Bjarnastaðir

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Bjarnastaðir

Equivalent terms

Bjarnastaðir

Associated terms

Bjarnastaðir

8 Authority record results for Bjarnastaðir

8 results directly related Exclude narrower terms

Aðalbjörg Vagnsdóttir (1893-1951)

  • S02015
  • Person
  • 14. feb. 1893 - 16. ágúst 1951

Foreldrar: Vagn Eiríksson b. í Miðhúsum í Blönduhlíð og k.h. Þrúður Jónsdóttir. Faðir hennar lést þegar hún var aðeins fimm ára gömul, móðir hennar bjó áfram í Miðhúsum með börnin í tvö ár en var eftir það í húsmennsku. Kvæntist Kristjáni R. Gíslasyni frá Grundarkoti í Blönduhlíð, þau bjuggu á Minni-Ökrum frá 1914-1927 er þau fóru í húsmennsku að Bjarnastöðum í Blönduhlíð. Voru svo í húsmennsku á Bakka í Vallhólmi og á Hjaltastöðum. Fluttu til Sauðárkróks árið 1930. Eftir að þau hættu búskap á Minni-Ökrum var Aðalbjörg ráðskona í vegavinnu hjá Rögnvaldi Jónssyni frá Kotum. Árið 1945 fluttu þau til Reykjavíkur, þau eignuðust sex börn.

Gísli Gíslason (1876-1960)

  • S02126
  • Person
  • 18. ágúst 1876 - 10. ágúst 1960

Foreldrar: Gísli Þorláksson vinnumaður í Glaumbæ o.v. og s.k.h. María Jónsdóttir. Gísli ólst upp hjá móður sinni fyrstu tíu árin, en hún var á þessum árum ýmist húskona eða vinnukona á ýmsum bæjum í Blönduhlíð og Vallhólmi til 1882, en á Hraunum í Fljótum 1882-1885 og Lambanesi í Fljótum 1885-1886. Árið 1886 fór Gísli í fóstur að Réttarholti í Blönduhlíð til Rögnvalds Björnssonar og k.h. Freyju Jónsdóttur. Fermdist hann frá þeim árið 1891 og vann síðan búi þeirra allt til ársins 1902, er hann fór sem vinnumaður að Þverá í Blönduhlíð til Stefáns Sigurðssonar bónda þar. Á Þverá var Gísli vinnumaður þar til hann kvæntist 1912 Helgu Guðmundsdóttur frá Skuggabjörgum, eftir það í húsmennsku á s.st til 1915 og Framnesi í sömu sveit 1915-1918, að þau hófu búskap á Skúfsstöðum í Hjaltadal. Bóndi á Skúfsstöðum í Hjaltadal 1918-1921, á Bjarnastöðum í Blönduhlíð 1921-1924 og í Hjaltastaðahvammi 1924-1950. Eftir það í húsmennsku, fyrst að Minni Ökrum og síðast á Höskuldsstöðum. Árið 1956 fluttu þau til Reykjavíkur. Gísli og Helga eignuðust tvær dætur.

Ingibjörg Björnsdóttir (1896-1997)

  • S01701
  • Person
  • 21. okt. 1896 - 2. sept. 1997

Foreldrar: Björn Benónýsson b. á Illugastöðum í Laxárdal og k.h. Ingibjörg Stefánsdóttir. Tveggja ára gömul fór Ingibjörg í fóstur til Sigríðar föðursystur sinnar og manns hennar Magnúsar Hjálmarssonar að Bjarnastöðum í Blönduhlíð. Árið 1907 fluttust þau hjón með Ingibjörgu að Illugastöðum í Laxárdal til Björns föður hennar. Þar voru þau eitt ár, en fluttust síðan til árs búskapar að Ingveldarstöðum ytri á Reykjaströnd og árið 1909 fóru þau til Sauðárkróks og settust að í húsinu Brimgarði. Ingibjörg fermdist árið 1911, og sama árið fór hún vinnukona að Hólkoti á Reykjaströnd. Árið 1912 fór hún frá Hólkoti að Bakka í Vallhólmi, þar sem kynntist mannsefni sínu, Agli Gottskálkssyni. Þau bjuggu á Hvammkoti á Skaga 1917-1921, á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd 1921-1926, í Hjaltastaðakoti 1926-1935, á Mið-Grund 1935-1968. Síðast búsett á Akureyri. Ingibjörg lést 101 árs gömul.
Ingibjörg og Egill eignuðust átta börn.

