Hróarsdalur í Hegranesi

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Hróarsdalur í Hegranesi

Equivalent terms

Hróarsdalur í Hegranesi

Associated terms

Hróarsdalur í Hegranesi

15 Authority record results for Hróarsdalur í Hegranesi

15 results directly related Exclude narrower terms

Anna Sigurjónsdóttir (1926-1958)

  • S03553
  • Person
  • 10.08.1926-29.10.1958

Anna Sigurjónsdóttir, f. að Nautabúi í Hjaltadal 10.08.1926, d. 29.10.1958. Foreldrar: Sigurjón Benjamínsson og Elínborg Pálsdóttir. Anna ólst upp hjá foreldrum sínum á Nautabúi. Sex sumur var hún barnfóstra hjá Ísak Jónssyni og eiginkonu hans. Þegar hún var 18 ára dvaldi hún vetrarlangt á Húsmæðraskólanum á Löngumýri (1944-1945) og 22 ára lauk hún kennaraprófi í handavinnu, árið 1948. Hún var kennari í Rípurskólahéraði veturinn 1946-1947 og frá 1948 til dánardags. Mörg börn dvöldu hjá henni í heimavist í Hróarsdal. Árið 1949 giftist hún Þórarni Jónssyni og bjuggu þau í Hróarsdal. Þau eignuðust tvær dætur.
Maki: Þórarinn Jónsson

Benjamín Franklín Jónasson (1886-1963)

  • S03049
  • Person
  • 26. maí 1886 - 13. des. 1963

Foreldrar: Jónas Jónsson b. og smáskammtalæknir í Hróarsdal í Hegranesi og 2.k.h. Elísabet Gísladóttir. Járn- og vélsmiður á Seyðisfirði. Kvæntist Karítas Ingibergsdóttur.

Björg Steinunn Jónasdóttir (1901-1920)

  • S03051
  • Person
  • 20. jan. 1901 - 20. júní 1920

Foreldrar: Jónas Jónsson b. og smáskammtalæknir í Hróarsdal í Hegranesi og 3.k.h. Lilja Jónsdóttir. Lést ógift og barnlaus.

Gísli Jónasson (1891-1967)

  • S02485
  • Person
  • 22. des. 1891 - 11. okt. 1967

Foreldrar: Jónas Jónsson b. og smáskammtalæknir í Hróarsdal í Hegranesi og 2.k.h. Elísabet Gísladóttir. Kennari og síðar skólastjóri í Reykjavík. Kvæntist Margréti Jónu Jónsdóttur frá Hafnarfirði.

Guðný Jónasdóttir (1877-1949)

  • S02008
  • Person
  • 16. mars 1877 - 29. apríl 1949

Dóttir Jónasar Jónssonar í Hróarsdal og 2.k.h. Elísabetar Gísladóttur frá Lóni. Guðný kvæntist Friðriki Sigfússyni frá Pottagerði í Staðarhreppi, þau bjuggu þar 1905-1918, í Jaðri 1918-1931, í Kálfárdal 1931-1935. Fluttu þá að Ingveldarstöðum á Reykjaströnd. Guðný og Friðrik eignuðust sjö börn.

Hróbjartur Jónasson (1893-1979)

  • S02916
  • Person
  • 5. maí 1893 - 3. apríl 1979

Hróbjartur var fæddur í Hróarsdal árið 1893, sonur hjónanna Jónasar Jónssonar smáskammtalæknis og Elísabetar Gísladóttur. Hróbjartur var í stórum systkinahóp. Elísabet móðir Hróbjartar lést þegar Hróbjartur var árs gamall, seinni kona föður hans, Lilja Jónsdóttir, gekk honum síðar í móðurstað. Hróbjartur var menntaður múrarameistari og vann við það allt sitt líf, samhliða sveitastörfum. Hann giftist Vilhelmínu Helgadóttur og átti með henni 6 börn. Lengst af bjuggu Hróbjartur og Vilhelmína á Hamri en síðustu æviárunum eyddu þau á Sauðárkróki.

