Andrés H. Valberg (1919-2002)

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Andrés H. Valberg (1919-2002)

Hliðstæð nafnaform

  • Jón Andrés Sveinn Valberg
  • Andrés Valberg Hallgrímsson
  • Andrés Valberg

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

  1. okt. 1919 - 1. nóv. 2002

Saga

Andrés H. Valberg fæddist á Syðri-Mælifellsá í Skagafirði 15. október 1919. Foreldrar hans voru Hallgrímur A. Valberg frá Reykjavöllum, bóndi á Mælifellsá og Kálfárdal, bjó síðast á Sauðárkróki, og Indíana Sveinsdóttir frá Mælifellsá. ,,Andrés var alinn upp á Mælifellsá hjá foreldrum sínum fyrstu þrjú árin, flutti þaðan í Kálfárdal í Gönguskörðum, bjó þar til 1931 og á Sauðárkróki til ársins 1946. Hann gekk í farskóla og í barna- og unglingaskólann á Sauðárkróki. Á efri árum þreytti hann próf frá Leiðsögumannaskólanum í Reykjavík. Hann var virkur í skátafélaginu Andvara á Sauðárkróki og stundaði ýmsar íþróttir. Á Sauðárkróki stundaði Andrés ýmsa vinnu, var sjómaður, loðdýrabóndi og verkamaður. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur, 1946, tók hann meirapróf bifreiðastjóra og var leigubílstjóri um nokkurra ára skeið. Andrés vann lengst af við járn- og trésmíðar á eigin verkstæði. Hann var kunnur hagyrðingur og var virkur í kvæðamannafélaginu Iðunni frá árinu 1957 og var heiðursfélagi þar. Oft var hann fenginn til þess að skemmta fólki með kveðskap sínum. Hann var afkastamikill safnari. Stærst safna hans eru forngripa- og fornbókasafn og náttúrugripasafn. Þessi söfn hefur hann gefið Byggðasöfnunum á Skógum og á Sauðárkróki og í Varmahlíðarskóla í Skagafirði. Á síðari árum stundaði Andrés ritstörf og átti hann í fórum sínum nokkur handrit, heimildir um horfinn tíma; vinnuhætti, mannlýsingar vísur og ljóð. Hann setti upp tvær náttúrugripasýningar. Rit eftir Andrés, sem komið hafa út: Stuðlastrengir, 1949, 1960, 1970. Hreyfilsljóð, 1953. 100 skagfirskar hringhendur, 1983. 100 dýrtrímaðar lausavísur, 1994. Þorbergur frá Sauðá, í Skagfirðingabók, 1998. Skagfirðingur skýr og hreinn, æviminningar, 2000."
Andrés kvæntist 1951 Jóhönnu Þuríði Jónsdóttur frá Fagurhólsmýri, þau eignuðust þrjú börn, fyrir átti Andrés son.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Hallgrímur A. Valberg (1882-1963)

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

family

Type of relationship

Hallgrímur A. Valberg (1882-1963)

is the parent of

Andrés H. Valberg (1919-2002)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Indíana Sveinsdóttir (1891-1968) (3. ágúst 1891 - 22. júní 1968)

Identifier of related entity

S02678

Flokkur tengsla

family

Type of relationship

Indíana Sveinsdóttir (1891-1968)

is the parent of

Andrés H. Valberg (1919-2002)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Margeir Sveinn Valberg Hallgrímsson (1922-1995) (25. des. 1922 - 15. sept. 1995)

Identifier of related entity

S01834

Flokkur tengsla

family

Type of relationship

Margeir Sveinn Valberg Hallgrímsson (1922-1995)

is the sibling of

Andrés H. Valberg (1919-2002)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

S02058

Kennimark stofnunar

IS-HSk

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Hlutaskráning

Skráningardagsetning

13.12.2016 frumskráning í atom. SFA
Lagfært 28.09.2020. R.H.

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects