Kanada

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Kanada

Equivalent terms

Kanada

Associated terms

Kanada

26 Authority record results for Kanada

26 results directly related Exclude narrower terms

A. Solvason, Calvalier (1890-1907)

  • S02659
  • Privat company
  • 1890-1907

Ljósmyndastofa í Calvalier í Kanada sem Ásgeir Sölvason starfrækti á árinum 1890-1907.

Albert Jónsson Finnbogason (1900-1988)

  • S03294
  • Person
  • 24.07.1900-11.08.1988

Albert Jónsson FInnbogason, f. á Reyðarfirði 24.07.1900, d. 11.08.1988. Foreldrar: Jón Finnbogason kaupmaður og Björg Ísaksdóttir húsmóðir. Ungur flutti Albert með fjölskyldu sinni til Kanada en síðar flutti fjölskyldan aftur heim. hann gekk í Bændaskólann á Hólum en nam seinna prentiðn í Bandaríkjunum.
Albert starfaði í Prentsmiðjunni Gutenberg við vélsetningu og setti saman setjaravélar sem komu til landsins á árunum 1925-1957. Í rúman áratug rak hann Bókaútgáfuna Norðra en gerðist síðan bóndi á Hallkelshólum í Grímsnesi.
Hann vann ýmis störf fyrir HIð íslenska prentarafélag. Einnig átti hann þátt í stofnun tímaritsins Heima er bezt.
Maki: Margrét S: Benediktsdóttir. Þau eignuðust eina dóttur.

Albert Þiðriksson (1843-1916)

  • S01789
  • Person
  • 1843 - 14. feb. 1916

Foreldrar: Þiðrik Ingimundarson b. á Sviðningi í Kolbeinsdal og f.k.h. Helga Bjarnadóttir. Albert ólst upp hjá foreldrum sínum, þar til móðir hans lést 1855, en var léttadrengur í Ljótsstöðum á Höfðaströnd 1855-1858. Þá fór hann til föður síns og vann að búi hans á Sviðningi 1858-1859, síðan smali hjá hjónunum Jóni Árnasyni og Kristrúnu Guðmundsdóttur á Kálfsstöðum í Hjaltdal 1859-1862. Var fermdur hjá þeim árið 1860. Albert var vinnumaður á ýmsum bæjum í Hjaltadal á árunum 1862-1875, eða þar til hann reisti bú á föðurleifð sinni, Bóndi á Sviðningi 1875-1876. Brá þá búi, seldi jörðina fyrir lítið verð og fór vestur um haf með konu sinni og dóttur þeirra nýfæddri. Lánuðu þau hjónin ýmsum fyrir fargjaldi vestur, svo þau áttu aðeins eftir einn dollar af jarðarverðinu er þau komu til Gimli. Settist að í Víðirnesbyggð.

Alexander Barton Thom (1849-1926)

  • S02692
  • Person
  • 1849-1926

Alexander Barton Thom, fæddur í Stratford, Ontario í febrúar 1849. Foreldrar: Elizabeth Barton og John Strathearn Thom, skoskir innflytjendur. Kom til Manitoba kringum 1880 og opnaði þar ljósmyndastúdíó um svipað leyti. Ferðaðist mikið um vesturhluta Kanada og ljósmyndaði landslag. Rak ljósmyndastofur á ýmsum stöðum. Lést 22.04.1926.

Benedikt Jónsson (1863-1938)