Jósteinn Jónasson (1867-1944)

  • S02007
  • Person
  • 4. sept. 1867 - 8. sept. 1944

Foreldrar: Jónas Jónsson í Hróarsdal og bústýra hans Steinunn Jónsdóttir frá Víðivöllum. Jósteinn ólst upp hjá föður sínum og naut heimafræðslu. Hann fór frá föður sínum í verstöðvar vestur að Ísafjarardjúpi 1891, en kom aftur með unnustu sinni, Ingibjörgu Sigurgeirsdóttur, að Hróarsdal 1894 og dvöldu þau þar, þar til hann fór 1895 sem vinnumaður að Glaumbæ til Hallgríms Thorlaciusar prests, en Ingibjörg var á sama stað í sjálfsmennsku. Þaðan fóru þau í húsmennsku að Kárastöðum í Hegranesi 1896. Var hann næsta ár í vinnumennsku í Hegranesi, en hún í sjálfsmennsku með börn þeirra, en skildu svo samvistir 1901. Fór hann þá vinnumaður að Ási í Hegranesi með son þeirra, en kom honum síðar í fóstur að Garði og Utanverðunesi. Hún fór með dóttur þeirra að Páfastöðum á Langholti og síðast til Akureyrar, stundaði þar sauma og hannyrðir. Hann var lengi vinnumaður að Ási og síðar lausamaður við sjósókn og önnur störf, reisti sér svo grasbýli að Naustavík, gamalli verstöð Hegranessbúa í Utanverðunesi 1915, og bjó þar til 1935; veiktist þá af slagi og dvaldi síðustu ár að Svanavatni í Hegranesi hjá hálfbróður sínum, Leó Jónassyni. Jósteinn og Ingibjörg eignuðust tvö börn. Jósteinn átti utan hjónabands dóttur með Theódóru Guðmundsdóttur að Þorgeirsbrekku á Höfðaströnd. Sambýliskona Jóns þegar hann bjó í Naustavík var Guðmunda Sigurrós Sigurðardóttir.

Lilja Jónsdóttir (1872-1935)

  • S02009
  • Person
  • 6. ágúst 1872 - 22. nóv. 1935

Foreldrar: Jón Jónsson b. að Syðstu-Grund og k.h. Björg Jónsdóttir frá Kárastöðum. Lilja ólst upp hjá foreldrum sínum, naut heimafræðslu og barnakennslu að nokkru, aflaði sér svo frekari menntunar á góðum heimilum í hannyrðum og bústjórn. Var góð saumakona fyrir heimili sitt og aðra. Var þriðja kona Jónasar Jónssonar í Hróarsdal, þau eignuðust 13 börn. Tók þátt í félagsmálum kvenna eftir því sem aðstæður leyfðu. Hún bjó eftir lát manns síns 1927 til dauðadags að Hróarsdal og keypti jörðina að ríkssjóði 1932 á 4000 kr. og seldi svo aftur þremur sonum sínum.

Páll Hróar Jónasson (1908-1999)

  • S03371
  • Person
  • 17.05.1908-21.12.1999

Páll Hróar Jónasson, f. í Hróarsdal 17.05.1908, d. 21.12.1999 í Reykjavík. Foreldrar: Jónas Jónsson bóndi í Hróarsdal og þirðja kona hans, Lilja Jónsdóttir. Páll ólst upp hjá foreldrum sínum í Hróarsdal við hefðbundin bústörf. Hann lærði húsasmíði og vann við húsbyggingar víða um Skagafjörð og á Siglufirði.Árin 1930-1932 stundaði hann nám í Samvinnuskólanum í Reykjavík. Á árunum 1933-1938 vann hann að hluta til hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga. Páll var bóndi í Hróarsdal 1936-1956 en stundaði smíðar meðfram búskapnum. Árið 1956 flutti fjölskyldan í Utanverðunes. Hann stundaði áfram smíðar meðfram búskapnum og var einnig vitavörður í Hegranesvita.
Páll sat í hreppsnefnd Rípurhrepps 1935-1950 og aftur 1958-1962. Í skattanefnd 1938-1963. Árið 1963 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur en átti áfram lögheimili að Utanverðunesi.
Maki: Þóra Jóhanna Jónsdóttir (1919-1997). Þau eignuðust átta börn en eitt þeirra dó á öðru ári.

Sæmundur Jónasson (1890-1972)

  • S02483
  • Person
  • 30. mars 1890 - 17. júlí 1972

Foreldrar: Jónas Jónsson b. og smáskammtalæknir í Hróarsdal í Hegranesi og 2.k.h. Elísabet Gísladóttir. Verkamaður í Reykjavík.

Sigurður Jónasson (1913-1989)

  • S03141
  • Person
  • 25. júlí 1913 - 6. des. 1989

Foreldrar: Jónas Jónsson b. og smáskammtalæknir í Hróarsdal í Hegranesi og 3. k. h. Lilja Jónsdóttir. Sigurður starfaði sem smiður. Kvæntist Lilju Sigurðardóttur kennara frá Sleitustöðum árið 1955, þau eignuðust þrjú börn. Þau hófu búskap í Hróarsdal árið 1957 og bjuggu þar til ársins 1969 er þau fluttu til Akureyrar en dvöldu þó flest sumur í Hróarsdal.

