Grófargil

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Grófargil

Equivalent terms

Grófargil

Associated terms

Grófargil

12 Authority record results for Grófargil

12 results directly related Exclude narrower terms

Birna Jónsdóttir (1905-2008)

  • S02570
  • Person
  • 18. nóv. 1905 - 28. júlí 2008

Birna fæddist á Grófárgili í Seyluhreppi í Skagafirði og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru Sigurlaug Brynjólfsdóttir húsfreyja og Jón Benediktsson bóndi. Birna missti föður sinn átján ára gömul. Skólaganga Birnu var ekki löng, en hún var um tíma í farskóla og einn vetur í unglingaskóla á Sauðárkróki. Eiginmaður Birnu var Eiríkur Sigmundsson, þau eignuðust fimm börn. Birna og Eiríkur bjuggu á Grófargili árabilið 1928 til 1934, en fluttu þá að Reykjum á Reykjaströnd og bjuggu þar til 1939, er þau fluttu að Hólakoti og voru þar í fjögur ár. Um vorið 1943 fluttu þau svo að Fagranesi. Birna var síðast búsett á Sauðárkróki.

Efemía Halldórsdóttir (1869-1929)

  • S02504
  • Person
  • 4. sept. 1869 - 21. mars 1929

Dóttir Halldórs Einarssonar b. í Álftagerði, Íbishóli, Grófargili o.v. og k.h. Sigríðar Jónasdóttur. Efemía kvæntist Sigurjóni Gíslasyni, þau bjuggu á Syðstu-Grund og eignuðust einn son saman sem lést eins árs gamall. Fyrir hafði Efemía eignast einn son. Einnig ólu þau upp systurson Efemíu frá þriggja ára aldri.

Friðbjörg Jóhanna Halldórsdóttir (1882-1961)

  • S02828
  • Person
  • 20. maí 1882 - 18. ágúst 1961

Foreldrar: Halldór Stefánsson bóndi í Stóra-Dunhaga og kona hans Lilja Daníelsdóttir. Friðbjörg missti ung foreldra sína og ólst upp hjá Sæunni, hálfsystur sinni og hennar manni. Fluttist með þeim að Sólheimum í Blönduhlíð 1898 frá Sörlatungu. Maki: Gunnlaugur Guðmundsson frá Bási í Hörgárdal. Þau eignuðust 5 börn. Þau hófu búskap í Djúpadal 1909. Á Ytri-Kotum 1910-1924, Uppsölum 1924-1925, Sólheimagerði 1925-1926, Grófargili 1926-1928, Íbishóli 1928-1933 og síðast á Bakka í Vallhólmi 1933.

Gunnar Sigurbjörnsson (1934-

  • S02069
  • Person
  • 17. sept. 1934-

Sonur Sigurbjörns Tryggvasonar b. á Grófargili á Langholti og k.h. Jónönnu Jónsdóttur. Múrarameistari, búsettur í Kópavogi. Kvæntist Sigríði Óladóttur Möller frá Þórshöfn.

Gunnlaugur Guðmundsson (1876-1938)

  • S02827
  • Person
  • 25. mars 1877 - 17. maí 1938

Gunnlaugur Guðmundsson, f. 25.03.1876 að Bási í Hörgárdal. Foreldrar: Guðmundur Jónsson, bóndi á Bási og víðar og kona hans Lilja Gunnlaugsdóttir. Gunnlaugur ólst upp í foreldrahúsum til fermingaraldurs. Fór þá í vinnumennsku í nokkur ár, keypti sér lausamennskubréf og stundaði vinnu hér og þar. Maki: Friðbjörg Jóhanna Halldórsdóttir, f. 20.05.1882. Þau eignuðust fimm börn. Þau hófu búskap í Djúpadal 1909. Á Ytri-Kotum 1910-1924, Uppsölum 1924-1925, Sólheimagerði 1925-1926, Grófargili 1926-1928, Íbishóli 1928-1933 og loks á Bakka í Vallhólmi 1933 til æviloka.

Jón Gunnlaugsson (1915-1984)

  • S03341
  • Person
  • 15.11.1915-12.04.1984

Jón Gunnlaugsson, f. á Ytri-Kotum í Norðurárdal 15.11.1915, d. 12.04.1984 á Akranesi. Foreldrar: Gunnlaugur Guðmundsson bóndi á Bakka í Vallhólmi og kona hans Friðbjörg Halldórsdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum á Ytri-Kotum til níu ára aldurs, síðan eitt ár á Uppsölum og annað á Sólheimagerði. Á Grófargili í tvö ár, Ípishóli í fimm ár og var síðan búsettur á Bakka frá 1933 og bóndi þar á hluta af jörðinni 1938-1941. Haustið 1933 fór hann í Bóndaskólann á Hólum og var þar til vors 1934. Kom aftur seinni hluta vetrar 1935 en var þá við smíðanám. Árið 1936 kvæntist hann fyrri konu sinni. Það ár keypti hann vörubifreið og fór að stunda margskonar flutninga. Vorið 1941 fór fjölskyldan að Víðimýri og var þar í eitt ár. Þau Soffía skildu og Jón fór til Siglufjarðar 1942, með seinni konu sinni. Þar vann hann við bifreiðaakstur en stundaði jafnframt ökukennslu. Einnig lærði hann að gera tundurdufl óvirk og fékkst við það. Árið 1952 fluttist Jón til Akraness og stundaði þar bifreiðaakstur. Jón hafði góða söngrödd og söng með Karlakórnum Vísi á Siglufirði og Karlakórnum Svönum á Akranesi.
Maki 1: Soffía Jónsdóttir (1910-2006). Þau eignuðust tvö syni.
Maki 2: María Nálsdóttir (1917-2003). Þau eignuðust einn son.