  • S02014
  • Person
  • 1. mars 1863 - 4. ágúst 1938

Foreldrar Benedikts voru Jón Benediktsson bóndi á Hólum og Sigríður Halldórsdóttir prófasts á Sauðanesi í Þingeyjarþingi, Björnssonar. Benedikt ólst upp hjá foreldrum sínum og naut þeirrar menntunar er þá gerðist og veitt var "betri manna börnum". Hafði Benedikt prófastur afi hans, gefið sonarsyni sínum Hóla með Hofi eftir sinn dag, en hann andaðist 28. apríl 1868. Um 1880 var fjárhagur Jóns, föður Benedikts þröngur og var það samkomulag þeirra að bjóða Hólaeignina til sölu. Í þann tíma var áhugi fyrir að stofna búnaðarskóla á Norðurlandi. Varð það úr að Skagafjarðarsýsla keypti Hóla með Hofi á 13. þúsund krónur. Hugðist Benedikt nú leita sér frekara náms en hann hafði áður notið. Varð hann lærlingur hjá sr. Árna Þorsteinssyni presti á Ríp árið 1882 til að nema tungumál. Þótti hann fremur laus í ráði og hafði hann meiri áhuga á konuefni sínu, Þorbjörgu Árnadóttur frá Stokkhólma. Voru þau í húsmennsku á Syðri Brekkum 1883, en töldust þó hafa jarðarhluta á móti Sigtryggi bónda Jónatanssyni. Fluttust svo að Hofi í Hjaltadal og voru þar í sambýli við föður Benedikts 1884-1886. Brugðu þá búi og fluttust til Sauðárkróks. Var fjárhagur þá þröngur og Benedikt lítt vanur kaupstaðavinnu. Lauk verunni þar með hjónaskilnaði. Fór hann með eldri dóttur þeirra 1887 til Vesturheims, en hún réðst í vistir með yngri dótturina. Benedikt var síðar allvíða í Kanada og Norður Dakota og hafði litla staðfestu til langdvalar á sama stað en dvaldist síðast í Riverton, hann drukknaði þar í Íslendingafljóti. Benedikt og Þorbjörg eignuðust tvær dætur.
Seinni kona Benedikts, kvænt í Vesturheimi, var Kristín Baldvinsdóttir frá Skeggjastöðum í N-Múlasýslu, þau eignuðust fjögur börn.

Björn Gottskálksson Thorvaldsson (1878-1941)

  • S02197
  • Person
  • 1878-1941

Foreldrar: Gottskálk Þorvaldsson (um 1806-1881) áður b. á Hringey í Vallhólmi og seinni sambýliskona hans Helga Jóhannsdóttir (1841-1911) bóndi á Hrafnagili í Laxárdal ytri. Björn fór til Vesturheims með móður sinni árið 1887 frá Hrafnagili. Var í Provencher, Manitoba í Kanada 1906. Bóndi í Spraque, Provencher Manitoba, Kanada 1916. Bóndi og kaupmaður í Pine Valley í Manitoba. Kvæntist Kristrúnu Jónsdóttur. Björn gegndi sveitarfélagsstörfum um margra ára skeið þar vestra, var m.a. oddviti í tvö ár og meðráðandi í a.m.k. níu ár. Þau tóku sér ættarnafnið Thorvaldsson.

Borga Jakobson (1918-

  • S02484
  • Person
  • 1918-

Borga er fædd í Kanada. Dóttir hjónanna Indíönu Sveinsdóttur og Kristjóns Sigurðssonar. Eiginmaður Borgu var Bjarki Sigurðsson læknir og einnig alíslenskur. Þau eignuðust átta börn. Indíana var ættuð úr Skagafirði. Indíana flutti ung til Vesturheims.

Carl Pétur Albertsson (1882-1936)

  • S01793
  • Person
  • 1882-1936

Sonur Alberts Þiðrikssonar frá Sviðningi og k.h. Elínar Petrínu Pétursdóttur. Fæddur í Vesturheimi. Bóndi á Steinsstöðum. Kv. Margréti Jósefsdóttur Johnson. Hann var mjög músíkalskur og um langt skeið kirkjuorganisti.

Daníel Benediktsson Hannesson (1896-1978)

  • S01282
  • Person
  • 4. maí 1896 - 8. júlí 1978

Sonur Benedikts Hannessonar og Sigrúnar Daníelsdóttur. Daníel var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann sigldi til Vesturheims með foreldrum sínum. Hermaður í fyrri heimsstyrjöldinni. Kaupmaður í Kanada. Kvæntist Daisy Ethel Tucker.

Finnbogi Guðmundsson (1924-2011)