Kristján Ragnar Gíslason (1887-1958)

  • S02699
  • Person
  • 27. apríl 1887 - 14. mars 1958

Foreldrar: Gísli Gíslason, f. og Kristín Jónsdóttir í Grundarkoti í Blönduhlíð. Ólst upp hjá foreldrum sínum fram um fermingu en 1901 fór hann að Stóru-Ökrum og var þar til hann hóf sjálfstæðan búskap. Var bóndi á Minni-Ökrum 1914-1927. Maki: Aðalbjörg Vagnsdóttir frá Miðhúsum. Brá búi 1927 og þau hjónin fóru í húsmennsku að Bjarnastöðum í Blönduhlíð, Bakka í Vallhólmi og Hjaltastöðum í Blönduhlíð. Fluttu til Sauðárkróks 1930. Stundaði þar ýmsa vinnu, m.a. vegavinnu hjá Kota-Valda. Einn vetur fjármaður á Reynistað og gæslumaður við mæðiveikivarnir eftir að hann hætti í vegavinnu. Var einnig við símalagnir í Skagafirði. Þau hjónin fluttu til Reykjavíkur 1945 og bjuggu hjá Vagni syni sínum á Langholtsvegi 5. Kristján og Aðalbjörg eignuðust sex börn

Rögnvaldur Björnsson (1850-1918)

  • S02152
  • Person
  • 26. des. 1850 - 6. ágúst 1918

Rögnvaldur Björnsson, f. að Auðólfsstöðum í Langadal. Foreldrar: Björn Ólafsson (1817-1853) frá Auðólfsstöðum, síðast bóndi í Eyhildarholti og kona hans Filippía Hannesdóttir (1819-1908) frá Ríp. Rögnvaldur missti föður sinn ungur er hann drukknaði í Héraðsvötnum vorið 1853. Síðar giftist móðir hans Markúsi Árnasyni. Eftir andlát föður síns fór Rögnvaldur í fóstur að Stóru-Seylu á Langholti til móðursystur sinnar Maríu Hannesdóttur og Magnúsar Magnússonar prests í Glaumbæ. Þegar María flutti til dóttur sinnar að Ystu-Grund árið 1865 fór Rögnvaldur með henni þangað og ólst upp hjá Sigríði Magnúsdóttur og Gísla Þorlákssyni sem þar bjuggu. Rögnvaldur hóf búskap í Hjaltastaðahvammi 1880 en fluttist í Réttarholt 1883 og bjó þar til 1892. Var á Bjarnastöðum 1892-1895 en fór þá aftur í Réttarholt og eignaðist jörðina. Bjó þar til dánardags.
Var sýslunefndarmaður Akrahrepps 1886-1917, hreppsnefndarmaður í Akrahreppi 1881-1887 og 1896-1901, oddviti 1883-1886.
Maki: Freyja Jónsdóttir (1859-1942) frá Barði í Fljótum. Þau eignuðust 7 börn en ein dóttir þeirra lést á unglingsaldri.

Sigurður Þorsteinsson (1864-1928)

  • S00678
  • Person
  • 22.08.1864-09.03.1928

Fæddur á Daufá, sonur Þorsteins Jónssonar b. á Daufá og Elínborgar Sigurðardóttur. Sigurður var á barnsaldri er faðir hans lést. Móðir hans var við búskap, nokkur næstu ár, á ýmsum stöðum í Lýtingsstaðahreppi og var Sigurður á hennar vegum flest þau ár. Ungur fór hann að fást við smíðar og náði nokkurri leikni í þeirri iðn og náði nokkuri leikni í þeirri iðn. Hann hóf búskap ókvæntur á hluta af Þorsteinsstöðum í Tungusveit 1894 og bjó þar eitt ár. Gerðist lausamaður og vann að smíðum. Átti heima á Uppsölum í Blönduhlíð og Keldulandi á KJálk, en flutti þaðan vorið 1897 með Sigfúsi Dagssyni, er síðar varð tengdafaðir hans að Lóni í Viðvíkursveit 1900-1903, Bakka 1903-1907, Ásgeirsbrekku 1907-1912, Bjarnastöðum í Blönduhlíð 1912-1928. Sigurður kvæntist Dagnýju Sigfúsdóttur, þau eignuðust einn son.

Stefán Þorgímsson (1885-1966)

  • S03174
  • Person
  • 14.05.1885-09.09.1966

Stefán Þorgrímsson, f. 14.05.1885. Bóndi á Bjarnastöðum í Blönduhlíð 1928-1944. Bjó þar með ráðskonu, Jóninnu Margréti Sveinsdóttur. Brá þá búi og fór að Hvammi í Hólahreppi. Síðast búsettur í Keflavík, skv. Íslendingabók.is.

Stefanía Guðrún Sigmundsdóttir (1868-1937)

  • S01058
  • Person
  • 28.02.1868-25.08.1937

Foreldrar: Sigmundur Símonarson og Rósa Stefánsdóttir bændur á Bjarnastöðum. Kvæntist Guðna Hallgrími Jónssyni frá Þrastarstöðum á Höfðaströnd. Bústýra á Þrastarstöðum, Hofssókn, Skag. 1890. Húsfreyja á Heiði í Sléttuhlíð, Skag. Stefanía og Guðni eignuðust átta börn, fyrir hafði Guðni eignast þrjú börn með fyrri konu sinni Sigurlaugu Steinsdóttur, jafnframt hafði Guðni eignast dóttur milli hjónabanda.