Jón Sigurður Eiríksson (1929-

  • S01859
  • Person
  • 08.01.1929-

Jón er fæddur á Grófargili á Langholti í Skagafirði 8. janúar 1929. Foreldrar hans voru Eiríkur Sigmundsson og kona hans, Birna Jónsdóttir. Þau bjuggu fyrst á Grófargili og síðar á Reykjaströnd, fyrst á Reykjum og síðan í Hólakoti og á Fagranesi. Jón var bóndi á Fagranesi frá 1949 og stundaði jafnframt fuglveiðar við Drangey og var sigmaður þar í rúm 40 ár. Þá hefur hann einnig lengi siglt með ferðamenn til Drangeyjar frá Reykjum. Búsettur á Sauðárkróki.
Maki 1: Sigríður Viggósdóttir, þau eignuðust fimm börn. Jón og Sigríður slitu samvistir.
Maki 2: Hólmfríður Heiðbjört Agnarsdóttir, f. 6. september 1944, d. 13. október 1997, þau eignuðust fimm börn.

Salóme Sigrún Halldórsdóttir (1867-1948)

  • S01937
  • Person
  • 12. feb. 1867 - 24. jan. 1948

Dóttir Halldórs Einarssonar b. í Álftagerði, Grófargili, Dúki, Íbishóli o.v. og k.h. Sigríðar Jónasdóttur. Leigjandi í Geldingaholti 1901, á Minni-Ökrum hjá syni sínum 1930, síðar húsfreyja á Bakka í Vallhólmi. Salóme kvæntist ekki en eignaðist son.

Sigmundur Vigfús Eiríksson (1933-1977)

  • S01858
  • Person
  • 15. feb. 1933 - 25. sept. 1977

Foreldrar: Birna Jónsdóttir frá Grófargili í Seyluhreppi og Eiríkur Sigmundsson frá Gunnhildargerði í Hróarstungu. Sigmundur ólst upp með foreldrum sínum, fyrst á Grófargili, á Reykjum á Reykjaströnd 1934-1939, í Hólakoti í sömu sveit 1939-1943 og loks á Fagranesi. Sigmundur var bóndi á Fagranesi framan af árum og var sigmaður í Drangey í mörg ár. Síðast búsettur í Hveragerði. Maki: Kristín Þorsteinsdóttir, þau áttu fjögur börn saman, fyrir átti Kristín son.

Sigurlaug Brynjólfsdóttir (1870-1966)

  • S03231
  • Person
  • 03.07.1870-13.04.1966

Sigurlaug Brynjólfsdóttir, f. í Ölduhrygg 03.07.1870, d. 13.04.1966 á Sauðárkróki. Foreldrar: Brynjólfur Oddsson og kona hans Valgerður Rafnsdóttir. Um sex ára aldur fór hún í fóstur að Sveinsstöðum til Björn Þorkelssonar og Guðlaugar Gunnlaugsdóttur og átti þar heimili til 1904. Þar kynntist hún Jóni manni sínum, sem var vinnumaður þar. Þau bjuggu á hluta Sveinsstaða 1901-1904 og fluttu þá að Brandsstöðum í Blöndudal er þau fluttu ða Grófargili 1905. Eftir lát mannsins síns árið 1924 bjó Sigurlaug áfram á Grófargili með aðstoð dætra sínna næstu fjögur árin. Hún andaðist hjá dóttur sinni í Sauðárkróki 96 ára gömul.
Maki: Jón Benediktsson (03.07.1872-17.05.1924). Þau eignuðust 5 börn en eitt þeirra dó í bernsku.

Súlíma Stefánsdóttir (1862-1953)

  • S02199
  • Person
  • 26. okt. 1862 - 1. okt. 1953

Foreldrar: Stefán Einarsson og k.h. Lilja Kristín Jónsdóttir, þau bjuggu í Þröm á Langholti, í Geldingaholti, á Stóra-Vatnsskarði, í Hátúni, í Vík, á Grófargili, á Litlu-Seylu (nú Brautarholt) og loks í Vatnshlíð. Verkakona í Reykjavík. Ógift og barnlaus.

Þorsteinn Magnússon (1885-1961)

  • S01191
  • Person
  • 18. júní 1885 - 13. feb. 1961

Sonur Helgu Indriðadóttur ljósmóður og Magnúsar Jónssonar í Gilhaga. Bóndi í Gilhaga 1911-1912, á Írafelli í Svartárdal 1916-1917, í Ölduhrygg í Svartárdal 1921-1922, í Sölvanesi 1928-1929, í Efra-Lýtingsstaðakoti 1929-1930, í Jaðri á Langholti 1931-1934, á Varmalandi í Sæmundarhlíð 1934-1935, á Grófargili 1935-1937, í Varmahlíð 1937-1938 og á Steinsstöðum 1938-1939 er hann fluttist til Akureyrar þar sem hann bjó í fimm ár og fluttist svo til Reykjavíkur árið 1944 þar sem hann bjó til æviloka. Meðfram búskap vann hann m.a. við mæðiveikivarnir á Vatnsskarði. Í Reykjavík starfaði Þorsteinn lengst af sem verkamaður hjá rafmagnsveitunum í Elliðaárdal. Þorsteinn var vel hagmæltur og eftir hann er til þónokkuð af lausavísum. Einnig skrifaði hann nokkuð í óbundu máli, m.a. gaf hann út bókina Dalaskáld árið 1955 sem fjallaði um ævi Símonar Dalaskálds en hann var viðloða Gilhaga í mörg ár. Þorsteinn kvæntist Önnu Jósepsdóttur frá Áshildarholti, þau eignuðust þrjú börn saman, eitt þeirra var Indriði Þorsteinsson rithöfundur. Jafnframt áttu þau bæði einn son frá fyrri samböndum.