Sigurður Ólafsson (1892-1976)

  • S00987
  • Person
  • 29.10.1892-27.12.1976

Sigurður Ólafsson, f. 29.10.1892 í Hróarsdal í Hegranesi. Foreldrar: Ólafur Ágúst Guðmundsson, f. 1865 og Sigurbjörg Anna Jónasdóttir f. 1869. Foreldrar Sigurðar voru í húsmennsku í Hróarsdal 1892-1894, bóndi á hluta af Ríp 1894-1897 og á hálfri Ytri-Vík í Staðarhreppi 1897-1898 en fékk Kárastaði til ábúðar 1898. Eftir andlát föður síns 1921 bjuggu Sigurður og bræður hans ásamt móður sinni á Kárastöðum. Sigurður lést ógiftur og barnlaus. Hann var mikill hagyrðingur og fræðimaður.

Sigurlaug Jónsdóttir (1870-1968)

  • S01036
  • Person
  • 19. jan. 1870 - 12. maí 1968

Foreldrar: Jónas Jónsson í Hróarsdal og 2. k. h. Elísabet Gísladóttir frá Lóni í Viðvíkursveit. Sigurlaug ólst upp hjá foreldrum sínum fram undir tvítugt, en þá réðst hún norður að Þönglabakka í Fjörðum þar sem hún kynntist manni sínum Theódóri Friðrikssyni frá Flatey á Skjálfanda. Fyrstu árin bjuggu þau í tvíbýli að Gili í Fjörðum á móti foreldrum Theódórs. Næstu þrjú árin voru þau hér og þar í húsmennsku, síðast að Bárðartjörn í Höfðahverfi. Árið 1902 fluttu þau vestur í Skagafjörð og voru fyrst um sinn í húsmennsku á kotum í grennd við Sauðárkrók en bjuggu svo í níu ár á Sauðárkróki þar til þau fluttu til Húsavíkur 1916 þar sem þau bjuggu saman til 1936 er þau skildu. Eftir lok seinni heimstyrjaldar flutti Sigurlaug aftur til Sauðárkróks og bjó þar í Blöndalshúsi fram á tíræðisaldur. Síðustu æviárin dvaldi hún í Reykjavík hjá syni sínum. Sigurlaug og Theódór eignuðust sex börn.

Þórarinn Jónasson (1910-1989)

  • S02808
  • Person
  • 8. mars 1910 - 18. feb. 1989

Þórarinn Jónasson, f. 08.03.1910 í Hróarsdal. Foreldrar: Jónas Jónsson bóndi og smáskammtalæknir og þriðja kona hans Lilja Jónsdóttir. Þórarinn ólst upp hjá foreldrum sínum og systkinum í Hróarsdal. Árið 1936 tók hann formlega við búi þar ásamt bræðrum sínum Páli og Sigurði en þeir höfðu lengi ásamt Leó eldri bróður þeirra, sinnt öllum búrekstri í nafni foreldra sinna. Á þessum árum sótti Þórarinn talsvert vinnu út frá heimili sínu, allt þar til hann gifti sig árið 1949. Vann hann m.a. við símalagnir hjá Þórði Sighvats, húsbyggingar hjá Ólafi Eiríkssyni mági sínum og bræðrum sínum Sigurði og Páli. Komu þeir m.a. að byggingu Steinstaðaskóla. Eftir það fór hann víða og setti upp útvarp á bæjum og síðar vindrafstöðvar.
Þórarinn gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir sveit sína. Sat ég hreppsnefnd 1954-1966 og 1974-1978. Var bæði varamaður og aðalmaður í sýslunefnd um tíma, hreppstjóri 1955-1956, sat í skattanefnd, skólanefnd og stjórn Búnaðarfélags Rípurherepps ásamt fleiru. Maki: Anna Sigurjónsdóttir frá Nautabúi í Hjaltadal. Þau eignuðust tvær dætur og dó Anna frá þeim ungum. Eftir það tók Sigurbjörg Gunnarsdóttir við heimilishaldi innanbæjar þar til hún lést 1964.

Vilhjálmur Jónasson (1902-1951)

  • S03050
  • Person
  • 10. mars 1902 - 24. apríl 1951

Foreldrar: Jónas Jónsson b. og smáskammtalæknir í Hróarsdal í Hegranesi og 3.k.h. Lilja Jónsdóttir. Bóndi og smiður á Ytri-Brekkum. Kvæntist Pálínu Níelsínu Konráðsdóttur frá Ytri-Brekkum.