Grundarkot í Akrahreppi

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Grundarkot í Akrahreppi

Equivalent terms

Grundarkot í Akrahreppi

Associated terms

Grundarkot í Akrahreppi

6 Authority record results for Grundarkot í Akrahreppi

6 results directly related Exclude narrower terms

Anna Ingibjörg Jónsdóttir (1872-1960)

  • S01944
  • Person
  • 6. júlí 1872 - 19. des. 1960

Foreldrar: Jón Gíslason síðast b. á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð og s.k.h. Hólmfríður Skúladóttir frá Krossi í Óslandshlíð. Anna lærði karlafatasaum á yngri árum hjá Ingibjörgu Pétursdóttur klæðskera á Sauðárkróki og var eftirsótt til þess starfs fram á efri ár. Einnig var hún vetrartíma hjá frú Sigríði Jónsdóttur á Reynistað við nám. Árið 1902 kvæntist Anna Jónasi Jónassyni (Hofdala-Jónasi), þau bjuggu í Grundarkoti 1903-1907, á Uppsölum 1907-1912, á Vöglum 1912-1918, á Óslandi 1918-1923, að Syðri-Hofdölum 1923-1936 er þau fluttu til Sauðárkróks. Anna og Jónas eignuðust þrjár dætur.

Arnfríður Jónasdóttir (1905-2002)

  • S01945
  • Person
  • 12. nóv. 1905 - 9. feb. 2002

Arnfríður Jónasdóttir f. í Grundarkoti í Akrahreppi. Foreldrar: Jónas Jónasson skáld (Hofdala-Jónas) á Syðri-Hofdölum og Anna Jónsdóttir frá Þorleifsstöðum. Arnfríður ólst upp hjá foreldrum sínum þar til hún giftist fyrri manni sínum. Hún gekk einn vetur í Barnaskóla á Hofsósi.
Maki 1: Jón Pálmason frá Svaðastöðum (-1955). Þau eignuðust 4 börn.
Maki 2: Hannes Gísli Stefánsson (1910-1985).
Arnfríður og Jón bjuggu á ýmsum stöðum þar til 1939 að þau fluttu að Axlarhaga. Að Jóni látnum bjó Arnfríður þar áfram ásamt tveimur yngri börnum sínum. Síðla árs 1956 fluttist hún að Þverá til Hannesar Sigfússonar og þau giftust skömmu síðar. Árið 1993 fluttist Arnfríður á Sauðárkrók til Þórdísar dóttur sinnar og dvaldi hjá henni þar til hún fór á dvalarheimili árið 1995.

Bjarnfríður Jóhannesdóttir (1907-1980)

  • S02776
  • Person
  • 30. des. 1907 - 25. júní 1980

Foreldrar: Jóhannes Bjarnason, f. 1875, bóndi í Grundarkoti í Blönduhlíð og kona hans Björg Sigfúsdóttir, f. 1877. Bjuggu á Minni-Ökrum fyrstu ár Bjarnfríðar. Maki: Sigurður Pálsson. Þau bjuggu í Reykjavík, Hverfisgötu 104b.

Jón Jónsson (1883-1950)

  • S03029
  • Person
  • 6. okt. 1883 - 2. okt. 1950

Foreldrar: Jón Sigurðsson bóndi og oddviti á Skúfsstöðum í Hjaltadal og barnsmóðir hans Sigurbjörg Guðmundsdóttir, þá ógift vinnukona í Hofstaðaseli. Jón ólst upp hjá föður sínum á Skúfsstöðum og naut barnafræðslu í heimahúsi. Snemma fór hann að heiman í vinnumennsku á ýmsum bæjum. 1908-1909 bjó Jón í Viðvík með unnustu sinni, Fanneyju Sigfúsdóttur. Þaðan fluttu þau í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit til foreldra hennar. Þar var Jón eitt ár en þá skildu leiðir. Jón fór í vinnumennsku, fyrst í Skúfsstaði, síðan í Ingveldarstaði í Hjaltadal og árið 1913 í sjálfsmennsku að Keldulandi á Kjálka. Áður hafði Fanney dáið frá tveimur ungum börnum þeirra og var sonur þeirra komin til fósturs í Kelduland en dóttir þeirra ólst að mestu upp hjá móðursystur sinni á Bjarnastöðum í Bönduhlíð. Næstu árin var Jón á Keldulandi, ýmist í sjálfsmennsku eða vinnumennsku. Jón var svo vinnumaður í Tungukoti 1917-1918. Um nokkurra ára skeið var ráðskona hans Anna Einarsdóttir. Þau eignuðust saman son. Bóndi í Bólu í Blönduhlíð 1922-1923, á Fossi í sömu sveit 1923-1924, á Kúskerpi 1924-1925. Árið 1926 kvæntist hann Jónínu Ólafsdóttur og voru þau eitt ár á Miklabæ og annað í Axlarhaga, sem vinnujú. Bjuggu á Ystu-Grund 1929-1932, í Grundarkoti 1933-1947 og í Litladal í Blönduhlíð 1947-1950. Jón og Jónína eignuðust þrjú börn.

Jón Steinmóður Sigurðsson (1877-1932)

  • S03265
  • Person
  • 11.07.1877-14.01.1932

Jón Steinmóður Sigurðsson, f. að Hrauni í Öxnadal 11.07.1877, d. 14.01.1932 í Grundarkoti. Foreldrar: Sigurður Sigurðsson bóndi í Þverbrekku á Öxnadal og Guðrún Einarsdóttir, þá ekkja á Hrauni. Jón var fermdur frá Bægisá 1892 og fluttist með móður sinni frá Hólum í Öxnadal að Flatatungu. Hann var bóndi á Tyrfingsstöðum 1899-1900, Grundarkoti 1909-1913, Tungukoti 1913-1922 og Grundarkoti 1926-1932.
Maki: Oddný Hjartardóttir (24.09.1888-03.05.1963). Þau eignuðust sjö börn en tvö þeirra dóu ung.

Kristján Ragnar Gíslason (1887-1958)

  • S02699
  • Person
  • 27. apríl 1887 - 14. mars 1958

Foreldrar: Gísli Gíslason, f. og Kristín Jónsdóttir í Grundarkoti í Blönduhlíð. Ólst upp hjá foreldrum sínum fram um fermingu en 1901 fór hann að Stóru-Ökrum og var þar til hann hóf sjálfstæðan búskap. Var bóndi á Minni-Ökrum 1914-1927. Maki: Aðalbjörg Vagnsdóttir frá Miðhúsum. Brá búi 1927 og þau hjónin fóru í húsmennsku að Bjarnastöðum í Blönduhlíð, Bakka í Vallhólmi og Hjaltastöðum í Blönduhlíð. Fluttu til Sauðárkróks 1930. Stundaði þar ýmsa vinnu, m.a. vegavinnu hjá Kota-Valda. Einn vetur fjármaður á Reynistað og gæslumaður við mæðiveikivarnir eftir að hann hætti í vegavinnu. Var einnig við símalagnir í Skagafirði. Þau hjónin fluttu til Reykjavíkur 1945 og bjuggu hjá Vagni syni sínum á Langholtsvegi 5. Kristján og Aðalbjörg eignuðust sex börn