  • S02922
  • Person
  • 8. jan. 1924 - 3. apríl 2011

Fæddur í Reykjavík. Foreldrar: Laufey Vilhjálmsdóttir kennari og Guðmundur Finnbogason prófessor og landsbókavörður. Finnbogi kvæntist Kristjönu P. Helgadóttur lækni, þau eignuðust eina dóttur og ólu upp fósturdóttur. Finnbogi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1943. Eftir útskrift frá menntaskóla hóf Finnbogi nám í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. Hann lauk cand. mag.-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1949. Hann lauk doktorsprófi frá HÍ 1961. Finnbogi tók við nýstofnuðu embætti í Kanada (Winnipeg), sem Vestur-Íslendingar höfðu stofnað. Þar vann hann mikilvægt brautryðendastarf, bæði við kennslu og kynningastarf meðal Vestur-Íslendinga. Einnig vann hann afrek á sviði fornra fræða. En hann var stórvirkur í fræðum Vestur-Íslandinga. Finnbogi gegndi starfi Landsbókasafnsvarðar í þrjátíu ár. Hann stundaði kennslu um árabil og var m.a. stundakennari við MR, aðstoðarkennari við Manitoba-háskóla og sendikennari við Óslóarháskóla og Björgvinjarháskóla. Hann var einnig dósent við HÍ um tíma. Eftir Finnboga liggur fjöldi ritverka, bæði frumsamins efnis og þýðinga. Hann annaðist einnig útgáfu fjölda bóka, m.a. fornrita og bóka eftir föður sinn. Finnbogi tók mikinn þátt í félagsmálum og var m.a. um tíma í stjórn Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi og var gerður að heiðursfélaga þess, formaður Félags íslenskra fræða og forseti Hins íslenska þjóðvinafélags. Hann var formaður byggingarnefndar Þjóðarbókhlöðunnar frá 1970.

Gísli Halldórsson (1854-1899)

  • S02159
  • Person
  • 5. okt. 1854 - 5. nóv. 1899

Tökubarn í Minna-Akragerði, Miklabæjarsókn, Skag. 1860. Fór til Vesturheims 1899 frá Hjaltastöðum, Akrahreppi, Skag. Fræðimaður.

Glen Eric Jakobson

  • S02391
  • Person
  • Óvíst

Glen er fæddur í Kanada, sonur íslenskra hjóna, Borgu og Bjarka Jakobson. En móðuramma hans, Indíana Sveinsdóttir, sem ættuð er úr Skagafirði, fluttist ung til Vesturheims og giftist þar íslenskum manni, Kristjóni.

Halldóra Guðrún Albertsdóttir (1875-1950)

  • S01791
  • Person
  • 11. apríl 1875 - 4. apríl 1950

Dóttir Alberts Þiðrikssonar frá Sviðningi og k.h. Elínar Petrínu Pétursdóttur. Þau sigldu til Vesturheims þegar Halldóra var eins árs gömul. Kvæntist Þorvaldi Sveinssyni b. í Hvarfi í Víðinesbyggð á Nýja-Íslandi.

Helga Victoria Albertsdóttir (1879-1920)

  • S01792
  • Person
  • 1879-1920

Dóttir Alberts Þiðrikssonar frá Sviðningi og k.h. Elínar Petrínu Pétursdóttur. Fædd í Vesturheimi. Giftist Andrési Ísfeld b. á Hólmi í Víðirnesbyggð og í Skógum í Víðirnesbyggð, en síðan lengi að Winnipeg Beach í Manitoba.

Jóhanna Benediktsdóttir (1894-óvíst)

  • S01284
  • Person
  • 1894-óvíst

Dóttir Benedikts Hannessonar og Sigrúnar Daníelsdóttur, þau fluttu til Vesturheims þegar Jóhanna var sex ára gömul. Síðast búsett í Ontario í Kanada.

Kári Jónsson (1933-1991)

  • S01393
  • Person
  • 27.10.1933-19.03.1991

Kári Jónsson fæddist á Sauðárkróki 27. október 1933. ,,Hann var sonur Jóns Björnssonar verslunarmanns, sem lengi stýrði Ytribúð Kaupfélags Skagfirðinga (Gránu), og konu hans, Unnar Magnúsdóttur. ,,Kári lauk gagnfræðaprófi á Sauðárkróki vorið 1950 og gerðist síðan afgreiðslumaður í verzlun Haraldar Júlíussonar. Árið 1954 fór Kári ásamt vini sínum til Kanada og vann þar meðal annars við ríkisjárnbrautirnar. Eftir heimkomuna hóf hann aftur störf hjá Haraldi og vann þar til ársins 1959 en réðst þá til Verzlunarfélags Skagfirðinga. Í maímánuði 1966 hóf hann störf hjá Pósti og síma á Sauðárkróki og starfaði þar meðan kraftar entust. Hann varð fulltrúi stöðvarstjóra 1974 og skipaður stöðvarstjóri 1983." Kári kvæntist Evu Snæbjörnsdóttur, þau eignuðust tvo syni.

