Gil í Borgarsveit

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Gil í Borgarsveit

Equivalent terms

Gil í Borgarsveit

Associated terms

Gil í Borgarsveit

9 Authority record results for Gil í Borgarsveit

9 results directly related Exclude narrower terms

Benedikt Þorsteinsson (1862-1933)

  • S01209
  • Person
  • 10.09.1862-03.08.1933

Foreldrar: Þorsteinn Bjarnason b. og hreppstjóri í Litlu-Gröf og 1.k.h. María Jóhannsdóttir. Benedikt ólst upp hjá foreldrum sínum. Bóndi í Birkihlíð 1888-1895, Kimbastöðum 1895-1909, Gili 1909-1920. Fór þá að Birkihlíð aftur og bjó þar á parti af jörðinni á móti syni sínum á árunum 1922-1928. Benedikt átti um skeið sæti í hreppsnefnd Skarðshrepps og var lengi gangnaforingi í Úthnjúkum í Staðarfjöllum. Benedikt var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Guðrún Magnúsdóttir frá Birkihlíð, þau voru barnlaus, Guðrún lést aðeins 24 ára gömul. Seinni kona hans var Sigurborg Jóhannesdóttir f. á Hvalnesi, þau eignuðust fimm börn.

Hannes Guðvin Benediktsson (1896-1977)

  • S01207
  • Person
  • 19. janúar 1896 - 27. september 1977

Sonur Benedikts Þorsteinssonar b. í Birkihlíð, Kimbastöðum og Gili og s.k.h. Sigurborgar Jóhannesdóttur. Árið 1918 kvæntist Hannes Sigríði Björnsdóttur frá Skefilsstöðum og bjuggu þau þar fyrstu hjúskaparár sín. Árið 1921 fluttust þau að Hvammkoti og þaðan 1937 að Hvammi í Laxárdal þar sem þau bjuggu til 1943 er þau fluttu til Sauðárkróks. Stuttu eftir flutningana til Sauðárkróks slitu þau samvistum og upp frá því settist Hannes að á Akureyri. Hann var póstur á Skaga frá árinu 1937 og sinnti því starfi þar til hann fluttist til Sauðárkróks. Einnig höfðu þau hjón umsjón með símstöðinni í Hvammi meðan þau bjuggu þar. Eftir að hann fluttist til Akureyar starfaði hann í klæðaverksmiðjunni Gefjunni og varð þar fyrir því slysi að missa annan framhandlegg við olnboga. Hannes og Sigríður eignuðust sjö börn.

Helga Pálmey Benediktsdóttir (1902-1970)

  • S01205
  • Person
  • 6. apríl 1902 - 18. september 1970

Dóttir Benedikts Þorsteinssonar b. í Birkihlíð, Kimbastöðum og Gili og s.k.h. Sigurborgar Jóhannesdóttur. Húsfreyja í Godthaab, Vestmannaeyjum 1930. Síðast búsett í Reykjavík. Kvæntist Hermanni Benediktssyni.

Hildur Þorbjörg Eiríksdóttir (1920-2007)

  • S00933
  • Person
  • 25.01.1920-20.09.2007

Hildur Þorbjörg Eiríksdóttir fæddist í Þverárdal í Austur-Húnavatnssýslu hinn 25. janúar 1920. Foreldrar hennar voru Eiríkur Björnsson frá Skeggsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu og Margrét Reginbaldsdóttir frá Flateyri við Önundarfjörð. Hildur ólst upp hjá foreldrum sínum á Sjávarborg í Skagafirði frá 1921-1927 og á Gili í Skagafirði 1927-1937 en þá fluttist fjölskyldan til Sauðárkróks. Eftir barnaskóla stundaði Hildur nám við Unglingaskóla Sauðárkróks og Kvennaskólann í Reykjavík. Hildur giftist 1943 Snorra Dalmar Pálssyni, þau eignuðust fjögur börn. Hildur starfaði í Reykjavík í Hjúkrunarskóla Íslands og Öldrunardeild Landspítala í Hátúni.

Páll Þórðarson (1860-1955)

  • S03154
  • Person
  • 05.11.1860-10.02.1955

Páll Þórðarson, f. í Hólum í Öxnadal 05.11.1860, d. 10.02.1955 á Sauðárkróki. Foreldrar: Þórður Pálsson, bóndi í Hólum og víðar og kona hans Guðrún Magnúsdóttir. Páll ólst upp með foreldrum sínum. Hann var bóndi á Þorljótsstöðum 1889-1895, Goðdölum (á móti sr. Vilhjálmi Briem) 1895-1897. Keypti Gil í Borgarsveit og bjó þar 1897-1908. Leigði þá Gil og flutti til Sauðárkróks aftur. Bóndi á Gili 1922-1923 er hann seldi Gil og flutti aftur til Sauðárkróks. Þar stundaði hann ýmsa vinnu og sótti sjó. Var einnig mikið við byggingarvinnu og viðgerðir hjá bændum. Kona: Inga Gunnarsdóttir (19.07.1860-27.05.1952) frá Efstalandskoti. Þau eignuðust eina dóttur.

Sigurborg Jóhannesdóttir (1861-1904)

  • S01208
  • Person
  • 7. apríl 1861 - 12. ágúst 1904

Fædd á Hvalnesi á Skaga. Foreldrar: Jóhannes Oddsson húsmaður á Herjólfsstöðum og Elínborg Jónsdóttir frá Ketu á Skaga. Fyrri maður: Hannes Þorleifsson b. á Kimbastöðum, þau eignuðust eina dóttur. Seinni maður: Benedikt Þorsteinsson frá Litlu-Gröf, þau bjuggu í Birkihlíð, á Kimbastöðum og á Gili, þau eignuðust fimm börn saman.

Símon Baldur Skarðhéðinsson (1950-

  • S02889
  • Person
  • 12. ágúst 1950-

Foreldrar: Þórleif Elísabet Stefánsdóttir og Skarphéðinn Pálsson á Gili. Verktaki á Sauðárkróki. Kvæntur Brynju Ingimundardóttur, þau eiga þrjú börn.

Steindór Marelíus Benediktsson (1897-1978)

  • S01207
  • Person
  • 12. júní 1897 - 17. júlí 1978

Sonur Benedikts Þorsteinssonar b. í Birkihlíð, Kimbastöðum og Gili og s.k.h. Sigurborgar Jóhannesdóttur. Bóndi á Gili í Borgarsveit 1918-1920 og í Birkihlíð 1920-1978. Sat í hreppsnefnd Staðarhrepps 1933-1966, í stjórn Búnaðarfélags Staðarhrepps 1935-1972 (formaður frá 1944), fjallskilastjóri um árabil og formaður fjallskilastjórnar Staðarafréttar og gangnastjóri í Staðarfjöllum í áratugi. Sóknarnefndarfulltrúi Reynistaðarsóknar 1941-1965 og söng í áratugi í kirkjukór Reynistaðarkirkju. Kvæntist Elinóru Lovísu Jónsdóttur frá Sauðárkróki, þau eignuðust einn son.

Þórleif Sigríður Benediktsdóttir (1899-1931)

  • S01210
  • Person
  • 17. ágúst 1899 - 27. maí 1931

Dóttir Benedikts Þorsteinssonar og Sigurborgar Jóhannesdóttur í Birkihlíð, Kimbastöðum og Gili. Var á Kimbastöðum 1901. Kvæntist Þórði Jóhannssyni, þau bjuggu á Kjartansstöðum 1930.