabil. Árið 1969 var hann ráðinn forstöðumaður í Safnahúsi Borgarfjarðar. Þar vann hann til 1994 er hann lét af starfi vegna aldurs. Bjarni hafði mikinn áhuga á ættfræði og sögu Borgarness, og skráði mikið á því sviði. Eftir að hann lét af störfum hóf hann skráningu húsa sem reist höfðu verið í Borgarnesi frá upphafi byggðar til ársins 1930 og hverjir höfðu verið ábúendur þar, hann myndaði einnig húsin sem enn voru til á þeim tíma sem hann vann að þessu hugðarefni sínu. Bjarni var félagi í Oddfellowstúkunni Gesti á Ísafirði og síðar Agli á Akranesi. Þá var hann félagi í Rotaryklúbbi Borgarness."

Gunnar Árnason (1901-1985)

  • S03086
  • Person
  • 13. júní 1901 - 31. júlí 1985

Fæddist á Skútustöðum við Mývatn sonur Árna Jónssonar prófasts og alþingsmanns á Skútustöðum og k.h. Auðar Gísladóttur. Nam guðfræði við Háskóla Íslands. Sóknarprestur í Bergstaðaprestakalli frá 1925 og bjó á Æsustöðum í Langadal. Veitt Bústaðaprestakall í Reykjavík 1952, sóknarprestur í Bústaðaprestakalli frá því ári og tók við þjónustu Kópavogsprestakalls er því var skipt úr Bústaðaprestakalli 1964, jafnan með búsetu í Kópavogi. Hann lét af prestsþjónustu 1971. Gunnar var afkastamikill rithöfundur, samdi þónokkur útvarps- leikrit, tók saman sagnfræði og þjóðfræðiþætti, samdi bókakafla í ýmis rit og var afkastamikill þýðandi.
Maki: Sigríður Stefánsdóttir (1903-1970) frá Auðkúlu, þau eignuðust fimm börn.

Benedikt Waage (1889-1966)

  • S03087
  • Person
  • 14. júní 1889 - 8. nóv. 1966

Fæddur og uppalinn í Reykjavík. Benedikt lauk prófi frá Verzlunarskóla Íslands. Stórkaupmaður og forseti ÍSÍ. Benedikt var mikill íþróttamaður og var m.a. fyrstur manna til þess að synda frá Viðey til lands á innan við tveimur tímum. Maki: Elísabet Einarsdóttir, þau eignuðust þrjú börn saman, fyrir átti Benedikt einn son. Þau skildu árið 1932.

Hrefna Jóhannsdóttir (1905-1993)

  • S03091
  • Person
  • 17. des. 1905 - 3. jan. 1993

,,Hún var fædd á Kjartansstöðum í Staðarhreppi 17. desember 1905. Foreldrar hennar voru þau Ingibjörg Jónsdóttir, ljósmóðir frá Botnastöðum í Svartárdal, og Jóhann Sigurðsson, bóndi frá Sæunnarstöðum í Hallárdal. Hrefna kvæntist Jóni Friðbjörnssyni frá Rauðuskriðu í Aðaldal, árið 1933. Þau settust að á Sauðárkróki og bjuggu lengst af á Freyjugötu 23, í húsi sem þau reistu og kölluðu Víkingvatn, þau eignuðust tvo syni."

Þorkell V. Þorsteinsson (1956-

  • S03098
  • Person
  • 12. nóv. 1956-

Alinn upp í Keflavík. Kennari á Sauðárkróki. Kvæntur Lydíu Jósafatsdóttur, þau eiga þrjú börn.

Þorsteinn Einarsson (1911-2001)

  • S03105
  • Person
  • 23. nóv. 1911 - 5. jan. 2001

Fæddist í Reykjavík og ólst þar upp á Skólavörðuholtinu. ,,Þorsteinn lauk stúdentsprófi frá MR 1932, stundaði kennslu og íþróttakennslu við Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja 1934-41 og kenndi þar og þjálfaði glímu, leikfimi og frjálsar íþróttir hjá Tý og Þór. Hann var íþróttafulltrúi ríkisins 1941-81 og framkvæmdastjóri félagsheimilasjóðs og formaður skólanefndar Íþróttakennaraskóla Íslands 1943-81. Þorsteinn keppti í glímu með Glímufélaginu Ármanni um árabil, varð glímusnillingur Íslands 1932 og sýndi glímu í Þýskalandi 1929 og í Svíþjóð 1932. Hann iðkaði frjálsar íþróttir og var methafi í kúluvarpi, í hástökki án tilhlaups 1931, tvisvar meistari í hástökki með tilhlaupi sem og í kringlukasti, keppti með meistaraliði á fjögurra manna bátum, æfði og keppti í handbolta í skólaliði MR, var þjálfari kvennaliðs Ármanns um skeið og sýndi leikfimi í sýningaflokki og keppnisliði Jóns Þorsteinssonar. Hann var félagsforingi skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum, sat í stjórn Bandalags skáta og var varaskátahöfðingi. Þorsteinn var upphafsmaður Íslenskra getrauna, sat í stjórn Dýraverndunarfélags Íslands og Dýraverndunarsambandsins í rúm 20 ár, sat í Dýraverndunarnefnd ríkisins og Fuglaverndunarnefnd Íslands og gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum." Eiginkona Þorsteins var Ásdís Guðbjörg Jesdóttir, þau eignuðust tíu börn.

Sigurður Sigurðsson (1890-1965)

  • S03112
  • Person
  • 4. sept. 1890 - 30. ágúst 1965

Fæddur á Fossi á Skaga, sonur Sigurður Gunnarssonar b. og hreppstjóra á Fossi og k.h. Sigríðar Gísladóttur. Verkamaður í Reykjavík. Kvæntist Sigríði Jóhannesdóttur.

Árni Björn Árnason (1902-1979)

  • S03140
  • Person
  • 18. okt. 1902 - 15. ágúst 1979

Foreldrar: Sr. Árni Björnsson prófastur á Sauðárkróki og k.h. Líney Sigurjónsdóttir. Nam lækningar hér heima og í Danmörku. Héraðslæknir á Grenivík frá 1937. Stundaði einnig búskap á gömlu Grenivíkurjörðinni um tíma. Kvæntist Kristínu Loftsdóttur.

Páll Kristinn Árnason (1899-1970)

  • S03138
  • Person
  • 19. júlí 1899 - 7. mars 1970

Foreldrar: Sr. Árni Björnsson prófastur á Sauðárkróki og k.h. Líney Sigurjónsdóttir. Verslunarfulltrúi í Reykjavík. Kvæntist Elínu Halldórsdóttur.

Guðrún Sigfúsdóttir (1907-1986)

  • S03145
  • Person
  • 2. sept. 1907 - 13. ágúst 1986

Foreldrar: Sigfús Hansson b. á Syðri-Brekkum í Blönduhlíð og víðar og k.h. Jónína Jósafatsdóttir. Guðrún kvæntist Garðari Skagfjörð Jónssyni skólastjóra á Hofsósi, þau eignuðust eina dóttur saman, fyrir átti Guðrún dóttur.

Niðurstöður 681 to 765 of 6397