Lárus Tryggvi Albertsson (1884-1919)

  • S01794
  • Person
  • 1884-1919

Sonur Alberts Þiðrikssonar frá Sviðningi og k.h. Elínar Petrínu Pétursdóttur. Fæddur í Vesturheimi. Hann átti alltaf heima á Steinsstöðum á Nýja-Íslandi, var fyrirvinna hjá móður sinni eftir að faðir hans dó. Hann andaðist á almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg, eftir að hafa gengist þar undir botnlangaskurð, ókvæntur og barnlaus.

Páll Steinar Guðmundsson (1926-2015)

  • S02771
  • Person
  • 29. ágúst 1926 - 13. feb. 2015

Páll Steinar Guðmundsson f. 29.09.1926 á Ísafirði. Foreldrar: Lára Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 1894 Guðmundur Guðni Kristjánsson, f.1893. Páll ólst upp á Ísafirði til 17 ára aldurs. Að loknu gagnfræðaprófi tók hann skíðakennarapróf og vann við skíðakennslu á Vestfjörðum. Hann stundaði nám við Samvinnuskólann tvo vetur og fór að því loknu í Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni þaðan sem hann útskrifaðist 1949. Árið 1953 lauk Páll prófi frá Kennaraskóla Íslands. Hann stundaði nám við Metropolitan State College, Denver í Colorado, 1976- 77 og lauk fjölda námskeiða hérlendis og erlendis. Páll kenndi við Barnaskólann í Borgarnesi frá 1950 til 1959. Hann var ráðinn skólastjóri við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi árið 1959 og gegndi hann því starfi þar til hann fór á eftirlaun árið 1995. Auk þess starfaði Páll sem fararstjóri á sumrin, jafnt innanlands sem utan. Páll gegndi fjölda trúnaðarstarfa sem tengdust starfi hans. Maki: Unnur Ágústsdóttir kennari. Þau eignuðust fimm dætur.

Richard Beck (1897-1980)

  • S02597
  • Person
  • 9. júní 1897 - 20. júní 1980

Richard Beck, fæddur á Svínaskálastekk í Reyðarfirði. Foreldrar: Hans Kjartan Beck og Þórunn Vigfúsína Vigfúsdóttir. Kona: Ólöf Daníelsdóttir frá Helgustöðum. Hún lést skömmu eftir að þau giftu sig. Fór vestur um haf með móður sinni. Kennari, prófessor og rithöfundur í Kanada.

Sigrún Daníelsdóttir (1865-1940)

  • S01281
  • Person
  • 16. apríl 1865 - 17. sept. 1940

Foreldrar: Daníel Ólafsson prestur í Viðvík og k.h. Svanhildur Guðrún Loftsdóttir. Sigrún fluttist ung með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Lauk þar námi úr Kvennaskólanum. Ennfremur naut hún menntunar í söng og fleiru. Hún flutti aftur til Skagafjarðar með foreldrum sínum. Starfaði um tíma við barna- og unglingakennslu. Var um árabil heimiliskennari og annaðist heimilistörf á Syðri-Brekkum hjá þeim hjónum Sigtryggi Jónatanssyni og Sigurlaugu Jóhannesdóttur, er þá bjuggu þar. Kvæntist Benedikti Hannessyni frá Kjarvalsstöðum árið 1892. Þau bjuggu á Framnesi, í Glaumbæ á hluta, Ásgeirsbrekku og í Brekkukoti ytra en fluttu til Vesturheims árið 1900, þau eignuðust þrjú börn.

Sigurjón Bergvinsson (1848-1934)

  • S02661
  • Person
  • 28. feb. 1848 - 19. apríl 1934

Sigurjón fæddist á Halldórsstöðum í Bárðardal sonur Bergvins Einarssonar og Friðbjargar Ingjaldsdóttur. Hann var bóndi í Fnjóskadal, en síðar Skagafirði; í Flatatungu á Kjálka 1889-1892 og í Glæsibæ í Staðarhreppi 1892-1900. Sigurjón sat í hreppsnefnd Staðarhrepps og var oddviti hennar 1896-1899. Fór til Vesturheims árið 1900.
Sigurjón var tvíkvæntur; fyrri kona hans var Júlíana Margrét Jónsdóttir frá Sörlastöðum, þau eignuðust eina dóttur. Júlíana lést úr tæringu árið 1885. Seinni kona Sigurjóns var Anna Þorkelsdóttir frá Flatatungu, þau eignuðust þrjú börn er upp komust og ólu einnig upp systurdóttur Sigurjóns.

Sigurjón Eiríksson (1867-1941)

  • S02094
  • Person
  • 14. apríl 1867 - 1941

Fór til Vesturheims 1883 frá Tyrfingsstöðum, Akrahr., Skag. Bjó í grennd við Wynyard í Saskatchewan.Gekkst fyrir því að Wynyardhérað yrði gert að lögsagnarumdæmi og varð fyrsti oddviti sveitarráðsins.

Stefán Alexander Albertsson (1886-óvíst)

  • S01795
  • Person
  • 1886-óvíst

Sonur Alberts Þiðrikssonar frá Sviðningi og k.h. Elínar Petrínu Pétursdóttur. Fæddur í Vesturheimi. Búsettur í Víðirnesbyggð á Nýja-Íslandi, kvæntist Guðmundu Jósefsdóttur Johnson.

Stefán Eiríksson (1896-1975)

  • S00734
  • Person
  • 12.06.1896-24.01.1975

Sonur Eiríks Jónssonar og Sigríðar Hannesdóttur í Djúpadal. Fór í nám austur að Eiðum í tvo vetur og útskrifaðist hann þaðan vorið 1921. Að Eiðadvölinni lokinni hélt hann kyrru fyrir í Djúpadal og tók þar við búi ári 1923. En árið 1925 breytti hann til og brá sér við fjórða mann til Kanada. Ameríkuárin urðu rúm 30, og ævintýrin, sem Stefán sagðist hafa farið til þess að leita, sniðgengu hann svo sannarlega ekki. Þar vestra starfaði hann m.a. við ýmiskonar byggingastörf og í gullnámu. Hann kom heim fyrir fullt og allt árið 1957. Stefán kvæntist ekki en eignaðist dóttur með Kristínu Sigfúsdóttur (1893-1941).

Stephan G. Stephansson (1853-1927)

  • S02097
  • Person
  • 3. okt. 1853 - 9. ágúst 1927

Foreldrar: Guðmundur Stefánsson b. á Kirkjuhóli hjá Víðimýri og k.h. Guðbjörg Hannesdóttir. ,,Stefán fæddist þann 3. október árið 1853 á Kirkjuhóli í Skagafirði og var skírður Stefán Guðmundur Guðmundsson. Til fimmtán ára aldurs bjó Stefán í Skagafirði, en fluttist þá í Þingeyjarsýslu og starfaði þar sem vinnumaður. Hann bjó þar allt til þess er hann fluttist til Vesturheims með foreldrum sínum og systur árið 1873, þá að verða tvítugur. Í fimm ár bjó hann í Wisconsinfylki í Bandaríkjunum og kvæntist sama ár og hann flutti þaðan náfrænku sinni, Helgu Sigríði Jónsdóttur. Þau áttu saman átta börn, en sex þeirra komust upp. Næst bjó Stefán að Görðum í Norður-Dakóta, í tíu ár. Árið 1889 fluttist hann síðan til Albertafylkis í Kanada og bjó þar til dauðadags. Fyrstu ár Stefáns í Vesturheimi vann hann t.d. við járnbrautalagningu og skógarhögg en hætti því upp úr fertugu og einbeitti sér að búskapnum. Hann afrekaði það sem bóndi að nema land þrisvar og virðist hafa farist það vel úr hendi. Í Wisconsin kallaði Stefán sig Stefán Guðmundsson en í Dakóta var hann skrifaður Stefansson. Þetta leiddi til þess að bréf hans rugluðust við bréf annarra Stefanssona svo Stefán tók upp nafnið Stephan G. Stephansson sem hann varð þekktur undir. Fyrsta ljóðakver Stefáns var Úti á víðavangi sem kom út árið 1894. Ljóðabækur hans urðu fjölmargar, flestar gefnar út í Reykjavík. Eitthvað af lausamáli eftir hann birtist líka í íslensku blöðunum fyrir vestan. Meginverk hans verður að teljast Andvökur I-VI sem út kom á árunum 1909-1938. Andvökur draga nafn sitt af því að Klettafjallaskáldið, eins og Stefán er oft nefndur, átti erfitt með svefn í Vesturheimi og flest ljóð hans því samin á nóttunni."

Svanbjörg Ellen Benediktsdóttir (1902-óvíst)

  • S01283
  • Person
  • 1902-óvíst

Dóttir Benedikts Hannessonar og Sigrúnar Daníelsdóttur, þau fluttu til Vesturheims árið 1900, Svanbjörg fæddist þar vestra. Síðast búsett í Chicago.